Austurland


Austurland - 13.04.1956, Page 1

Austurland - 13.04.1956, Page 1
Málgagn sósfalisÉa á Anstnrlandi > 6. árgangur. Neskaupstað, 13. apríl 1956. 11. töíublað. Lúðvik Jósepsson: Jafnvægi í b yggð landsins Sú óheillaþróun undanfarinna ára, að fólk hefur flutt í stór hóp- um úr þremur landsfjórðungum til Reykjavíkur og bæjanna við Paxaflóa, hefur valdið flestum hugsandi mönnum miklum áhyggj- um. Sérstaklega hafa þó íbúar þessara þriggja landsfjórðunga sem hér eiga hlut að máli, horft með ugg og ótta á hinn sívaxandi fólksstraum til Suð-vesturlands- ins. Fyrir síðustu Alþingiskosningar var samþykkt tillaga á Alþingi um að háíizt skyldi handa um ráð- stafanir til þess að tryggja ,,jafn- vægi í byggð landsins“, eins og það var þá fagurlega orðað. í síðustu kosningum var öllu fögru lofað til úrbóta í þessu vandamáli. Stjórnarflokkarnir voru báðir brennandi af áhuga, enda höfðu þeir samþykkt tillögu um málið. Það var 4. febrúar 1953 sem -Alþingi samþykkti sína tillögu um undirbúning þessa -máls, en það var ekki fyrr en 29. júní 1954, eða 17 mánuðum síðar, að Framsókn- ar-íhaldsstjórnin ákvað að fara eftir samþykkt Alþingis og skipa nefnd til framgangs málinu. Þessi dráttur sýndi áþreifanlega skilningsleysi ráðherranna á því alvörumáli sem hér var um að ræða. Nefndin var svo skipuð eftir helmingaskiptareglu íhalds og Framsóknar, aðeins tveir menn, sinn úr hvorum stjórnarflokki, Og báðir hétu nefndarmennirnir Gísli svo hvergi skyldi nú hallað a í helmingajafnvæginu. Jafnvægisnefnd þeirra Gíslanna hefur starfað í nærri tvö ár og frá henni hefur ekkert jákvætt heyrzt fyrr en nú rétt fyrir þing- lokin fyrir páskana, þegar ljóst Var, að kosningar yrðu í sumar, l'á skiluðu þeir frá sér frumvarpi sem ríkisstjórnin tók að sér að flytja. Ömurlegt örverpi Sjaldan hefur eins ömurlegt ör- VerPi sést á Alþingi og jafnvægis- frumvarp þeirra Gíslanna, enda hlaut það óblíðar móttökur þing- manna úr flestum flokkum. Ríkisstjórnin var þó svo blind, að hún hélt í upphafi að hér væri á ferðinni stórmerkilegt frumvarp sem hlyti að vera upplagt kosn- ingamál í kosningunum í sumar. Hún rauk því upp með hávaða í stjórnarblöðunum, þegar málið var lagt fram og lýsti brennandi áhuga sínum á „jafnvægi í byggð landsins". En buslugangur stjórnarinnar minnkaði fljótlega, þegar farið var að rekja málið í sundur. Hvert var svo efni frumvarps þeirra nafnanna? Það var i 2 köflum. Annar kaflinn var um að skip- uð skyldi sérstök ja fnvægisne-frwiw. sem safna skyldi skýrslum um ýmsa hluti. Við umræðurnar kom í ljós að aðrar stofnanir, eins og Fram- . kvæmdabankinn og Hagstofan eru þegar skylduð með lögum að gera skýrslur um öll þessi atriði. Hinn kafli frumvarpsins var um jafnvægissjóð. Stofnfé sjóðsins var heldur í meira lagi vafasamt. Samkvæmt frumvarpinu var þar einkum um tvennt að ræða. í fyrsta lagi skyldi sjóðurinn fá sem stofnfé atvinnubótalán þau sem ríkið hefur veitt einstaklingum og sveitarfé- lögum á undanförnum árum. Lán þessi höfðu almennt verið talin vonlaus til innheimtu, enda oft veitt út á 8. eða 10. veðrétt og aðilum sem voru komnir í algjör fjárþrot. I öðru lagi skyldi sjóðurinn fá sem stofnfá vanskilaskuldir sveit- arfélaga sem safnazt hafa við rík- ið á undanförnum árum vegna ríkisábyrgðarlána. Hér var um samskonar óinnheimtanlegt fé að ræða og það mest megnis hjá þeim sveitarfélögum sem ráðgert er að þurfi að aðstoða á komandi árum. Þannig var stofnfé jafnvægis- sjóðs hugsað. Tekjur sjóðsins áttu svo að vera: 1. Vextir af þessu merkilega stofnfé. 2. 5 milljónir árlega á fjárlög- um, eða nákvæmlega jafn mikið og veitt hefur verið til atvinnu- bóta á undanförnum árum. Þó átti sjóðurinn ekki að fá þess- ar 5 milljónir í ár, þar sem stjórn- arflokkarnir vildu sjálfir, eftir helmingaskiptareglu sinni, úthluta því fé fyrir kosningar í sumar. Jafnvægissjóður átti því raun- verulega engar tekjur að hafa í ár. Orsakir erfiðleikanna 1 umræðunum á Alþingi tóku fulltrúar sósíalista framkomu rík- isstjórnarinnar í þessu stórfellda vandamáli, rækilega fyrir, og eftir þær umræður gat engum dulizt að frumvarp Gíslanna var vita gagns- laust og raunverulega var það hin .mesta hneysa í jafn mikilvægu og vandamiklu máli. Orsakir þess vanda, að fólkið flytur í stríðum straumum suður til Faxaflóa, eru í aðalatriðum skýrar og óumdeilanlegar. Fyrsta og veigamesta orsökin eru flugvallarframkvæmdir hins erlenda hers. Framkvæmdir sem nema um 300 milljónum á ári og kalla á vinnuafl 3—4000 manna með tilheyrandi yfirgreiðslum og braskmöguleikum hljóta að hafa sín áhrif. Þegar við þetta bætist svo að sjálft ríkisvaldið stendum einkum í framkvæmdum í Reykjavík, en sker við nögl fjárveitingar til þeirra sem úti á landi búa, þá get- ur ekki nema á einn veg farið með þróun byggðarinnar í landinu. Önnur veigamikil ástæða er fólgin í því að 4 ár eru nú liðin síðan landhelgin var stækkuð stór- kostlega við Faxaflóa, þeim lands- hluta til ómetanlegs hagræðis, en hins vegar hefur landhelgin við Vestfirði og Austfirði nálega eng- um breytingum tekið. Framhald á 2. síðu. Athyglisverðar tölur I nýútkominni skýrslu frá Fram- kvæmdabankanum er gerð grein fyrir útlánum bankanna árið 1954. Samkvæmt skýrslunni hafa útlán bankanna breytzt þannig á árinu 1954: Landbún- aður 92.2 millj. kr. hækkun Sjávarút- vegur 11.5 millj. kr. lækkun Verzlun 42.6 millj. kr. hækkun Iðnaður 12.9 — — — Byggingar 14.0 — —- — Ríkissjóður, stofnanir 22.8 — — — Bæjar- og sveitarfél. 10.2 — — — Annað 15.6 — — — Alls 198.8 millj. kr. hækkun Það vekur sérstaka athygli að á sama tíma sem heildarútlán bankanna hækka um 198.8 millj. kr., þá lækka útlánin til sjávarút- vegsins um 11.5 millj. kr. Þetta ár nam útflutningsverðmæti sjáv- arafurða 96% af heildarútflutn- ingi landsins. Sjávarútvegurinn er óumdeilanlega þýðingarmesti at- vinnuvegur þjóðarinnar, sá sem nær öll gjaldeyrisöflunin byggist á. En samt eru lán lækkuð til hans og kostur hans í ýmsum tilfellum gerður óbærilegub. Sjávarútvegurinn þarf mikið fjármagn. Skip og bátar kosta mikið. Nýjar fiskvinnslustöðvar eru dýrar. Ný tegund veiðarfæra og ný tæki í fiskiskip krefjast mikils fjár. Allir þekkja að jöfn og stöðug aukning í þessum efnum er óhjákvæmileg. Sú fjármálastefna sem framan- greindar tölur sýna, er hættulega röng hagsmunum allra lands- manna. Framboð Alþýðubandalagið hefur nú til- kynnt fyrsta framboð sitt. Er það í Vestmannaeyjum. Þar verður í kjöri af þess hálfu Kari Guðjóns- son, alþingismaður. Talið er af kunnugum að Karl muni mjög auka atkvæðatölu sína, jafnvel svo, að ekki sé ólíklegt að hann vinni kjördæjnið af íhaldinu.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.