Austurland


Austurland - 13.01.1956, Side 1

Austurland - 13.01.1956, Side 1
Málgagn sósfalista á Austnrlandi 6. árgangur. Neskaupstað, 13. janúar 1956. 2. tölublað. Er verið að undirbúa svik í landhelgismálinu? íslendingar hafa orð fyrir að vera deilugjarnir og ósammála um flesta hluti. Þó eru nokkur dæmi þes(s, að 'þjóðin hafi sem einn maður fylkt sér um ákveðin vel- ferðarmál sín og ekki látið undan síga. Þar er lýðveldisstofnunin glæsilegt dæmi. Annað slíkt dæmi er landhelg- ismálið. Þegar landhegislínan var færð út fyrir nokkrum árumi, stóðu Islendingar saman sem einn maður. Flestum þótti þó ekki nægilega langt gengið. Eins og kunnugt er, risu Bretar og fleiri þjóðir öndverðar gegn ráðstöfunum íslendinga og gripu Bretar til efnahagslegra refsiað- gerða gegn íslendingum í því skyni, að þvinga þá til að leyfa brezkum togurum að veiða á ís- lenzkum grunnmiðum. Vegna viðskipta Islendinga og Sovétríkjanna, sem hófust að nýju skömimu eftir að löndunar- bannið kom til framkvæmda, hafa þvingunarráðstafanir Breta ekki náð tilætluðum árangri. Miklu fremur má segja að lönd- unarbannið hafi haft heillavænleg áhrif á íslenzkt efnahagslíf, því nú er fiskurinn unninn í landinu í stað þess að áður var hann flutt- ur út sem hráefni. ★ ★ ★ Nú berast ískyggilegar fréttir um þessi mestu hagsmunamál þjóðarinnar. Til er stofnun, sem nefnist Efnahagssamvinnustofnun Ev- rópú eða eitthvað þess háttar og eru bæði Bretar og Islendingar aðilar að henni. Stofnun þessi hef- ur fjallað um landhelgisdeiluna og fyrir miðjan desember skýrðu brezk blöð frá því, að islenzka ríkisstjórnin hefði nú til meðferð- ar tillögur stofnunarinnar um lausn deilunnar. — Er það ekki í fyrsta sinn, sem Islendingar fá erlendis frá fyrstu fregnir af stór- málum, sem þá snerta. En það var ekki fyrr en fyrir fáum dögum, að íslenzka ríkisstjcrnin viður- kenndi, að henni hefðu borizt þessar tillögur. Tillögurnar hafa ekki verið birtar og enga hugmynd hefur Austurland um efni þeirra. En tregða ríkisstjórnarinnar við að kunngera þær almenningi vekur illan grun um að svik i landhelg- ismálinu séu í undirbúningi. For- sætisráðherrann hefur líka farið í nokkrar dularfullar utanlands- ferðir og setið lengi í London, án þess að nokkuð hafi fengizt upp- lýst um erindi hans annað en það, að hann hafi farið í mikilsverðum opinberum erindagerðum. Þessi dularfullu ferðalög Ólafs Thors hafa líka orðið til þess að vekja þann ótta með þjóðinni að svik væru undirbúin. Á meðan tillögurnar hafa ekki verið birtar og ríkisstjórnin hefur ekki látið uppi afstöðu sína til þeirra, verður því ekki trúað að hún gerist svikari við þennan málstað þjóðarinnar. Nóg hefur hún nú samt á samvizkunni. En það er skilyrðislaus krafa þjóðar- innar, að henni verði þegar í stað birtar umræddar tillögur. Það er líka krafa hennar, að ríkisstjórnin fari ekki með þær sem sitt einka- mál, heldur verði þjóðarviljinn látinn ráða. Ríkisstjórnin má vera þess fullviss, að ef hún tekur einarða afstöðu gegn öllum undansláttar- kröfum, styður hana hver lands- maður í því máli. En það er líka rétt að hún geri sér það ljóst, að bregðist hún, mun hver einasti [ landsmaður fordæma hana. íslendingar líta á landhelgis- málið sem íslenzkt mál. Þeir telja, að enginn erlendur aðili, hvort semi hann kallar sig Efnahags- samvinnustofnun eða eitthvað annað, hafi heimild til að skipta sér af því. Afskipti útlendinga af því máli verða að teljast frekleg og móðgandi afskipti af innan- landsmálum okkar. Þau afskipti mun þjóðin sem einn maður frá- biðja sér. Ekki undanhald, heldur sókn, á að vera kjörorð Islendinga í landhelgismálinu. Veðráttan Ekki getur talizt að veturinn hafi verið harður á Austurlandi til þessa. Þó hafa verið jarðbönn alllengi, en frost hafa ekki verið hörð. Fremur hefur verið storma- samt, en stórviðri ekki tið. Lík- lega hefur veðráttan verið betri hér eystra í vetur, en í öðrum landsfjórðungum. Hér í bæ er nú talsverður snjór og hefur þurft að ryðja götur bæjarins svo og veginn umi sveitina vegna mjólkurflutninga. Mikil þátttaka í yertíðinni Ef allt hefði verið með felldu, væri vertíð nú hafin. Að svo er ekki stafar, eins og kunnugt er, af því, að ekki hefur náðst sam- komulag um rekstursgrundvöll út- gerðarinnar. Óvenjulega margir Norðfjarð- arbátar verða gerðir út á vetrar- vertíðinni eða að minnsta kosti 15. Ekki munu þeir þó allir hefja veiðar strax í vertíðarbyrjun. Fjölda margir menn munu fylgja þessum bátum úr bænum. Vera má að sumir þessara báta leggi afla sinn upp hér heima, a. m. k. að einhverju leyti. Enginn bátur er enn farinn í verið. Eins og áður er sagt bíða þeir eftir að saman dragi um fiskverðið og fleira. BlLAKAUP NORÐMANNA Norðmenn áætla innflutning sinn á bifreiðum árið 1956 þannig: Frá Rússlandi 2000 Frá Tékkóslóvakíu 800 Frá Austur-Þýzkalandi 900 Frá V-EJvrópulöndum 2000 Verð á eldsneyti togar-i anna stórhœkkar Yfirvofandi verdhækkun á annari olíu! Nú um áramótin hækkaði verð á brennsluolíu togaranna geysimikið. Áður kostaði tonnið 443 krónur en nú 558 og lief- ur verðið á hverju tonni hækkað um hvorki meira né minna en 115 krónur eða um full 26%. Orsök hækkunarinnar er talin mjög mikil hækkun farm- gjalda. Hækkun þessi mun hafa í för með sér a. m. k. 800 króna aukinn reksturskostnað á úthaldsdag hvers togara og versna þá enn stórum afkomuhorfur togaraútgerðarinnar. Önnur olía hefur enn ekki hækkað frá því í haust, en talið er að hún muni líka hækka mjög í verði á næstunni, líklega þegar næsti farmur kemur, sennilega nálægt 20%. Eykst þá til mikilla muna útgerðarkostnaður bátanna og kyndingarkostn- aður þeirra mörgu, sem nota olíu til að hita hús sín. Sú verð- hækkun hlýtur líka að leiða af sér verulega hækkun á raf- magnsverði, þar sem rafmagn er framleitt með mótorvélum. Horfur eru á að þetta nýbyrjaða ár muni verða ár mikillar verðbólgu og vaxandi dýrtíðar.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.