Austurland


Austurland - 27.01.1956, Síða 1

Austurland - 27.01.1956, Síða 1
M á 1 g a g n s é s í a H s í a á A u s t u r 1 a n d b 6. árgangur. Neskaupstað, 27. janúar 1956. 4. tölublað. Róðrar byrjaðir Míkil skattahœkkun yfirvofandi Um síðustu helgi hófust loks vertíðarróðrar eftir að ríkisstjórn- in hafði gefið útgerðarmönnum fyrirheit um kjarabætur, sem þeir raunar telja ófullnægjandi til þess að gera megi ráð fyrir því, að út- gerðin verði rekin án halla. Eftir því sem blaðið hefur fregn- að, er samkomulagið eins og hér verður rakið. Bátagjaldeyrir helzt Bátagjaldeyrisfyrirkomulagið helzt áfram í því formi sem það er nú eftir að útvegsmenn höfðu hækkað álagið á gjaldeyrinn á síðasta hausti. Mikið hefur verið kvartað und- an því, að bátagjaldeyrir seldist dræmt og að eigendur hans þyrftu að bíða lengi eftir því, að fá gjaldeyrinn greiddan, en það hefur aftur í för með sér miklar vaxtagreiðslur og önnur óþæg- indi. Ríkisstjórnin hefur nú gefið út- gerðarmönnum fyrirheit um að verja fé úr ríkissjóði til að inn- leysa þessi skírteini og verða þau þá væntanlega eign rikisins. Vinnslustyrkur Greiða skal vinnslustyrk á allan bátafisk 5 aura á kg. og auk þess 26 á kg. af bátafiski, sem er undir 16 tommum. Þetta síðasttalda er mikilsvert atriði fyrir frystihúsin og fiskimenn úti á landi, því meg- inhluti hráefnis þeirra frystihúsa er sumarveiddur fiskur, sem að jafnaði er miklu smærri og dýrari í vinnslu en vertíðarfiskur, enda sýnir það sig, að afkoma frysti- húsanna úti á landi er miklu verri en þeirra húsa, sem fá vertíðar- fisk. Niðurgreiðsla á vátrygg- ingum Þá hefur ríkisstjórnin heitið því að greiða helminginn af vátrygg- ingargjöldum fiskibáta. Vátrygg- ingarnar éru tilfinnanlegur út- gjaldaliður og mun þessi niður- greiðsla nema um 8 millj. kr. Bekstursstyrkur togara verði 5000 krónur á dag. Að undanförnu hafa togararnir fengið í rekstursstyrk 2000 krónur á dag og hefur fjár til þess verið aflað með bílaskattinum svokall- aða. En afkoma togaranna hefur versnað jafnt og þétt og er það mjög að vonum þar sem þeir búa við miku lægra fiskverð en báta- útvegurinn. Nú á að hækka þennan styrk í 5 þús. kr. á dag. Mikill hluti þess- arar 3 þús. kr. hækkunar mun verða étinn upp af nýorðinni olíu- hækkun, væntanlegri launahækk- un skipverja og annari útgjalda- hækkun. Er því líklegt, að í ljós komi þegar fram í sækir, að þessi fjárhæð reynist algerlega ófull- nægjandi til að tryggja hallalaus- an rekstur togaraflotans. Þetta er tillaga, sem bæjarfull- trúar Sósíalistaflokksins fluttu á fundi bæjarstjórnar '20. þ. m. og var hún samþykkt með öllum at- kvæðum, en kosningu nefndarinn- ar frestað til næsta fundar. Togararnir fá líka vinnslu- styrk Til viðbótar þessu á einnig að greiða togurunum vinnslustyrk 5 aura á kg. — Verður hann greidd- ur hvort heldur aflinn er saltaður, hertur eða frystur. Fjárins verður aflað með hækkun skatta á almenning Þessar ráðstafanir hljóta að þýða gífurleg útgjöld og hefur blaðið heyrt að reiknað sé með að afla þurfi nýrra tekna að upphæð 170 millj. kr. til að standast þessi útgjöld. Auðvitað sér ríkisstjórnin ekki önnur ráð til að afla þessarar fúlgu, en að velta henni yfir á bök almennings. Ekki má skerða ofsagróða milliliða og auðhringa. Ekki er með vissu vitað um allar þær leið:r, sem ríkisstjórnin hugs- ar sér að fara til fjáröflunar og sennilega hefur hún ekki ákveðið það til fullnustu. Þó hefur það spurzt að tveir skattar eigi að hækka. Söluskattur mun stórhækka Gert mun ráð fyrir því að hinn illræmdi söluskattur verði stór- hækkaður. Skattur þessi er Gagnfræðaskólinn hefur frá því hann var stofnaður fyrir um það bil 25 árum, verið til húsa í barnaskólanum gamla. Þar eru aðeins tvær kennslustofur. Segja [ má, að fyrst í stað, á meðan eng- neyzluskattur og leggst jafnt á nauðsynjavörur hins ríka og hins fátæka. Menn með mikla ómegð þurfa að greiða margfaldan skatt á við einhleypa. Áður hafði ríkisstjórnin verið með bollaleggingar um að hækka þennan skatt nokkuð til hagsbóta fyrir sveitarfélögin, en nú virðist eiga að hverfa frá því. Benzínskattur mun hækka Þá mun benzínskatturinn verða hækkaður. Sú hækkun hlýtur að hafa í för með sér hækkuð far- gjöld með bílum og flugvélum og hækkun á reksturskostnaði þeirra véla, t. d. landbúnaðarvéla, sem ganga fyrir benzíni. Ekki er trúlegt að ríkisstjórnin treysti sér til að hækka þessa. skatta svo að nægjanlegt sé. Má því áreiðanlega gera ráð fyrir hækkun fleiri skatta eða nýjum sköttum. Þessi lausn á deilu útgerðar- manna og ríkisstjórnarinnar mun hafa í för með sér stóraukna dýrtíð. Ríklsstjórnin hefur enn vegið í hinn sama knérunn og senn hlýtur að koma að því, að þær aðfarir hefni sin. inn var skyldur til að sækja gagn- fræðaskóla, hafi þetta verið við- unandi húsnæði. En eftir að fræðslulögunum var breytt í það horf, að unglingar ljúka tveggja ára skyldunámi í gagnfræðaskóla, hefur aðsókn að skólanum vaxið mjög mikið og er húsnæðið nú orðið algjörlega ófullnægjandi. Vinnuskilyrði kennara eru slæm og aðstaða til félagslífs nær eng- in. Umhverfi skólans er heldur ekki hið ákjósanlegasta. Af þessu má sjá, að nauðsyn- legt er að hraða byggingu gagn- fræðaskóla eftir föngum, en þar sem hér hlýtur að verða um all- mikið og dýrt hús að ræða, verð- ur að gera ráð fyrir, að nokkur ár taki að Ijúka framkvæmdum. Framhald á 3. síðu. Ráðgert að hefja byggingu gagnfrædaskóla á næsta ári „Bæjarstjórn Neskaupstaðar samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd og jafnmarga til vara og nefnist hún Byggingarnefnd Gagnfræðaskóla. Skal nefndin á þessu ári undirbúa byggingu gagn- fræðaskóla, sem ráðgert er að hef jist 1957, með því a. Að láta gera teikningu af byggingunni. b. Að ákveða húsinu stað og fá samþykki hyggingarnefndar fyrir staðarvali og teikningum. c. Að útvega fjárfestingarleyfi. d. Að fá því framgengt, að á fjárlöguin fyrir árið 1957 verði veitt fé til byrjunarframkvæmda. Eftir að þessum undirbúningsstörfum er lokið skal nefndin stjórna framkvæmdum við byggingu gagnfræðaskóla“.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.