Austurland


Austurland - 11.02.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 11.02.1956, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 11. febrúar 1956. Ríkisstjórnin er stadráóin 1 aó svíkja í landhelgismálinu ísfisksala til Englands undirbúin Austurland Málgagn sósíalista á Austur- landi. Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. Kemur út einu sinni i viku. Lausasala kr. 2.00. Árgangurinn kostar kr. 60.00. Gjalddagi 1. apríl. NESPRENT H-P Játningar Tímans Framsóknarmenn hafa nú loks áttað sig á því, að ekki er væn- legt til kjörfylgis að halda því fram, að varnarbarátta verka- lýðsins í fyrravor eigi alla sök á ófremdarástandi því, sem nú ríkir í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þó heldur Eysteinn enn dauðahaldi í þessa trúarjátningu. Hann hefur ekki þann manndóm til að bera, að játa hreinskilnislega, að það er ríkisstjórn hans og Ólafs Thors sem hefur leitt þjóðina út í þetta kviksyndi. Enn reynir hann, ásamt íhaldinu, að halda því fram, að sökin sé alþýðunnar. Og að vissu leyti má halda því fram, að alþýðan eigi sök á því hvernig komið er. En hún er ekki sek um að hafa hrifsað til sín meira en henni ber af þjóðartekj- unum. Sök hennar er sú, að hafa trúað fagurgala Eysteins og ann- arra afturhaldspostula. Það er hennar sök að hafa veitt þeim aðstöðu til að fara með völd í landinu með þeim afleiðingum, sem nú blasa við hverjum manni. En í flokksblaði ráðherrans kveður nú við annan tón, stundum að minnsta kosti. Riturum þess er ljóst hve hættulegt það er kjör- fylgi Framsóknar, að reyna að skella skuldinni á verklýðssam- tökin. Þó reynir Tíminn enn að kenna kommúnistum um ástand- ið. En er ekki líka hættujeglt, Tími sæll, að kalla alla þá, sem stóðu að varnarbaráttu verkalýðs- ins í fyrravor, kommúnista? Hvernig færi rneð kjörfylgi vænt- anlegrar sambræðslu krata og Framsóknar, ef verkfallsmenn- irnir tryðu staðhæfingum Tímans um að þeir væru kommúnistar og höguðu sér í samræmi við það næst þegar þeir ganga að kjör- borðinu? Krötunum er Ijóst, að þessi baráttuaðferð Timans er hættuleg, þeir berja sér á brjóst og hrópa að þeir hafi engu síður Nefnd frá togaraeigendum er nú erlendis til að semja um fyrir- komulag á löndun ísaðs fisks í Bretlandi ef löndunarbanninu skyldi verða aflétt. I nefndinni eru þeir Kjartan Thors, Loftur Bjarnason og Jón Axel Pétursson. Þessi fregn er ekki fyrirferðar- mikil en þó felur hún í sér stór- tíðindi. I raun og veru er hér um að ræða tilkynningu um að rík- isstjórnin hafi svikið í einu helg- asta máli þjóðarinnar, landhelgis- málinu. en kommar staðið að verkfallinu og verið jafn ákveðnir þeim. 1 leiðara Tímans 29. janúar segir svo: ,,Hin nýju tekjuöflunarfrum- vörp, sem voru lögð fram á Al- þingi í gær, munu að sjálfsögðu verða helzta umtalsefni manna næstu dagana. Slíkt er ekki að undra. Þau eru svo glögg sönnun þess í hvert óefni efnahagsmál- um okkar er komið. Þó munu þau ekki koma neinum á óvart. Það þurfti ekki glögga menn til að sjá þetta fyrir strax á ár- inu 1954. Hin mikla ofþensla sem knúin var fram við stjórnar- skiptin 1953, var öllum sæmilega glöggum mönnum ótvíræð vís- bending um, að eitthvað svipað þessu hlyti þetta að enda. Fyrir árslokin 1954 benti hagfræðingur Landsbankans, Jóhannes Nordal, mjög glögglega á það í Fjármála- i tíðindum, að rnikill voði væri á ferðum í efnahagsmálunum, ef ekki væri snúið við í tæka tíð“. (Leturbr. Tímans). Enn segir þar: „Ofþenslan hafði eðlilega ýtt undir hverskonar kaup- og verð- kröfur. Það var ekki nema rétt- látt að bættur yrði nokkuð hlutur þeirra, sem verst voru settir“. Og loks segir: ,,Þó dreymir víst fáa um, að þetta sé endirinn, að óbreyttum ástæðum. Flestir búast við að þetta sé aðeins ein velta á leiðinni til að gera gjaldmiðilinn verðlaus- an og leggja efnahag þjóðarinnar í rúst“. Þessar játningar Tímans eru hinar athyglisverðustu. Lítum þá fyrst á fyrstu játn- inguna. Hvað felst í henni? í fyrsta lagi yfirlýsing um að efna- hagsmál þjóðarinnar eru komin í fullkomið óefni undir íhalds- Enginn þarf að halda að tog- araeigendur sendi nefnd utan þess- ara erinda, nema þeir hafi full- vissað sig um að löndunarbann- inu verði aflétt. Það eru líka hæg heimatökin, því ekki er langt á milli Thorsarans í ríkisstjórninni og Thorsaranna í Kveldúlfi og F. í. B. Það hefur líka margt bent til þess, að svik væru ákveðin í land- helgismálinu. Nægir þar að benda á hinar tíðu og leyndardómsfullu utanferðir Ólafs Thors og af- greiðslu stjórnarflokkanna á Framsóknarstjórninni. I öðru lagi er það játað, að þegar árið 1954, ári áður en verkföllin voru háð, hafi hverjum manni með nokkurn veginn fullu viti, ljóst verið, að stefna sú, er tekin var ’ landsmálunum við myrídim nú- verandi ríkisstjórnar árið 1953 hlaut að leiða til þess öngþveitis, sem nú blasir við. — Er þetta ekki einmitt það, sem sósíalistar hafa alltaf haldið fram? I annari játningunni felst það, að stjórnarstefnan eigi sök á kröfum verkalýðsins um hækkað kaup vegna vaxandi dýrtíðar. Ennfremur er það játað að kaup- hækkun hafi verið réttlát. Með þessu etur Tíminn ofan í sig allt það, sem hann hefur áður sagt um að verkföllin væru að- eins liður í skemmdarverkastarf- semi kommúnista. Hann viður- kennir réttmæti verkfallsins og gerir Eystein ómerkan orða sinna. — Það sem gerðist í verkföllun- um í fyrra var ekkert annað en það, að alþýðan snerist til varnar, er íhalds-Framsóknarstjórnin reiddi að henni hnefann. Og í þriðju játningunni er það viðurkennt, að nýjustu „bjarg- ráð“ ríksstjórnarinnar séu bara ein veltan enn á leiðinni til al- gjörs hruns. Það er alltaf gleðilegt þegar blindir fá sýn. Tíminn þykist þeg- ar fyrir tveim árum hafa séð hvert stefndi, en samt hefur hann af ráðum og dáð stutt ríkisstjórn- ina. þó hann sæi að það leiddi til algjörs hruns. Það er máski ekki ómerkilegasta játning Tímans og sýnir Ijóslega að hann þjónar ekki þjóðarhagsmunum. Og enn er Tíminn yfirlýst stuðningsblað stjómarinnar, þeirr- ar stjómar, sem að dómi blaðsins er „að gera gjaldmiðilinn verð- lausan og leggja efnahag þjóðar- innar í rúst. þingsályktun um stækkun land- helginnar fyrir Vestfjörðum. Ríkisstjórnirij hefur unnið sér margt til óhelgi, en með samning- um, sem skuldbinda íslendinga til að hafast ekkert að í landhelgis- málunum, kórónar hún óhappa- verk sín. Islendingar eru á einu máli um það, að eitt þeirra mesta og merk- asta hagsmunamál sé stækkun landhelginnar. Þeir eru líka sam- mála um að lögsaga Islendinga eigi að ná yfir allt landgrunnið. Oð sú ríkisstjórn, sem afsalar ein- hverjum rétti í þessu máli, hættir sér út á hálan ís. íslendingar líta líka á landhelgismálið sem innan- ríkismál og viðurkenna ekki rétt erlendra þjóða eða alþjóðastofn- ana til afskipta af því. Og hvað segja Austfirðingar um þessi svik? Austfirðingar eru sammála um það, að við stækkun landhelginn- ar 1950 hafi þeirra hlutur verið fyrir borð borinn og síðan hafa þeir reynt að fá því framgengt, að úr misrétti þessu væri bætt. Hvað eftir annað hafa tillögur um lagfæringu legið fyrir Alþingi, fluttar af þingmönnum allra flokka, en alltaf hafa þær dagað uppi. Og ekki þarf að efast um hver verða afdrif þeirrar tillögu, sem nú liggur fyrir Alþingi um þetta efni. Kusu Sunnmýlingar þá Eystein og Vilhjálm á þing til þess að þeir stuðluðu að og tækja beinan þátt í svikum við þýðingarmesta mál fjórðungsins, stækkun aust- firzku landhelginnar? Eða Norðmýlingar? Hafa Páll og Halldór umboð þeirra til að styðja að svikum í landhelgismál- inu? Og fólu Seyðisfirðingar Lárusi að fara þannig með umboð þeirra á þingi, að það hjálpaði til að koma í veg fyrir lífsnauðsynlega stækkun austfirzkrar landhelgi? Og skyldi Páll á Hnappavöllum hafa umboð sjómannanna á Hornafirði til að hindra um ófyrir- sjáanlega framtíð stækkun land- helginnar við Suðausturlandið ? Þessar og aðrar spurningar um landhelgismálið verða látnar dynja á þingmönnum þegar ÞeU leita endurkjörs, hvort sem það verður að vori eða næsta ar. Það er alveg furðulegt að rík- isstjórnin skuli leggja þvílíkt kapp á að fá löndunarbanninu af- létt í Bretlandi, að hún skirrist ekki við að kaupa það dýru verði Framhald á 3. síðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.