Austurland


Austurland - 04.05.1956, Blaðsíða 1

Austurland - 04.05.1956, Blaðsíða 1
 Málgagn sósfalisita á Austurlandi 6. árgangur. Neskaupstað, 4. maí 1956.. . 14. tölublað. Skrumauglýsing hrædslubandalagsins Hún er svo sem nógu áferðar- falleg við fyrstu sýn stefnuskrá hræðslubandalagsins og mörgu fögru er þar heitið. En hver skyldi trúa því, að Framsóknarflokkur- inn hafi endurfæðst svo, að hon- um sé nú til þess treystandi að hrinda því í framkvæmd, sem hann hingað til hefur barizt gegn eða hindrað með tómlæti að fram næði að ganga. Og þegar nánar er aðgætt, kem- ur í ljós, að í stefnuskránni er ekki uiinnzt á ýms mikilsverð atriði og -nginn kjósandi getur borið það litla virðingu fyrir atkvæðisrétti smum að hann greiði nokkrum þeim frambjóðanda atkvæði, sem ekki tekur alveg skýlausa afstöðu til þeira mála. 1 upphafi svokallaðs „málefna- samnings“ segir svo: „Samstarfi verði komið á milli rikisstjórnar og samtaka verka- lýðs og launþega . ..“ Framsóknarflokkurinn hefur til þessa staðið gegn og komið í veg fyrir samstarf þessara aðila. Hann kom í veg fyrir það, að síðustu alvarlegu kaupdeilunni yrði af- stýrt með samstarfi ríkisstjórnar- innar og launþegasamtakanna. Ráðherrar Framsóknarflokksins neituðu að ræða við verklýðssam- tökin um leiðir til verðlækkunar 1 stað kauphækkunar. Framsóknarflokkurinn á líka niegin sök á því, að ekki tókst að efna til fullrar samstöðu alþýðu- stéttanna í komandi kosningum. Þá er það og hverjum manni ijóst, að samstarfi við launþega- samtökin verður ekki komið á, nema með nánu samstarfi við stjórnmálasamtök þeirra — Al- þýðubandalagið. Framsókn á eng- in teljandi ítök í samtökum laun-' þega og hægri kratar lítil og sí- niinnkandi. Ef til vill má líta svo a, að hér sé óbeint verið að lýsa því yfir, að leitað verði samstarfs við Alþýðubandalagið. Það er a. 10• k. athyglisvert, að ekki er nú nieð sama ákafa og áður hafnað samstarfi við „kommúnista“. Þá segir: „Bankakerfið skal endurskoðað m. a. með það fyrir augum að koma í veg fyrir pólitíska mis- notkun bankanna“. Býsna athyglisverð viðurkenn- ing, að bankarnir skuli notaðir til mútustarfsemi undir stjórn Ey- steins fjármálaráðherra. Væntan- lega er þessum aðgerðum einnig beint gegn lánsstofnunum þeim, sem Framsóknarmenn stjórna. Og ætli það væri úr vegi að taka kaupfélögin til athugunar í þessu sambandi. Fleira úr „grundvallaratriðun- Fyrir nokkrum vikum barst hingað til bæjarins skyr frá ný- stofnaðri mjólkurvinnslustöð á Höfn í Hornafirði. Skyr þetta þótti mjög gott og vakti eftir- spurn og eins og stendur mun vera spurt meira eftir skyri frá mjólkurbúi þessu, en annars stað- ar frá. Að vísu mun skyr þetta ekki hafa átt greiðan aðgang að mark- aði hér í bæ, en með því að það skiptir ekki máli varðandi þau at- riði sem ég mun ræða í línum þessum, geri ég það ekki frekar að umtalsefni. Ég hef nýlega átt kost á að skoða mjólkurvinnslustöð KASK á Höfn og kynna mér lítilsháttar aðstæður þær sem hún starfar við. Vinnslustöðin tók til starfa fyr- ir nokkrum mánuðum. Var notað gamalt hús sem breytt hefur verið og lagfært tit starfseminnar. Telja forráðamenn að vísu að húsið sé full lítið fyrir reksturinn, en með því að við fjárhagserfiðleika var að stríða var hús þetta lagfært til notkunar, fremur en ráðast í nýja byggingu. Þótt húsið sé lítið er það mjög þrifalegt og í alla staði myndarlegt. Vinnsluvélar um“ er ekki rúm til að rekja hér, en þau eru í heldur stuttaralegum 7 liðum, En í þess stað skal grip- ið niður í nokkur atriði svokall- aðrar „framfaraáætlunar", sem þó er gerð með þeim fyrirvara, að allt verði í lagi í efnahagsmál- unum. Fyrst er rætt um jafnvægi í byggð landsins, en það orðtak er Framsóknarmönnum mjög tungu-t tamt. Hinsvegar hafa flestar þeirra aðgerðir miðað að því að þjappa fólkinu saman við Faxa- flóa. Framsóknarmenn hafa stað- ið gegn og spillt allri viðleitni, sem reynd hefur verið á Alþingi til að hindra ofvöxtinn við Faxaflóa. Svo ségir m. a. um útvegsmál í „áætluninni": „Staðið verði fast á rétti ís- lendinga í landhelgismálinu og Níels Ingvarsson: eru hinsvegar allar nýjar, nema , skilvindan, sem er af eldri gerð, ! en þó mjög gott áhald. Fyrir auga aðkomumannsins virðist mjólkurbú þetta vera hið myndar- legasta, enda varð ég ekki annars var en að mikil ánægja væri með nýjung þessa í kauptúninu. Þ|(gar starfsismin byrjaði var magn innveginnar mjólkur um 400 kg. daglega og sala á ný- mjólk í þorpið mjög lítil. En nú, um 20. apríl, er magn innveginnar mjólkur orðið um 600 til 650 kg. á dag og sala nýmjólkur um 220 lítrar á dag og von um ca. 70 lítra sölu á dag til starfsliðsins á Stokksnesi. Gera má ráð fyrir að magn innveginnar mjólkur auk- ist og er það von forráðamanna. að magn innvigtaðrar mjólkur verði, áður langt líður ca. 900 kg. á dag. Að s{jálfsögðu er ekki ennþá fengin reynsla fyrir rekstraraf-, komu vinnslustöðvar þessarar, svo stuttan tíma sem hún hefur starf- að, en það er von forráðamanna að þegar magn innvigtaðrar mjólkur er orðið ca. 900 kg. á dag verði hægt að vonast eftir góðum fjárhagslegum árangri af unnið að stækkun friðunarsvæðis- ins við strendur landsins". Framsókn ber, ásamt íhaldinu, ábyrgð á því, að landhelgin hefur ekki þegar verið stækkuð og á þann hátt bætt úr því misrétti, sem sérstaklega Austfirðingar og Vestfirðingar voru beittir, þegar landhelgin var stækkuð. 1 þess stað hafa þeir skuldbundið sig til að færa landhelgislínuna ekki út um óákveðinn tíma. Er það há-! mark hræsninnar að koma svo til AustfirðingU og Vestfirðinga og þykjast stútfullir af áhuga fyrir stækkun landhelginnar. Enn segir: „ITjölga skal togurum . . .“ „Koma skal á fót ríkisútgerð togara til atvinnujöfnunar", Fyrir síðasta þingi lá frumvarp flutt af þingmönnum úr öllum Framhald á 3. síðu. rekstrinum, jafnvel þó að sala ný- mjólkur verði ekki nema ca. 300 lítrar á dag, en það er talið hag- stæðast fyrir reksturinn að selja sem mest af mjólkinni óunnið. Markað fyrir mjólkurafurðirnar, skyrið og rjómann, þarf svo stofn- unin að sækja austur á firði við ajveg ótrúlega örðug f,utninga-i skilyrði. Ég átti kost á því að tala við oddvitann og hreppstjórann í Nesjahreppi um nýung þessa og varð ég þess brátt var að hjá þeim ríkti hin mesta bjartsýni um hag mjólkurstöðvarinnar. Töldu þeir að ekki mundi líða á löngu þar til mjólkin ykist svo að dagleg mót- taka næmi ca. 900 kg. Ég spurði þá að því hverjir hefðu verið mestu erfiðleikarnir við að koma mjólkurbúin upp. Svar þeirra var að mínum dómi mjög furðulegt. Þeir töldu semsé að það hefði valdið mestum drætti á stofnun mjólkurbúsins að ráðunautar og forráðamenn búnaðarsamtakanna í landinu hefðu hver eftir annan talið óráðlegt að reisa mjólkur- stöð þessa og hvatt til þess að það yrði ekki gert og jafnvel hefði Framhald á 2. síðu. Er hægt að þrjózkast lengur?

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.