Morgunblaðið - 30.06.2011, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 30.06.2011, Qupperneq 31
DAGBÓK 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 Sudoku Frumstig 3 2 7 8 1 4 6 8 3 6 7 4 1 1 3 2 8 6 2 2 5 7 3 7 1 4 6 3 2 1 8 9 6 3 7 8 7 9 1 3 8 3 7 9 4 6 2 4 1 7 1 8 5 2 6 8 5 3 7 1 6 8 7 6 4 3 2 7 2 1 3 8 9 7 5 9 4 2 5 7 1 6 9 3 8 9 8 3 2 5 4 6 7 1 1 7 6 9 8 3 4 2 5 7 9 4 3 6 5 1 8 2 6 5 8 1 7 2 3 4 9 3 1 2 8 4 9 5 6 7 2 6 9 5 3 8 7 1 4 5 3 1 4 2 7 8 9 6 8 4 7 6 9 1 2 5 3 7 4 3 1 8 5 2 6 9 6 9 5 3 7 2 4 1 8 8 1 2 6 9 4 5 7 3 9 5 7 2 4 6 3 8 1 3 2 8 9 1 7 6 5 4 1 6 4 8 5 3 7 9 2 2 8 6 7 3 9 1 4 5 4 3 1 5 6 8 9 2 7 5 7 9 4 2 1 8 3 6 9 8 5 2 7 4 6 1 3 2 7 4 6 1 3 9 5 8 1 3 6 5 9 8 4 7 2 8 4 2 9 3 7 1 6 5 5 1 9 4 8 6 2 3 7 7 6 3 1 5 2 8 9 4 3 9 7 8 4 1 5 2 6 4 2 1 3 6 5 7 8 9 6 5 8 7 2 9 3 4 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 30. júní, 181. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Biðjið og yður mun gef- ast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.) Orðið paraprosdokian er notað yf-ir setningar, sem hafa óvæntan endi. Víkverji fékk nokkrar slíkar sendar á dögunum og stenst ekki mátið að birta nokkrar þeirra. x x x Að fara í kirkju gerir þig ekkikristinn frekar en að standa í bílskúr breytir þér í bíl. x x x Ljós fer hraðar en hljóð. Þessvegna virðist sumt fólk gáfað þangað til þú heyrir það tala. x x x Ef ég væri sammála þér hefðumvið bæði rangt fyrir okkur. x x x Í kvöldfréttunum er byrjað á aðsegja gott kvöld og síðan er gerð grein fyrir því hvers vegna svo er ekki. x x x Strætóstöð er þar sem strætóstoppar. Lestarstöð er þar sem lest stoppar. Á skrifborðinu mínu er ég með vinnustöð. x x x Hvernig stendur á því að meðeinni eldspýtu er hægt að kveikja skógareld, en það þarf heil- an stokk til þess að kveikja varðeld? x x x Hrein samviska er venjulegamerki um lélegt minni. x x x Það borgar sig að fá alltaf lánaðhjá bölsýnismanni, hann á ekki von á að fá peninginn til baka. x x x Af hverju kjósa Bandaríkjamennbara á milli tveggja ein- staklinga þegar þeir kjósa forseta, en 50 þegar þeir velja ungfrú Banda- ríkin? x x x Einu sinni var ég óákveðinn. Núer ég ekki viss. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 gefa nafn, 4 tann- stæði, 7 pípuna, 8 baul, 9 ber, 11 beitu, 13 sigra, 14 reiki, 15 grund, 17 ferming, 20 tímgunarfruma, 22 gortar, 23 blærinn, 24 sáðlönd, 25 mál. Lóðrétt | 1 skýla, 2 klakinn, 3 einkenni, 4 örg, 5 fýll, 6 magran, 10 vatnsflaumur, 12 sjávardýr, 13 greind, 15 gefa eftir, 16 danglar í, 18 skorturinn, 19 naga, 20 vex, 21 gáleysi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 auðsveipt, 8 pínir, 9 iðjan, 10 ill, 11 kúrir, 13 landa, 15 glans, 18 króna, 21 Týr, 22 titri, 23 afann, 24 barnaskap. Lóðrétt: 2 unnur, 3 særir, 4 erill, 5 prjón, 6 spik, 7 snúa, 12 inn, 14 aur, 15 gota, 16 aftra, 17 stinn, 18 krafs, 19 ólata, 20 asni. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Hittingur. V-Allir. Norður ♠K965 ♥ÁG72 ♦Á53 ♣106 Vestur Austur ♠Á7 ♠D82 ♥D106 ♥5 ♦KDG8 ♦107642 ♣9852 ♣ÁG43 Suður ♠G1043 ♥K9843 ♦9 ♣KD7 Suður spilar 4♥. Jón Baldursson og Tyrkinn Mustafa Cem Tokey spiluðu undir merkjum La- vazza í Poznan í liði með ítölsku lands- liðspörunum Bocchi/Madala og Dubo- in/Sementa. Sveitin rann létt í gegnum tvær riðlasíur, lagði svo andstæðinga sína í 32- og 16-liða úrslitum, en féll úr keppni 8-liða úrslitum. Þá mættu þeir fornum fjandvinum, bandarísku Ma- haffey-sveitinni, með þá Meckstroth og Rodwell sem akkerispar. Leikurinn var tvísýnn og munaði einu stigi þegar þremur spilum var ólokið. En þá dundu ósköpin yfir. Bocchi fór niður á 4♥ sem unnust á hinu borðinu. Hvers vegna? Jú, Bocchi toppaði trompið, en hinum megin svínaði sagnhafi ♥G. Hvað hefði lesandinn gert? Vestur vakti á Precision-tígli og austur lyfti í 2♦ við opnunardobli norðurs. Útspil: ♦K. (Meira á morgun.) 30. júní 1862 Eldgos hófst vestan Vatnajök- uls. Það stóð í rúm tvö ár en ekki var vitað fyrr en mörgum áratugum síðar hvar eldstöðin var nákvæmlega. Hún er nú nefnd Toppgígar og hraunið Tröllahraun. 30. júní 1910 Laufey Valdimarsdóttir út- skrifaðist sem stúdent frá Lærða skólanum (Mennta- skólanum í Reykjavík), fyrst íslenskra kvenna. 30. júní 1954 Almyrkvi varð á sólu og sást hann best við suðurströndina. Myrkur féll yfir landið í nokkrar mínútur og stjörnur skinu á himni.. Þetta var fyrsti almyrkvinn hér á landi í 121 ár. Næsta almyrkva má vænta 12. ágúst 2026, á vesturströnd- inni. 30. júní 1964 Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik varð Norður- landameistari á móti sem haldið var í Reykjavík. 30. júní 1990 Kvennahlaup ÍSÍ var haldið í fyrsta sinn. Hlaupið var á sex stöðum og voru þátttakendur um tvö þúsund. Síðustu ár hafa þátttakendur verið um tuttugu þúsund á meira en eitt hundrað stöðum. 30. júní 2005 Tónleikar Duran Duran voru í Egilshöll. „Stemningin þótti ólýsanleg og sungu tíu þúsund áhorfendur stöðugt með,“ sagði Morgunblaðið. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist… „Ég ætla ekki beinlínis að gera neitt sérstakt í til- efni afmælisins, en það má segja að margt sé í gangi,“ segir Þórhildur Ýr Jóhannesdóttir leik- skólakennari, sem á 36 ára afmæli í dag. Þórhild- ur telur upp matarboð á föstudag, starfs- mannapartí á laugardag og barnaafmæli á sunnudag. Hún hefur því í of miklu að snúast til að huga að eigin afmæli. „En ég fæ örugglega kór- ónu og kort frá krökkunum á leikskólanum. Þar er maður stjarna dagsins á afmælinu.“ Þannig vill til í fjölskyldu Þórhildar að fjórir af fimm fjöl- skyldumeðlimum eiga afmæli á fjögurra vikna tímabili í júní og júlí. Hefðin er sú að gera eitthvað saman og afmæl- isbarnið fær að stjórna deginum, en vegna vinnu verður þó lítið úr dagskrá hjá Þórhildi. Það kemur ekki að sök þar sem fjölskyldan er nýkomin úr ferðalagi um Norðurland sem farin var í tilefni afmælis eiginmannsins, Péturs Davíðssonar. Sumarfríið er auk þess að bresta á hjá Þórhildi í lok vikunnar, en hún segir þó að beðið verði með ferðalög þar til að afloknum slætti. Fjölskyldan býr á Grund í Skorra- dal og sprettan hefur verið lítil. „Svo ætlum við að grípa tækifærið og fara í einhverjar útilegur þar sem við reynum að elta sólina.“ ÞórhildurÝr Jóhannesdóttir 36 ára Fær að vera stjarna dagsins Hlutavelta  Nýlega héldu vinkonurnar Agnes Marí Gunnarsdóttir og Ljósbrá Erlín Ágústsdóttir tombólu fyrir ut- an Suðurver. Ágóðinn var 2.570 kr. sem þær gáfu Rauða krossi Íslands.  Þær vinkon- urnar Ragn- heiður Kolka Sigurjóns- dóttir og Líf Hlavackova héldu tombólu og söfnuðu 2.280 kr. sem þær gáfu Rauða krossi Íslands. Flóðogfjara 30. júní Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 5.44 3,3 11.49 0,7 18.02 3,8 3.04 23.59 Ísafjörður 1.53 0,6 7.48 1,9 13.55 0,4 20.02 2,2 1.37 25.37 Siglufjörður 4.06 0,3 10.30 1,1 16.11 0,4 22.24 1,3 1.20 25.20 Djúpivogur 2.51 1,8 8.55 0,5 15.20 2,1 21.33 0,6 2.20 23.43 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Samskipti við vini og vandamenn ganga ekki vel fyrir sig í dag. Hugsanlega gengur einhver svo langt að heimta hluti sem hann vantar ekki. (20. apríl - 20. maí)  Naut Reyndu að finna nýjar leiðir til þess að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einka- lífs og starfs og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert með það á heilanum að fá vilja þínum framgengt. Stígðu fram sem nýr og betri einstaklingur eftir fríið. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Heilsan á að vera þitt helsta for- gangsverkefni, þannig kemstu yfir allt hitt sem þig langar til þess að vinna að. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Viðkvæmni er viðvarandi þessa dagana. Renni þér eitthvað úr greipum verðurðu að trúa því að eitthvað nýtt komi í staðinn. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Viðhorf þitt til heilsunnar leiðir til heil- unar. Ef þú ert með vindinn í fangið er stór- mannlegra að fara ekki af leið. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Fyrirgefning er málið í dag. Fólk virðist einstaklega samvinnuþýtt. Vinir eru vand- fundnir, mundu það. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Í stað þess að eiga þér stóra drauma - eins og vanalega - hafðu þá klikk- aða. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú stendur frammi fyrir ákaflega erfiðri ákvörðun, en staðfesta þín mun afla þér virðingar samstarfsmanna þinna. Að vera nálægt einhverjum hjartfólgnum spillir ekki fyrir. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Samræður um daginn og veginn geta gengið úr hófi. Veldu vel þá sem þú vilt umgangast áfram. Gríptu gæsina ef hún gefst. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Eyddu ekki tímanum í bið eftir að- stoð annarra heldur notaðu eigin hæfileika til þess að ganga frá málunum. Haltu áfram í dag því sem þú byrjaðir á í gær. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú hefur í mörg horn að líta og vafa- samt, hvort þú kemst yfir allt það sem þú þarft að klára. Hentu einhverju gauðrifnu áð- ur en klukkan slær tólf. Stjörnuspá 1. f4 Rf6 2. Rf3 g6 3. d4 d5 4. e3 Bg7 5. Bd3 c5 6. c3 O-O 7. O-O b6 8. De2 Bb7 9. b3 Re4 10. Bb2 Rd7 11. Rbd2 Rxd2 12. Dxd2 Rf6 13. De2 Re4 14. Hac1 Hc8 15. Hfd1 Rd6 16. Re5 Hc7 17. c4 cxd4 18. exd4 Dc8 19. Hc2 Hd8 20. Hdc1 dxc4 21. bxc4 e6 22. c5 bxc5 23. dxc5 Rf5 24. c6 Ba8 25. Bxf5 exf5 26. Db5 De6 27. h3 Hdc8 28. Kh2 f6 29. Rf3 De4 30. Hc4 Bxc6 31. Db3 Dd5 Staðan kom upp í stórmeistaraflokki fyrstu laugardagsmótaraðarinnar í júní sem lauk fyrir skömmu í Búdapest í Ungverjalandi. Pawel Szablowski (2425) frá Póllandi hafði hvítt gegn spænska alþjóðlega meistaranum Rafael Rodriguez (2320). 32. Hxc6! Dxb3 33. Hxc7 Dxb2 34. Hxc8+ Bf8 35. H1c2 Db4 36. H2c4 Dd6 37. Hd4 De6 38. Hdd8 Dxa2 39. Hxf8+ Kg7 40. Hfd8 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.