Austurland


Austurland - 20.04.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 20.04.1956, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 20. apríl 1956. Er flokkaskipunin að riðlast? Adalfundur Yerk- lýdsfél. Norðfirðinga Telur Alþýðubandalagið mikiisverðan áfanga á sviði stjói nmálalegrar ein- ingar alþýðunnar og heitir á alla al- þýðu að styðja það Verklýðsfélag Norðfirðinga hélt aðalfund sinn 15. apríl. 1 stjórn voru kosnir: Einar Guðmundsson, formaður Bjarni Þórðarson, varaform. Jóhann Jónsson, ritari Sigfinnur Karlsson, gjaldkeri Karl Jörgensen, Karl Marteinsson, Hilmar Björnsson, meðstj. Varastjórn: Valdemar Eyjólfsson Jón Ólafsson Sigurður Jónsson. 1 trúnaðarráð voru kosnir, auk stjórnar og varastjórnar: Hjálmar Björnsson, Geir Jónsson, Baldvin Þorsteinsson, Guðm. Sigurjónsson, Halldór Haraldsson, Ingvar Þorleifsson. 1 1. maí-nefnd voru kosnir: Bjarni Þórðarson, Baldvin Þorsteinsson, Sigfinnur Karlsson, Karl Marteinsson, Sigurður Jónsson. Fulltrúi félagsins í stjórn félags- heimilis var kosinn: Sigfinnur Karlsson. »1 Atvinnuleysistryggingaraar Lúðvík Jósepsson flutti fróðlegt og athyglisvert erindi um atvinnu- leysistryggingarnar, skýrði lögin og gerði grein fyrir skipulagi óygginganna. — Munu fundar- menn áreiðanlega hafa haft mikið gagn af þessu erindi. Stjórnmálasamtök alþýðunnar Svohljóðandi tillaga var sam- þykkt á fundinum með atkvæðum allra fundarmanna: „Aðalfundur Verklýðsfélags Norðfirðinga, haldinn 15. apríl 1956, lýsir yfir fullum stuðningi við tilraunir miðstjórnar Alþýðu- sambands Islands til að koma á stjórnmálalegu samstarfi vinstri flokkanna til að vinna að hags- munamálum alþýðunnar til sjávar og sveita. Harmar fundurinn að ekki skyldi takast að fá alla vinstri flokkana til slíks samstarfs, en telur að með stofnun Alþýðubanda lagsins hafi mikilsverðum áfanga verið náð á sviði stjórnmálalegrar 'einingar alþýðunnar. Heitir fund- urinn á alla alþýðu að styðja og efla þetta bandalag og telur að mikilsverðasta hagsmunamál al- þýðunnar nú sé að alþýðusamtök- in fái aukin áhrif á Alþingi og að stjórnmálasamtök þeirra verði að- ilar að ríkisstjórn. Því aðeins að þetta takist er þess að vænta að hagsmunabaráttan nái tilgangi sínum eins og nú háttar“. 10 þús. til togarakaupa Fundurinn samþykkti að kaupa skuldabréf í nýja togaranum fyrir 10 þús. kr. Árgjald hækkar Árgjald karla var ákveðið kr. 175 og kvenna 125 og skulu 50 kr. af hverju árgjaldi renna til griciðslu á framlagi félagsins til byggingar félagsheimilis. Árgjald- ið hefur verið óbreytt árum sam- an, en það hlýtur að hækka eins og annað. Mörg verklýðsfélög hafa að undanförnu hækkað árgjald sitt verulega. Þegar félagsheimilið er komið upp, batnar stórlega félagsleg að- staða verklýðsfélagsins og því ekki óeðlilegt að það láti hluta af árgjaldi meðlima sinna ganga til greiðslu á framlagi sínu til bygg- ingarinnar. Vegleg afmælishátíð Gagnfræðaskóians Gagnfræðaskólinn í Neskaup- stað minntist 25 ára starfsafmæl- is síns með veglegu hófi í barna- skólanum laugardagskvöldið 14. apríl, en skólinn tók fyrst til starfa haustið 1931. Fjöldi manna sótti hóf þetta. Var fyrst setzt að kaffiborði og veitt af mikilli rausn. Oddur A. Sigurjónsson, sem ver- ið hefur skólastjóri gagnfræða- skólans í 18 ár samfleytt, rakti sögu skólans, en auk hans tóku allmargir til máls. Samkór Neskaupstaðar söng nokkup lög og Lúðrasveit Nes- kaupstaðar lék og var báðum mjög vel tekið. Að borðhaldi loknu var stiginn dans fram eftir nóttu. Lék Dans- hljómsveit Neskaupstaðar fyrir dansinum af miklu fjöri. Afmælisfagnaður þessi var hinn ánægjulegasti og þeim, sem að stóðu, til sóma. Framhald af 1. síðu. í átökunum milli vinstri og hægri aflanna í þjóðfélaginu. Samtök afturhaldsins Sjálfstæðisflokkurinn er stjórn- málasamtök afturhaldsins og gæt- ir hagsmuna þeirra afla, sem spilitust eru og rotnust með þjóð- inni. Hann verður vafalaust til í einhverri mynd, jafnlengi og þessi öfl hafa not fyrir hann, það er að segja jafnlengi og þessi þjóðfé- lagslega meinsemd er ekki skorin burtu. Þó Sjálfstæðisflokkurinn lúti valdi allskonar braskaralýðs, er vitanlega innan flokksins og í röð. um kjösenda hans mesti fjöldi heiðarlegra og þjóðhollra manna, sem enga samleið — hvorki hags- munalega né skoðanalega — eiga með klíkunna, sem ræður Sjálf- stæðisflokknum, heldur hefur lát- ið blekkjast til fylgis við hann. Þetta fólk er smátt og smátt að skilja eðli þjóðfélagsbaráttunnar og hlutverk Sjálfstæðisflokksins. Þetta má m. a. sjá af því að hlut- fallslegt fylgi flokksins meðal þjóðarinnar hlefur jafnan farið þverrandi eins og hagskýrslur sanna. Það er ákaflega mikilsvert að þetta blekkta fólk skilji sem fyrst sinn vitjunartíma. Um leið og það verður, er lokið yfirráðum íhalds- ins yfir hinum þýðingarmestu mál- efnum þjóðarinnar. Alþýðubandalagið Stjórnmálasamtökum þeim, sem þetta nafn bera, er ætlað það þarfa og mikilsVerða hlutverk að sameina til átaka öll þau öfl í þjóðfélaginu, sem vinna vilja gegn yfirráðum auðvaldsins yfir mál- efnum þjóðarinnar. Það er hlut- verk þessa bandalags ,,að skipu- leggja á stjórnmálasviðinu bar- áttu alþýðunnar fyrir bættum kjörum, aukinni menningu, sjálf- stæði þjóðarinnar og samstarfi allra frjálslyndra manna", eins og í' flokkslögunum segir. Með stofnun Alþýðubandalags- ins er alþýðunni gert fært að sam- einast til átaka í stjórnmálabar- áttunni. Islenzk alþýða hefur ver- ið sundruð og spillt kröftum sín- um í innbyrðis baráttu. Og ein- mitt þessi sundrung alþýðunnar er undirstaðan undir valdi aftur- haldsins. Það er hlutverk Alþýðu- bandalagsins að sameina þessa sundruðu krafta. Og hvers vegna skyldi alþýðan halda áfram að skemmta skrattanum með inn- byrðis hjaðningavígum? -— Hvaða grundvallarmunum er í raun og veru á lífsskoðun t. d. sjómanns í Sósíalistaflokknum, verkamanns- ins í Alþýðuflokknum og smábónd-- ans í Framsóknarflokknum ? Við sósíalistar viljum láta forn- ar væringar við aðra vinstri menn niður falla. Við viljum ná sem víðtækastri samvinnu við aðra menn við svipuð viðhorf og við erum reiðubúnir að sýna þann vilja í Verki. —- Auðvitað afneit- um við ekki lífsskoðun okkar og ætlumst heldur ekki til þess af bandamönnum okkar, að þeir af- neiti sinni. Innan Alþýðubanda- lagsins á að vera hátt til lofts og vítt til veggja. Þar eiga allir frjálslyndir menn heima, þó þá greini á um einstök atriði, sem oft eru harla lítilfjörleg, þegar málin eru brotin til mergjar. Vindbólur Auk höfuðfylkinganna í stjórn- málunum, rísa stundum upp smá- hópar manna, sem af einhverjum ástæðum hafa ekki getað fundið sér samastað í flokkum þeim, sem fyrir eru. Tvær slíkar vindbólur risu við síðustu kosningar, Lýð- veldisflokkurinn og Þjóðvarnar- flokkurinn. Fyrrnefnda vindbólan hjaðnaði þegar eftir kosningar, en hin síðarnefnda er enn ósprungin, enda tókst Þjóðvarnarflokknum að ná tveim þingsætum. Svo er að sjá, að þessi flokkur muni í sumar hafa menn í kjöri þar sem hann getur, en líklegt er að hann fái engan mann kjörinn og mun þá sú vindbóla einnig hjaðna. Flokkurinn hafnaði aðild að Alþýðubandalaginu, enda þótt vitað sé að margir áhrifamenn innan hans hafi viljað vera með og er vitað að margir Þjóðvarn- armenn muni af þeim sökum segja skilið við flokkinn' og ganga til samstarfs við Alþýðubandalagið. Það sem kosningarnar snúast um Kosningarnar í sumar snúast um það, ef á heildina er litið, hvort mynduð verður vinstri stjórn eða „þjóðstjórn“ eftir kosn- ingar. Takist Alþýðubandalaginu að fá öfluga fótfestu á þingi verð- ur mynduð vinstri stjórn með þátttöku þess, því Framsóknar- flokknum er það ljóst, að íhalds- samvinna undir þeim kringum- stæðum mundi ríða flokknum að fullu. En verði hinsvegar lítil breyting á skipan þingsins og fylgi flokkanna, er hætt við að Fram- sókn haldi áfram á sömu braut og efni til áframhaldandi íhalds- samvinnu. Það er hið mikla hlutverk kjós- enda í þessum kosningum að tryggja að mynduð verði vinstri stjórn. En til þess að það geti tekizt verða vinstri menn í öllum flokkum að brjóta af sér flokks- viðjarnar og fylkja sér úm stjórn- málasamtök alþýðunnar — Al- þýðubandalagið. Goðanes kom af veiðum í nótt með á að gizka 230—-240 tonn af fiski.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.