Morgunblaðið - 30.06.2011, Page 40

Morgunblaðið - 30.06.2011, Page 40
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 181. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Gleymdu að framlengja 2. Fótbrotnaði fyrir fimleikaæfingu 3. Réðst á ísbjörn á Laugavegi 4. Loka í Kauptúni og segja upp … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kvikmyndin Sólskinsdrengurinn hefur hlotið hin virtu Christophers- verðlaun og er þetta mikill heiður fyr- ir íslenska kvikmyndagerð. Myndin segir frá Kela, einhverfum dreng, og móður hans sem reynir allt til að koma syni sínum til hjálpar. Ljósmynd/Gunnar Salvarsson Sólskinsdrengurinn hlýtur virt verðlaun  Café Haiti stendur fyrir tón- leikum á laug- ardaginn, 2. júlí, klukkan 21:00, þar sem brasilísk tónlist verður í fyrirrúmi. Juss- anam og Agnar Már Magnússon leika MPB, sem er tegund af bras- ilískri tónlist og má lýsa sem blöndu af samba og bossanova. Aðgangs- eyrir er 1.000 krónur. Suðuramerískur hiti á Café Haiti  Í kvöld verða haldnir tónleikar til heiðurs Nirði P. Njarðvík rithöfundi og til styrktar fátækum börnum í Tógó. Njörður hefur unn- ið ómetanlegt starf í þágu barnanna í Tógó. Fjöldi listamanna leggur framtakinu lið og t.d. mun þýski sendiherrann leika á slag- hörpu. Vigdís Finnbogadóttir flytur ávarp. Tónleikar til styrktar börnum í Tógó Á föstudag A-átt, víða 5-10 m/s en 10-15 syðst. Fer að rigna á S- og SV-landi, annars skýjað með köflum og þurrt. Hiti 10 til 18 stig. Á laugardag Austan 5-10 m/s. Bjart með köflum fyrir norðan. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg austlæg eða breytileg átt en NV 8-13 á annesjum NA-lands í fyrstu. Léttir víða til. Þó má búast við stöku skúrum á S- og SA-landi síðdegis. Hiti 7 til 17 stig. VEÐUR „Vonbrigðin felast fyrst og fremst í því að ná ekki í fleiri stig í riðla- keppni HM og EM. Við þurfum að bæta úr því,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í gær þeg- ar Morgunblaðið leitaði eftir viðbrögðum hans við nýjum styrkleikalista FIFA. Þar er karlalandslið Íslands í 122. sæti og hefur það aldrei verið neðar. »1 Ísland fyrir neðan Færeyjar hjá FIFA Aron Einar Gunnarsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, er eftirsóttur en hann er með tilboð frá fjórum félögum og er eitt þeirra úr ensku úrvalsdeildinni. Aron verður ekki áfram í herbúðum enska 1. deildar liðsins Coventry sem hann hefur leikið með í 3 ár. »1 Aron Einar með tilboð frá fjórum félögum Norsku meistararnir í Haslum og sænska meistaraliðið Alingsås eru með Ásbjörn Friðriksson, leik- stjórnanda Íslandsmeistara FH-inga í handknattleik, í sigtinu. Ásbjörn var við æfingar hjá Alingsås í Sví- þjóð en er nú hjá Haslum, sem FH mætir einmitt í forkeppni Meist- aradeildarinnar í Ísrael í næsta mánuði. »3 Haslum og Alingsås með Ásbjörn í sigtinu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Pole fitness, eða súlufitness, hefur hingað til verið kvennasport á Ís- landi en nú hefur bæst í hóp iðk- enda Jón Baldur Bogason, sem er 25 ára og eins og nafnið gefur til kynna, karlmaður. Hann hefur æft íþróttina í hálft ár og segir hana skemmtilegri en nokkra aðra lík- amsrækt. „Mig langaði rosalega að prófa þetta og við vorum tveir strákar sem byrjuðum saman og svo bætt- ist sá þriðji við,“ segir Jón Baldur en hann var sá eini af strákunum sem hélt áfram. „Ég var í glötuðu formi, hef aldrei æft íþróttir og gafst upp á ræktinni eftir hálft ár. Þetta er miklu skemmtilegra,“ segir hann en viðurkennir að fyrstu tím- arnir hafi verið erfiðir og þeim hafi fylgt harðsperrur og tilheyrandi. „Súlufitness reynir mikið á vöðv- ana í efri hluta líkamans, t.d. maga- vöðvana,“ segir Jón sem blæs á þá gagnrýni að súlufitness sé íþrótta- væddur nektardans og segir súluna ekkert annað en fimleikaáhald. „Við getum gert rútínur af æfingum sem sumir myndu túlka sem dans en mér finnst það bara glatað því þetta er fáránlega erfitt og bara eins og fimleikar á súlu. Maður á bara að vera elegant og reyna að gera þetta án þess að vera með mikinn brussu- gang,“ segir hann og hlær. Jón æfir í Pole Sport og er í hópi með fjórum stelpum en hann segir að erlendis séu margir karlmenn fá- ránlega færir á súlunni og að á Evrópumeistaramótinu í íþróttinni keppi þeir í sama flokki og kon- urnar. „Ætli þetta sé ekki ein af fáum íþróttum í heiminum þar sem karlar og konur keppa á jafnræð- isgrundvelli.“ „Eins og fimleikar á súlu“  Konur og karlar keppa í sama flokki  Skemmtilegri en önnur líkamsrækt Morgunblaðið/Árni Sæberg Reynir á Jón Baldur segir að sér sé ekki kunnugt um aðra karlmenn sem stundi sportið á Íslandi en erlendis séu margir kynbræðra hans fáránlega góðir. Frakkinn Loic Lebret er meðal þeirra karlmanna sem þekktir eru í Pole Fitness-bransanum og varð m.a. í þriðja sæti á Evr- ópumeistaramótinu í fyrra. Hann starfar sem dansari og danskennari og á YouTube er að finna myndbönd sem sýna ótrú- leg tilþrif Lebret á súlunni. Loic Lebret LÍKA FYRIR KARLMENN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.