Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 ✝ Björg Jó-hannsdóttir fæddist að Holti í Svínadal í A- Húnavatnssýslu 26. febrúar 1916. Hún lést á Hrafn- istu í Reykjavík 20. júní 2011. Foreldrar henn- ar voru Jóhann Guðmundsson, f. 5 nóvember 1887, d. 11. ágúst 1949 og Fanný Jóns- dóttir, f. 14. mars 1891, d. 4. júlí 1958. Björg átti tvær syst- ur, Sofíu, f. 22. júní 1920, d. 28. júní 1974 og Bryndísi, f. 24. maí 1924, d. 29. nóvember 2010. Björg giftist 6. október 1938 Ólafi Kr. Magnússyni, f. 6. desember 1911, d. 24. jan- úar 2010, frá Völlum á Kjal- arnesi. Foreldrar hans voru Magnús Jónasson, f. 11. apríl og eiga þau fjögur börn. c) Bergþór, f. 1974, og á hann tvo syni. d) Björgvin, f. 1976, maki Dagný Hauksdóttir, f. 1978, og eiga þau þrjú börn. Björg gekk í farskóla þrjá vetur fyrir fermingu, átta vik- ur hvern vetur. Hún var í Kvennaskólanum í Reykjavík tvö skólaár, 1932-1934. Eftir það dvaldi hún í Holti fram að giftingu. Hún kom víða við á langri ævi. Hún kenndi handa- vinnu telpna við barnaskólann í Sólgörðum í Fljótum og síðar á Klébergi. Hún var meðal stofnenda Kvenfélagsins Esj- unnar á Kjalarnesi og ritari þess í hartnær tuttugu ár. Þá sat Björg í varastjórn slysa- varnadeildar Kjalarneshrepps og einnig í varastjórn Þor- steins Ingólfssonar, sjálfstæð- isfélags Kjósarsýslu í allmörg ár. Eftir að Björg og Ólafur fluttu til Reykjavíkur vann hún sem sjálfboðaliði við af- greiðslu í verslun Rauða krossins á Landspítalanum v/ Hringbraut. Útför Bjargar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 30. júní 2011, kl. 13. 1888, d. 10. janúar 1971 og Jórunn Ólafsdóttir, f. 7. september 1888, d. 19. apríl 1947. Börn þeirra eru: 1) Jóhann, f. 18. desember 1942, maki Jeanne Mill- er, f. 1. janúar 1945. Börn þeirra eru: a) Ólafur Kristinn, f. 1964, maki Valborg Guðsteinsdóttir, f. 1964, og eiga þau tvo syni. b) Fanný Björg, f. 1978, maki Sverrir Árnason, f. 1978, og eiga þau tvö börn. 2) Sigrún, f. 12. júlí 1948, maki Helgi Bergþórsson, f. 6. apríl 1946. Börn þeirra eru: a) Ólafur Magnús, f. 1970, sambýliskona hans er Berit Noesgaard Niel- sen, f. 1970, og eiga þau þrjú börn. b) Vilborg, f. 1971, maki Jón Þór Þorgeirsson, f. 1965, Þá er komið að hinstu kveðju til elsku ömmu. Stund sem maður er aldrei viðbúinn þó hún hafi verið yfirvofandi síðastliðnar vikur. Minningar okkar systkinanna um ömmu eru líkar þó minningar Óla Kristins séu frá Klébergi og minningar Fannýjar úr Bólstað- arhlíðinni. Amma var hin klass- íska staðalímynd ömmu, mjúk með hlýjan faðm og alltaf í svuntu yfir kjólnum. Sífellt að sýsla eitt- hvað í eldhúsinu, baka kökur og steikja kleinur, taka á móti gest- um og bera bakkelsið og kaffi á borð. Ef hún var ekki í eldhúsinu sat hún í stofunni í stólnum sínum og prjónaði eða las dönsku blöðin. Síðustu árin í Bólstaðarhlíðinni var það þó orðið þannig að ekki þýddi að koma í heimsókn meðan þátturinn Leiðarljós var í sjón- varpinu því amma fylgdist með honum af miklum áhuga og fékk maður litla athygli á meðan og fékk að afgreiða sig sjálfur í eld- húsinu. Amma var dugleg við að kenna okkur hina ýmsu hluti, t.d. kross- saum og að spila á spil og fór Óli Kristinn oft með henni í Húnvetn- ingafélagið til að spila félagsvist. Einnig var hún óþreytandi að reyna að kenna okkur bæjarnöfn og heiti á fjöllum í Hvalfirðinum þegar farið var upp að Súlunesi. Árangurinn var ekki eins og hún ætlaðist til, henni eflaust til mik- illar armæðu. Hún hafði líka gam- an af að segja okkur sögur frá uppvaxtarárum sínum í Holti. Hvernig var að alast upp í torfbæ með systrum sínum og hvernig líf- ið í sveitinni var á fyrri hluta síð- ustu aldar. Einnig frá fyrstu bú- skaparárum hennar og afa og sögur af pabba okkar og systur hans þegar þau voru lítil. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur barnabörnin þegar á þurfti að halda og þegar langömmubörn- in fóru að koma eitt af öðru pass- aðirðu alltaf, ásamt afa, upp á að þau fengju sínar afmælis- og jóla- gjafir og spurðir alltaf um þau ef við komum ein í heimsókn. Nú er komið að leiðarlokum og við kveðjum þig með þökk fyrir allt það sem þú gafst okkur sem veganesti út í lífið. Ólafur Kristinn og Fanný Björg. Elsku amma, nú hefur þú kvatt okkur 95 ára að aldri. Við höfum verið lánsöm að eiga ykkur afa að svo lengi. Þið voruð samhent hjón og þannig minnumst við ykkar. Margar af okkar bernskuminn- ingum tengjast ykkur. Þið afi heimsóttuð okkur reglulega í sveitina og við biðum spennt eftir komu ykkar. Jólin voru á næsta leiti þegar þið komuð með skötuna á Þorláksmessu og þó svo við hefðum engan áhuga á að borða hana þegar við vorum börn þá fannst okkur hún vera órjúfanleg- ur hluti af jólaundirbúningnum. Páskaeggin komu með ykkur að sunnan um páskana og svo var gaman að fá ykkur í sumarstörfin á meðan þið höfðuð þrek til. Þú varst alin upp í sveit og þér þótti gaman að fá tækifæri til að hjálpa til við sveitastörfin, taka þátt í heyskapnum og rýja fé. Það var gaman að koma til ykk- ar afa þegar þið bjugguð á Klé- bergi. Í minningunni var skólinn svo ótrúlega stór og það var svo spennandi að fá að skoða hann. Þú sýndir okkur skólastofurnar, hvar nemendurnir sváfu og hvar þú kenndir handavinnu. Þú varst mikil handavinnukona og prjónað- ir og heklaðir eins lengi og þú hafðir tök á. Gestrisnin einkenndi þig. Ávallt þegar við komum í heim- sókn barst þú í okkur allskonar kræsingar og það var auðvitað eins þegar þið fluttuð í Bólstað- arhlíðina. Fyrst fengum við kaffi- tíma, svo var sest inn í stofu og þá fengum við ís og nammi – svo spurðir þú hvort það mætti ekki bjóða okkur aðeins meira! Enginn skyldi fara svangur frá þér og langömmubörnin kunnu sko einn- ig vel að meta þetta. Þau minnast þín með hlýju en þú hafðir mikinn áhuga á því sem við og börnin okk- ar höfðum fyrir stafni og hvattir okkur óspart áfram í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Þú varst einstaklega minnug og fróð um menn og málefni og þekktir landið okkar vel. Þú varst mjög félagslynd og dugleg að taka þátt í félagsstarfi. Þá hafðir þú gaman af því að miðla þekkingu þinni á ættfræði og segja frá at- burðum fyrri tíma. Þú varst stolt- ur Húnvetningur og hafðir alla tíð sterkar taugar til æskustöðva þinna, Holts í Svínadal. Við þökkum þér samfylgdina, elsku amma, minningar um góða konu munu ylja okkur afkomend- unum. Ólafur Magnús, Vilborg, Bergþór og Björgvin. Björg móðursystir var elst Holtssystranna þriggja og hún fer þeirra síðust til fundar við skapara sinn. Ævidagur hennar var langur og lengi erilsamur, húsmóðir í heimavistarbarna- skóla um áratugi. Ég þekkti frem- ur lítið til hennar á þeim árum ut- an þegar hún og Ólafur komu í Holt að sumarlagi og dvöldu þá jafnan nokkra daga í senn. Óþörf ferðalög úr sveitinni suður þekkt- ust vart þá og heimsóknir svín- dælskra barna að Klébergi því fá- tíðar. Kynni mín af Björgu, og okkar Ragnheiðar beggja, hófust að marki þegar við stunduðum há- skólanám í Reykjavík. Þá var Klé- bergsárunum að ljúka og Bólstað- arhlíðin tók við. Þangað lá leið okkar alloft en eftir að við fluttum til Akureyrar varð lengra í milli. Starfa minna vegna átti ég samt stundum leið til Reykjavíkur og leit þá gjarnan inn. Þau hjónin voru vanaföst, áttu sér sinn stól- inn hvort í notalegri stofunni og brátt varð hinn þriðji öruggur samastaður minn. Fyrst var gefið konfekt og sýndar myndir af barnabörnunum en hverri heim- sókn lauk svo í eldhúsinu þar sem drukkið var sterkt kaffi, notið meðlætis og skrafað. Það voru ekki endilega sögur dagsins sem hæst bar því hún frænka mín naut þess að rifja upp gengna daga. Hún sagði sögur af fólki og stundum atburðum sem hún hafði ekki lifað sjálf. Þá tók frásagnargáfan gjarnan mikinn sprett. Af slíkum sögum eru til dæmis minnisstæðar frásagnir af kaupstaðarferðum foreldra henn- ar og föðurforeldra til Blönduóss. Komið var við í verslun eða á heimili Jóhanns og frú Alvildu Möller en seinna hjá Lucinde dóttur þeirra og Gísla sýslumanni Ísleifssyni. Frá þessum ferðum var sagt heima í Holti, Björg nam frásagnirnar og þuldi löngu síðar heilu samtölin af innlifun eins og hún hefði verið þar sjálf: „Þá sagði pabbi: Nei, heyrið þér mig nú, Gísli, er þetta mögulegt? En frú Lucinda sló sér á lær og sagð- ist muna það sem gerst hefði í gær.“ Sagnalist Bjargar hvíldi á gömlum grunni og hún rann auð- veldlega inn í frásagnir sínar, hætti að greina á milli sín og sögupersónanna, tímamörk urðu óljós eða hurfu jafnvel alveg. Í hita leiksins átti hún það til að spyrja: „Þú manst eftir henni, er það ekki?“ Og skipti þá litlu þótt áratugum skeikaði um hvort slík minning væri möguleg. Kannski tjáði Björg hug sinn og sögur af sömu ástríðu og þeirri sem varð- veitti menningararfinn í munn- legri geymd uns húnvetnskir for- verar hennar tóku að skrásetja á bókfell. Björg var einörð sjálfstæðis- kona eins og hún átti sterkt kyn til, bróðurdóttir Magnúsar dóms- málaráðherra. Framsóknarmenn og kratar fengu litla náð fyrir augum hennar en kommar voru að því leytinu skárri að stundum mátti vita fyrir hvað þeir stæðu. Um slíkt var gaman að ræða, jafnvel kýta, en alltaf fór maður auðugri af fundi þeirra Ólafs. Með fráfalli Bjargar eru orðin þau tímamót að við, börn hennar og systurbörn, erum tekin við öll- um hlutverkum elstu kynslóðar ættar okkar. Sá er réttur gangur tímans og í arfleifð Bjargar og annarra genginna eigum við ómetanlegt veganesti til framtíð- ar. Við Ragnheiður þökkum kær- lega fyrir samfylgdina. Bragi Guðmundsson. Ólátur og Brök. Þetta voru nöfnin sem ég gaf nágrönnum mínum, skólastjórahjónunum á Klébergi, Ólafi Kr. Magnússyni og Björgu Jóhannesdóttur. Ég bjó með foreldrum mínum í Fólk- vangi og átti oft erindi upp í skóla. Ég þurfti að fá mjólk og köku hjá Björgu og lesa með Ólafi. Mér hefur oft orðið hugsað til þess hversu erfitt það er að vera skóla- stjóri í litlu sveitarfélagi þar sem allir þekkja alla og agavandamál sem taka þarf á snertir vini þína og nágranna. Skólastjórinn er oft félagsráðgjafi, heimavistarstjóri og barnaverndarnefnd líka. Í litla barnaskólanum á Klé- bergi, þar sem pabbi minn hafði líka verið í skóla þegar hann var lítill, þar var Ólafur skólastjóri og lengi eini kennarinn. Hann kenndi allt nema handavinnu stúlkna. Sú kennsla fór fram við eldhúsborðið hjá Björgu. Íþróttir voru kenndar í Fólkvangi og áður en búningsklefarnir þar voru til- búnir urðu krakkarnir að skipta um föt uppi í skóla og hlaupa svo í Fólkvang í leikfimisbúningum- .Við hlið skólahússins var annað minna hús, þar sem íbúð þeirra Bjargar og Ólafs var auk salerna, sturtuklefa og smíðastofu. Skrif- stofa Ólafs var í íbúðinni og handavinnukennsla við eldhús- borðið svo ekki var nú mikið einkalíf hjá þeim hjónum. Allir sem voru í skólanum á Klébergi hljóta að muna eftir Trygg, hund- inum þeirra. Ég hafði líka það embætti að sækja mjólk upp í skóla. Mjólkurbíllinn kom þangað og skildi eftir mjólk og ég sótti svo hyrnurnar í netapoka til Bjargar. Ég var alla mína barna- skólagöngu á Klébergi. En leiðir skildi þegar ég fór í gagnfræða- skóla og hjónin fluttu í bæinn. Það var svo ekki löngu seinna. Þá var ég ólétt og bjó hjá þáverandi kærasta í Hlíðunum. Þá fór ég að taka eftir manni sem strunsaði um hverfið með sérkennilegu göngulagi og miklum stafsveifl- um, eitthvað kannaðist ég við sveiflurnar og fylgdi manninum eftir. Þá var þetta Ólafur á heim- leið í Bólstaðarhlíðina. Ég komst að því að hjónin væru nágrannar mínir og bankaði upp á. Mér var boðið inn og datt beint inn í gamla farið, mjólk og köku hjá Björgu, sem þótti ég of ung fyrir kaffi, þó ég væri með bumbuna út í loftið. Nú, við Ólaf- ur skoðuðum bækur. Hvað ertu að lesa núna, Guðrún mín? Ekki var minnst á það einu orði að óléttan væri fullsnemma á ferð- inni. Engar skammir, bara gamla góða: „Hvað ertu að lesa?“ Ég missti aftur samband við þau í langan tíma. Hitti þau jú uppi í skóla á afmælishátíð skól- ans. Ólafur dó og minningar- greinin sem ég skrifaði um hann var of löng og fékkst ekki birt. Þess vegna ákvað ég að skrifa þessa kveðju til þeirra beggja og þakka fyrir gamla daga, mjólk og kökur og lestrarumræður, auk kennslu í mörg ár. Björgu sá ég fyrir skömmu, þá var hún komin á Hrafnistu og pabbi minn var þar í stuttan tíma í hvíldarinnlögn. Pabbi fór og heilsaði upp á Björgu en hún var horfin inn í Alzheimer og mundi ekki eftir honum. Enda erfitt að tengja saman gamlan karl í hjóla- stól og pjakkinn og prakkarann Jón Leví sem pissaði í stígvélið hans Ólafs eftir einhverjar skammir. Bestu kveðjur og þakkir til Bjargar og Ólafs og samúðar- kveðjur til ættingja. Guðrún Jónsdóttir. Björg Jóhannsdóttir Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Minningar er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. Ingibjörg Jónasdóttir fæddist á Norðfirði 2. maí 1932. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 13. júní 2011. Útför Ingibjargar fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 23. júní 2011. Andlát kærrar æsku- og ævi- langrar vinkonu minnar, Ingi- bjargar Jónasdóttur, sem af vin- um sínum var jafnan kölluð Stúlla, kom mér ekki beinlínis á óvart. Undanfarin ár hefur hún ekki gengið heil til skógar og hefur átt við langvarandi van- heilsu að stríða. Í heimsókn hjá henni á hjúkrunarheimilinu Sól- túni fyrir skömmu lét Stúlla mín Ingibjörg Jónasdóttir ✝ Ingibjörg Jón-asdóttir fædd- ist á Norðfirði 2. maí 1932. Hún lést á Hjúkrunarheimil- inu Sóltúni 13. júní 2011. Útför Ingibjarg- ar fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 23. júní 2011. það á skýran hátt í ljósi – á þennan umbúðalausa en einlæga hátt, sem henni var svo tam- ur – að senn myndi lífsgöngu hennar ljúka. Punktur. Ég er búinn að þekkja Stúllu allt frá æsku- árum okkar á Mel- unum í Vesturbæ Reykjavíkur. Örfá- ar vikur skildu okkar að í aldri, við höfum alla tíð búið í kallfæri hvort við annað, meira að segja þar af í tæpan áratug í sama húsinu að Hagamel 36, þar sem hún og eiginmaður hennar, Björn heitinn Guðjónsson, lands- frægur trompetleikari og söng- og hljómsveitarstjóri, bjuggu á hæðinni fyrir ofan okkur ásamt börnunum sínum, þeim Jonna og Önnu Þóru. Á árunum 1945 til 1947 bar ég út Moggann á Víði- og Reynimel. Mikil uppbygging var í gangi á svæðinu, meira að segja heil ný gata, Grenimelur- inn, bættist við og fjöldi nýrra áskrifenda jókst að sama skapi og útburðartíminn þarafleiðandi. Ég endaði jafnan útburðinn austast í hverfinu. Einn morg- uninn fyrir framan Reynimel 28 rauk á mig stelpa á mínum aldri og hundskammaði mig fyrir, hvað ég kæmi seint með blaðið, pabbi hennar væri farinn í vinn- una og sæi aldrei blaðið, fyrr en á kvöldin. Ég reyndi að útskýra ástæðurnar og hvaða hring ég færi við útburðinn. Þá sagði hún: „Getur þú ekki snúið bannsett- um hringnum við, byrjað hér, sem þú endar og endað hann, þar sem þú byrjaðir í morgun?“ Þessa áfrýjun stóðst ég ekki og bar út þaðan í frá, eins og stelp- an bauð. Þetta voru fyrstu kynni mín af Ingibjörgu Jónasdóttur og leiddu til þess, að pabbi henn- ar, Jónas Guðmundsson ráðu- neytisstjóri, gat lesið Moggann sinn í ró og næði með morg- unkaffinu heima og mætt vel upplýstur í vinnuna, að minnsta kosti svo lengi, sem ég bar blað- ið út. Og við Stúlla urðum vinir, ævilangt. Eftir fullnaðarpróf vorið 1946 hófum við Stúlla nám í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu, þetta sama haust og lukum landsprófi þaðan vorið 1948. Hér skildi leiðir um sinn. Við fórum sitt í hvorn fram- haldsskólann en við misstum aldei sjónar hvort á öðru. Stúlla var hreint út sagt yndisleg manneskja, einstaklega glaðlynd og hláturmild, greiðug og hjálp- söm. Hún var hörkudugleg og kappsöm, góð móðir og sinnti því hlutverki af mikilli alúð en var samt sem áður útivinnandi obb- ann af starfsævi sinni, lengst af á skrifstofu Ríkisspítalanna, jafnframt því að vera einstak- lega ötul í margvíslegu fé- lagsstarfi og með eindæmum ós- ínk á tíma sinn á þeim vettvangi. Síðasti fundur okkar í Sóltúni mun mér seint úr minni hverfa. Ég og fjölskylda mín öll geymum með okkur fagrar minningar úr samferð okkar með Ingibjörgu og hennar fólki. Heilög sé minning Ingibjargar „Stúllu“ Jónasdóttur! Gylfi Guðmundsson. Ég man þegar ég hitti Ingi- björgu í fyrsta skipti, ég var send til hennar frá félagsþjón- ustunni og átti að hjálpa henni með heimilisstörf, strax sá ég að hún hafði ekki mikið álit á mínu starfi, en ekki út af fordómum heldur út af því að þetta sumar var hún búin að fá ýmiss konar fólk sem kom til hennar einu sinni og sást aldrei aftur, og þeg- ar hún sá útlenska stelpu við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.