Austurland


Austurland - 02.08.1952, Blaðsíða 3

Austurland - 02.08.1952, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 29. júlí 1952 ÁUSTURLAMÐ Ferhendurnar lifa! MORGUNN (Lanslega jiýtt) 1. Röðuíll rökkri eyðir roðann árdags breiðir yfir. heiðríkt hnaittaból. Allt, sem andai hrœrir, offur hjartans færir þér, sem geislum gæddir sól, 2. Mikli, mildi fað'ir, minnumst vér þes:; glaðir að þln náð oss aldrei brást. Þótt hrynji hna.tta fjöldinn og himna rofni tjöldin, varir þin, um eilífð ást. • Jónas Porsteinsson frá Harðangri. ¥ Tvier ainiælisvísur 3. Ég vildi að þú ættir whiskykút vindlakassa og ruggustól, hangið fall af feitum h,rút, fagra mey og dúnmjúkt ból, 4. Um ég mæli’ og á ég legg: Aðra fjóra tugi gegnum lífsins hret og hregg hamingjan þér dugi. Eiiiar Sveinn Erímaim ★ Víst cr það gaman! 5. Yndið mesta er á hesti að rlða, sér að festa, faldalín og fá í nesti brennivín. 6. Gaman er. að sigla um sjó og söðlaljóni ríða, en indælust af öllu, er þó ungrar meyjar bllða. (Þ. A. senði). ¥ Ort í bíl. 7. Unað láti oss I té æskudagar ljósir og á vörum sífellt' sé söngur, vín og drósir. D. Á. ¥ Gengur illa! 8. óspilltri ég engri næ þótt eltist ég við svanna. Aðeins bitin bein ég fæ af borðum kvennamanna. 9. Nú er ég súr á svipinn, sdgurinn varð ei neinn. Prá mér var gæsin gripini. Guð minn, hyað ég var seinn. Þormóður Eiríksson (S. E. scndi). ★ Mér hefir borizt fjöldi af öfug- niælavísum, en engin leið er að birta þær alJar, það mundi gera efni þáttarins allto-f einhæft. Hér er að lokum öfugmælavísa eftir í frásögur faert 1814. Hval sjötugan íak I Loðmundar- firði. Tvö verzlunarhús brunnu 1 Eskifjarðarkaupstað. 1881. Okt. 14. Braut norskt gufuskip, Bravo, fyrir Langanesi á leið frá- Seyðisfirði ti.l Eyjafjarð- ar. Nokkrir af skipverjum björguðu sér á báti til lands, en 8 drukknuðu, 2 íslendingar. 1882. Júní 14. Bindindisfélagafulltrúar úr Múlasýslum eiga fund með sér. 379 menn I bindi.ndisfélög um; þar eystra. 1S83. 18. febiv Hvolfdi báti af Seyðis- firði I roki. Einn maður drukknaði. 1885. ----Þó tóku snjókyngjurnar út- yfir á Austurlandi; janúar var þó vlðla góður, en svo hlóð snjö niður I sífellu mestallan febr- úar, og sókum þeirra, dæma- lausu. snjóþyngsla, er þá komu, ufðu þar tið geysimikil, snjó- flóð, er gerðu óguriegan skaða og manntjón. Eftir þennan dæmalausa snjóa vetur viðast; um land tók við eitthvert kaldasta vor, svo að jörð leysti mjög seint allsstað- ar; voru sífeldir kuldanæðing- ar og náttfrost ailt fram I júií og frostbyljir enda alloft á Vesturla.-di, Norðurlandi og Austfjörðum, þar var fullkom- ið jarðbann I öllum sjávar- sveilum frá því fyrir sunnan Mjóafjörð og norður fyrir Vopnafjörð af gömlum gaddi viku eftir fardaga.-------— 1 ágústmánuði voru þerrai og bllðviðri víðast um land, en með seplember tók veður að spillast; þá gengu rigningar miklar sumsstaðar um Austur- Valdimar Eyjólfsson, Neskaup- stað: 10. Bezt; er að éta brauðið hrátt og byggja hús á sandi, hleypa jó á h,afið blátt, en hífa u.pp segl á landi. ¥ Prentvilla var í visu nr. 3 I síð- asta þætti. Rétt er hún svona,: Siglt hef ég hægan sjó og vind setið essi flnu, en a.ldrei faðmað auðarlind enn í rúmi mínu. —¥— Utanáskrift mín er: DAYiÐ ÁSKELSSON, Box 5G, NESKAUPSTAÐ. land um hálfan mánuð, og sein.ni hjuta september fóru krapahryðjur og snjóar að koma víðast um land, svo að hey fennti, einkum þó á Norð- ur- og Austurlandi.-------Gras vöxtur var almennt lítill, sem von var. Sláttur byrjaði því mjög seint, almennt ekki fyr en undir mánaðarmótin júlt og ágúst, einkum norðan- og austanlands. Tún spruttu svo illa, að varla fékkst meira en helmingur af þeim móts við meðalár.-----— Á Austurlandi víðast hvar var afla.lltið, einkum á haust- vertíðinni; þó var um tíma umi sumarið mokafli af ýsu á Vopnafirði og þar I grennd. -----En i desember var mikil] síldarafli I Reyðaríirði og Fá- skrúðsfirði; þannig var Tulini- us kaupmaður á Eskifirði bú- inn að fá 3300 tunnur um ný- ár. Hófust þá aftur siglingar milli Noregs og Austfjarða, (og því varð sá atburður, að með miðsvetrarferð póstskips- ins til Reykjavíkur komu nýrri fréttir af Austfjörðum I norskum blöðum, heldur en þá komu með austanpósti. — '— Slysfarir og skaðar urðu tals verðir og sumir á dæmalausan hátt, eins og hið voðalega, snjó flóð á Seyðisfjarðaröldu 18. febr. Það kom kL 8 um morg- uninn úr fjalli þar rétt fyrir ofan kaupstaðinn, voru menn ekki almennt risnir úr rekkju; dimmdi svo yfir, þegar snjó- flóðið féll, að sýnilegur mun- ur vai-ð á birtu I kaupstaðn- um; sópaði flóöið 15 íveruhús- um að miklu leyti út á sjó eða skildi þau eftir mölbrotin I fjörunni auk fjölda útihýsa; urðu eitthvað um 80 menn fyr ir flóðinu og létust þar af 24, en, margir limlestust að a.uki; var hryllilegt að koma. þar að: úr öllum áttum heyrðust óp og vein, og menn komu nakt- ir allsstaðar að um snjóinn. Helztur þeirra manna, er fóruzt, var cand. pharm. Mark- ús lyfsali Ásmundsson Johnsen frá Odda (fæddur 1885); hann h,afði fengið konungsleyfi 1883 til að setja lyfjabúð á Seyðis- firði, en hún fór með öllu, er I var. Eignaskaðinn var alls metinn á 55600 kr. fyrir utan aitvinnumissi og skuldir. — — — — tók snjófióð bæinn Naustahvamm I Norðfirði 26. febr. um nóttina; urðu þar 9 menn fyrir því og náðust 6 þeírra úr fönninní eftir 7 klukkustm'.dir en 3 létust. •— -----1 febrúar varð Skaftfell ingur einn úti I Skriðdal milli bæja.--------21. (apríl) fór bóndi frá Brúnavik eystra á heimleið úr Borgarfirði I sjóinn fram af hömrum og drukknaði. — — 19. (júní) varð bóndi einn úti á Fjarðar- heiði eystra; hafði lagt upp á hana ölvaður með 2 öðrum eins, en þeir svo yfirgefið hann eða týnt honumi. — — — 1— 9. (ágúst) drukknuðu 2 menn af ferju á Lagarfljóti; hafði hún verið hlaðin mjög en stórveður á Frcttir. 8 Þastt r ilf sögu austtirzkra rafveltna FRAMHALD Þá var það árið 1923, að hreppsnefndin fékk norskan verk- fræðing frá Stafangri til að gera nýjar athuganir og mælingar og vann hann við það I r.okkrar vikur. Taldi h.ann að fá mætti um 100 -— 150 hestafla stöð í Tunguá, sem rennur I fjarðiarbotn- inum sunnanvert; Málið var I athugun hjá hreppsnefnd um stund en mun h;afa þótt of kostnaðarsamt og úr virkjun varð ekkert. Þá var það loks árið 1928, eftir að raddir fóru að hækka, um rafmagn fyrir kauptúnið, að hreppsnefndin fékk Ásgeir Bjnrnason frá Siglufirði ti,l a,ð gera nýjar athuganir og mælinga.r I »Fossun- um« með það fyrir augum að byggja þar ljósastöð fyi-ir kauptúnið. Dvaldist hann nokkra daga við það verk og gerði síðan teikn- ingar og kostnaðaráæUun um verkið. Var þetta samþykkt, af hrepps nefnd og verkið siðún lioðið út eftir að Alþingi hafði lofað rlkis- ábyrgð fyrir láni til virkjunarinr.ar. H)u,t. f J.agið R'i’n.au,, 1 Reykjavík gerði lægst lilboð kr. 65.000.00 og var þvl tekið. Hösk- uldur Baldvinsson sá um framkvæmdir, en Ásgeir Bjarnason var eftirlitsmaður fyrir hönd hreppsnefndar. Verkið var síðan hafið sumarið 1929 og stöðin aíhent hreppnum, I nóvember sama ár. Ás- geir miðaði sínar áæt’.anir við 50 hestafla s,töð. Fallhæð 93 metrar. En í) meðferð málsins áður en vélar voru pantaðar, munu aðrir verkfræðingar, sem n.álið var borið undir, hafa ráðlagt að hafa, véismar. stærri og var horfið að því ráði að strekka vélarnar upp I 115 hestöfl, þó vitað væri, að vatn var ekki fyrir hendi. IJað kom llka strax 1 ljós á fyrsta vetri, að vatnið) var a.lltof lítið, svo þorps- búar höfðu ekki ,ljós rerna endrum og eins og var rekstursstöðvun stundum oft á kvöldi, þegar frostatíð var, stundum vikurn og mán- uðiun saman, Var leitað ráða hjá sérfróðum mönnum, þ. á m,, Jak- obi Gíslasyni, forstöðumanni Rafmagnseftirlits ríkisins og kom hann að Búðum og. athugaði allar aðstæður. Taldi b;ann að mætti bæta úr þessu með þvi að hæklca s,tífluna svo fallhæðin yrði 300 metrar (núverandi stifla er fyrir neðan miðjar h.líðar), eða setja upp varahreyfil til hjálpar, þego,r vatn væri lítið. Ennfremur að veita öllum lækjum, sem I nálægð voru við rafstöðvarlækinn og auka þannig vatnsaflið og var sú leið valin. Munaði þar mest um Kirkjubólsá, sem, samkvæmt mælingum hafði jafnmikið vatn og sjálf rafstöðvaráin. Hafði Ásgeir Bjarnason, líka bent á þá leið, ef vatnið reyndist of lítið í »Fossunum«. Kirkjubólsánni var veitt I trépípum, sem keyptar voi'u frá Noregi og mun það vera um eins km,. leiið, Eftiú að Kirkjubólsánni var veitt, hefir stöðin reynzt þolanleg sem ljósastöð, fyrir utan smá mistök á viðhaldi á ieiðslunni og á sumrin hefir stöðin komið að nokkru gagni með sölu á straumi til suðu og hitunar. Rafstöðin er nú orðin rúmlega, 20 ára og vélar allar og frágang- ur frá hendi Höskuldar Baidvinssonar hefir reynzt prýðilega. Hinsvegar hefir rafmagnsskortur ailltaf verið mikill og fariö vaxandi hin síðustu ár. Var því enn leitað til raforkumálastjóra um úrbót I þvl efni og raforkumálaskrifstofan beðin um álit sitt og áætlanjr umi nýjx virkjun. Varð raforkumálastjóri við þessari ósk og sendi hreppsnetnd áætlun um fullvirkjun »Fossanna,« með 300 metra fallhæð, sem gaf 100 kw, ennfremur átti að setja upp Dieselstöð til aukningar aflinu. Þessi leið mætti mótstöðu á hærri stöðum, mun hafa, þótt of kostnaðarsöm, fyrir kauptúnið, enda ekki samþykkt af raforkumálastjóra, eins og síðar kom fram. Sumarið 1947 var. þess krafist af raforkumálastjóra, að hann gæfi upp, hvernig ætt.i að bæta úr rafmagnsskorti kauptúnsins. Eftir mánaðarumhugsunartima barst símskeyti frá honum á þá leið, að h,ann leggur til að byggð Sé Dieselstöð I kauptúninu sjálfu og þar með slrikaðair. út allar bolla.leggingar um vatnsvirkjunir í Fáskrúðsfii'ði IJað er ekki fyrir okkur leikmenn íj raforkumálum að dæma um þessi mál, en skoðanir hafa verið alllskiptar a Búðum um þennan úrskurð raforkumálastjöra. Dieselrafstöð sú, sem nú er verið að setja upp á Biiðum, hefir tvær samstæður, 80 og 160 kw., er sambyggð hraðfrystihúsi, þann- ig að vélar frystihússíns og rafstöðvarinnar eru í sama vélasal og var sú tilhögun höfð til að spara gæzlukostnað. Vélar rafstöðvai'- innar eru frá Skodaverksmiðjunum f Tékkóslóvaklu og á stöðin að nægja til heimilisnotkunar og nokkurs iðnaðar. Rafstöðin á Fáskrúðsfirði er eitt dæmið af mörgumi hér á landi um misheppnaðar rafstöðvar á byrjunarstigi rafveitumálanna. Starfsmenn rafveitunnar hafa verið þessir: Rafstöðvarstjórar fyrsta árið voru tveir, Benedikt Sveinsson og' Jón Jónsson. Annað árið var rafveitustjóri Gissur Erasmusson. Þá tók við Snorri Magn- ússon tiL ársins 1940. Síðan hefir Garðar Guðnason verið rafstöðvar stjóri og er það enn. llafveitustjórarnir hafa sinnt störfum raf- virkja jafnframt við innlagnir og viðgerðir. Innb,eimtumaður og reikningshaldar.i rafveitunnar hefir lengst af verið Þórður Jónsson. FBAMHALD.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.