Austurland


Austurland - 07.12.1951, Blaðsíða 1

Austurland - 07.12.1951, Blaðsíða 1
¦ ——-- --- f— Málgagn sósíalista á Austurlandi Þetta er austfirzkt blað Austfirðingar kaupið það og lésið 1. Irgangar. Neskaupstað, 7, des. 1951. Vatnsvirkjun á Austurlandi Það hefir reynst örðugt að fá samþykkta raforkuvatns- virkjun á Austurlandi, 1 imörg ar er þó búið að ræða slíkar framkvæmdir en allt- af er eitthvað í veginum svo ekki er hægt að .hef ja fram- kvæmdir. Fyrir 10 árum var ræíjt ujm stórvirkjun í Lagarfossi fyr- ir mikinn hluta Austurlands. Þegar reynt var að ýta fram- kvæmdum af sifcað, var talið heppilegra að shk stórvirkj- un yrði í Gilsárvötnum Þá voru gerðar nýjar miæl- itngar og athuganir og þá þóttu allar fraímkvæmdir hé- gómi, sem ekki næðu yfir allt Ausurland frá Langanesi til Djúpavogs. Allt kafnaði þetta í ráða- gerðum og fyrirslætti þeirra, sem imeð æðstu ráðih fóru. Þær áætlanir, sem síðan haf a verið gerðar um vatns- virkjun á Austurlandi hafa smám saman verið að minnka og jafnain h.efir svo farið að yfirvöldum landsihs hefir ekki póitit tiltækilegt að gera neitt í raforkumálum Austur- landsi. Á síðasta Alþingi var þó samþykkt, að heimila Rafveit Um ríkisins að reisa raforku- ver i Grimsá allt að 750 hest- öfl. Sú orka myndi nægja sæmilega við mið-Hérað, en, ekki kæmi til mála að veita þeirri orku niður tiil fjarða. Síðan þessi lög voru sam- þykkt hafa engir tilburSir verið í þá átt, að benti tál framkvæmda. Nýlega hefir verið lögð fram emnþá ný áætlun yfir virkjun í Fjarðará. Þessi áætlun gerir ráð fyr- ir 1830 ha. virkjun fyrir Seyð ísf jörð og Neskaupstað. Ráð- gerður stofnkostnaður er 13.6 miljónir króna. Talið er auðvelt að auka þessa orku síðar og yrði þá framlengd linan frá Neskaup stað um Oddsskarð ijft Eski- fjarðar. Ennþá er til athugunar hvort lögð yrði lína frá þessr ari virkjun yfir Fjarðarheiði til Eiða og Egilsstaða um mið- Hérað,, eða hvort það svæði fengi raforku frá virkj um í Grimsá. Þessi virkjun í Fjarðará yrði mjög dýr miðað við stærð, saimkv. áliti raforku- málastjóra. Þó að nær öll orka virkjunarinnar seldist upp yrói verð á hverja kíló- vattstund 46 — 47 aurar. Nú er framleiðsluverð á kílóvattstund i Neskaupstað SJTJKRAHTJSSBYGGING 1 NESKAUPSTAÐ: Áfanga nðð Síðasta dag nóvetmbermán- t aðar hafði bæjarstjórinn í Neskaupstað boð inni fyrir Verkamenn og handverks- menn, sem unnið hafa að byggingu sjúkrahússins og nokkra aðra gesti Sátu boð þetta 70 manns,. Tilefni þessa boðs var, að þennan dag var lokið við að reisa sperrur i byggingunni Bæjarstjóri rakti i stuttu wiáli sögu málsins og gerði grein fyrir byggingarkostn- aði o. fl. — Gat hann þess, að verk þetta hefði verið hafið 13. sept. 1948,, en verkinu hefði miðað hægar áfram, en seskilegt hefði verið, bæði vegna fjárhagsörðugleika en Þó miklu fremur vegna skorts á efnjvöru. Þá gat hann þess, að búið væri að verja til bygg ingarinnar sem næst 470 þús. krónum. Auk bæjarstjóra tóku til máls Gunnlaugur Snædal, héraðslæknir, frú Þóra Jak- obsdóttir, formaður Kvenna- deildar Slyisavarnafélagsins, Sigdór Brekkan,, kennari^ Ey- þór Þórðanson bæjarfulltrúi, frú Kristrún Helgadóttir, for mjaður Kvenfélagsins Nanna, Jóhannes Stefánsson., forseti bæjarstjórnar og Guðmundur Sigurjónsson, formaður Verk- lýðsfélags Norðfirðinga. Sjúkrahúsið er tvær. hgeðir og fullkomin rishæð. Stærð hússins er 30 x12 m. og gert er ráð fyrir 23 sjúkrarúsnum. Verður sjúkrahús þetta veg- leg bygging og kemur til með að leysa mikinn vanda, þar sem Austf irðingar og þá eiink um Norðfirðingar eru mjög illa settir aneð sjúkrahús. Byggingameistarar eru Sig urður Friðbjörnsson og Þor ¦ steinn Sitefánssop. taiíð vera um 69 aurar, en í Reykjavík 30 aurar. Þessar niðUrstöður eru í að- alatriðum likar og oft áður hafa fengist ura kostnað vatnsvirkjunar á Austurlandi og verð raforku samkv. þeii áætlunum. Aðalorsökin er hin sama og áður. Fólksfjöldi er lítill á Austurlamdi, notaþörfin því lítíl en vegalengdir langar og S'tofnkostnaður þar af leið- andi mikili miðaður við fólks- f jölda og stærð orkuvers. Sé miðað við vatpsvirkjun á Austurlandi fyrir Seyðis- fjörð, Neskaupsitað Eskifjörð, Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Mið-Hérað þá mundi siík virkjun vera fyrir ca. 4000 íbúa. Linulengd yrði i nær öllum tilfellum um 120 — 130 km. Nú er verðslíkra há- spennuiína talið nema um 80 —100 þús. krónur hver kim Það er því alveg augljóst mál, að stofnkosittnaður Aust- f jarðaveitu yrði all mikill í samanburði við aðrar veitur, sem t. d. geta byggt á 5 — 10 þúsund íbúum og linulengd 5 — 40 km.' Nýjasta áætlunin um vatns- virkjun í Fjarðará, virkjun, sem þó er á frumstógi', aðeins miðuð við Neskaupstað og Seyðisf jörð, er sem sagt hag- stæðasti hlutinn af Austur- lan.dsvirkju|ni. Þó að þessi virkjun kosti mikið á hik- laust að samþykkja hana. Og framkvæmdir þurfa að hefj- asit strax á næsta ári. Austfirðingar mun,u sanna, að byrjun á þessari virkjun mun þýða upphatf að vatns- virkjun fyrir allt Austur- lamd. Á yfirsttaindandi Alþingi hefir verið flutt frumvarp um þessa \arkjun. En þó a-ð lög fáist sett um þessa fram- kvæmd er enn eftír þymgsti róðurinn, sem er að knýja stjórnarvöldin til þess að leggja fram fé til verksins og byrja á framkvæmdum. Aflasölur Austfirðingur seldi í Huil 1. ides. 3789 kit fyrir £10.490. Goðanes seldi í Grimsby siðastliðinn þriðjudag 3097 kit fyrir £83 75. Goðanes er væntanlegt á sunnudagsnótt með 200 tonn af kolums. 15. tölublað. Sleipnir sekkur á Noröfiröi Sú fregn barst um bæinn eins og eldur i siinu sunnu- dagsímorgunirnn 2, des^ að v/f Sleipnir, er lá við festar irim arlega á höfninni, væri aP sökkvai. Var auðséð, að mik- ill sjór var kominn i skipið enda.leið aðeins stutt stund. þar til það lagðist á hliðina og fyllti. Nokkra stund sá í hvalbakinn, en um hádegr var skipið horf ið með öllu. Reymt var að koma i veg fyrir ao Sleipnir sykki á þess uim stað, þar sem dýpi er all- mikið. Ætlaði v/s Hrafnkell aö draga hann upp að fjöru eða að bryggjui þar ,sem hægt væri að koma slökkvidælun- um við til að dæla úr honum sjónuimi En þetta var um sein an. Það tókst ekki að losa Sleipni úr »múrningunni« og sökk hamn þar sean hann var kominn. Siðusitu árin hefir útgerð Sleipnis gengið illay og átti að selja hann á opinberu upp- boði 8. jan. n.k. eftír kröfu Sparisíjóðs Norðfjarðar. I ráði mun að taka Sleipni upp. Sjópröf hafa staðið yfir Un.dainfarið. Atvinnuleysisskráning Skráning atvinnulauisra í Neskaupstað fór fram 2. des. Alls létu skrá sig 20 karla,r, en engin kona. Af hinum skráðu voru 9 sjó menn á aldrinum 18 — 56 ára. Þar af voru 4 kvæntir með 7 börn á framfæri. Tekj ur þeirra voru frá kr. 19.000. 00 — 43.950.00 fyrstu 11 mán uði ársins^ samtals kr. 101. 740.00 eða 6.782.67 á f jöl- iskyldumeðliim til jafnaðar. Þá voru skráðir 5 einhleyp- ir sijómenm á aldrinum 18 — 27 ára. Eihn þeirra gefur upp kn 7.300 00 í tekjur, en tekjur hinna eru kr, 15.700. 00 — 26.000.00 Samanlagt kaup þessara 5 manna er kr. 85.100 00 eða kr. 17.020.00 til jafnaðar. Skráðir voru 10 verkamenn þar af 3 unglingar undir 18 ára aldri. Hinir eru á aldrin- um 23 — 63, þar af 4 kvæntir með 5 börn á framfæri. Tekj ur þeirra eru frá kr. 15.190. 00 — 28,100.00„ samtals kr. 81.360.00 eða kr. 6.258.46 til jafnaðar á f jölskyldumeðliiiT. Þá voru skráðir 3 ókvæntir karlar f ullorðniir. Einn þeirra 63 ára gamalL telur sig hafa haft í laun kr. 7.400.00. Laun hinna eru kr. 15.400.00 og kr. 27.300.00. Þessir menn haf a 2 börn á framfæri. Heildartekj ur þessara þriggja manna eru kr. 50.100.00, eða 10.020. 00 á hverm mann á framfæri til jafnaðar Eihn af unglingunum þrem ur er 15 ára og gefur upp kr. 2,600.00 í tiekjur, Hinir eru báðir 17 ára og tekjur þeirra kr. 15. 100.00 og kr. 16.140.00 Lok,s var skráður einn bíl- stjóri 20 ára gamall, ein- hleypur. Hann telur pig hafa haft kr. 3.400.00 í tekjur. Alls eru binir skráðu og heitmilisfólk þeirra 42 talsins og heildartekjur kr. 355.540. 00, eða kr. 8.465.23 á einstak- limg Wl jafnaðar. Því miður mun óhætt að fullyrða, að skráningin gefur á engan hátt rétta mynd af atvinnuleysinu í Neskaupstað 1. desember. Miklar raf- magnsbilanir k þriðjudaig gerði norðausith ¦ an hvagsviðri með mlikilli krapahríð á Norðfirði. Hlóðst mikil ísing á raftaugar i Nes kaupisltað og slitauðu þær mjög víða, eimkum þó heim- taugar, 5 staurar brotnuðu. Skemmdir urðu lika á síma Iinum>. Ýms hverfli bæjarins voru rafmagnslaus alllengi og all- ur bærinn um skeið. Er enn ekki búið að kotmia rafmagn- inu í öll bús, þó kappsamlega hafi verið að því unnið. Þetta miiunu vera mestu bil- atná'r, sem orðið hafa á raf- veitukerfinu í Neskaupstað frá því rafmagn fyrst var leitt um hann. Mikill snjór er nú í Norð- firði og hefir öll úitivinna lagst niður af þeim sökum.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.