Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 8
8 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2011 Knattspyrnukappinn Steinþór Freyr Þor- steinsson, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, hef- ur slegið í gegn með liði Sandnes Ulf í norsku 1. deildinni í sumar en hann kom til félagsins frá Örgryte eftir að sænska félagið var úr- skurðað gjaldþrota í vetur. Nú vilja forráðamenn norska félagsins gera lengri og betri samning við Steinþór Frey en hann samdi við félagið til eins árs síðastliðið vor. „Við erum í góðum viðræðum við umboðs- mann Steinþórs og mögulega styrktaraðila sem geta komið að þessu,“ sagði Tom Rune Espedal, framkvæmdastjóri Sandnes Ulf, í samtali við Sandnesposten. Sá styrktaraðili sem Espedal nefnir er fjár- festingafyrirtækið Stang Inn sem hyggst leggja sitt af mörkum til þess að Stein- þór Freyr haldi áfram að spila í Sandnes. „Steinþór Freyr er lista- maður sem Sandnes Ulf verður að halda. Það ætti að vera forgangsatriði að semja við hann í sumar- hléinu og því ætlum við að ná með félaginu,“ sagði Tore Christiansen stjórnarformaður Stang Inn. Sjálfur segist Steinþór ánægður í Sandnes. sindris@mbl.is Fjárfestar vilja ólmir halda Steinþóri Steinþór Freyr Þorsteinsson Frjálsíþróttakonan bráðefnilega Arna Stef- anía Guðmundsdóttir úr ÍR stóð sig að mestu frábærlega á HM 17 ára og yngri í Lille um helgina. Hún náði hins vegar ekki einu al- mennilegu stökki í langstökki sem varð henni að falli og endaði því í 22. sæti af 34 kepp- endum. Arna Stefanía bætti sig í 100 metra grinda- hlaupi, kúluvarpi og 200 metra hlaupi á föstudaginn eins og áður var greint frá, og bætti svo um betur með því að bæta sig í spjótkasti og 800 metra hlaupi á laugardag- inn. Hún kastaði spjótinu 40,84 metra og varð í 6. sæti í þeirri grein, og hljóp 800 metrana á 2:14,88 mínútum sem var annar besti tíminn þar og talsvert betri tími en hjá flestum öðrum. Hins vegar náði Arna Stefanía aðeins einu gildu stökki í langstökki, og líklega hef- ur hún bara hlaupið ofan í sandgryfjuna því það mældist 2,90 metrar. Arna Stefanía stökk 5,73 metra í síðasta mánuði og hefði hún gert það aftur hefði hún endað í 6. sæti mótsins sem hefði verið stórkostlegur árangur enda er Arna Stefanía enn aðeins 15 ára. sindris@mbl.is Arna Stefanía bætti sig í fimm af sjö Arna Stefanía Guðmundsdóttir HM KVENNA Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Úrslitakeppni heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta tók heldur betur óvænta stefnu um helgina. Tvöfald- ir heimsmeistarar Þýskalands féllu á heimavelli og Bandaríkin, Sví- þjóð, Japan og Frakkland bítast um heimsmeistaratitilinn 2011. Engu munaði að hitt heimsveldið í kvennafótboltanum, Bandaríkin, félli líka úr keppni, en mark frá Abby Wambach í uppbótartíma framlengingar tryggði tíu banda- rískum konum vítaspyrnukeppni gegn Brasilíu í Dresden. Fyrsta tapið á öldinni dýrkeypt Þýskaland, sem síðast tapaði leik í heimsmeistarakeppni í lok síðustu aldar, kemst ekki í knattspyrnu- keppni Ólympíuleikanna í London á næsta ári. Það er viðbótarrefsingin sem þetta sterkasta lið heims und- anfarin ár hlýtur fyrir að tapa óvænt fyrir Japan, 0:1, á eigin heimavelli í Wolfsburg á laug- ardagskvöldið. Þetta er líka kveðjustund hjá sumum í gullkynslóðinni í þýska kvennafótboltanum. Birgit Prinz, besta knattspyrnukona heims um árabil, hverfur nú af sviðinu eftir að hafa skorað 128 mörk í 214 landsleikjum fyrir Þýskaland. Ar- iane Hingst kveður líka eftir 174 landsleiki en ekki er vitað hvort Inka Grings og Kerstin Garefre- kes, sem eru 32 og 31 árs, halda áfram með landsliðinu næstu árin. Tapið var ekki eina áfallið fyrir þýska liðið, því ein efnilegasta knattspyrnukona Þýskalands, Kim Kulig, meiddist eftir nokkrar mín- útur. Í ljós kom að hún sleit kross- band í hné og spilar því ekki meira á þessu ári. Japan er í hópi þeirra bestu Ekki má hinsvegar gleyma því að Japan hefur skipað sér í hóp bestu landsliða heims á síðustu ár- um og siglt framúr Kína og Norð- ur-Kóreu sem besta landslið Asíu. Japanir eru í 4. sæti heimslista FIFA og fengu bronsverðlaunin í Algarve-bikarnum síðasta vetur, með því að sigra Svía, 2:1, og urðu því aðeins á eftir Bandaríkjunum og Íslandi í þeirri sterku keppni. Japan vann einnig Noreg 1:0 og Finnland 5:0 á Algarve. Japanska liðið á atvinnumenn í sterkum lið- um eins og Boston Breakers, Duis- burg, Potsdam og Montpellier. Varamaðurinn Karina Maruyama skoraði þetta sögulega sigurmark Japana á 18. mínútu framleng- ingar. Svíar á ÓL í London Svíar eru hinsvegar afar ánægðir með sitt lið sem vann Ástralíu, 3:1, og tryggði sér bæði farmiðann í undanúrslitin og á Ólympíuleikana í London. Hin 34 ára gamla The- rese Sjögran skoraði fyrsta markið, í sínum 175. landsleik, og Lisa Da- hlqvist skoraði sitt þriðja mark í keppninni áður en Lotta Schelin innsigaði sigurinn. Japan og Svíþjóð eigast við í síð- ari undanúrslitaleik mótsins á mið- vikudaginn. Frakkar sluppu fyrir horn Frakkland sýndi styrk sinn gegn Englandi á laugardaginn en þurfti þó vítaspyrnukeppni til að komast í undanúrslitin í fyrsta sinn. Leik- urinn endaði 1:1, sem var nánast með ólíkindum miðað við yfirburði franska liðsins megnið af leiknum en það átti 33 skot að mark Eng- lands. Það voru þó Englendingar sem klúðruðu málunum sjálfir í víta- keppninni. Eftir að hafa náð for- ystu í fyrstu umferð klikkuðu tvær síðustu skyttur enska liðsins, skutu framhjá og í slá, og þar með fögn- uðu Frakkar sigri. Styrkleika franska liðsins þekkj- um við Íslendingar vel eftir baráttu okkar liðs við það á undanförnum árum. Það kemur ekkert á óvart að Frakkar skuli vera komnir þetta langt á HM en þeir höfðu fyrir þetta mót aldrei komist í átta liða úrslit. Seigla í bandaríska liðinu Brasilía virtist búin að slá banda- ríska liðið úr keppni, eftir að hafa komist í 2:1 í framlengingu, manni fleiri. Vendipunktur í leiknum var á 68. mínútu þegar Rachel Buehler, varnarmaður Bandaríkjanna, fékk rauða spjaldið fyrir að brjóta á Mörtu í dauðafæri. Marta jafnaði þá, 1:1, úr vítaspyrnu. Hope Solo varði reyndar frá Cristinae en Brasilía fékk að endurtaka spyrn- una og þá skoraði Marta. Hún kom Brasilíu síðan í 2:1 í framlenging- unni. Tíu bandarískar konur gáfust ekki upp og Abby Wambach jafnaði metin þegar allt virtist tapað, 2:2. Daiane, varnarmaður Brasilíu, skoraði sjálfsmark eftir 80 sek- úndur í leiknum og hún var synda- selurinn öðru sinni þegar henni brást bogalistin í vítaspyrnukeppn- inni. Hope Solo varði frá henni – Bandaríkin skoruðu úr sínum spyrnum og fögnuðu sætum sigri. Stórveldi féll af stalli og annað slapp fyrir horn  Japan sendi gestgjafa Þýskalands í snemmbúið sumarfrí  Bandaríkin hársbreidd frá sömu örlögum  Wambach bjargvættur gegn Brasilíu í blálokin Reuters Gleði Bandarísku leikmennirnir Christie Rampone og Tobin Heath fagna sigri í vítaspyrnukeppninni í Dresden í gær á meðan vonsviknar brasilískar konur eru í bakgrunni. Brasilía var hársbreidd frá því að fara í undanúrslit. HM kvenna » Frakkland leikur við Banda- ríkin í undanúrslitum í Mönc- hengladbach á miðvikudag kl. 16 og Svíþjóð mætir Japan í Frankfurt kl. 18.45. » Sigurliðin leika til úrslita í Frankfurt á sunnudaginn en tapliðin um bronsið í Sinsheim á laugardaginn. » Bandaríkin urðu heims- meistarar 1991 og 1999 en fengu brons 2003 og 2007. » Svíþjóð fékk silfur á HM 2003 og brons 1991. » Frakkland og Japan hafa aldrei áður komist í undan- úrslit á HM. » Bandaríkin eru efst á styrk- leikalista FIFA, Japan í 4. sæti, Svíþjóð í 5. og Frakkland í 7. sæti. Ásbjörn Frið-riksson, leikstjórnandi Ís- landsmeistara FH í handknatt- leik, hefur gert tveggja ára samning við sænska úrvals- deildarliðið Al- ingsås, með möguleika á þriðja árinu. „Með Ásbirni eykst enn sam- keppnin í liðinu, en við höfum fyrst og fremst fengið mjög flinkan leik- mann sem leikur samherja sína vel uppi,“ segir þjálfarinn Robert Wed- berg á heimasíðu félagsins. Alings- ås er eitt af sterkustu liðum Sví- þjóðar og komst í fjögurra liða úrslitin um sænska meistaratitilinn í vetur en tapaði þar 1:3 í einvígi við Guif.    Hornfirskiknatt- spyrnumaðurinn Ármann Smári Björnsson hefur verið síðustu daga til reynslu hjá sænska úr- valsdeildarfélag- inu Halmstad. Þar hitti hann fyrir landa sinn Jónas Guðna Sævarsson sem leikur með liðinu. Ármann Smári lék síðast með Hartlepool í ensku C-deildinni en losnaði undan samningi þar í vor.    Badmintonkonan Ragna Ingólfs-dóttir beið lægri hlut fyrir Mariu Kristinu Yulianti frá Indóne- síu í jafnri viðureign, 17:21 og 16:21, í átta manna úrslitum alþjóðlega badmintonmótsins í Rússlandi á laugardaginn. Yulianti fékk brons- verðlaun á Ólympíuleikunum í Pek- ing fyrir þremur árum.    Breska blaðiðMirror greindi frá því í gær að West Ham hygðist nú klófesta Eið Smára Guðjohn- sen en Eiður losnaði sem kunnugt er undan samningi frá Stoke í vor. West Ham féll úr úr- valsdeildinni í vor en hefur fengið Sam Allardyce, fyrrum stjóra Eiðs hjá Bolton, í brúna og hann hyggst endurnýja kynnin við Eið. Segir í frétt Mirror að Eiður hafi verið við það að skrifa undir samning við velska félagið Swansea þegar West Ham hafði samband við hann.    Fjögur lið hafa tryggt sér sæti í 8liða úrslitum Copa America, Ameríkubikarsins í knattspyrnu. Kólumbía sigraði Bólivíu 2:0 og vann þar með A-riðil, og þar með varð ljóst að Venesúela, Síle og Perú væru einnig komin áfram en þessi lið eru með 4 stig í sínum riðl- um. Þrjú lið fara nú nefnilega áfram úr B- og C-riðli en sigurvegarinn úr viðureign Kosta Ríka og Argentínu í nótt fylgir Kólumbíu úr A-riðli. Fólk sport@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.