Austurland


Austurland - 17.02.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 17.02.1956, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 17. febrúar 1956. Eru Leikfélagið og Iþrótta- félagid verd styrkja sinna? Við umræður um fjárhagsáætl- un bæjarins fyrir árið 1956, mun einn af bæjarfulltrúum þríflokk- anna, hr. Ármann Eiríksson, hafa rætt nokkuð um sparnað á út- gjöldum bæjarins. Helztu sparn- aðartillögur hans voru það, að hafa sundkennarann aðeins ráðinn yfir sumarmánuðina og svipta Iþróttafélagið og Leikfélagið styrkjum sínum. Um fyrra atriðið skal ég ekk- ert segja og má vel vera að rétt sé, en um síðari atriðin vildi ég ræða nokkuð. Rök bæjarfulltrúans fyrir því að bærinn ætti ekki að styrkja þessi félög, voru þau, að þau störfuðu ekkert og ættu því eng- an styrk að fá. Ég mun nú í stuttu máli segja nokkuð frá starfsemi þessara félaga á s. 1. ári og læt svo hvern og einn dæma um það hvort félög þessi eru verð styrkja sinna. Starfsemi Iþróttafélagsins Þróttar Skíðaskálinn Helzta verkefni Þróttar síðast liðin ár hefur verið að koma sér upp skíðaskála í Oddsdal. Verð- mæti þessa skála er nú orðið um 100 þús. krónur. All verulegur hluti þess er sjálfboðavinna Þrótt- arfélaga, en einnig hefur mestur hluti af tekjum félagsins undan- genginna ára farið til byggingar skálans. Iðnaðarmenn bæjarins hafa og veitt félaginu drengilega hjálp við verkefni þetta. Iþrótta- sjóður ríkisins ætlar að leggja 30% til byggingar skíðaskála, en þaðan hafa aðeins komið 4.500.00 krónur. Alls skuldar félagið nú 10.000.00 krónur vegna skíða- skálabíyggingarinnar. Skálinn er nú að mestu leyti fullgerður, en þó vantar í hann öll húsgögn, en reynt verður að bæta eitthvað úr því á þessu ári. Eins og flestum bæjarbúumi mun kunnugt, efnir Þrottur til skíðaferða í Oddsdal um flestar helgar frá því í febrúar og fram til vors. Yfirleitt er þátttaka góð í þessum ferðum og stundum mjög mikil, enda mun vandfundn- ari betri eða hollari skemmtun en skíðaiðkan í góðu skíðalandi og skálalíf í hópi glaðs æskufólks. Sund Sundæfingar félagsins hófust í apríl og voru fram í miðjan ág- úst. Aðallega var æft á kvöldin. Alls stunduðu 40 þróttarfélagar sundæfingar. Sundfólk félagsins tók mikinn þátt í hátíðahöldum á sjómannadag og 17. júní, en Þrótt- ur sá um hátíðahöldin þann dag. Á landsmjóti Ungmennafélags Is- lands s, 1. sumar kepptu 9 Þrótt- arfélagar í sundi með ágætum árangri. Eins sá Þróttur um Sundmót Austurlands. Knattspyrnan Áhugi fyrir knattspyrnu fer nú stór vaxandi meðal unglinga hér, og var þátttaka í þeirri íþrótt mjög mikil í sumar. Félagið fékk hingað knattspyrnuþjálfara frá Knat’tspyrnusambandi Islands, auk þess sem þeir Gunnar Ólafs- son og Steinar Lúðvíksson leið- beindu í knattspyrnunni. Dreng- irnir kepptu einu sinni á árinu með ágætum árangri. Handknattleikur Eins og fjölmörg undanfarin ár æfðu stúlkur hér handknattleik yfir sumarið. Á Handknattleiks- móti Austurlands s. I. sumar urðu þær hlutskarpastar og unnu til eignar bikar þann sem keppt var umi, en Þróttarstúlkur hafa unnið alla verðlaunagripi, sem gefnir hafa verið til keppni í þessari í- þrótt á Austurlandi, og er þetta þriðji gripurinn. Frjálsar íþróttir Hér hefur jafnan verið dauft yfir frjálsum íþróttum og er enn. Þó munu þær hafa verið æfðar með mesta móti í sumar og á Drengjamóti Austurlands átti fé- lagið 5 keppendur. Fundahöld Fundir voru sex á árinu auk stjórnarfunda. Af þessum sex fundum voru þrír skemmtifund- ir, þar sem undirbúin voru ýms skemmtiatriði. Fundir þessir voru ■mjög fjölsóttir og hinir ánægju- legustu. Skákflokkur Síðast liðna þrjá vetur hefur verið starfandi skákflokkur á veg- umi félagsins. Leiðbeinendur hafa verið Gunnar Ólafsson, Karl Mar- teinsson og Eiríkur Karlsson. Ég held mér sé óhætt að full- yrða að meðal Þróttarfélaga ríki nú vaxandi áhugi fyrir íþrótta- iðkunum og þeir vænti sér góðs af bættri aðstöðu til íþróttaiðkana, se;m skapast með tilkomu hins nýja íþróttavallar og væntanlega nýs íþróttahúss innan ekki mjög margra ára. Það þarf að rétta æskufólki bæjarins örfandi hönd í þeirri við- leitni að þroska sig við iðkan hollra íþrótta, fremur en að sjá ofsjónum yfir hverju því lítilræði, sem fer til þeirrar starfsemi. Starfsemi Leikfélagsins Leikfélag Neskaupstaðar er fá- mennt félag og ungt að árum og reynslu. Markmið þess er að halda hér uppi leikstarfsemi og reyna að efla þá listgrein hér til nokkurs þroska. Tvisvar hefur það ráðið til sín menntaðan leikara og hef- ur það tvímíælalaust borið góðan árangur og hyggst félagið halda áfram á þeirri braut. Auðvitað hefur félagið hvorki fjárhagsmöguleika né starfskrafta til þess að hafa leiðbeinanda að staðaldri. Slíkt kostar mikið fé og óhemju tíma fyrir þá sem i félag- inu starfa. Það hljóta því alltaf að verða eyður í starfseminni og ein slík eyða hefur nú verið frá því í sept. í haust, en hugmyndin er að byrja starfsemina á ný á næstunni. Árið sem leið var starfsemi Leikfélagsins í stuttu máli sem hér segir: Sjónleikurinn ímynd- unarveikin eftir Moliére var sýnd- ur 7 sinnum á 5 stöðum á Austur- landi, auk þess voru haldnar tvær skemmtanir hér í Neskaupstað Kaup meistara, er standa vera 30% hærra en sveina. þar sem' sýndir voru leikþættir með fleiri skemmtiatriðum. I fljótu bragði virðist hér ekki vera um mikla starfsemi að ræða, og ekki hægt að ætlast til af mönnum, sem aldrei hafa kom- ið nálægt félagsstarfi að þeir geri sér grein fyrir því. Þeim vildi ég því segja það, að á bak við þess- ar sýningar liggur starf 15—20 manns kvöld eftir kvöld svo vik- um og mánuðum skiptir. Félag- arnir eru fáir og ekki til skipt- anna og verða því flestir að starfa samtímis að hverju verkefni. Félögunuml þarf að fjölga og vildi ég hér með auglýsa eftir nýjum félögum, einkum ættu þeir að athuga þetta, sem þykir starf- semin lítil. —o— Undapfarin ár hefur bæjar- stjórn, í það minnsta meiri hluti hennar, viðurkennt gildi þessara félaga svo og annarra menningar- félaga bæjarins, með því að veita þeim ofurlítinn fjárhagslegan stuðning. Það er að vísu rétt að þessi styrkur hefur ekki mikla þýðingu fyrir félögin og munar þó að sjálfsögðu bæjarfélagið ennþá minna, og ég hélt satt að segja, að enginn vildi vera þekkt- ur fyrir þann smásálarskap að svipta þau þessu lítilræði. fyrir og stjórna verki, skal 16. febr. 1956. Neskaupstað, Stjómin. - r- ^ n 1 j Lakaléreft 200 cm. breitt, 43.25 ! Léreft 140 cm. breitt 20.00 PAN j Léreft 140 cm. breitt 15.00 Stefán Þorleifsson. Herrar mínir! Á sunnudaginn er konudagurinn, en þá eigið þér að gleðja konuna yðar með því að kaupa Svið eða hangikjöt hjá okkur. Pöntunaríélag alþýðu, Neskaupstað Kaupiaxii Iðnaðarmannafélags Norðfjarðar frá 1. marz 1956. Grunn- Með kaup vísit. Dagvinna ............. pr. klst, kr. 12.58 21.89 Eftirvinna ............ — — -— 20.13 35.03 Nætur- og helgidagavínna .. — — — 25.16 43.78 Verkfærapeningar skipasmliða — — — 0.30 0.52 Verkfærapeningar húsasmi ða — — — 0.15 0.26 Vikukaup sveina ............... 607.00 1056.18

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.