Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 Græni Hatturinn Akureyri sími 461 4646 / 864-5758 Forsala í Eymundsson föstudags- og laugardagskvöld Hásumargleði Baggalúts Tónleikar kl.22.00 Húsið opnað kl.21.00 Miðaverð kr. 2500 Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Tjarnarbíó 5272100 | tjarnarbio@leikhopar.is Sirkus Íslands:Ö faktor Fös 1/7 kl. 19:30 Lau 2/7 kl. 14:00 Lau 2/7 kl. 18:00 Sun 3/7 kl. 14:00 Sun 3/7 kl. 18:00 Brúðuheimar í Borgarnesi 530 5000 | hildur@bruduheimar.is GILITRUTT Sun 3/7 kl. 14:00 Sun 10/7 kl. 14:00 Á sunnudag verður Hrafnhild- ur Schram listfræðingur með leiðsögn um sýninguna Kona/ Femme - Louise Bourgeois sem nú stendur yfir í Lista- safni Íslands. Á sýningunni eru 28 verk eftir Louise Bourgeois, einkum innsetningar og högg- myndir, en jafnframt málverk, teikningar og textílverk. Hrafnhildur Schram er sjálf- stætt starfandi fræðimaður og m.a. höfundur bókarinnar Huldukonur í íslenskri myndlist og var sýningarstjóri sýningarinnar Með viljann að vopni - Endurlit 1970-1980 að Kjarvals- stöðum á síðasta ári sem fjallaði um list kvenna á tímum samfélagsumróts og kvenfrelsisbaráttu. Myndlist Leiðsögn Hrafn- hildar um Konu Hrafnhildur Schram Kammerklúbburinn heldur tónleika í Norræna húsinu á morgun kl. 15:00. Kammer- klúbburinn er hópur ungra ís- lenskra tónlistarnemenda úr fimm tónlistarskólum í Reykja- vík sem eru á aldrinum 8 til 18 ára og spila á fiðlu, víólu, selló og píanó. Í Kammerklúbbnum spila nemendurnir saman í sex kammersveitum, þjálfast með því í að spila tónlist með öðrum og afla sér nýrrar tónlistarreynslu. Kammerklúbburinn var stofn- aður í ágúst 2009 að frumkvæði Ewu Tosik- Warszawiak, listræns stjórnanda klúbbsins, og foreldra nokkurra af fyrstu þátttakendunum. Tónlist Tónleikar Kammerklúbbsins Ewa Tosik- Warszawiak Hefð er fyrir því að Jazz- klúbbur Akureyrar haldi Heita fimmtudaga á Listasumri á Akureyri og hefjast í kvöld í Deiglunni í Gilinu kl. 21:30. Fram kemur tríóið Jónsson & More sem skipað er þeim Ólafi Jónssyni saxófónleikara, Þor- grími Jónssyni bassaleikara og Scott McLemore trommuleik- ara. Á efnisskránni eru verk eftir Monk, Coleman og Ming- us, en einnig leika þeir félagar frumsamin lög. Stuðningsfyrirtæki Jazzklúbbsins eru Akureyr- arstofa, Listasumar á Akureyri, Norðurorka, Menningarráð Eyþings, FÍH, Flugfélag Íslands, Goya Tapas bar, Gula Villan og Sella ehf. Tónlist Heitur fimmtu- dagur í Gilinu Thelonious Monk Tónleikaröðin Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hefst næstkom- andi sunnudag og verða tónleikar kl. 17:00 alla sunnudaga í júlí. Þetta er í 25. sinn sem tónleikaröðin fer fram. Á fyrstu tónleikunum leikur Kári Allansson á orgel Akureyrarkirkju, sem á 40 ára vígsluafmæli í ár. Kári lauk burtfararprófi í orgelleik frá Tónskóla þjóðkirkjunnar fyrir mánuði. 10. júlí syngur Kammerkór Norð- urlands íslensk þjóðlög og ný kór- verk undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, en þjóðlögin eru í útsetningu Guðmunda Óla. Þriðju tónleikarnir verða 17. júlí og þá flytja Hulda Björk Garð- arsdóttir sópransöngkona og Eyþór Ingi Jónsson, orgelleikari Akureyr- arkirkju og bæjarlistamaður Akur- eyrar, norræn sönglög. 24. júlí flytja Margrét Brynj- arsdóttir og Gísli Jóhann Grét- arsson óperulög sem Gísli hefur út- sett fyrir sópran og gítar og einnig frumsamin lög Gísla en hann hefur nýlokið meistaranámi í tónsmíðum við Tónlistarháskólann í Piteå í Sví- þjóð. Lokatónleikar tónleikarað- arinnar verða síðan um versl- unarmannahelgina. Þá koma fram Guðrún Ingimarsdóttir, Sigrún Eð- valdsdóttir og Anna Guðný Guð- mundsdóttir og flytja efnisskrá fyr- ir sópran, fiðlu og píanó. Ókeypis er á alla tónleikana. Fjölbreytt Sumartónleikar í Akur- eyrarkirkju hefjast á sunnudag. Sumartón- leikar á Akureyri  25. tónleikaröðin í Akureyrarkirkju Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is Nú stendur yfir sumarvertíðin hjá CCCR eða Classical Concert Comp- any Reykjavík. Um er að ræða 50 tónleika sem fram fara í Kaldalóni í Hörpu. Tónleikarnir skiptast í fimm tónleikaraðir: Perlur íslenskra ein- söngslaga, Ferðalag um íslenska tónlistarsögu, Íslensk tónlist – A Cappella, Halldór Laxness og tón- listin og svo er dagskrá um konur og íslenska tónlist. Sungið er á íslensku en tónlistin kynnt á ensku og eru flytjendur flestir úr röðum ungs og efnilegs tónlistarfólks sem hefur ný- lokið eða er við það að ljúka námi. Þörf fyrir tónleika af þessu tagi Markmið tónleikanna er að kynna íslenska tónlist fyrir erlendum ferðamönnum þótt töluvert sé um að Íslendingar mæti líka að sögn Bjarna Thors Kristinssonar, list- ræns stjórnanda. CCCR stóð í fyrsta skipti fyrir tónleikum af þessu tagi í fyrra og segir Bjarni Thor þá hafa gengið vel. „Við vorum með lítinn sal og ætl- uðum okkur ekki nein stórvirki, við vorum bara svona að prófa þetta og fengum góðar viðtökur. Maður fann strax að það var mikil þörf fyrir svona tónleika.“ Tónleikarnir eru með stærra sniði í ár og hefur tón- leikaröðunum fjölgað um tvær síðan í fyrra. Bjarni Thor hefur fulla trú á því að tónleikarnir verði enn betur sóttir en þá og segir aðsóknina hafa verið góða síðan fyrstu tónleikarnir voru haldnir í byrjun júní. Óþarfi að fela tónlistina Bjarni segir töluvert af erlendum ferðamönnum sækja tónleikana og á von á að þeim fjölgi þegar Harpa kemst betur á kortið hjá ferðaþjón- ustunni. „Um leið og rútur fullar af ferðamönnum fara að stoppa fyrir utan tónlistarhúsið eykst umferðin um það og þá verður auðvitað enn meira að gera hjá okkur,“ segir Bjarni. Hann bætir við að það séu alltaf einhverjir Íslendingar sem slæðast með á tónleikana þrátt fyrir að kynnt sé á ensku. „Fólki finnst gam- an að heyra þessa slagara í klass- íkinni, þessi sönglög sem allir þekkja.“ Að sögn Bjarna var það hans hug- mynd að halda tónleika til að kynna íslenska tónlist fyrir ferðamönnum. „Í borgum sem maður heimsækir er alltaf boðið upp á tónlist frá landinu. Mér fannst engin ástæða til þess að vera að fela þennan menningararf okkar fyrir ferðamönnum. Við erum ekki bara fossar og handrit,“ segir hann að lokum. Morgunblaðið/Ómar Menningararfur Sigríður Aðalsteinsdóttir, Hallveig Rúnarsdóttir, Ástríður Alda Sigurðardóttir og Bjarni Thor Kristinsson. Sumarvertíð í íslenskri tónlist Sumarvertíð » Classical Concert Company Reykjavík heldur fimmtíu tón- leika í Kaldalóni í Hörpu. » Meðal annars verða kynntar perlur íslenskra einsöngslaga. » Sungið er á íslensku en tón- listin kynnt á ensku.  CCCR kynnir íslenska tónlist á 50 tónleikum  Erum ekki bara handrit og fossar, segir Bjarni Thor Kristinsson Textarnir eru eins og lítil ævintýri, fjalla um litla atburði í daglega lífinu. 34 » Breski orgelleik- arinn Stephen Farr heldur tvenna tónleika í Hallgrímskirkju um helgina, en tónleikarnir eru liður í tónlistar- hátíðinni al- þjóðlegu Orgel- sumri í kirkjunni. Samhliða því að vera konsertorganisti starfar Stephen Farr sem tónlistarstjóri hjá St Paul’s Knightsbridge í Lund- únum og hjá Worcester College í Oxford. Á tónleikunum leikur hann verk eftir Allcoat, de Grigny, Bach, Al- bright, Alain, Preston, Liszt og Locklair. Tónleikar laugardagsins hefjast kl. 12:00, en á sunnudag hefjast tónleikar hans kl. 17:00. Tvennir orgeltón- leikar Stephen Farr Í tilefni af hundrað ára afmæli Sig- urbjörns Einarssonar verða haldnir tónleikar í Lindakirkju í Kópavogi í kvöld kl. 20:00 þar sem fluttir verða sálmar eftir Sigurbjörn, en hann lést haustið 2008, þá 97 ára. Á dagskránni verða sálmar á borð við Eigi stjörnum ofar, Dag í senn, Fræ í frosti sefur, Nú hverfur sól í haf og svo má telja. Fram koma Kirstín Erna Blöndal, Gunnar Gunnarsson, Jón Rafnsson og leika lög af nýútkominni plötu, Hjartað játi, elski, treysti sem inniheldur 15 sálma Sigurbjörns, en einnig koma fram Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson, Pétur Ben, Toggi, Reg- ína Ósk og Svenni Þór, Óskar Ein- arsson, Hrönn Svansdóttir og Fanný Tryggvadóttir og Áslaug Helga Hálfdánardóttir. Frumflutt verða ný lög við fjóra sálma eftir Togga, Pét- ur Ben, Svavar Knút og Matthías Baldursson. Sálmaskáld Sigurbjörn Einarsson biskup var ekki bara mikilsvirtur kenni- maður heldur var hann líka afkastamikið sálmaskáld. Sálmaskáldið Sigurbjörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.