Austurland


Austurland - 20.04.1956, Page 1

Austurland - 20.04.1956, Page 1
 M á 1 g a g n sósfalista á Anstiirlandi 6. árgangur. Ncskaupstað, 20 apríl 1956. 12. tölublað. Londhelgismálin Nú eru liðin rétt 4 ár síðan til- skipunin um stækkun fiskveiði- landhelginnar var gefin út. Sú stækkun landhelginnar, sem þá var ákveðin var mjög misjöfn fyrir hina ýmsu landshluta. Mest var stækkunin í Faxaflóa og Breiðafirði og við Vestmanna- íyjar. Nokkur stækkun varð einn- ig fyrir Norðurlandi. Aftur á móti var um sáralitla stækkun að ræða fyrir Vestfjörðum og Austfjörð- um. Það er nú viðurkennt opin- . berlega, að stækkun landhelginn- ; ar fyrir Austurlandi (einkum Norð-Austurlandi og Suð-Austur- landi) var ákveðin með þessari nýju tilskipun, minni en bein rök stóðu til samkvæmt þeim megin- reglum sem fylgja átti við út- færslu landhelgislínunnar. Það var því strax í upphafi hall- að á rétt okkar Austfirðinga í landhelgismálinu. Augljóst var þó öllum, sem til þekktu, að nauðsynlegt var að fylgja nokkuð öðrum grundvallar- reglum um stækkun landhelginn- ar fyrir Austfjörðum og Vest- fjörðum en t. d. við Suð-Vestur- land, þar sem engir stórir flóar voru til staðar á Austfjörðum og Vestfjörðum. Aðalrök Islendinga í landhelgis- málinu voru þau, að þeim væri lífsnauðsyn að vernda fiskimiðin í kringum laiulið. Þessi grundvall- arrök áttu vitanlega ekki síður við Austfirðinga og Vestfirðinga en aðra landsmenn, pema jafnvel fremur, þegar þess er gætt að þar eru fiskveiðar meira og almennar stundaðar en víðast hvar annars staðar á landinu. Hin stóraukna friðun fiskimið- anna við Suö-Vesturland kom út- gerðinni þar fljótlega að miklu gagni. Fiskigengd fór vaxandi og friður fiskibátanna á miðunum varð allur annar en áður hafði verið. Við Austfirðingar glöddumst vfir því spori sem stigið var með stækkun landhelginnar í maí 1952. Við hlutum að vísu að benda á að okkar réttur hafði ekki verið raetinn sem skyldi og að okkar ’-'andi var ekki leystur í neinu hlutfalli við það sem gert hafði verið annars staðar. Margir Austfirðingar furðuðu sig strax á því að hagsmuna þeirra skyldi jafnilla gætt við landhelg- isbreytinguna og raun varð á. Þeir áttu þó einn þingmann sinn í sjálfri ríkisstjórn landsins, en þar voru þessi mál ákveðin. En í þessu máli eins og fleirum réði það úrslitum, að þingmaður Austfirðinga, sjálfur ráðherrann, var illa að sér í málum kjósenda sinna. Hann vissi ekki um þarfir Austfirðinga og skyldi ekki hví- líkt grundvallaratriði stækkun landhelginnar fyrir Austfjörðum er allri byggð á Austurlandi. Það er mikill misskilningur sem gerir vart við sig hjá ýmsum, og miklu mun hafa ráðið um sinnu- leysi ráðherrans, að aukin friðun fiskimiðanna í Faxaflóa dugi Aust- firðingum. Þó að margir Austfjarðabátar hafi leitað til Suð-Vesturlandsins á vetrarvertíð nú um skeið, þá fer því fjarri að slík útgerð þeirra sé hin eina æskilega eða til fram- búðar. Fiskimiðin fyrir Austurlandi eru enn þau sem úrslitum ráða um bátaútgerð Austfirðinga. Þau geta gefið mikinn fisk og góðan fisk. Aflinn gengur misjafnt yfir, sum árin er góður afli, önnur lélegur. Og enginn sjómaður efast um að jafnmikil stækkun landhelginnar fyrir Austfjörðum og nú hefur verið gerð í Faxaflóa, mundi auka fiskmagnið hér eystra. í 4 ár hafa allir þingmenn af Austurlandi, nema Eysteinn Jóns- son, flutt tillögur um stækkun landhelginnar hér. Þær hafa ekki náð fram að ganga vegna stöðv- unarvalds ríkisstjórnarinnar. Framkoma ríkisstjórnarinnar í landhelgismálinu er hin furðuleg- asta. Hún stendur gegn vilja meirihluta Alþingis og ótvíræðum vilja nær allra landsmanna. 1 stað þess að framkvæma að- kallandi breytingar á landhelg- inni, er ríkisstjórnin í stöðugum samningum um málið erlendis og í ýmsum tilfellum við þá aðila sem frá öndverðu hafa verið okkur Is- lendingum fjandsamlegastir í þessu máli. Nú um þessar mundir berast t. d. fréttir um það, að nokkrir íslenzkir togaraeigendur séu í samningum við enska togaraeig- endur úti í París um landanir ís- lenzkra togara á ísfiski í Bret- landi og um kröfur brezkra tog- araeigenda um fríðindi í íslenzkri landhelgi. Það er reyndar öllum kunnugt, eftir erlendum fréttum, að íslenzk- ir aðilar hafa rætt um samninga á þeim grundvelli, að íslendingar lofi að breyta ekki núverandi land- helgislínu fyrst um sinn. Bæði Framsókn og íhald lýstu sig á Alþingi í> vetur samþykk Margt bendir til þess að á næst- unni muni mjög breytast flokka- skipun á landi hér og raunar eru raðir flokkanna þegar teknar að riðlast. Undirbúningur kosning- anna í vor bendir líka eindregið til þess, að senn verði spilin stokk- uð upp og gefið upp á nýtt. Nú er miklu meira um það, að reynt sé að efna til kosninga- bandalaga, að reynt sé að tengja saman fólk með svipuð sjónarmið úr mörgum flokkum. Hræðslubandalagið Bandalag Alþýðuflokksmanna og Framsóknarmanna, sem al- mennt er nefnt hræðslubandalag- ið, er fyrst og fremst stofnað til þess að reyna að koma í veg fyrir að þessir flokkar verði fyrir stór- áföllum í kosningunum. Með því að sameina orku sína í hverju kjördæmi, hyggjast þeir tryggja sér fleiri þingsæti, en þeim ber eftir kjósendatölu og koma í veg fyrir fall nokkurra þingmanna. En allt bendir til að þingstyrkur þessara flokka verði minni eftir kosningar en fyrir, þó ekki sé útilokað að einhverjum þingmönn. slíkri málsmeðferð og fluttu til- lögu þess efnis. Það vakti athygli að síðasta dag þingsins nú í vetur, greiddi Ey- steinn Jónsson atkvæði gegn stækkun landhelginnar með þeirri röksemd, að hann vildi bíða eftir umsögn og úrslitum erlendis frá varðandi landhelgismálin almennt. Landhelgismálið er eitt mesta hagsmunamál Austfirðinga í dag. Það er auðvitað sérstakt stórmál sjómanna og útgerðarmanna, en það er einnig stórmál allra þeirra sem á Austurlandi búa. Því blóm- legar fiskiveiðar skapa vaxandi atvinnu í landi á öllum sviðum og auka kaupmátt og velgengni sem aftur á móti er undirstaða fyrir landbúnað, iðnað og verzlun. I kosningunum í sumar hlýtur landh'elgismálið að verða eitt af þeim málum sem ræður úrslitum um afstöðu kjósenda. um verði fleytt á þing með þessu samstarfi. Hvorugur þessara flokka geng- ur heill til samstarfsins og Al- þýðuflokkurinn er opinberlega klofinn og tekur vinstri hluti hans þátt í öðru koshingabandalagi. Fyrir sjálfstæða tilveru Alþýðu- flokksins er þetta bandalag við Framsókn stórhættulegt og er því almennt spáð að flokkurinn muni ekki bera sitt barr hér eftir, held- ur muni hægri hluti hans renna inn í Framsóknarflokkinn, en vinstri hlutinn sameinast öðrum flokkum og flokksbrotum með svipaðar skoðanir á þjóðfélags- málum. En það verður líka óframkvæm- anlegt að halda Framsóknarflokkn um saman til lengdar. Þar eru að verki svo sundurleit öfl, að þau hljóta að sundrast. Einhver hluti flokksins mun hafna í hægra flokki, en nrleginhluti hans mun taka höndum saman við aðra vinstri menn. Fyrir miðflokkabandalagi Al- þýðuflokksins og Framsóknar á það sennilega að liggja að molna Fram’- ild á 4, síðu. Er flokkaskipunin í landinu að ridlast?

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.