Austurland


Austurland - 06.04.1956, Page 1

Austurland - 06.04.1956, Page 1
V Málgagn sósf alista á Anstnrlandi 6. árgangur. Neskaupstað, 6. apríl 1956. 10. tölublað. Framsókn heldur áfram íhaldssamvinnunni Átti kost á að mynda vinstri stjórn, en yildi það ekki vegna þess að Sósíalistaflokkurinn setti það skilyrði, að stjórnin framkvæmdi nokkrar ályktanir Framsóknarþingsins Eins og kunnugt er öllum landslýð baðst ríkisstjórn Ey- steins og Ólafs Thors lausnar skömmu fyrir þingslit, en þingi var slitið á miðvikudag fyrir páska. Ekki kom þetta neinum á óvart, því á almannavitorði var, að ríkisstjórnin hafði gefizt upp. Stefna hennar hafði leitt til al- gjörs öngþveitis og ríkisstjórn- inni var nauðsynlegt að fá umboð sitt framlengt áður en áfram verð- ur haldið árásunum á kjör fólks- ins. Glöggt dæmi um gjaldþrot stjórnarstefnunnar er það, að einn höfuðþáttur hennar var að binda endi á vöxt dýrtíðarinnar, en hún hefur aldrei verið jafn geigvænleg og nú og sýnilegt er að hún vex enn stórlega. Hag- stofan hefur látið uppi að vísi- talan muni verða komin upp í 190 stig 1. des. n. k. Þá setti ríkisstjórnin sér það mark, að koma atvinnuvegunum á rekstrarhæfan grundvöll. Það hefur tekizt svo, að öll útflutn- ingsframleiðslan er nú rekin með styrkjum, beinum og óbeinum, og hrekkur ekki til. Eini „atvinnu- reksturinn", sem blómgast og skilar arði á landi hér í skjóli Ey- steins-Thors-stjórnarinnar, er alls konar brask og milliliðastarfsemi og fjármálaspilling er drottnandi stefna í þjóðfélaginu. Herinann leitar fyrir sér um stjórnarmyndun. Skömmu áður en ríkisstjórnin baðst lausnar spurðist formaður Pramsóknarflokksins fyrir um það hvort Sósíalistaflokkurinn mundi fáanlegur til að veita hlutleysi bráðabirgðastjórn, er Hermann myndaði. Átti sú stjórn að sitja fram yfir kosningar, en skyldi biðjast lausnar þegar að þsim af- stöðnum og skyldi þá þing strax kvatt saman. Sósíalistaflokkurinn var reiðubúinn, en . .. Sósíalistaflokkurinn svaraði strax rrJálaleitan Hermanns. Lýsti hann sig reiðubúinn til að styðja stjórn hans með hlutleysi, enda tæki hún sér fyrir hendur að hrinda í framkvæmd eða koma á- leiðis nokkrum þeim málum, sem mest voru aðkallandi. Hún skyldi þegar í stað færa út landhelgis- línuna á ýmsum stöðum, hún skyldi gera ráðstafanir til að haf- in yrði smíði togara, hún skyldi hefjast handa um útvegun fjár til rafvirkjana og hún skyldi skuldbinda sig til að gera ekki árásir á kjör almennings. Þeir sem fylgzt hafa með störf- um Framsóknarþingsins í fyrra mánuði, vita að öll þessi skilyrði voru í samræmi við ályktanir þess. En samt taldi Framsóknar- flokkurinn sér ekki fært að ganga að þeim. Má af þessu ljóslega sjá, að hér er um skrumályktanir ein- ar að ræða til þess eins ætlaðar að slá ryki í augu kjósenda, en aldrei hefur verið til þess ætlazt að þær yrðu framkvæmdar. Framsóknar- flokkurinn átti þess kost, að hrinda þessum málum áleiðis, en hann vildi það ekki. Framsókn samþykkir að sitja áfram í stjórn með íhaldinu Þegar stjórnin sagði af sér, fór forseti landsins fram á að hún sæti áfram fram yfir kosningar og samþykkti hún það — líka Fram- sóknarráðherrarnir. Þeir hafa, aldrei ætlað sér að víkja úr stjórninni. Menn, sem einhver kynni hafa af refskák stjórn- málanna, sjá glöggt hvernig Ey- steinn' hefur hugsað sér að halda á spilunum. Hann ætlaði sér aldrei að hverfa úr stjóminni. Hans hugmynd var sú, að leita eftir hlutleysi sósíalista við minni- hlutastjórn Framsóknar og krata og hafna síðan stuðningi á mála- myndaforsendum. Svo ætlaði liann að ganga áfram til sængur með íhaldinu og kenna sósíalist- um um að svo fór. Rétt eins og sósíalistar hafi þá tröllatrú á hæfileikum og þjóðhollustu Ey- steins, að þeim sé ekki nákvæm- lega sama hvort hann — mesti afturhaldspokinn á þingi — eða einhver íhaldsmaður situr í ráð- herrastóli þessar vikur, sem eru til kosninga. Framhald á 2. síðu. Alþýðubandalagid Formlega hefur nú verið stofnað til samstarfs vinstri manna á grundvelli stefnuyfirlýsingar A. S. I. Eins og kunnugt er, hefur að undanförnu verið unnið að því að skipuleggja samvinnu vinstri manna í þeim tilgangi að efla á- hrif alþýðunnar í landinu. Al- þýðusambandið hefur haft for- ystu um myndun þessara sam- taka og nýtur til þess fulltingis fjölmiargra og áhrifamikilla verk- lýðsfélaga. Alþýðusambandsstjórninni er það Ijóst, að ef barátta alþýðu- samtakanna á að ná tilgangi sín- um, verða þau að fá stóraukin áhrif á stjórn landsins. Ella verð- ur alþýðan svipt árangri kjara- og réttindabaráttunnar og sífellt verður gengið á hlut hennar. Ó- rækasta sönnun þess er að finna í árásum síðasta Alþingis á kjör fólksins. Nú hefur formlega verið gengið frá stofnun þessara stjórnmála- samtaka alþýðunnar — Alþýðu- bandalagið nefnast þau. Var það gert í fyrradag, 4. apríl. Miðstjórn Alþýðubandalagsins er skipuð 9 mönnum og fara nöfn þeirra hér á eftir: Hannibal Valdimarsson, alþm. og forseti Alþýðusambandsins, formaður. Einar Olgeirsson, alþm., vara- formaður. Alfreð Gíslason, læknir og bæj- arfulltrúi, ritari. Lúðvík Jósepsson, alþm. Sigríður Hannesdóttir, húsmóð- ir og meðlimur í miðstjórn Al- þýðusambandsins. Eðvarð Sigurðsson, verkamað- ur varaforseti Alþýðusamb. og ritari Dagsbrúnar. Kristján Guðmundsson, sjómað- ur, meðlimur í miðstjórn Al- þýðusamb. Guðmundur Vigfússon blaða- maður og bæjarfulltrúi. Finnbogi Rútur Valdimarsson, alþm. og bæjarstjóri. Með stofnun þessara samtaka er brotið blað í sögu íslenzkra stjórnmála. Með þeim hefur al- þýðan tekið höndum saman í stjórnmálabaráttunni og sú ein- ing sem nú hefur verið til stofnað mun skila ríkulegum arði í kosn- ingunum í vor. Alþýðubandalagið mun skjótt eflast svo, að það verði fært um að standa vörð um hagsmuni íslenzkrar alþýðu, vernda réttindi hennar og hjálpa henni til áframhaldandi sigur- vinr.inga á öllum sviðum, Nánar verður rætt um þessi stjórnmálasamtök síðar, þegar stefnuskrá þeirra hefur borizt hingað.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.