Austurland


Austurland - 27.04.1956, Blaðsíða 3

Austurland - 27.04.1956, Blaðsíða 3
'íeskaupstað, 27. apríl 1956. AUSTURLAND Strandferðir Herðubreiðar Það er kunnara en frá þurfi að 5cgja, að Austfirðinga hafa verið rnjög óánægðir yfir því, að Herðu- treið skuli ekki látin koma við á ölium Austfjarðahöfnum bæði þegar skipið fer norður og suður með Austurlandi. Eins og ferðunum hefur verið háttað, hefur skipið yfirleitt ekki komið við á höfnunum nema í ann- arri leiðinni. Afleiðingar þessa eru þær að Herðubreið hefur komið að sáralitlum notum til að bæta úr samgöngum innan fjórðungs, þannig t. d. að maður hafi getað farið með skipinu frá Djúpavogi til Eskifjarðar og til baka aftur þegar skipið er á suðurleið. Menn höfðu vænzt þess, að Herðubreið mundi leysa úr samgönguerfið- leikum innan fjórðungsins, en svo hefur ekki orðið. Enda þótt skipið kæmi við á öllum höfnum í báðum leiðum, mundi það jafnt eftir sem áður annast vöruflutninga fyrst og fremst á smærri hafnimar þar sem erfitt er fyrir stærri strand- ferðaskipin að leggjast að bryggju. Skýrt var frá því hér í blaðinu í haust, að Lúðvík Jósepsson hefði flutt tillögu til þingsályktunar um að Herðubreið hefði viðkomu á öllum Austfjarðahöfnum í báðum leiðum. Alþingi afgreiddi málið þannig að skipuð skyldi 5 manna milli- þinganrjfnjd til að gera tillögur um samgöngumál almennt á sjó, landi og í lofti og athuga sérstak- lega samgöngur á sjó til Austur- lands. Auk þess skrifaði fjárveit- inganefnd forstjóra Skipaútgerð- arinnar og óskaði eindregið eftir að hann mætti óskum Austfirð- inga, sem fram komu í tillögunni þannig, að Herðubreið kæmi við á öllum höfnum í báðum leiðum. Lúðvík Jósepsson átti mörg við- töl við forstjóra Skipaútgerðar- innar um málið og standa nokkrar vonir til að um jákvæðar fram- kvæmdir verði að ræða. Augljóst er hinsvegar, að ef ekki á í framtíðinni að haga sigl- mgum Herðubreiðar í samræmi við óskir og hagsmuni Austfirð- inga verða þeir að eignast sitt eigið fjórðungsskip, einkum vegna snmgangna innan fjórðungs. 1. maí Verkljýðsfélag INorðfirðinga á- formar að gangast fyrir útifundi 1. maí, ef veður leyfir. Verði veð- nr óhagstætt mun fundurinn verða haldinn í Bíóhúsinu. Á fundinum verða ræður flutt- ar. lesið upp og Lúðrasveitin ag væntanlega Samkórinn skemmta. Nánar verður þetta auglýst á götunum. NorSfjarSarbió Óskilgetin börn Frábær, ný frönsk stórmynd með dönskum skýringartexta. Sýnd föstudag kl. 9. Sýnd sunnudag kl. 5. Síðasta sinn. Ævintýri á unaðsey Bráðskemmtleg mynd, er fjallar um ævintýri þriggja ungra stúlkna og 1500 ame- rískra hermanna. Sýnd sunnudag kl. 3. 24 tímar Framúrskarandi góð, ný dönsk stórmynd, gerð eftir samnefndri sögu eftir R. Joli- vet. Myndin hefur fengið frá- bæra dóma í dönskum blöðum er telja hana stórsigur fyrir danska kvikmyndalist. Sýnd sunnudag kl. 9. TiHpning frá Lúðrasveit Neskaupstaðar Þeir, sem þurfa á aðstoð lúðrasveitarinnar að halda við skemmtana- og hátíðahöld í sumar, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til formanns lúðrasveitarinnar Jons Karlssonar, Mes- kaupstað, sími 32 og 54. Frá barnaskólanum Skólanum verður sagt upp mánudag 30. apríl kl. 4 siðd. Vorskólinn hefst miðvikudaginn 2. maí. Börn, sem voru í 1. og 2. bekk s. 1. vetur mæti kl. 9 f. h. Börn sem verða skólaskyld á þessu ári (fædd 1949) mæti kl. 1 e. h. Neskaupstað, 26. apríl 1956. Skólastjóri. Fundið Eyrnarlokkur úr silfri fund- inn í barnaskólanum. Umsjónarmaður. Framboð Af hálfu Alþýðubandalagsins hafa þessi framboð nýlega verið tilkynnt: Austur-Skaf taf ellssýsla: Ás- mundur Sigurðsson, bóndi Reyð- ará í Lóni. Ásmundur hefur árum saman átt sæti á Alþingi þó hann næði ekki kosningu 1953. Hann er mjög vinsæll maður og á miklu fylgi að fagna í kjördæminu. Á Alþingi hefur hann reynzt hinn nýtasti maður og hefur mikla þekkingu á landsmálum, einkum búnaðarmálum. Strandasýsla: Steingrímur Páls- son, stöðvarstjóri í Hrútafirði. Við kosningarnar 1953 var hann í kjöri í þessu sama kjördæmi af hálfu Alþýðuflokksins og tvöfald- aði fylgi flokksins frá 1949. Árnessýsla: Listi Alþýðu- bandalagsins í Árnessýslu er skip- aður þessum mönnum: Magnús Bjarnason Þorlákshöfn, ritari Alþýðusambands Islands. Björgvin Sigurðsson, Stokkseyri formaður verkamannafélagsins Bjarma. • Guðmundur Helgason, húsa- smiður, formaður Alþýðuflokks- félagsins á Selfossi. Ingólfur Þorsteinsson bóndi, framkvæmdastjóri Flóaáveitunn- ar. Nr. 12/1956. Tilkynnlno Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi ha- marksverð á brauðum í smásölu: Rúgbrauð, óseydd, 1500 g. .......... kr- 4 65 Normalbrauð, 1250 g............... kr- Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfa,ndi, ma bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera kr. 0.20 hærra en að framan greinir. Söluskattur og framleiðslusjóðsgjald er innifalið í verðinu. Reykjavík, 13. apríl 1956. Verðgæzlustjórinn. Kjörskrá Kjörskrá til kosninga til Alþingis gildandi frá 15. júní 1956 tn 14. júní 1957, liggur frammi almenningi til sýnir á skrifstofu Neskaupstaðar frá 24. apríl til 21. maí n. k. að báðum dögum meðtöldum. Kærur út af því, að einhver sé ranglega á kjörskrá, eða að nafn einhvers, sem þar ætti að standa, vanti á kjörskrá, eða að eitthvað annað sé ábótavant við hana, skulu komnar undirritaðs í síðasta lagi laugardaginn 2. júni 1956. Bæjarstjórinn í Neskaupstað, 11. apríl 1956. Bjarni Þórðarson. hendur nnimiMHM**

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.