Austurland


Austurland - 13.04.1956, Blaðsíða 3

Austurland - 13.04.1956, Blaðsíða 3
AUSTURLANÐ 3 Neskaupstað, 13. apríl 1956. Dr bænum 7« Afmæli: Fanney Guðmundsdóttir, Byrar- götu 3B, varð 50 ára 11. apríl. Hún fæddist í Meðalfelli í Nesjum en fluttist hingað 1947 frá Fá- skrúðsfirði. Dánardægur. Sólveig Benjamínsdóttir andað- ist að heimili sonar síns Ölvers Guðmundssonar, Þórsmörk, að- faranótt 9. apríl. Hún var gift Guðmundi Magnússyni, ættuðum úr Helgustaðahreppi, en hann er látinn fyrir allmörgum árum. Sólveig var fædd á Ýmastöðum í Vaðlavík 9. okt. 1875 og varð því fullra 80 ára, er hún andað- ist. Af 6 börnum þeirra Sólveigar og Guðmundar eru 5 búsett hér í bænum. Fisklandanir. Goðanes landaði hér fyrir síð- ustu helgi 192 tonnum af fiski til frystingar og herzlu og fór síðan aftur á veiðar. Frétzt hefur að það hafi fengið 120 tonn fyrstu þrjá daga yfirstandandi veiðiferð- ar. Mummi landaði um helgina 14 skp. af handfæraafla. Hrafnkell landaði á mánudag 25 tonnum af fiski veiddum í net á Hornafjarðarmiðum. Hefur Hrafnkell aflað þar vel að undan- förnu, en er nú kominn suður til Vestmannaey jar. Enok hefur róið með línu að undanförnu, en afli verið tregur. Afmæli Gagnfræðaskólans, Gagnfræðaskólinn minnist 25 ára starfsafmælis síns með hófi í barnaskólanum annað kvöld, V erklýðsfélagsf undur. Eins og auglýst er á öðrum stað verður aðalfundur Verklýðsfélags- ins haldinn á sunnudag. Á fundin- um mun Lúðvík Jósepsson skýra hin merku lög um atvinnuleysis- tnyggingar, en nauðsynlegt er fyrir verkafólk að kynnast þeim sem bezt. Þess er vænzt að félagsmenn niæti vel. NorðfjarSarbió Havai-rósin ■ ■ • ■ j Framúrskarandi þýzk kvik- j i mynd. Sýnd sunnudag kl. 3. • ■ ■ ■ i Óskilgetin börn j j Frábær, ný frönsk stórmynd : i með dönskum skýringartexta. j * m J ■ Sýnd sunnudag kl. 9. Húsnæöi Ibúð óskast til leigu nú þegar eða síðar. DKÁTTARBRAUTIN h.f. Reiknivél handsnúin, tekur til sölu ódýrt. Guðm. 9.999.999.99, Sigfússon. Byggingarfulltrúi Starf byggingarfulltrúa Neskaupstaðar er laust til umsókn- ar. Umsóknarfrestur er til 1. maí 1956. i Bæjarstjóri. »■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■' !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■' ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■* Barna-inniskó r úr flóka, stærðir 22—30. Sigfúsarverzlun. j Gamla, lága verðiö! ■ er enn á öllu, en nú fer 5 hver að verða síðastur. ■ Sigfúsarverzlun. Til sölu Barnavagn til sölu. Borghiidur Hinriksdóttir. Kjörskrá Kjörskrá til kosninga til Alþingis gildandi frá 15. júní 1956 tii 14. júní 1957, liggur frammi almenningi til sýnir á skrifstofu Neskaupstaðar frá 24. apríl til 21. maí n. k. að báðum dögum meðtöldum. Kærur út af því, að einhver sé ranglega á kjörskrá, eða að nafn einhvers, sem þar ætti að standa, vanti á kjörskrá, eða að eitthvað annað sé ábótavant við hana, skulu komnar í hendur undirritaðs í síðasta lagi laugardaginn 2. júní 1956. Bæjarstjórinn í Neskaupstað, 11. april 1956. Bjarni Þórðarson. Aðalfundur Það sem af er þessum mánuði hefur lengst af verið norðlæg átt með lítilsháttar frosti, þó sjaldan mjög hvasst, en nokkur snjókoma suma dagana. Enn hefur því ekki orðið af því að vegurinn um Oddsskarð hafi verið ruddur, en það mun gert þeg- ar er breytir um átt. Fagradalsvegur, sem lengst af hefur verið bílfær í vetur, er nú ófær vegna snjóa. Ferðabók Orlofs Aðalfundur Verklýðsfélags Norðfirðinga verður haldinn í , . ., j Bíóhúsinu sunnudaginn 15. apríl kl. 5 e. h. Ferðabók Orlofs 1956 hefur venð j send blaðinu. Hefur hún inni að j DAGSKRA: halda auk almennra upplýsinga um j . , ... . starfsemi fyrirtækisins, áætlanir j Venjuleg aðalfundarstorf. um ferðalög á vegum þess. Er þar : 2. 1. maí. um að ræða 12 hópferðir til út- : 3. Atvinnuleysistryggingarnar, frummælandi Lúð- landa og verður lagt af stað í þá : vík Jósepsson. fyrstu 15. þ. m. og farið um Dan- j 4 önnur mál. mörk, Þýzkaland, Sviss, Italiu og : Frakkland. j Neskaupstað, 13. apnl 1956. Auk utanlandsferðanna verða á j Stjormn. vegum Orlofs farnar margar ferð- j ir og hringferðir um landið. Orlof hefur sýnilega skipulagt ............................................■■■■■■..................... ferðalög sín svo sem bezt má j Nr. 10/1956. verða og stendur í nánu sambandi j við ferðaskrifstofur um allan heim. j mmbb • Það getur því boðið ferðamönnum | IRwlfVlII 11)11 hina ákjósanlegustu fyrirgreiðslu. | Sli^¥ ------—-------- : Vegna breytingar á verðjöfnunargjaldi hefur Innflutnings* skrifstofan ákveðið nýtt hámarksverð á hráolíu sem hér segii. Hráolía, hver lítri kr. 0.87V2. Að öðru leyti haldast óbreytt ákvæði tilkynningar nr. 7/1956. Reykjavík, 31. marz 1956. Verðgæzlustjórinn. Hjónaband. Á skírdag voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ung- frú Þóra Guðjónsdóttir frá Nes- kaupstað og Agnar Öskarsson, iðnnemi. Heimili þeirra er á Rán- argötu 2, Akureyri.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.