Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR 7 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2011 KORTIÐ GILDIR TIL 30.09.2011 – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR MOGGAKLÚBBURINN Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn Fyrstu 50 áskrifendur fá 2 miða á leikVals og Stjörnunnar Mættu á völlinn og framvísaðu Moggaklúbbskortinu við innganginn til að fá miða BÝÐUR ÁSKRIFENDUM ÁVÖLLINN VALUR - STJARNAN 11. júlí kl. 20:00 áVodafonevelli FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1122 Á KR-VELLI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Slóvenski fótboltasnillingurinn Ma- teja Zver réði úrslitum á KR-velli í gær þegar Þór/KA vann þar 2:1 sigur á heimamönnum í fyrsta leik 9. um- ferðar Pepsi-deildar kvenna í knatt- spyrnu. Zver var reyndar nokkuð heppin að Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður KR-inga, skyldi ekki verja boltann í fyrra markinu en í því seinna vippaði hún skemmtilega yfir Írisi eftir skallasendingu frá Rakel Hönnudóttur. Zver hefur leikið með Þór/KA frá árinu 2008 og hún stimplaði sig strax inn sem mikill markaskorari. Hún er bæði fljót og með mikla tæknigetu, og hafði fyrir þessa leiktíð skora 46 mörk í 45 deildarleikjum fyrir norð- ankonur. Í vetur bárust sögur af því að hún kynni að vera á förum frá fé- laginu til ÍBV en sem betur fer fyrir Akureyringa ákvað hún að leika með Þór/KA áfram. Norðankonur voru mun betri í fyrri hálfleik leiksins við KR í gær og komust í 1:0 en í þeim seinni var mun meira jafnræði með liðunum. Þetta er annar leikurinn í röð sem ég sé KR- liðið spila og annan leikinn í röð er eins og að tvö mismunandi lið spili hálfleikina tvo. Ljóst er að KR þarf að fara að spila heilar 90 mínútur af fullum krafti ef ekki á illa að fara því liðið er aðeins þremur stigum frá fall- sæti og eiga liðin fyrir neðan KR nú leik til góða. Þór/KA hefur hins vegar unnið fjóra leiki í röð og er á góðri siglingu upp stigatöfluna. Liðið komst upp fyrir ÍBV í 3. sætið en þessi lið mætast einmitt á sunnudag- inn næstkomandi. Þór/KA átti erfitt uppdráttar í upphafi leiktíðarinnar en hefur nú náð sér vel á strik og er að- eins fjórum stigum frá toppsætinu. Leiðindaatvik átti sér stað undir lok leiksins í gær þegar Manya Ma- koski braut fólskulega af sér. Ma- koski var búin að vera í baráttu við Berglindi Bjarnadóttur en missti stjórn á sér og tók nokkurs konar karatespark í rifbein Berglindar sem varð að fara meidd af leikvelli. Ma- koski fékk vitaskuld rauða spjaldið fyrir þetta og verður því ekki með í leiknum mikilvæga gegn ÍBV. Eins gott að Mateja Zver fór hvergi Morgunblaðið/Golli Skallaeinvígi Bojana Besic, miðvörðurinn stæðilegi hjá Þór/KA, og Sonja Björk Jóhannsdóttir, framherji hjá KR, eigast hér við í skallabaráttu á KR-vellinum. Arna Sif Ásgrímsdóttir fylgist spennt með framvindu mála.  Skoraði mörk Þórs/KA í sigri á KR  Makoski sá rautt fyrir afar ljótt brot Kristján Jónsson kris@mbl.is Þorlákur Árnason, þjálfari U-17 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu, var ánægður með árangur liðsins á Opna Norðurlandamótinu sem lauk um helgina. Ísland hafnaði í 5. sæti eftir að hafa lent í firnasterkum riðli með Þýskalandi, Frakklandi og Noregi. „Við stóðum okkur gríðarlega vel og þetta var frábært mót fyrir okkur. Við töpuðum bara einum leik og spilamennskan var góð. Öll liðin úr okkar riðli unnu sína úrslitaleiki en það var mjög gott fyrir okkur að spila við bestu þjóðir heims,“ sagði Þorlákur við Morgunblaðið skömmu eftir að hann lenti í Keflavík í gær. Mjög spennandi verkefni bíður liðsins í lok mánaðarins, en Ísland er komið í 4-liða úrslit á EM og mun mæta Spáni í undanúrslitum í Sviss. Þá geta leikmenn sem hófu þá keppni einnig verið með en voru orðnir of gamlir fyrir Norður- landamótið. Álíka sterkt og eldra liðið „Ég myndi segja að þetta lið sé svipað sterkt og liðið sem er komið í undanúrslitin á EM. Það er erfitt að meta það en við höfum alla vega bara tapað einum landsleik af síð- ustu tólf. Sá leikur var á móti Frökk- um og þær unnu mótið. Við sýndum styrk okkar með því að vinna Svía 5:3 í leiknum um 5. sætið eftir að lenda 0:3 undir. Við höfum nú unnið Svía þrisvar í röð og það er ein sterkasta þjóðin í heiminum. Fólk er eiginlega orðið ofalið á árangri þessa landsliðs,“ sagði Þorlákur enn- fremur. Elín Metta Jensen skoraði 4 mörk í umræddum leik við Svía, eftir að staðan var 3:0, Svíum í hag, þegar hálftími var liðinn af leiknum. Fengu pláss þegar þær eldri fóru í atvinnumennsku Staða A-landsliðs kvenna er afar góð um þessar mundir – en er kyn- slóðin sem Þorlákur er með í hönd- unum efnilegri en þær sem á undan hafa gengið? „Margar af þessum stelpum eru þegar byrjaðar að spila í Pepsí- deildinni. Margir leikmenn hafa far- ið í atvinnumennsku og þá myndast pláss fyrir þessa yngri leikmenn í meistaraflokki. Þegar þær mæta í landsleiki með stúlknalandsliðinu þá eru þær tilbúnar, enda er hraðinn þar svipaður og í meistaraflokki. KSÍ og félögin í landinu eru að gera vel þegar kemur að kvennaknatt- spyrnu og þessi árangur er engin til- viljun,“ sagði Þorlákur. „Árangurinn er engin tilviljun“  U17 stúlkurnar í 5. sæti á firnasterku Norðurlandamóti  Eitt tap í tólf leikj- um  Undanúrslit EM framundan Morgunblaðið/Kristinn Þjálfarinn Þorlákur Árnason hefur náð góðum árangri með U17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.