Morgunblaðið - 30.06.2011, Side 34

Morgunblaðið - 30.06.2011, Side 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Hljómsveitin Mógil heldur tónleika vegna útgáfu á sinni annarri plötu í Fríkirkjunni í Reykjavík hinn 5. júlí klukkan 20:00. Fyrsta platan þeirra sem kom út árið 2007 hét Ró og fékk góðar viðtökur. Ró byggðist mikið á þjóðlögum en uppruni sveitarinnar er í þeim. Hljómsveitin varð til þegar söngkona sveit- arinnar, Heiða Árnadóttir, var í klassísku söngnámi í Hollandi og leitaði til klarinettuleikarans Joac- hims Badenhorst til að gera mast- ersverkefni með sér og þau voru svo ánægð með árangurinn að þau höfðu samband við Anötu Roosens fiðluleikara og buðu henni að vera með. Seinna kom síðan Hilmar Jensson gítarleikari til liðs við þau. Þau stofnuðu hljómsveit til að prófa sig áfram með þetta þema. Þegar þau fengu síðan styrk frá tónlist- arsjóðnum til að gera plötu helltu þau sér í verkefnið og úr varð áð- urnefnd plata, Ró. Á nýju plötunni þeirra, sem nefnist Í stillunni hljómar, er áfram unnið með þjóð- lagaþemað en lög og textar eru engu að síður frumsamin. Frumsamin þjóðlög „Á fyrri plötunni notuðum við gamla íslenska texta úr þjóðsögum og Vísnabókinni,“ segir Heiða. „Á nýju plötunni sem ég textana en reyni að gera það í svipuðum stíl, þannig að þetta séu lítil íslensk æv- intýri. Tónlistin er svona spuni í kringum þetta hjá okkur. Við köll- um þetta þjóðlagaspunadjass. Við komum nú ekki með þennan stimpil á okkur sjálf, þetta er útlistun ann- arra á því sem við erum að gera. Það er einhvern veginn þannig að þegar maður er í tónlistinni er mað- ur ekki mikið að spá í flokk- un, maður bara gerir það sem er hjarta manns næst,“ segir Heiða. Óhætt er að kalla tónlistina spuna í þjóð- legum stíl, mætti jafnvel kalla þetta tilraunadjass í kringum rótgróna þjóðlagastemningu. Text- arnir eru eins og lítil ævintýri, fjalla um litla atburði í daglega líf- inu, eins og uglu sem flýgur alltaf yfir bústaðinn hjá Heiðu og Seleyj- una þar sem sjórinn sefur vært í logninu á meðan forvitinn selurinn kíkir kært. Aðspurð játar Heiða því að þar sem hljómsveitarmeðlimirnir búi í nokkrum heimsálfum geti stundum verið erfitt að skipuleggja æfingar og tónleika. „Ég og klarinettuleik- arinn, hann Joachim, erum mest í skipulagningunni. En við náum allt- af að koma saman nokkrum dögum fyrir tónleika og æfa. Við höfum að- allega verið að spila í Belgíu og Hollandi. Fyrri platan var einmitt gefin út hjá belgísku útgáfufyr- irtæki. Það er mikil tenging við Belgíu því það eru tveir Belgar í bandinu. Svo höfum við líka farið til annarra landa og framundan eru líka tónleikar í Hollandi, Danmörku og Svíþjóð. Eftir að við spiluðum á WOMEX-hátíðinni fengum við til- boð um að fara til hinna Norð- urlandaþjóðanna,“ segir Heiða. Ljósmynd/Sigurður Ástgeirsson Þjóðlagaspunadjass Hljómsveitina Mógil skipa Heiða, Joachim, Ananta og Hilmar. Á tónleikunum mun Kristín Þóra Haraldsdóttir spila með þeim. Uglur, selir og smáfólk í boði hljómsveitarinnar Mógil  Hljómsveitin spilar þjóðlagaspunadjass á tónleikaferð sinni um landið  Hljómsveitarmeðlimirnir búa ýmist í Belgíu, á Íslandi eða í Bandaríkjunum Blúshátíð hefst í Ólafsfirði í dag og er haldin í 12. sinn. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Tjarnarborg kl. 21:00 í kvöld þegar Blúsband Fjallabyggðar, sem skipað er heimamönnum, spilar lög KK og Magga Eiríks ásamt öðrum blús í bland. Gestir sveitarinnar á tónleikunum verða Lísebet Hauksdóttir, Svava Jóns- dóttir og Geir Hörður Ágústsson. Annað kvöld verður flutt í Tjarnarborg dagskráin Blús frá A til Ö, blús í tali og tónum þar sem þau fara yfir víðan völl Ragnheiður Gröndal, söngur og píanó, Guðmundur Pétursson, gít- ar, Halldór Bragason, gítar, Har- aldur Þorsteinsson, bassi, og Jó- hann Hjörleifsson, trommur. Á laugardag byrja menn dag- inn með útimarkaði við Tjarn- arborg kl. 14:00, en þar verður lifandi músík leikin yfir sölu- borðum. Þá um kvöldið taka nem- endur blússkóla Andreu Gylfa- dóttur lagið og síðan leika Beggi Smári og Mood og Blúsmenn Andreu. Blámenn Beggi Smári og Mood koma fram á blúshátíð Ólafsvíkur. Blúshátíð haldin í Ólafsfirði í tólfta sinn Andrea Gylfadóttir Tímaritið Emp- ire er ekki aðeins með plakatið af komandi bíó- mynd um Hobbit- ann á forsíðunni heldur er þar ít- arleg umfjöllun blaðamanns um tökur á myndinni en hann var á settinu á meðan Peter Jackson var að taka upp undraveröld sína. Aðalfréttirnar eru að Jackson líður vel og segir þetta líta vel út. Lítur vel út með Hobbitann Hobbitinn sjálfur Framundan er röð tónleika hjá Mógil á Íslandi en þau hafa ekki spilað hérlendis lengi. Þau munu spila á Gljúfrasteini í Mosfellsbæ sunnudaginn 3. júlí og Café Ros- enberg 4. júlí áður en sjálfir út- gáfutónleikarnir verða í Fríkirkj- unni hinn 5. júlí. Síðan fara þau norður og spila á Þjóðlagahátíð- inni á Siglufirði hinn 6. júlí og í Deiglunni á Akureyri 7. júlí. Tónlist þeirra er þjóðleg og djasskennd. Á nýju plötunni eru samt flest lögin frum- samin en í þjóðlagastíl eins og eftirfarandi texti ber með sér: Uglan hvít og úfin, svífur þú til mín, sest á öxl mér, hvíslar í eyra mitt, sögur og ljóð um dýr og menn. Vindur hvín og feykir þér frá mér. Ég leita þín en leiðist burt frá þér, nú veit ég svo margt um dýr og menn. Tónleikaröð ÞJÓÐLAGASPUNADJASS Kanadíski stærðfræðing-urinn og tónlistarmað-urinn Daniel Victor Snaith, sem kallar sig Caribou, steig loksins á svið í gær- kvöldi þegar hljómleikar hans fóru fram á Nasa. Upphaflega áttu tón- leikarnir að fara fram í lok maí, nánar tiltekið þann 27., en vegna æsings í Grímsvötnum urðu þeir að bíða betri tíma. Ég er mikið fyrir raftónlist og frændur hennar og frænkur. Nýj- asta plata Caribou, Swim, heillaði mig því að mörgu leyti og nokkur lög af plötunni áttu hug minn á tímabili. Hins vegar er ekki hægt að setja tónlist Caribou í einhvern ákveðinn tónlistarflokk (e. genre) þar sem verk hans eru fjöl- breytileg og plöturnar mjög ólíkar. Í samtali við Morgunblaðið fyrir tónleikana sem áttu að vera í maí sagði Daniel að hann fengi fljótt leið á því sem hann væri að gera og skipti þar af leiðandi oft um stefnu. Það sýndi sig og sannaði í gærkvöldi að maðurinn meinti það sem hann sagði. Tónlistin sem spil- uð var í gær minnti lítið á plötuna Swim, heldur voru lögin sett í nýj- an búning, rokkbúning. Það er nefnilega málið með Daniel að þeg- ar hann spilar á tónleikum eru honum til halds og trausts þeir Ryan Smith, Brad Weber og John Schemersal. Rokkbragurinn yfir lögunum höfðaði ekki beint til mín, verð ég að viðurkenna. Það var hins vegar mjög skemmtilegt að fá að heyra sérstaka útgáfu af lögunum sem þeir tóku. Inn á milli fannst mér þó erfitt að skilgreina hvaða lag var verið að spila og á köflum átti ég það til að detta alveg út, missa tenginguna við tónlistina og fara að skoða mannfólkið í kringum mig. Mörg lögin voru þó alveg mögn- uð og fannst mér þar trommarinn eiga virkilegt hrós skilið. Lokalag- ið var „Odessa“, sem hefur notið mikilla vinsælda víða. Þá, þegar leit ég yfir salinn, var eins og ein- hver hefði þrýst á stuðhnappinn. Þegar þetta magnaða lag tók enda voru gestir ekki tilbúnir til þess að kveðja. Fereykið var klappað upp og kláraði tónleikana með sæmd. Tónleikar Caribou bbbnn Tónleikar Caribou fóru fram á Nasa við Austurvöll þriðjudaginn 28. júní 2011. Hljómsveitin Sin Fang hitaði upp. GUNNÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR TÓNLEIKAR Dularfull elektróník klædd í djarfan rokkbúning asdasdasd Caribou Verk hans eru fjölbreytileg og plöturnar mjög ólíkar, segir m.a. í dóminum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.