Austurland


Austurland - 06.01.1956, Qupperneq 1

Austurland - 06.01.1956, Qupperneq 1
Málgagn sósfalista á Austurlandi 6. árgftDg'ur, Ncskftupsts-ð, 6. junuur 1956. 1. tölublað. Stefna ríkisstjómarinnar: Hálaun mega hœkka . \ Áður var lýst yfir að 11 próc. kauphækkun verkafólks stofn- aði efnahagskerfinu í voða. Nú er lagt til að hækka ráðheralaun um 7 próc. og kaup ýmsra embættisinanna um 35—40 próc. Fróðlegar umræður fóru fram á Alþingi dagana fyrir jólin um kaupgjaldsmál og kom glögglega fram afstaða manna og flokka í þeim efnum. Tilefnið voru hin nýju launalög embættismanna ríkisins. 11% kauphækkun verkafólks Flestum er enn í fersku minni verkföllin miklu í vor, þegar kaup verkafólks var hækkað um 11% eftir 6 vikna vinnustöðvun í Reykjavík og Hafnarfirði. Þá taldi ríkisstjórnin og blöð hennar kröfur verkafólks hinar háskasamlegustu. Og að deilunni lokinni hélt Eysteinn Jónsson og Ölafur Thors og þeirra fylgilið því fram, að með kauphækkuninni hefði öllu efnahagskerfi þjóðar- innar verið raskað og mætti því búast við stóraukinni dýrtíð og jafnvel stöðvun atvinnulífsins. Svo mikil áhrif áttu 11% launa- bætur til handa hinum lægst laun- Uðu í landinu að hafa. Hækkun vöruverðs Strax að afstöðnu verkfallinu byrjuðu verðhækkanir eins og flestir muna. Olíufélögin hækka ýmsa þjónustu sína um 60% og hver aðilinn rak annan með 25— 10% hækkun. Fylgilið rikisstjórnarinnar lét sér allar þessar verðhækkanir vel líka, en gáfu venjulega þá skýr- *ngu að þarna sæju menn afleið- ingar verkfallsins. ' Öllum mátti þó vera ljóst að verðhækkanirnar voru í engu samræmi við kauphækkun verka- fólks. En ríkisstjórnin, sem þó talaði urn hættur vaxandi dýrtíð- aL fékkst ekkert um þótt augljóst Væri að vörur og þjónusta var þækkað langt fram yfir tilefni kauphækkananna. Þetta þótti mörgum harla einkennilegt. Kauphækkanir embættis- manna Nú fyrir jólin kom til kasta Alþingis að ákveða kauphækkun embættismanna. Ný launalög voru lögð fram, ákvæðunum um vísitölu var breytt og grunnlauna-uppbætur hækkaðar. Nú var greinilegt að framkoma ríkisstjórnarinnar var breytt frá því í verkfallinu. Nú stóð ríkisstjórnin sjálf að stórkostlegri kauphækkun til ýmsra embættismanna og miiklu meiri hækkun en verkamenn höfðu fengið með 6 vikna hörðu verkfalli. Þau tíðindi gerðust nú, að Ey- steinn Jónsson, sem áður var harðastur gegn kauphækkun verkamanna, var nú aðalmálsvari hinnar miklu kauphækkunar til handa hæstlaunuðu embættis- mönnum ríkisins. Þegar Framsóknarmaðurinn Skúli Guðmundssorí lágði fram til- lögur fjárhagsnefndar, 168 tals- ins, ssmi allar mæltu með meiri kauphækkun, en frumvarpið gerði ráð fyrir, þá stóð fjármálaráð- herrann Eysteinn Jónsson upp og þakkaði fjárhagsnefnd fyrir „röggsamlega afgreiðslu máls- ins“ og mælti eindregið með sam- þykkt allra hækkunartillagnanna og frumvarpsins sem heild. Nú var Eysteinn sem sagt orðinn að- alhvatamaður sem mestra launa- hækkana til embættismanna, en var áður aðalfjandmaður kaup- hækkunar verkamanna. Mest hækkun hálauna Og hverjar eru svo þær kaup- hækkanir embættismanna sem Eysteinn er nú aðaltalsmaður fyrir ? • Eftirfarandi tafli gefur nokkuð til kynna um það: Laun í des. 1954, vísit. 159 Laun í jan. ’56 ef vísit. væri óbr. Hækk- un í kr. Hækk- un í% Raunv. laun í jan. '56 Árslaun vísit. 171 st. 5.847,25 4.906,30 8.612,50 2.765,25 47,3% 9.262,50 111.150,— Skrifst stj í ráðuneytnm 6.797,25 1.890.95 38,5% 7.310,25 87,723,— — með bílastyrk 2,640,95 53,8% 8.060,25 96,723,— 4.698,74 3.956,13 2.790,45 6.280,50 1.581,76 33,4% 6.754,50 81.054,— Skrifst.stj. í ríkisstofnunum . . . . XTTT lflima.fi 5.326,50 3.140,25 1.370,37 349,80 34,6% . 12,5% 5.728,50 3.377,25 68.742,— 40.527, - Aðalatriðin eru því þessi: Kaup ráðherra hækkar um 47.3%, eða um 33.000.00 á árinu, kaup skrifstofustjóra í ráðuneyt- um hækkar alls um 53.8% eða um 32.000.00 á ári. Kaup prófes- sora hækkar um 33.4%, eða um 19.000.00 á ári. Kaup skrifstofu- stjóra í ríkisstofnunum hækkar um 34.6% eða um 16.500.00 á ári. Kaup í XIII. launaflokki, en þar er kaup svipað og kaup verka- manna, hækkar um 12.5%, eða urn 4.000.00 kr. Þetta eru nokkur sýnishorn. Samkvæmt upplýsingum, sem fram komu í umræðunum nemur kauphækkun embættimanna rík- isins á yfirstandandi ári um 65 milljónum króna alls. Hvað verður kaupið? Og hvaða kaup fá svo t. d. ráð- herrar eftir þessum tillögum? Þeir fá kr. 111.150.00 á ári, en auk þess full þingmannslaun og þar að auki ýms hlunnindi. Og skrifstofustjórarnir kr. 96.723.00 auk alls konar bitlinga sem alkunnugt er. Allt verkföllunum að kenna Auðvitað verður skýringin eins og jafnan áður: allt er þetta, kauphækkun verkafólks í vor að kenna. Sem sagt: Vegna þess að kaup verkamanna hækkaði um 3—4000 kr., þá skal ráðherrakaup hækka um 33.000 kr. Hvað 'segir verkafólk um þessa skýringu ? Ætli með þessum tillögum og framkomu Eysteins nú og áður í verkföllunum í vetur, hafi ekki komist ful’greinilega upp um 'svik piltsins Tuma? Getur Eysteinn vonazt eftir stuðningi láglaunamanna hér eftir? Þór og Hamar Ihaldið gaf út Þór sinn fyrir jólin, en heldur fer þar lítið fyrir andagift og frumlegheitum íhalds- manjia hér. Birtist þar forn grein eftir’ próf. Alexander og segjast íhaldsmenn birta hana til heiðurs Halldóri Kiljan Laxness! Flestir aðrir mundu hafa talið bet.ur við- eigandi að birta eitthvað um skáldið sjálft eða ritgerð eftir það, sögukafla eða ljóð. Ef að- standendur Þórs eru það illa kunnugir verkum Nóbelsverð- launaskáldsins, hefði ritstjóri þessa blaðs gjarnan hlaupið undir Framli. á 4, síðu.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.