Austurland


Austurland - 13.04.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 13.04.1956, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 13. april 1956. Braskið með skalisijórana Fyrir nokkrum árum var nýtt embætti — skattstjóraembættti — búið til hér í Neskaupstað. Ekki verður þó sagt, að mikil nauðsyn hafi verið á því embætti. Starfið var á þeim tíma ekki meira en svo, að það varð auðveldlega unn- ið af skattanefnd eins og fram til þess hafði tíðkazt og enn tíðk- ast í öllum kaupstöðum af svipaðri slærð og Neskaupstaður. Það var íhaldsráðherra, sem ákvað að búa til þetta embætti. Ekki mun það hafa verið auglýst laust til umsóknar, sem títt er um slík störf, enda tilbúið handa ákveðnum manni, þáverandi íhalds- manni, sem var atvinnulaus. Hitt er svo annað mál, að maður sá, er hér var skipaður skattstjóri, Jón Sigfússon, er vel til starfans fall- inn, glöggur og nákvæmur, en þó ekki smásmugulegur. Þegar kaupstaðaréttindum var þröngvað upp á Kópavogsbúa, sem frægt er orðið, opnaðist mögu- leiki til að búa þar til skattstjóra- embætti og var það auglýst laust til umsóknar, raunar fyrir siðasak- ir, því Eysteinn, sem veitir skatt- stjóraembættin, hafði heitið að skipa Jón Sigfússon í það, sem hann og gerði. Eysteinn hefur áreiðanlega ekki fyrst og fremst haft í huga hæfi- Ieika Jóns til að gegna þessu emb- ætti, enda ótrúlegt að í þeim 50— 60 manna hópi, sem sagt er að hafi sótt um starfið, hafi ekki ver- ið margir jafnokar Jóns. En með því að losa skattstjóraembættið hér, fékk Eysteinn tækifæri til að skipa í það pólitískan trúboða og verður komið að því síðar. Víkur nú sögunni upp á Hérað. Maður er nefndur Sigurbjörn Snjólfsson, bóndi á Gilsárteigi í Eiðaþinghá. Hann hefur verið einn ötulasti stuðningsmaður Eysteins í kjördæminu og mjög lagt sig í líma til að þjóna honum sem bezt, enda hefur verið reynt að sjá það við hann. Sigurbjörn í Gilsárteigi á marga sonu og heldur þeim mjög til mannvirðinga og verður honum ekki láð þó hann vilji koma sonum sínum til manns. Einn sona Sigurbjörns heitir Guttormur. Hann varð fyrir nokkr- um árum skattstjóri á ísafirði af náð Eysteins. í fyrra var svo kom- ir, að honum var tekið að leiðast að reikna út skatta Isfirðinga og gerðist erindreki Framsóknar- flokksins. — I embætti hans sækir svo Eysteinn annan Gilsárteigs- pilt, Vilhjálm að nafni, kennara að Eiðum. — Er svo að sjá að þeir Sigurbjörnssynir séu öðrum mönnum betur af guði gerðir til að reikna út skattana handa Ey- steini. Nú gerist það að í þann mund, sem skattstjóraembættið í Kópa- vogi er auglýst laust til umsóknar, er hið sama gert við skattstjóra- embættið á ísafirði. Þóttust nú glöggir menn sjá, að Vilhjálmi, sem í fáa mánuði hafði verið skattstjóri á Isafirði, væri ætlað að gerast pólitískur trúboði Ey- steins hér í bæ. Fékkst og skjótt staðfesting á þessu, m. a. á þann hátt, að Framsóknarmenn hér hófu að bjóða í hús hér og skyldi þar verða embættisbústaður hins nýja trúboða. Var það látið fylgja, að verðið skipti litlu. Skattstjóraembættið í Neskaup- stað er svo auglýst laust til um- sóknar, en fyrirvarinn hafður svo stuttur, að Lögbirtingablaðið barst ekki í hendur kaupenda þess hér fyrr en fresturinn var úti. Með því var fyrir það girt að Norð- firðingar hefðu tækifæri til að sækja um starfið. Vitað er að nokkrir menn héðan höfðu hug á að sækja um það og standa þeir áreiðanlega fyllilega á sporði Vil- hjálmi þessum frá Gilsárteigi. Einn Norðfirðingur, Eyþór Þórðarson, hafði þó fyrir tilviljun spurnir af því úr símtali, að embættið hefði verið auglýst laust og sendi um- sókn í símskeyti daginn áður en umsóknarfrestur var úti. Hvað sem um Eyþór má segja, mun öllum bera saman um að hann sé vel til þess fallinn á margan. hátt að vera skattstjóri. Hann er duglegur og nákvæmur og vel kunnugur högum manna hér. Má Vilhjálmur standa sig, eigi hann að jafnast á við Eyþór. Og Eyþór á vissulega líka hönk upp í bakið á Eysteini og er ekki ólíklegt að hann hafi sett ráð- herrann í nokkurn vanda með um- sókn sinni. Þetta brask Eysteins með skatt- stjóraembættin er hin fyrirlitleg- asta misbeiting veitingavaldsins. Hér hefði að réttu lagi átt að leggja niður skattstjóraembættið fyrst það losnaði, því enda þótt starf skattstjóra hafi farið vaxandi á undanförnum árum, er hér um að ræða embætti, sem er ekki um- fangsmeira en svo, að einn maður getur auðveldlega rækt það með því að vinna sæmilega hálft árið. — En úr því embættinu er haldið, er með öllu ástæðulaust að ganga fram hjá innanbæjarmönnum við veitingu þess. Hitt á svo eftir að sýna sig hvort vonir Eysteins um árangurs- ríkt trúboðsstarf hins nýja skatt- stjóra rætast. Byrjað að veiðast við Langanes Mummi kom norðan frá Langa- nesi fyrir síðustu helgi með fyrsta aflann sem þaðan berst á þessu ári. Voru það 14 skippund. Auk Mumma eru Björn, Dröfn og Ver byrjaðir þessa róðra og fleiri munu bætast í hópinn innan skamms. Allir eru bátarnir með handfæri. Góður fundur Alþýðubandalagsins Alþýðubandalagið boðaði til al- menns fundar hér í bænum á mánudaginn og mun það fyrsti al- menni fundurinn, sem boðað hefur verið til á þess vegum. Veður var mjög óhagstætt til fundarhalda þennan dag, stormur og snjóbylur. Þess er og að gæta, að fjöldi manna er fjarverandi á vertíð. Þrátt fyrir það sóttu fund- inn um 80 manns og verður það að teljast ágæt fundarsókn miðað við kringumstæður. Lúðvík Jósepsson flutti athygl- isverða ræðu um stjórnmálavið- horfið þar sem hann m. a. rakti tildrögin að stofnun Alþýðubanda- lagsins. Aðrir ræðumenn voru Jónas Árnason, Bjarni Þórðarson og Oddur A. Sigurjónsson, sem lýsti yfir því, að það væri ósk hans og von, að vinstri menn næðu að sameinast. Fundurinn fór ágætlega fram. Fundarstjóri var Jóhannes Stef- ánsson. Barnaskemmtun Nemendur barnaskólans efna til skemmtunar á sumardaginn fyrsta í þeim tilgangi að afla fjár í ferðasjóð sinn. Verða þar ýmis skemmtiatriði, sem börnin annast sjálf, s. s. söngur, upplestur og leikþáttur. Það er alltaf góð skemmtun að sjá og hlýða á börn skemmta, og ættu bæjarbúar að sækja vel þenn- an sumarfagnað og slá þar með tvær flugur í einu höggi, gleðjast með börnunum og styrkja ferða- sjóð þeirra. Alþýdubandalagiö Hvað er alþýðubandalagið ? Það er kosningaflokkur, sem \instri menn hafa myndað og þátt tekur í Alþingiskosningunum í sumar. Er Alþýðubandalagið þá ekki nýr stjórnmálaflokkur? Raunveru'iega ekki. Vegna kosningalaganna verða þau að heita stjórnmálaflokkur því annars gætu þau ekki haft landslista. En þau eru kosningasamtök manna sem eru í öðrum flokkum og utan flokka. En hvað um Sósíalistaflokkinn ? Hann hefur ekki verið lagður niður, slíkt er algjör misskilningur. Hann hefur aðeins ákveðið að bjóða ekki fram í kosningunum í sumar, heidur vera aðili að Alþýðubandalaginu. En hvernig er þá samband Alþýðusambandsins og Alþýðu- bandalagsins ? Þar er ekkert skipulegt samband á miili. — Alþýðu- sambandið hefur aðeins beitt sér fyrir stofnun kósn- ingasamtaka vinstri manna. Það er að öllu leyti óháð og óbundið Alþýðubandalaginu. En mörg verklýðsfélög styðja þó Alþýðubandalagið. Að sjálfsögðu geta verklýðsfélög gert samþykktir um allt sem þau sjálf telja sér til hagsbóta. — Þau viður- kenna að Alþýðubandalagið hefur tekið upp málefna- yfirlýsingu Alþýðusambandsins um uppbyggingu at- vinnuveganna. — Verklýðsfélögin \ita að þingmenn Aiþýðubandalagsins munu verða fullatrúar þeirra á Alþingi og af því vilja J)au vinna að sigri frambjóð- enda Alþýðubandalagsins. Hverjir eru aðilar að Alþýðubandalaginu ? Þeir eru sósíaiistar, vinstri Alþýðuflokksmenn, ýmsir Þjóðvarnarmenn og utanflokkamenn. Auk þess er vítað, að margir vinstri Framsóknarmenn munu styðja Alþýðubandalagið. Allir vinstri menn, sem \ilja samstarf vinstri flokk- anna og vinstri stjórn, allir sem vilja vinsamleg sam- skipti við vinnandi fólk og samtök þess, hljóta að styðja Alþýðubandalagið.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.