Austurland


Austurland - 02.08.1952, Blaðsíða 2

Austurland - 02.08.1952, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND 'Neskaupstað, 2 Gerfifélög N Austurland Málgagn sósíalista á Austur. landl. Kemur út á hverjum föstu- degt. Kltstjórl: BJARNI ÞÓRÐARSON. áskrlítargjnUl 45 kr. árg. Gjahldngi 1. april. Lausasala kr 1,25. Verzlunarmálin Það var mikið loft í neildsölun- um I Reykjavi'k og forystumönn- um þeirra, í ríkissljóm, þegar fyrir ári siðan var ákveðið að; auka. »freilsið« í innflutningsverzl uninni, eins og- það var orðað. Þá var' sagt að allt nnundi lag- ast ef létt yrði af innflutnings- hömilum og verzlunarstéttin gæti sjálf ráðið hvað in.n væri flutt og frá hva.ða löndum. Ríkisstjórnin og r&ðunautar hennar sögðu að h,ið breytta form í verzlunarmálunum mundi stór- bæta ver'zlunarhætti landsmanna, vöruverð mundi lækka og hagur almennings ba.tnai við þessar nýju breytingar. Ymsir vöruflokkar voru gefnir frjálsir og innflutningur á mörg- um vörum sem litið hafði verið flu,tt inn af jókst stórkostlega. Þannig hrúgaðsit upp vefnaðar- vara, sem áður h.afði verið heldur skortur á. Allskonar glingurvara fyllti brátt allar búlðir og aug'- lýsingar i útvarpið um 20 mis- munandi tegundir af sultu frá Hollándi mátti heyra daglega. Hin »frjálsa,« verzlun fyrir inn flytjendur var komin og nú gat almenningur í landinu farið að' njóta ávaxta.nnai. Vöruverð lækkaðí ekki, heldur þvert á móti, því ein röksemdin fyrir »verzluna,rfrelsinu« var ein mitt a,ð »frelsi« yrði að ríikja um álagn.ingu og aflt verðlag. Verðlagseftirlit var því afnum ið á mörgum vörum, og álagning- arheimild stórhækkuð á öðrum. Brátt kom í ljós að islenzka rikið var orðið skuldugra, í erlend um gjaildeyri, vegna þessa mikla innflutnings, en. nokkru sin.ni áð- ur. Ta.kmarkalaus innflutningur á sultum, allskonair vefnaðurvöruin og skranvarningi hafði bjeypt þjóðinni i gífurlegar gjaldeyris- skuldir við útlönd, Hið nýja »verzluna,rfrelsi« hafði því þýtt fyrir þjóðina,: stór auknar erlendar skuldir og. hækk- að vöruverð 1 landinu. Heildsalarnir höfðu hinsvegar íengið aukin gróða með híekkaðri álagningu, og ekki sízt með a,uk- in.ni sölu á vörum sem jafnan gefa góðan hag fyrir verzlunina. En hið nýja verzlunarfyrir- komiulag leiddi meira af sér. Örðugleikar höfðu verið með sölu á útflutningsvörum lands- manna, einkum þó frosnum fiski og söltuðum. í nokkur undanfar- in ár hefir það verið almennt við kvæði hjá flestum viðskiptaþjóð- um okkar, að þvi aðeins geti þær keypt af okkur fisk, að við ka.up- A sfiari árum hefir það mjög farið í vöxt, að stofnuö hafi ver- ið aflskonar gerfiverklýðsfélög, oft með sárafáum meðlimum. Þannig hafa jeppaeigendur stofrað »bllstjórajfélcg«, bændur »verklýðsfélög« o. s. frv. Þessar félagsstofnanir eru Al- þýðusambandsstjórninni síður en svo á móti skapi. Þvert á móti stuðlar hún að stofnun þessara gerfifélaga, þvi fulltrrar þeirrai eru oftast auðsveipir fylgje.ndur hinnar afturhaldssömu sambands- stjórnar og ljá henni li.ð á sam- ba.nds])ingum. En verkamennirnir eru ekki al- veg eins, hrifnir af gerfifélögun- um. Verkamenn, sem ár.um saman hafa haft forgangsrétt til vinnu, t. d. vegavinnu í ákveðnum héruð um, uppgötva einn góðan veður- dag, að forgangsrétturinn er geng i.nn þeim úr' greipum í hendiur um í staðinn þeirra framleiðslu- vörur. Fleatar þessar þjóðir, h,vort sem þær voru þjóðir Austur-Evr- ópu eða Vestur-Evrópu, hafa, bent á örðugleika þess a,ð þær keyptu fisk af okkur fyrir punda- eða dollaragjaildeyri, sem við siðan notuðum til kaupa á vörum hjá öðrum þjóðum. Astandið hefir verið þa,nnig að fiskikaupmenn þessara landa hafa sajgt: við höfum kaupendur a,ð fiskinum ykkar og getumi jafn vel tekið ennþá metra en við höf um gert, en við getum ekki feng- ið gjaldeyri hjá okkar ríkisstjórn tiil greiðslu á fiski. Okkar leyfi til innflutnings á fiski byggist á því, að þið kaupið i okkar la,ndi okkar framleiðsluvörur fyrir fisk inn, sem við kaupum. að minnsta kosti i meginatriðum. Ofan á þetta ástand, sem var full erfiitt fyrir, er svo gefin.n frjáls innflutningur á ýmsum vör um og þjóðin tekur lán erlendis i punidum og dollurum í því skyni, Afleiðingin verður sú að ekki er lengur hægt að selja fiskinn, í vöruskiplum þar sem í mörgum tilfel.lumi er þegar búið að flytja, til landsins miklar birgðir af þeim vörum, sem annars hefðu verið teknar í skiptum fyrir þann fisk, sem ekki var hægt að selja á annan hjátt. Af þessum ástæðum er nú stöðv un í sölu á frosnum fiski, öll frystihús landsins full af fiski og verða, á miðju ári að hætta starf- rækslu,., Verzlunarfrelsi heildsalanna leiðir þannig yfir okkur stöðvun fiskframileiðslunnar, stöðvun frystihúh.annai stöðvun í saltfisk- verkun — eðai atvinnuleysi, gjald þrot fyrirtækja og afkomuvand- ræði almennings, og stórkostlega. erlenda skuldasöfnun þjóðarin.nar. Nú standa ráðunautar rikis- stjórnárinnar og hún sjálf eins og glópar og eiga enga, afsökun á gerðum sínum. En hvað segja landsmenn við þessu? annara manna, sem ekki stunda verkamannavinnu, sem aðalat- vinnu. Það hefir verið stofnað fé- lag, sem fengið hefir inngöngu 1 Alþýðusambandið. Það er skipað bændum og bændasonum. Þeir tryggja sér forgangsrét't a.ð vinn- unni íi sinu byggðarlagi og stunda ba,na í ígripum þegar tóm gefst til frá bústörfum. Bílstjórar, sem hafa haft sams- konar: forgangsrétt og verkamenn standa allt í einu frammi fyrir þeirri staðreynd, a,ð jeppaeigend- Ur og eigendur tveggja, eða, þriggja vörubíla, að viðbættum einhverjum billausum prófmönn- um, h,afa, stofnað gerfibilstjórar félag, fengið inngöngu í Alþýðu- sambandið og tryggt sér forgangs r'étt að aikslri i sinu byggðarlagi. Verkamennirnir og bilstjórarn- ir eru reknir hedm vegna þessara gerfifélaga, sem njóta sérstakrar vslvi’dar Alþýðusan.bandsstjórn- ar, en bænclur og bændasynir stunda vinnuna í. igripum. Þetta er nógu bölvað fyrir verkamennina. Hin hliðiin, sem að samtökunum snýr, er þó má- ske öllu alvarlegri. Þaö er sem sé meiri hætta, á því, en margur ger ir sér ljóst í fljótu bragði, að hin ra.unverulegu verklýðsfélög verði j í minnihluta í Alþýðusaimbandinu og að gerfifélögin ráði þar lög- um og lofurn. Þetta, verður skilj- anlegra þegar þess er gætt, að verklýðsfélög, sem teljar 150 með- limi fá ekki að kjósa, fleiri fu,ll- trúá á sambandsþing, en 15 manna félag, en sum gerfifélögin hafa, ekki fleiri meðilimi en það. Verði h,aldið áfram á þeirri braut, sem nú er gengin, gæti vei farið svo, að hin mörgu, en 'fá- mennu gerfifélög beri verklýðs- félögin, ofurliði — oghver verðui þá þinn hlutur, verkamað’ur? Tvö kvæði eftir séra ólaf Indriðason, á Kolfreyjustað, skrifuð upp eft- ir frú ólöfu, Baldvinsdóttur frá Vattarnesi. Móðir ólafar var vinnukona hjá séra óiafi, þe gar hún vai' ung. A heimleið Heim ég staulast haiusts á dimmri nótt. Fleygist yfir for og keldur paldra, sem fjárinn hefir sungið yfir ga,ldra, Blesi minn með bjarnarstinnan þrótt Ljós á bæjmn Ijórum skí.na i, inn mér bjóða í bitrum norðangusti, sem blæs ómjúkt um vanga minn og hlustir, ga,um þó ekki gef ég neinn að því. Hugurinn allur er heim í hreiðrið mitt, þar sem brúður björt og hýr á vanga, bíður mín og gerir vöku langa,. Fagrar mundir fjalla um verkið si.tt. Þar sem blundar beði mínum hjá sveinninn Jón með svip og ennið fríða, sem að’ heiman vildi ir, eð mér ríða, veturinn þriðja varla, 1;orn.inn á. Blástu, vindur, betur á eftir mér. Hlauptu, Blesi, hart á Sandskeiðinu. Um hraunin farðu stillt í máttmyrkrinu. Snart þú hvílist, snart ég heimai er. B 1 e s i (kveðið eftir að Blesi hafði meitt sig á ferð yfir Stöðvar- skarð), Enn er ég sestur á Blesótta blakkinn. Batnað er h,onum, þar fatlaðist hann. Ég skundaði með hempuna, en skildi eftir hnakkinn á skarðinu Stöðvar, er henda mig vann. Flýg'ur hann ennþá, sem fiðrildi létta, framgjarn um nesin og atiranna, geim. Kotpjakkar vist mega úr sporunum spretta, ef spýr h.ann ei slettum í nasir á þeim. Ég var svo heppin a,ð eiga, afrit, er ég mátti missa. A. S. ágúst 1952 Oddsskaiðs- vegurinn Það var þungsóttur róður að fá Oddsskarðsveginn lagðan, á slnum tíma,. Þá var öllu, borið við og fra,m;kvæmdir tafðar með allskon- ar mótbárum. En loksins tókst að kaýja fram fjárvéitingar til vegagerðarinnai og Neskaupstaður, sem orðinn var stærsti staðurinn á Austurlandi, komst i vegarsamband við aðra staði. AUir Noi'ðíirðingar fögnuðu þeim árangri, sem náðisti með lagningu vegarins. En sljóleikinn og skilningsleysið á þörfum Norð- firðinga fyriir því a,ð fá Odds- skarðsveginn var ekki þar með búið. Yfirmenn vegamálanna, eða verkstjóri’ þeirra, hljóp frá vega- lagningunni hálfnaðri. Enn hafa sumir h.lutar vegarins aldrei ver- ið fuillgerðir. Þannig er aðal- brekkan á veginum ofan við Skuggahlið ókláruð enn og getur varla heitið akfær. Sunnan við skarðið sjálft er. al,l langur kafli á veginum, sem aldrei hefir verið hirt um að bera ofan í möl eða sand. Þar verður vegurinn því á hverju vori illfær. En, þó kastar alveg tólfunujn með viðhald á þessurn vegi, Ar eftir ár er ekkert gert fyrir þenn an veg. Tiltölulega, nýr vegur er þaimig hafður illfær tímunum saman og ófær ýrnsum bílum. Vegurinn er milcið notaður, ekki aðeins fyrir fólksflutninga, heldur einnig fyrir vöruflutn- inga, Þannig hefir oft verið keyrt yfir þennan veg með hundruð tonna áf nýjum fiski, til vinnslu á Eskifirði. í þeim tilfellum hefir vegurinn reynzt undirstaða .þess, að heil- ir fiskfarmar komu til vinnslu í Neskaupstað og þess að mikil at- vinna, hefir skapast bæði í Nes- kaupstað og á Eskifirði. En akstur á miklu magni a± nýjum fiski um veginn er erfiður vegna þess að vegurinn er bratt- ur. En viðhaldsleysið á veginum hefir þó gerfc þessa flutninga margfalt dýrari en eðlilegt hefði verið og nær ófranikvæma,n,lega. Hver er það, sem ábyrgð ber á þvi, að Oddsskai’ðsveginunr er ekki haldið við? Getur það verið tilfellið, að vegamálastjóri íreiti um smávægi legt viðhaldsfé til þessa vegar, er tengir stæi'sta bæinn á Aust- urlandi við akvegakerfi landsins? Eða getur það verið satti, að verkstjóri hér a.ustur á landi beri ábyrgð á þeim slóðaskap, sem þarna á sér stað? Þetta verður að fást upplýst. Það er krafa okkar allra, sem um þennan veg þurfum að íara, að nú þegar verði hafist handa um a,ð keyra ofan íi veglnn og gera honum það gagn, sem allir sjá að óhjákvæmilegt er. Það er krafa mín að bæjar- stjórnin í Neskaupstao kæri nú- verandi ástand vegarins. NOWÐFIRÐINGUR.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.