Austurland


Austurland - 13.01.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 13.01.1956, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 13. janúar 1956. Fimmtugur: Sveinbjörn Hjálmarsson bœjarfulltrúi á Seyðisfirði Fuglalíf á firðinum „Nú er þröngt í búi hjá smá- fuglunum". Þessum vingjarnlegu orðum heyrum við stundum skot- ið inn á milli kaldra auglýsinga kaupsýslumanna í dagskrá út- varpsins. Það er Dýraverndunar- félag íslands, sem minnir lands- menn á að fleiri en þeir einir búi í þessu kalda landi. Gott verk vinnur þetta félag og er illf, að deildir úr því skuli ekki vera sem víðast út um land. Margir ein- staklingar gera sér að reglu að gefa smáfuglunum brauð og korn við húsdyr sínar. Umhyggja þessa fólks fyrir baráttu hinna smæstu lífvera, við hörku nátt- úrunnar að vetri til, ber vott um góðvild og nærgætni. Mér komu í hug fleiri fuglar en smáfuglarnir sem hoppa á milli trjánna í Skrúðgarðinum okkar með ærsl og kæti, syngjandi um sólina og vorið þegar dagar eru lengstir, en flögra milli húsa al- varlegir og hryggir í skammdeg- inu. Einn þessara fugla er mesti nytjafugl sem við Islandsstrendur syndir: æðarfuglinn. Hann hefur ekki truflað okkur undanfarin ár með of nærgöngulum heimsókn- um inn á friðlýst svæði hafnar- innar. Víst mun fugli þessum hafa fækkað stórum eins og öðr- um dýrum sem maðurinn leggur í einelti, en ekki mun það aðal- ástæðan fyrir því, að hann hættir sér ekki of nálægt okkur hér í bæ, heldur hitt að tillitslaust dráp hefur átt sér stað á sjófuglum þegar færi gefst. Fyrir tveim til þrenu áratugum var æðarfuglinn tíður gestur út við Eyri og inn við Sand. En það er fyrst í vetur um langt skeið að þessi ágæti fugl sést í hópum inni á höfninni. Er ánægjulegt að sjá æðarfugl- inn leika listir sínar við að afla sér matfanga með því að kafa til botns. Stór hópur af æðarfugli hefur haldið sig um nokkurt skeið inn við bryggju Fiskvinnslu- stöðvarinnar. Einn daginn urðu nokkrir menn sjónarvottar að því að hvalur var á ferð skammt frá landi. Þegar fuglahópurinn varð hans var, þrengdi hann sér sem fastast saman og sneru allir hausum í átt til hvalsins. Var vel fylgzt með ferðum hans. Komst hreyfing á fuglinn og tók hann fyrst til við köfnnina aftur, þegar hann þóttist fullviss um að hval- urinn léti hann í friði. Maður skyldi ætla að allir sýndu þessum góða gesti fulla. vinsemd og leyfðu honum að fara ferða sinna óáreittum. Víst er, að flestir gera það, enda með lögum bannað að skjóta inn í firðinum. Þrátt fyrir þetta bann er algengt að heyra skothríð úti á firði og sjá þar nokkra báta á ferð og flugi. Ekki munu skytturnar hafa mikið fjárhagslegt gagn af því að skjóta fugl inni á friðlýstu svæði hafn- arinnar. Veiðin svarar tæpast kostnaði, enda mun það ekki hagn- aðurinn, heldur hin sterka hneigð veiðimannsins sem rekur hann til þessarar forboðnu iðju. Furðu margir unglingar ganga með byssur við hönd og gamna sér við fugladráp. Mun eigi fátítt að skothríð úr rifflum fari fram úr sumum húsum sem nálægt sjó standa og eru þau ófá „ból“ bát- anna sem skotin hafa verið í kaf. Af þessu eru mikil óþægindi og kostnaður. Ég vildi beina því til þeirra, sem með byssur fara, að mluna að nú er þröngt í búi hjá æðarfuglinum, eigi síður en smáfuglum á landi, þess vegna leita þeir inn á firð- ina. Að skjóta þessa fáu fugla er til einskis gagns. Leyfið þeim að vera í friði, þá fjölgar þeim smátt og smátt, og fjölbreytt fuglalíf gerir sitt til að auka ánægju í hversdagsleika skammdegisins. Fuglavinur. Svo mörg eru þau orð. En mér finnst „Fuglavinur“ hefði mátt. mdnnast á máfana, sem nú líða sára nauð og draga fram lífið á allskonar óþverra í fjörunni. Þessir fuglar eru eiginlega orðnir borgarar bæjarins og sjást oft á gangi á götunni innan um fólk og farartæki. Líklega hafa þeir að verulegu leyti misst hæfileikann til að bjarga sér. Þeir hafa vanizt á að lifa á fiskúrgangi af bátun- um og þegar hann þrýtur þá á óþverra í fjörunni. Segja má að þessir fuglar séu hálftamdir og að menn hafi nokkrar skyldur við þá ekki síður en snjótittlinga og heilagan æðarfugl. — Ritstj. Skipakaup Rússa í V estur-Evrópu I Frakklandi eiga Rússar 6 flutningaskip í smíðum. Þau eru 6170 tonn að stærð hvert um sig og eiga að ganga 14 mílur. 1 Vestur-Þýzkalandi -eiga Rúss- ar í smíðuml 24 fiskiskip. Stærð skipanna er 2555 tonn og eru þau sérstaklega útbúin til vinnslu á aflanum um borð. 8 af skipunum hafa verið afhent. Heildarkostn- aður þessara skipa er um 180 milljónir króna. 1 Hollandi eiga Rússar 6 skip í smíðum. Þá eru Finnar að ljúka við þriðja ísbrjótinn fyrir Rússa. Sveinbjörn Hjálmarsson, bæjar- fulltrúi Sósíalistaflokksins og for- maður Verkamannafél. Fram, varð fimmtugur 28. des. s. 1. Sveinbjörn kemur mjög við fé- lagsmálasögu Seyðisfjarðarkaup- staðar síðastliðinn aldarfjórðung. Hann byrjaði ungur að aldri þátt- töku í félagslífi bæjarins, gekk í Verkamannafélagið Fram tuttugu og tveggja ára gamall, hefur átt sæti í stjórn þess umi allmörg ár og verið formaður þess um skeið. Hann var einn af stofnendum kommúnistadeildarinnar hér og fyrsti formaður hennar. í stjórn Sósíalistafélagsins hefur hann verið frá stofnun þess. Hann var fyrsti bæjarfulltrúi sósíalista hér, kjörinn á tímum kommúnista- deildarinnar 1938, en í bæjar- Dr bæiiunt Afmæli: Sigurður Friðbjörnsson, bæjar- verkstjóri, verður 65 ára á morg- un, 14. janúar. Hann fæddist á Vaði í Skriðdal, en fluttist hingað til bæjarins 1916. Dánardægur. Þuríður Ásmundsdóttir andað- ist að heimili sínu hér í bænum 7. jan. — Hún fæddist á Karlsstöð- um í Vaðlavík 7. okt. 1881 og varð því 74 ára að aldri. Foreldrar hennar voru hjónin Ásmundur Jónsson og Þórunn Halldórsdótt- ir, sem þá bjuggu á Karlsstöðum, en síðar fluttu hingað fáum árum eftir aldamót með börn sín. Þuríður giftist Guðna Eiríks- syni, en missti hann eftir fárra ára sambúð. Drukknaði hann af báti, sem gerður var út frá Djúpavogi. Eignuðust þau 5 börn, sem upp komiust. Sonur þeirra Ásmundur drukknaði við Vest- mannaeyjar, en hin 4 eru á lífi og búsett hér í bænum. Þau eru Eiríkur, sjómaður, giftur Sigríði Einarsdóttur ættaðri úr Lóni, Guðný kona Stefáns Eiríkssonar frá Dagsbrún, Halldóra Sigur björg kona Péturs Waldorff og Guðný Þuríður ekkja Svanbjörns Jónssonar. Hjá henni átti Þuríður heima í mörg ár. Cioðanes kom inn á mánudag eftir 4—5 daga veiðitilraunir fyrir Austur- landi. Landaði hér tæpum 60 tonn- um og fór aftur á veiðar á mið- vikudag. stjórn hefur hann bráðum setið tvö kjörtímabil og önnur tvö verið varafulltrúi. Það er óþarft hér að fara mörg- um orðum um mannkosti Svein- björns Hjálmiarssonar, enda mun það ekki gert. En það, sem hér að framan er sagt, sýnir bezt verð- leika hans, þar sem svo mjög hefur verið til hans leitað á sviði félagsmála, enda hefur það ekki ófyrirsynju verið gert, þar eð maðurinn er hverjum manni. gleggri og lagnari er um vanda- söm efni þarf að fjalla. Svein- björn er líka með bezt menntuðu verkamönnum, sem ég hef haft kynni af, og er þar aðallega um sjálfsmenntun að ræða. I verklýðsbaráttunni hefur hann reynzt trúr á verðinum, ó- trauður og hiklaus, er um hags- munamál verkalýðsins hefur verið að tefla. Er það gift seyðfirzkri verklýðshreyfingu að hafa fengið að njóta starfskrafta hans og forystu. Þar eð Sveinbjöm er enn ungur að árum verður þetta látið nægja hér um æviatriði hans. En ég flyt honum í nafni alþýðu hér þakkir fyrir unnin störf og það er ósk mín á þessum áfangastað, að hann eigi enn eftir langt og gifturíkt skeið í þágu verklýðshreyfingar og sósíalisma á Seyðisfirði og Austurlandi. Sveinbjörn er kvæntur Ástu Sveinbjörnsdóttur Ingimundarson- ar. Eiga þau 5 böm, flest upp- komin. Steinn Stefánsson. Nýir sjómanna- samningar Eins og frá hefur verið skýrt hér í blaðinu hafa staðið yfir við- ræður milli Verklýðsfélags Norð- firðinga annarsvegar og Utvegs- mannafélags Norðfjarðar hins- vegar um nýja samminga um kjör bátasjómanna í stað þeirra, sem gengu úr gildi um áramótin. Hafa nú nefndir þessara aðila náð samkomulagi um nýjan samn- ing og mun hann fela í sér ýms nýmæli frá fyrra samningi. Samningurinn öðlast að sjálf- sögðu ekki gildi nema félög þaU’ er að honum standa, samþykk* hann á fundi. Verklýðsfélagið heldur fuuc^ um samminginn á morgun, laiig' ardag, í Bíóhúsinu kl. 5.30 e. h.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.