Austurland


Austurland - 11.02.1956, Qupperneq 4

Austurland - 11.02.1956, Qupperneq 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 11. febrúar 1956. Nýir kjarasamningar togarasj ómanna Nýlega hafa tekizt samningar um kjör togarasjómanna og þó ekki séu öll félög þeirra beinir aðilar að . þessum samningum, munu þeir þó gilda um land allt. Talsverðar kjarabætur felast í hinum nýju samningum, en ekki er hægt að segja með vissu hve miklu kauphækkunin nemur, því það er undir ýmsum atvikum kom- ið. Þó má gera ráð fyrir, að hin nýju ákvæði þýði 10—12% kjara- bætur. Áíengi fyrir 90 milljónir króna Árið 1955 seldi Áfengisverzlun ríkisins áfengi fyrir nær 90 millj. kr„ eða kr. 89.268.000.00 svo ná- kvæm tala sé tilgreind. Er það rúmlega 5 millj. kr. hærri upp- hæð en selt var fyrir 1954. Þess 1 er þó að gæta, að verð á áfengi var hærra 1955 en árið áður og var hið selda áfengismagn til muna minna í fyrra. Áfengissalan umreiknuð í 100% spírituslítra á íbúa komst hæst 1946 og var 2 lítrar. Síðasta áratug var áfengissalan minnst 1951, 1.345 lítrar á íbúa, 1952 og 1953 var hún 1.469 á íbúa hvort árið, 1954 1.574 lítrar og 1955 1.466 lítrar og er það minnsta á- fengissala á íbúa siðasta áratug að árinu 1951 slepptu. Áfengissalan skiptist á útsöl- urnar sem hér segir, talið í þús- undum króna: 1954 1955 Reykjavík 76.891 81.571 Seyðisfjörður 1.899 2.099 Siglufjörður 5.022 5.598 Akureyri 384 84.197 89.268 Útsölunni á Akureyri var lokað 9. jan. 1954. Landsmenn hafa keypt áfengi fyrir 90 millj. kr. i fyrra, þ. e. a. s. löglegt áfengi. Ólöglegt áfengi er ekki tíundað og mun erfitt að geta sér þess til hversu mikið það hef- ur kostað. 90 milij. er álitleg upphæð og það gæti verið góð dægradvöl fyrir reikningsglögga menn að finna það út hvað margra tonna skipastól við hefðum getað keypt fyrir þá upphæð, hvað nJörg og afkastamikil fiskiðjuver við hefð- um getað byggt, hvað margar íbúðir eða hvaða önnur gæði við hefðum getað veitt okkur fyrir „drykkjupeninginn" okkar. Mánaðarkaup hækkar Mánaðarkaup hækkar sem hér segir (grunnkaup): Hásetar úr 1300 í 1520 kr. Netamenn úr 1480 í 1700 kr. Bátsmaður og 1. matsveinn úr 1805 í 2075 kr. Löndunarkostnaður lækkar Þegar selt er erlendis upp úr skipi, greiðir skipshöfn löndunar- kostnað að nokkru leyti. Hefur hluttaka þeirra með hinum nýju samningum lækkað úr 18% í 17%. Fiskverð hækkar Lítilsháttar hækkun hefur orðið á fiskverði. Þorsk- og löngukílóið hækkar úr kr. 1.00 í kr. 1.05. Skrapfiskur (gúanó) hækkar úr kr. 2.80 í kr. 3.05 kg. Aflaverðlaun í gömlu samningunum var það ákvæði, að aflaverðlaun af salt- fiski skyldu vera 10 kr. á smálest og auka-aflaverðlaun 1.50 á smál- ef minnst 70% aflans væri nr. 1. Nú gilda eftirfarandi ákvæði um þetta atriði: 1. Sé a. .m. k. 70% aflans nr. 1, skulu aflaverðlaun vera 13 krón- ur á smálest. 2. Séu 60—70% nr. 1 þá eru aflaverðlaun 12 kr. á smálest. 3. Séu 40—60% nr. 1, þá eru aflaverðlaun 11 kr. á smálest. 4. Sé minna en 40% nr. 1, eru aflaverðlaun 10 kr. á smálest. Fyrir umstöflun á heimamiðum greiðist hverjum háseta kr. 1.00 á lest aukreitis og bátsmanni 2 kr. Orlof 6% — Atvinnuleysis- tryggingar Orlof togarasjómanna hækkar úr 5 í 6%. Þá er um það samið, að togara- sjómenn skuli verða aðilar að at- vinnuleysistryggingunum, sem knúðar voru fram í verkfallinu í fyrra. Nokkrar smærri breytingar eru á kjörunum, þó ekki verði þær raktar hér, Samningurinn er uppsegjanleg- ur með mánaðarfyrirvara miðað við 1. des. Fjárhagsáætlun Seyðisfjarðar. Framhald af 1. síðu. Útgjöld sjúkrahúss eru áætluð 702 þús og er þá gert ráð fyrir nokkurri nýbyggingu, en tekjur eru áætlaðar 645 þús. og halli þá 57 þús. Löggæzla er áætluð 44 þús. vegamál 115, brunavamir 26, vextir 170 og afborganir 184.5 þús. Loks er framlag til fiskiðjuvers 100 þús. kr. og til félagsheimilis 10 þús, kr. Samkomudagur Alþingis 1956 Ríkisstjórnin hefur nú lagt fyrir Alþingi lagafrumvarp þess efnis að reglulegt Alþingi 1956 skuli koma saman til funda 10. okt. í haust. Að réttu lagi á þingið að koma saman 15. febr., en sýnilegt er að þing það, er nú situr lýkur ekki störfum fyrir þann tíma og sjálftsagt ekki fyrr en í vor. Enn liggja mörg mál sem ráðgert er að afgreiða á þessu þingi, í nefndum og sum hafa alls ekki verið lögð fram. Þannig hefur enn ekki verið lagt fram frumvarp um atvinnu- leysistryggingar, en í verkföllun- um í fyrra skuldbatt ríkisstjórnin sig til að setja á þessu þingi lög- gjöf um það efni. Þá verður að telja líklegt, að eftir flokksþing Framsóknar- manna snemma í næsta mánuði, skapist ný viðhorf á Alþingi, e. t. v. stjómarkreppa, sem tafið getur störf þingsins. Sú væntan- Framhald á 3. síðu. Frá bæjarstjórn Aðalmenn: Jóhannes Stefánsson Gunnar Ólafsson Oddur A. Sigurjónsson. Varamenn: Magnús Guðmundsson Sverrir Gunnarsson Axel Tulinius. Forsetar voru sjálfkjörnir og sjálfkjörið var í allar nefndir, nema eina. Fjárhagsáætlanir afgreiddar Fjárhagsáætlanir bæjarins voru til síðari umræðu og afgreiddar svq til breytingalaust. Launasamþykkt bæjarins Launasamþykkt bæjarins er 11 ára gömul og algjörlega úrelt orð- in og engin leið að fara eftir henni. Bæjarráði var falið að semja frumvarp um nýja launasam- þykkt. Löndun á togarafiski Samþykkt var að greiða Goða- nes h. f. 5 aura styrk úr bæjar- sjóði á hvert kg. þorsks og ýsu, sem selt verður til frystingar hér ' í bænum fyrstu 4 mánuði ársins. Samþykkt þessi er gerð vegna þess, að bæjarstjórn er það ljóst, I að nauðsynlegt er, vegna atvinnu í bænum, að stuðla að fisklöndun hér í vetur, en vegna þess hve verð á togarafiski er lágt og langt á miðin að öllum jafnaði, treystir útgerðin sér ekki til að skuldbinda sig til að landa ísfiski hér heima í vetur án styrks. Mundi þá skipið líklega fara á veiða í salt, en það inundi gefa litla vinnu þann tíma, sem hennar er mest þörf. Dr bænum Afmæli: Björgvin Gíslason, sjómaður Vinaminni, varð 50 ára 4. febr. Hann fæddist á Hofi í Álftafirði, en fluttist hingað 1933. Stefanía Arnadóttir, Miðstræti 1, ekkja Sigmundar Stefánssonar, skósmiðs, varð 70 ára 6. febr. — Hún fæddist í Grænanesi í Norð- fjarðarhreppi, en fluttist í bæinn 1906. Frá Fáskrúðsfirði Mánudaginn 1. febrúar gerði mikið ofviðri á Fáskrúðsfirði með mikilli rigningu. Veðrið var eitt hið harðasta, sem þar hefur kom- ið í manna minnum. Talsvert tjón varð í veðri þessu. Allt járn og pappi fauk af kirkjunni á Búðum. Einnig fauk járn af íbúðarhúsi og urðu þar nokkrar skemmdir af vatni. Einnig urðu nokkrar skemmdir á útihúsum og v. b. Ingjaldi. I Dölum fauk hluti af þaki ný- byggðs íbúðarhúss, sem Sigmar Magnússon átti og urðu þai' nokkrar skemmdir af rigninga- vatni. Útihús skemmdust einnig. Annar bóndinn á Eyri, Jón Úlfarsson, missti bæði fjárhús sín og hlöðu. Hinn bóndinn missti sjó- hús, sem jafnframt var verkstæði þar sem smíðaðir voru trillubátar og við þá gert. 1 húsinu var jeppa- bíll og skemmdist hann ^eitthvað. Kindahópur hafði leitað skjóls við húsið og drapst ein kind, er húsið fauk, en tvær meiddust. Á Hafranesi fauk þak af hlöðu og á Kolmúla gamall Bretabraggi- Snjór var orðinn mikill á Fá- skrúðsfirði, en er nú horfinn nema harðfenni í giljum. Aðeins einn bátur, Ingjaldur, mun róa frá Fáskrúðsfirði í vet- ur. Hefur hann farið tvær sjó- ferðir, en afli verið fremur tregur. Atvinnulítið er í þorpinu um þessar mundir og virðist sem bátakaupin verki lítið á hið marg- umtalaða árstíðabundna atvinnu- leysi, því enginn hinna þriggja nýju báta verður gerður út frá Fáskrúðsfirði í vetur. Peniagarnir komnir til skila Eins og frá Var skýrt í síðasta blaði, hvarf peningakassi mcð talsverðu af peningum úr íbúð hér í bænum fyrir nokkru. Á mánudagsmorgun fannst kassinn með a. m. k. mestum hluía peninganna í forstofu íbúðarinnai'. Var hann þar á áberandi stað og er talið útilokað að hann hafi leynzt þar allan þennan tíma.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.