Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 4
Gulltryggir Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, rennir sér á boltann og skorar þriðja markið gegn FH í gær án þess að Freyr Bjarnason varnarmaður FH-inga fái rönd við 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2011 Í ÁRBÆ Kristján Jónsson kris@mbl.is „Ég var mjög svekktur yfir því að ná ekki þrennunni gegn ÍF um daginn því þá hefði ég farið í sögubækurnar enda ekki margir Íslendingar sem hafa skorað þrennu í Evrópukeppni. Þá fékk ég fleiri færi en þau tvö sem ég skoraði úr, rétt eins og í dag en maður getur ekki verið óánægður á meðan maður er að skora,“ sagði Guðjón Baldvinsson, sóknarmaður KR-inga, við Morgunblaðið eftir að hafa skorað öll mörkin í 3:0 sigri á Fylki í 10. umferð Pepsí-deildarinnar í knattspyrnu. Guðjón var ekki lengi að landa þrennunni og um leið þremur stigum fyrir KR því Fylkir átti sér vart við- reisnar von eftir frábæran fyrri hálf- leik KR-inga. Fyrsta markið skoraði Guðjón á 14. mínútu og hið þriðja á 28. mínútu. Hann skoraði því þrennu á 14 mínútna kafla og geri aðrir bet- ur. Það segir kannski eitthvað um sókndirfsku Guðjóns, og slakan varn- arleik Fylkis, að Guðjón fékk tvö úr- valsfæri til þess að bæta við mörkum eftir að hann var kominn með þrennu. „Nú líður mér vel“ „Ég er bara kominn í form, það er ekki flóknara en svo. Ég var meiddur á undirbúningstímabilinu og mér fannst erfitt að spila mig í gang enda leið mér ekki vel á vellinum. Nú líður mér vel og er kominn í form til þess að hlaupa,“ sagði Guðjón en talsverð umræða átti sér stað hjá sparkelsk- um í upphafi móts vegna marka- þurrðar Guðjóns. Nú eru mörkin hins vegar orðin fimm hjá honum á þrem- ur sólarhringum. „Ég lagði upp eitt og eitt mark framan af sumri og sjálfstraustið mjatlaðist inn smám saman. Það er eiginlega broslegt hvernig maður missir sjálfstraustið þegar maður er í framlínunni og illa gengur að skora. Ég skoraði á móti Þór en bikarleik- urinn á móti Keflavík var vendi- punkturinn því þá skoraði ég og lagði upp mark. Mörkin á móti ÍF fylgdu í kjölfarið og nú finnst mér ég vera kominn í gang,“ sagði Guðjón Bald- vinsson ennfremur við Morgunblaðið í Árbænum í gærkvöldi en þar hefur hann áður sýnt á sér sparihliðarnar. Mörgum stuðningsmönnum KR er vafalaust í fersku minni þegar Guðjón skoraði með glæsilegri hjólhesta- spyrnu á Fylkisvellinum í fyrra. KR-ingar eru meistaraefni KR-liðið er vægast sagt sannfær- andi á þessu sumri og þeir hafa fellt mörg vígin. Þar vegur FH-grýlan í Vesturbænum líklega þyngst, en KR- ingar hafa loksins kveðið hana niður. Einnig er lykilatriði fyrir KR að byrja vel svo pressan hlaðist ekki upp í kringum liðið. Ekki verður annað sagt en að þeir hafi gert það, því KR er taplaust eftir 9 leiki. Í gamla 18 leikja Íslandsmótinu þótti gott að vera með 20 stig þegar mótið var hálfnað og KR-ingar eru komnir með 23 stig. Ekki er því ofsagt að segja að þeir séu meistaraefni. Kominn í ham  Guðjón skoraði þrennu fyrir KR á 14 mínútum gegn Fylki  Er búinn að skora fimm mörk á þremur sólarhringum Þrenna Guðjón Baldvinsson var aðeins 14 m 0:1 14.Fylk- ismenn gáfu misheppnaða sendingu á miðjum vell- inum. Baldur Sigurðsson fékk boltann á miðjum vall- arhelmingi Fylkis og stakk boltanum strax inn fyrir vörn- ina. Þar var einn KR-ingur rang- stæður en hann tók hins vegar ekki boltann heldur Guðjón Baldvinsson sem var réttstæður. Hann komst einn gegn Bjarna og renndi bolt- anum af yfirvegun neðst í hægra hornið. 0:2 24. Óskar Örn Haukssontók aukaspyrnu á hægri kantinum, um það bil á miðjum vall- arhelmingi Fylkis. Guðjón Baldvins- son fékk boltann vinstra megin í teignum, talsvert utarlega, og skall- aði hann í boga efst í hægra hornið. Markið skrifast væntanlega á reikn- ing Bjarna markvarðar enda var skallinn ekki fastur. 0:3 28. Fylkir átti aukaspyrnuhægra megin við vítateig KR og þangað héldu allir varn- armenn Fylkis. KR-ingar unnu bolt- ann og brunuðu upp völlinn. Baldur Sigurðsson fékk gott færi vinstra megin í teignum en Bjarni varði skotið frá honum. Frákastið fór beint á Guðjón Baldvinsson sem kastaði sér á boltann og renndi hon- um í netið rétt utan markteigs. SLÁ 65. Boltinn barst tilGuðmundar Reynis Gunnarssonar vinstri bakvarðar KR eftir hornspyrnu en hann var um það bil 25 metra frá marki. Hann hlóð hrikalega í skotið og bombaði bolt- anum í slána á marki Fylkis. I Gul spjöld:Þórir (Fylki) 7. (brot), Andr- és (Fylki) 57. (brot), Valur (Fylki) 63. (brot), Jóhann (Fylki) 75. (kastaði boltanum frá brotsstað), Andri Már (Fylki) 80. (brot), Ásgeir Börkur (Fylki) 88. (brot), Dofri (KR) 90. (brot). I Rauð spjöld: Enginn. MMM Enginn. MM Guðjón Baldvinsson (KR) M Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylki) Andrés Már Jóhannesson (Fylki) Hannes Þór Halldórsson (KR) Magnús Már Lúðvíksson (KR) Grétar Sigurðarson (KR) Bjarni Guðjónsson (KR) Baldur Sigurðsson (KR) Óskar Örn Hauksson (KR)  Eitt umdeilt atvik átti sér stað sem hefði getað haft þýðingu fyrir gang leiksins. Fylkismenn fengu auka- spyrnu í stöðunni 2:0 og fóru flestir í sóknina. KR-ingar hirtu af þeim boltann og brunuðu upp í skyndi- sókn sem lauk með þriðja marki Guðjóns Baldvinssonar. Fylk- ismaður féll hins vegar við í teignum augnabliki áður en KR-ingar náðu boltanum og Fylkismenn vildu frá vítaspyrnu.  Guðjón Baldvinsson hefur verið sérlega markheppinn í leikjum með KR gegn Fylki síðustu árin. Hann hefur nú skorað sjö mörk hjá Árbæj- arliðinu í efstu deild, eitt 2008, þrjú 2010 og þrennu í gærkvöld.  Guðjón er þriðji KR-ingurinn sem skorar þrennu hjá Fylki í efstu deild frá 2003. Arnar Gunnlaugsson skor- aði þrjú mörk í 4:0 sigri KR árið 2003 og Björgólfur Takefusa skoraði öll þrjú mörkin í 3:0 sigri KR árið 2008.  Fylkir lék án þeirra Fjalars Þor- geirssonar og Baldurs Bett sem eru meiddir og KR var án Björns Jóns- sonar af sömu ástæðu.  Á mbl.is er að finna myndbands- viðtöl við þá Grétar Sigurðarson KR og Ásgeir Börk Ásgeirsson Fylki auk hefðbundinnar atvikalýsingar frá leiknum. Þetta gerðist á Fylkisvellinum Baldur Sigurðsson Fylkisvöllur, Pepsi-deild karla, 10. umferð, sunnudag 10. júlí 2011. Skilyrði: Skýjað, smá gola og sæmi- lega hlýtt. Völlurinn ágætur. Skot: Fylkir 5 (1) – KR 13 (6). Horn: Fylkir 7 – KR 4. Lið Fylkis: (4-3-3) Mark: Bjarni Þ. Halldórsson. Vörn: Þórir Hannesson, Valur Fannar Gíslason (Andri Már Hermannsson 67.), Kristján Valdi- marsson, Tómas Þorsteinsson. Miðja: Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Andrés Már Jóhannesson, Gylfi Ein- arsson (Rúrik Þorfinnsson 85.). Sókn: Ingimundur Níels Óskarsson (Kjartan Breiðdal 46.), Jóhann Þór- hallsson, Albert Ingason. Lið KR: (4-3-3) Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Magnús Már Lúð- víksson (Dofri Snorrason 83.), Skúli Jón Friðgeirsson, Grétar S. Sigurð- arson, Guðmundur R. Gunnarsson. Miðja: Bjarni Guðjónsson, Baldur Sigurðsson (Ásgeir Örn Ólafsson 58.), Viktor B. Arnarsson. Sókn: Kjartan H. Finnbogason (Gunnar Örn Jónsson 67.), Guðjón Baldvinsson, Óskar Örn Hauksson. Dómari: Þóroddur Hjaltalín jr. – 7. Áhorfendur: 1.834. Fylkir – KR 0:3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.