Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2011 Kristján ÞórEinarsson, kylfingur úr Kili í Mosfellsbæ, lék vel á alþjóðlegu áhugamannamóti í Lúxemborg sem lauk um helgina. Kristján lék 54 holur á samtals tveimur undir pari og hafnaði í 6. sæti. Hringina þrjá lék Kristján á 73, 67 og 71 höggi. Har- aldur Franklín Magnús úr GR tók einnig þátt í mótinu og varð í 27. sæti á sjö yfir pari. Haraldur lék á 72, 70 og 78 höggum og því var það einungis lokahringurinn sem var slæmur hjá honum. Þeir Kristján og Haraldur tjáðu sig báðir op- inberlega á dögunum um vonbrigði sín yfir því að vera ekki valdir í ís- lenska landsliðið sem keppti á EM áhugamanna en þeir fundu sér greinilega annað verkefni erlendis í staðinn.    Sigmundur Einar Másson, Ís-landsmeistari í höggleik árið 2006, fór holu í höggi á dögunum og var það í fyrsta skipti á ferl- inum sem Sigmundur nær drauma- högginu. Frá þessu er greint á vef- síðunni kylfingur.is og þar segist Sigmundur þrettán sinnum hafa orðið vitni að því þegar kylfingur fer holu í höggi en sjálfur hafi hann beðið lengi eftir slíku afreki. Höggið sló Sigmundur á 9. holu á heimavelli sínum í Leirdalnum hjá GKG en hún er 163 metrar af hvít- um meistaraflokksteigum.    Fannar Gauti Dagbjartssonvarð á laugardag í 3. sæti í samanlögðum árangri á Evr- ópumóti öðlinga í kraftlyftingum sem fram fór í Plzen í Tékklandi. Hann setti Íslandsmet og nældi sér samtals í þrenn verðlaun. Fannar Gauti keppti í 120 kg flokki í flokki 40-49 ára. Hann lyfti 247,5 kg í bekkpressu og fékk þar silfur, og 295 kg í réttstöðulyftu og fékk þar brons. Hann tók svo 302,5 kg í hnébeygju sem dugði til 4. sætis þar.    Íslensku feðg-arnir Raj Bo- nifacius og Rafn Kumar Bonifa- cius áttu góðu gengi að fagna á móti á vegum bandaríska tenn- issambandsins sem lauk á laug- ardaginn í San Diego í Kaliforníu. Þeir kepptu í tvíliðaleik feðga og unnu alla leiki örugglega þar til í úrslitum. Unnu þeir fyrsta settið, 6:1, en töpuðu þeim seinni 3:6 og 4:6, og urðu því í öðru sæti. Raj var sigurvegari mótsins í flokki öð- linga 40 ára og eldri, og lagði Ástr- alann Paul Tracey örugglega í úr- slitum, 6:4, 6:4. Rafn er nú á leið til Klosters í Sviss þar sem hann keppir á Evrópumóti unglinga 18 ára og yngri en mótið fer fram 18.- 24. júlí. Fólk sport@mbl.is GOLF Kristján Jónsson kris@mbl.is Landsliðin í golfi luku keppni á Evr- ópumóti áhugamanna um helgina. Um sveitakeppni er að ræða og höfnuðu bæði liðin í 16. sæti. Nið- urstaðan hefur fremur ólíka þýð- ingu fyrir liðin. Karlarnir hefðu þurft að vera á meðal þrettán efstu þjóðanna til að halda sæti sínu í að- alkeppninni en konurnar eru hins vegar í framför og bættu sig frá síð- ustu keppni. Fyrirkomulag mótsins er með þeim hætti að allir sex kylfingar lið- anna spila höggleik tvo fyrstu dag- ana eða 36 holur þar sem fimm bestu skorin telja. Þá er þjóðunum raðað í þrjá riðla þar sem átta efstu fara í A-riðil, næstu þjóðir í B-riðil og þær veikustu í C-riðil. Í riðla- keppninni er leikin holukeppni þar sem allir sex kylfingarnir spila. Fjórir þeirra leika tvímenningsleiki og tveir þeirra í fjórmenningi. Kvennalandsliðið virðist vera að sækja í sig veðrið á alþjóðavettvangi ef tekið er mið af þessu móti og skorinu í höggleiknum en kvennalið- ið lék í Austurríki. Liðsstjóri liðsins var Steinunn Eggertsdóttir en hún valdi einnig liðið ásamt Ragnari Ólafssyni landsliðsþjálfara. Ekki náðist í Steinunni í gær þar sem lið- ið var á leiðinni heim. Ragnar sagð- ist vera mjög ánægður með árangur kvennaliðsins þegar Morgunblaðið ræddi við hann en hann var að öðru leyti ekki í aðstöðu til að meta frammistöðuna þar sem hann fylgdi karlaliðinu eftir. Breiddin í kvennagolfinu hefur aukist mjög á umliðnum árum og samkeppnin um sætin í landsliðinu er meiri en áður. Auk þess eru sterkustu kvenkylfingarnir á Eim- skipsmótaröðinni ungir að árum og því ætti landsliðið að geta bætt sig enn frekar á næstu árum. Sú staða gæti þó breyst ef einhverjar þeirra gerast atvinnumenn. Voru nálægt sæti í A-riðli Áður fyrr var barist í C-riðlinum um að halda sæti sínu í aðalkeppn- inni hjá körlunum og markmið ís- lenska liðsins hefur því oft á tíðum verið að komast í B-riðil. Nú brá hins vegar svo við að fyrirkomulagi keppninnar var breytt og því þarf Ísland að fara í undankeppni í Eist- landi á næsta ári. Þar verða þrjú sæti í boði í aðalkeppninni en golf- stórveldið England þarf einnig að fara í undankeppnina. „Okkar vænt- ingar voru að komast í B-riðil og við náðum því en við vorum reyndar ná- lægt því að komast í A-riðil. Okkur vantaði bara nokkur högg upp á og það rann okkur úr greipum á síð- ustu holunum. Við fengum Norð- menn í fyrsta leik í B-riðlinum og það var klárlega leikur sem við átt- um að vinna. Úr varð hins vegar okkar lélegasti leikur í mótinu þó Norðmennirnir hafi spilað mjög jafnt og öruggt golf. Miklu minna vantaði upp á að okkur tækist að vinna Ítali og Englendinga. Und- irbúningur þessara liða var hins vegar talsvert meiri en okkar og það kom aðallega niður á okkar mönnum í vippum og púttum,“ sagði Ragnar Ólafsson liðsstjóri þegar Morg- unblaðið náði tali af honum í gær. Ísland hafnaði í 12. sæti í karla- keppninni í Wales fyrir tveimur ár- um og árangurinn að þessu sinni er því lakari á heildina litið, en leikið var í Portúgal. Eins og Ragnar benti á var íslenska liðið hins vegar ná- lægt því að komast í A-riðilinn en þangað hefur Ísland sjaldan komist. Besti árangur liðsins var árið 2001 en þá lék íslenska liðið um brons- verðlaun í mótinu. „Við enduðum í 10. sæti í höggleiknum af 20 þjóðum. Það er vel innan þeirra marka sem við ætluðum okkur. Við höfum oft á tíðum verið sterkari í holukeppninni en í höggleiknum en það snerist við núna. Höggleikurinn var mjög góð- ur en nú vantaði smá neista í holu- keppninni. Kannski sagði reynslu- leysið til sín þar því við misstum Sigmund Einar Másson og Hlyn Geir Hjartarson í atvinnumennsku. Við vorum með þrjá kylfinga sem ekki hafa tekið þátt á EM áður en eiga framtíð fyrir sér og lofa góðu. Vegna breytinga á mótinu þá hefð- um við þurft að vinna annan hvorn tveggja fyrstu leikjanna í holu- keppninni. Við mættum Englend- ingum í leik um 15. sætið en þeir hafa verið 17 vikur stanslaust í golfi og setja milljónir í hvern leikmann. Maður getur rétt ímyndað sér hversu svekktir þeir eru,“ sagði Ragnar ennfremur. Konurnar í framför  Landsliðin í golfi höfnuðu bæði í 16. sæti á EM áhugamanna  Bæði liðin skipuð nokkrum mjög ungum kylfingum  Karlarnir fara í undankeppni Morgunblaðið/Ómar Íslandsmeistarinn Tinna Jóhannsdóttir úr Keili í Hafnarfirði lék best ís- lensku kvennanna í höggleiknum á EM áhugamanna í Austurríki. Landsliðin » Kvennalandsliðið skipuðu þær Guðrún Brá Björgvins- dóttir, Ólafía Þórunn Krist- insdóttir, Signý Arnórsdóttir, Sunna Víðisdóttir, Tinna Jó- hannsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir. » Karlalandsliðið skipuðu þeir Alfreð Brynjar Kristinsson, Arnar Snær Hákonarson, Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Guðjón Henning Hilmarsson og Ólafur Björn Loftsson. Morgunblaðið/Ómar Heitur Ólafur Björn Loftsson er heitur þessa dagana og lék best Íslendinga í höggleiknum í Portúgal ásamt Guðmundi Ágústi Kristjánssyni. Englendingurinn Luke Donald ætti að mæta fullur sjálfstrausts til leiks á Opna breska meistaramótinu sem hefst á fimmtu- daginn eftir að hafa sigrað með afar sann- færandi hætti á „upphitunarmótinu“ Opna skoska meistaramótinu í gær. Donald lék samtals á 19 höggum undir pari og kláraði leikinn með stæl, en hann lék lokahringinn á 63 höggum eða níu und- ir pari. Donald sigraði með fjögurra högga mun og er í feiknaformi eins og hann hefur reyndar verið allt þetta ár. Mikið gekk á um helgina vegna veðurs og því voru leikn- ar 54 holur í mótinu en ekki 72 sem gerir skor Donalds enn áhugaverðara. Breskir fjölmiðlar fjölluðu vita- skuld ítarlega um árang- ur Donalds, enda hafa Englendingar ekki unnið opna breska mótið í ára- raðir. Gamla brýnið Colin Montgomerie var einnig talsvert til umfjöllunar. Hann lék vel í mótinu og freistaði þess að ná einu af efstu sætunum. Það gekk ekki og hann er því ekki á keppenda- listanum á opna breska í fyrsta skipti í 21 ár. kris@mbl.is Luke Donald í feiknaformi Luke Donald Fernando Alonso segist munu gera allt til þess að vinna fleiri mótssigra í formúlu eitt-kapp- akstrinum en þeim breska í gær. Hann komst í gær úr fimmta sæti í það þriðja í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra. Eftir að Alonso náði forystunni um miðbik kappakstursins í Silverstone jók hann forskot sitt jafnt og þétt og vann öruggan sigur, varð rúmum 16 sek- úndum á undan Sebastian Vettel hjá Red Bull. „Héðan í frá verður alltaf það sama uppi á teningnum. Ég mun ganga til leiks eins og um lokaúrslit sé að ræða. Möguleikar mínir í titils- lagnum eru ekki miklir meðan Sebastian klárar öll mót annaðhvort í fyrsta eða öðru sæti. Hið eina sem dugar er að reyna að vinna hvern ein- asta kappakstur. Sækja allt- af stíft í hverju móti, hverri ræsingu og beita herfræði til hins ýtrasta,“ sagði Alonso eftir sigurinn í Silverstone. Hann er með 112 stig í keppni ökumanna en Vettel er með 204 stig. Milli þeirra er Mark Webber með 124 stig og í fjórða til fimmta sæti eru Jenson Button og Lewis Hamilton hjá McLa- ren með 109 stig hvor.  Allt um kappaksturinn í gær á mbl.is/ sport/formula. agas@mbl.is Alonso ætlar að sækja til sigurs Fernando Alonso

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.