Austurland


Austurland - 26.10.1951, Blaðsíða 2

Austurland - 26.10.1951, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 26. okt. 1951. SÉRA GUÐMUNDUR HELGASON: FJÖRÐA GREIN. Fcrð um Ráðsljórnarrikin — —....... ■— 1 Anstnrland Málgagn eósJaUsta & Austur. landl. Kemur út & hverjum föstu- degL Bitatjóri: BJARNI ÞÓRÐARSON. Áskriftargjald sept. — des. 1961 kr. 16,00. Lausasala kr 1,26. NESPRENT HJ. «.______________________/ Vaxandi atvinnuleysi Atvinnuhorfnr eru nú víð- ast hvar á landinu venri, en þær hafa verið á sama árs- tíma um mörg undanfarin ár. Að vísu hefir vetraratvinnu leysi verið landlægt í bæjum og þorpum á Austf jörðum, Norðurlandi og Vestfjörðum, en á Suðurlandi hefir minna borið á þessu, vegna vertíðar innar. 1 fyrravetur var víða mik- !l vinna, einkum í sambandi við togaraea, fyrst, eða fram í desember, við karfaaflann og síðar saltfiskaflann. Nú er hinsvegar engin karfa- veiði og lítið sem ekkert af saltfiski hefir verið lagt á land. 1 fyrra var í Faxaflóa mik- il reknetaveiði og hafði sá veiðiskapur mikil áhrif á at- vinnuástandið syðra. Nú hef- ir þessi veiðiskapur hinsveg- ar brugðist. Pað má því segja, að horfur eru á miklu og vaxandi at- vinnuleysi um land allt það sem eftir er af þessu ári. Verkafólk er auðvitað mjög misjafnlega undir það búið að mæta atvinnuleysi. Sumsstaðar hefir sumarat- vinna verið ágæt og verka- fólk borið gott kaup úr být - um. Annarsstaðar hefir sum- aratvinna verið mfiög rýr og verkafólk borið lítið úr být- um jafnvel árum saman. Pað er og til, að menn hafi haft lítið kaup þótt þeir hafi hinsvega haft meira en næga vinnUu Petta á einkurn við um bátasjómenn, en afla- bresturinn hefir komið hart niður á þeim. Það er því að vonum, að verkafólk horfi með nokkr- um ugg fram á komandi vet- ur. Fáir munu eiga nokkurt sparifé að ráði til að hlaupa upp á. Fjölskyldumenn munti yfirleytt eyða kaup.i sínu jöfnum höndums því þó krón urnar, sem renna gegnum hendur þeirra, séu margar, ef þeir hafa góða atvinnu, eru laun þeirra þó aldrei nema þurftarlaun. Allar horfur eru á, að þröngt verði í búi hjá verka- fólki a.m.k. fram um áramót, ef ekkert verður að gert. En eru þá engin haldbær ráð til að koma í veg fyrir at viimuleysið? YNGSTU BORGARARNIR Dýrasta eign hvers ríkis er fólkið sjálft. Barn er verð- andi maður. Ef ríkið gleym- ir börnunum, _aðliúð . þeirra og uppeldi, á það á hættu að eyðileggja þjóðarstofninn. Ráðstjórnarríkin hafa skil- ið þetta öðrum ríkjum betur, enda meira gert þar fyrir börn og unghnga en í nokkrUj öðru landi. Barnaheimili Ráðstjórnar- ríkjanna eru bæði mörg og merkileg. Hver verksmiðja á sína eigin vöggustofu og barnaheimili. Par njóta börn in náisvæmrar aðhlynningar og fósturs af vönum barna- hjúlrrunarkonum undir ströingu lækniseftirliti. Ég kom á eitt slíkt heím- ili i Moskvu og dvaldi þar atund úr degi, Áðtur hafði ég aðeins komið á tvö Irarnaheimili heima á Islandi, annað á Suðurlandi, hitt í Neskaupstað. Það, sem vakti strax at- hygli mína var, hve börn rauðliðanna í Austurvegi og blörnin hér heima eru lík, lík í háttum, viðbrögðum og við- móti. Það, sem skildi þessi heim- ili að var ekki börnin, heid- ur aðbúðint Sumar — barna- heimiilið hér í Neskaupstað hefir að ýmsu leyti mjög góða aðstöðu, Húsakynnin rúmgóð og vistleg, starfsfólk ið myndarlegt og gott fólk, enda þótt forstöðukonan ein hafi sérmenntun í uppeldis- málum. Það sem vantar er Því er ekki að neita, að þau ráð era til, en ef til þeirra verður gripið, þarf þing og stjórn, en þó sérstaklega bankarnir, að slcilja þörf fólksins og vilja létta böli at vinnuleysisins af herðum þess. Bæjar- og sveitafélögin hafa eldcert bolmagn til þess að koma af stað nokkurri teljandi vinnu nema til komi mjög verulegir nýir tekju- stofnar. Sum bæjarfélög, svo sem Hafnarfjörður, hafa neyðst til að fækka mönnum í bæjarvinnu, vegna þess, að fé var ekki fáanlegt til áframhaldandi framkvæmda Til atvinnuaukningar verð- um við fyrst og fremst að treysta á sjávarútveginn og þá einkmn togaraútger^ina., Ef horfið yrði að því ráði, að vinna sem mest af aflan- um innanlands, mundi at- vinnuástandið gjörbreytast. Sem stendur hafa togarar úti á landi ekki fjárhagslegt bolmagn til að leggja upp afla sinn hér á landi. Yfir- leitt berjast þeir í bökkum og þola ekki að liggja með t. d. leiktæld og hentugir leikvellir o. fl. Heimilið, sem ég sá syðra var lítið, i litlu timburhúsi; og fátæklega búið að leiktækj- um, en starfsfólkið að mínu viti gott og forstiöðukonan velmenntuð ung kona, sem þótti vænt um börn. Leilc- vellir frá manna höndum leiðinlcga ófullkomnir. Þegar ég bar saman barna- heimilið í Mogkvu og þau baruaheimiili, er ég sá hér, var margt sameiginlegt: Bömin ótrúlega lík, starfa- fólkið myndarlegt og hlýlegt fólk og góður vilji til að hjálpa börnunumi til að verða nýtir borgarar. Það, sem einkum skildi á milli var þetta: Atvinnurek- endur í Ráðstjórrnarrikjun- um er fólkið sjálft. Eitt aif því fyrsta, sem sett er á stofn við hverja verk- smiðju, samiyrkjubú eða starf stöð er barnaheimili. Fyrir börnín viiðist ekkert ofgott, enda miklu til þess- ara stofnana koetað. Þegar einstaklingar eiga framleiðslutækin glejrma þeir oftast að gera nokkuð fyrir börnín, fram yfir það, sem lög hvers ríkis skylda þú til. Einstaklingar miða allt við gróða. Þegar fólkið sjálft á framleiðslutækin, fer hagn- aðurinn af rekstrinum til að bæta lífskjör fólksins og þá fjncst og fremst barnanna. Koma mín á barnaheimil- ið í Moekvu minnti mig á hvað vér heirna á Islandi eig- um ógert í þessum efnmn. Áreiðanlega gætum við óseldan afla. Á þetta einkum við um saltfiskinn. Siglfirðingar, sem eru einna verst leiknir af völdum at • vinnuleysis, höfðu t. d. mik- inn hug á að láta annan tog- ara sinn leggja upp saltfisk- farm á Siglufirði, en urðu að hætta við það og sigla með farminn til Danmerkur, vegna þess, að lán út á salt- fiskinn voru svo lág, að þeir höfðu ekld fjárhagslegt bol- magn til að verka hanni Það, sem þarf að gera og það strax, er að auka rekst- urslán togaranna, svo þeir neyðist ekki til að sigla með aflann óunninn vegna láns- fjárskorts. Ennfremur þarf að auka lán til frystihúso, svo þau geti greitt aflann og vinnukostnað jöfnum hönd- um. Jafnframt þarf svo að koma á nauðsynlegum end- urbótum fiski^nfyrirtækja og byggja ný, þar sem eldd eru fyrir hendi möguleikar til að fullvinna aflann. Yrði þetta gert, mundi ogn um atvixmuleysisins verða bægt frá dyrum fjölda al- þýðuheimila. margt af Rússum lært um fyrirkomulag og rekstur slíkra heimila, enda hafa þeir meiri reynzlu í þessium efnuim en flestar aðrar þjóðir. Á SKRIFSTOFU VOKS. Áður en lengra er haldíð ætla ég að segja ykkur lítil- lega frá komu okkar félaga á skrifstofu Volcs. Volcg er félagsekapur Ráð- stjórnarborgara er halda vilja uppi menningartengsl- um við önnur lönd. Er við komum á skrifstof- una var þar fyrir Dimisoff formaður félagsins. Bauð hann okkur hjartanlega vel- komna og sagðist vona að við hefðrnn bæði gagn og gaman af ferðinná. Því næst spurði hann okk- ur: Hverjar eru ykkar sam- eiginlegu óskir —• og hverjar ykkar persónulegu óskir? FIest okkar langaði til að halda suður á bóginn og varð Georgía fyrir valinu. Okkur stóðu fleiri leiðir til boða, t. d. ferð til Síberiu og annarra Asíulanda Ráðstjórn arríkjanna, svo eitthvað sé nefnt. Svo kom runa af séróskum okkar. ____ ____________ Læknirinn vildi kynnast læknujn persónulega og heil- brigðismálum almennt, leik- arinn vildi kynnast leikhúss- málum og leikurum o.s.frv. Hver einstakur vildi kynn- ast mönnitm og málum varð- andi sitt eigið starfi. Ég átti '------------------ Auglýsing Smíðum hurðir, glugga, eldhússinnréttingar og fleira til húsa. Sköffum yður skrár, lamir og smekldegar eldhússskápa- læsingar á hagkvæma.sta verði, Verðtilboð gerð, ef teikn- ilngar fylgja. TRÉSMIÐjAN EINIR, Símar 41 og 59 NESKAUPSTAÐ. líka minar ósltir: Ég vildi kynnast kirkjulífi i Rúss- landi og komast í persónu- legt samband við presta. Formaðurinn lofaði að gera sitt til að óskir okkar gætu ræzL Að svo búnu snéri formað- ur Vokg máli sínu einkum til mín og mun ég i stuttu máli endursegja það helzta hér á eftir. RÆÐA FORMANNS VOKS »1 ráðstjórnarríkjunum hef ir hver maður rétt til að trúa skipa sér í trúfélag, sækja kirkju og boða trú sina í riti eða ræðu. Hér er ekki til nein ríkiskirkja. öll trúfélög og trúarbrögð eru jafn rétthá. Vér áttum einu sinni vold- uga ríldskirkju, kirkju, sem orðin var ríki í rikinu, að völdum, jarðeignum og lausa fé. Þessi kirkja kenndi margt um paradís annars heims og þá sælu, er biði hinna fátæku þar. Þessum boðskap gleymdi kirkjan aldrei. Paradísarboð skapur hennar va,rð þeim mun kröftugri sem kúgun hennar á fólkinu, óx. Þessi kirkja er raunveru- lega ekld til lengur. Fólkið vaknaði eftir byltinguna 1917. Það var búið að fá nóg af áþján kirkju og aðals. Alþýða Ráðstjórnarríkj- anna hefir alltaf þráð betra líf, þráð s|ína paradis, en það vill ekki þurfa að líða hung- ur, ldæðleysi og kúgun heill- ar æfi til að komast þangað inn. Alþýðan vill eignast hamingjuna í þessu lífi. 1 Ráðstjórnarríkjunum eru mörg trúarbrögð og sértrúar- flokkar. Meðlimum þessara flolcka réttum við okkar broð urhönd í hverju þv)í máli, er þeir vinna að, er miðar að betra lífi og meiri hamingjn fjöldans. Við viljum ekki ávísanir á paradfo annars lífs, heldur starf til að bæta lífskjör og hamingju í þessu lífi. Við höfum ráð á þessu lífi — annað Itíf er, að minnsta kosti öllum í fjarska, sem lifa á jörðinni. Hamingja hinu meg in er góð — en viturlegra er að reyna að skapa hana strax hérna megin«. 1 ræðulok gaf formaður mér ákveðið loforð um að ég skyldi fá að sjá Mfandi prest og starfandi kirkju, Það loforð var haldið og verður síðar sagt frá þúí að nokkru. Leikfiminámskeið fyrir karla og konur verður haktið á vegum Þróttar, ef næg þátttaka fæst Kennarar: Anina Jónsdóttir og Stefán ÞorleiifsBon. Þátttakendur í námskeiðunum láti skrá sig hjá Pétri R. Pétunssyni, og greiði um leið þátttökugjald kr. 20.00. IÞRÖTTAFÉLAGIÐ ÞRÖTTUR.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.