Austurland


Austurland - 18.05.1956, Síða 1

Austurland - 18.05.1956, Síða 1
Málgagn sósfalisfa á Austurlandi 6. árgangur. Neskaupstað, 18. maí 1956. 16. tölublað. Kosningafmidir á Austurlandi Framboð Alþýðubanda- lagsins í Suður-Múlasýslu Frantboðslista Alþýðubandalagsins í Suður-Múlasýslu skipa þessir menn: Lúðvík Jósepsson, aiþingismaður, Neskaupstað. Helgi Seljan, kennari, Reyðarfirði. Sigurður Blöndal, skógarvörður, Hallormsstað. Ásbjörn Karlsson, sjómaður, Djúpavogi. Lúðvík Jósepsson er ekki þörf að kynna fyrir austfirzkri alþýðu. Hann hefur í fulla tvo tugi ára staðið í fylkingarbrjósti í baráttu austfirzkrar alþýðu og Austfirð- inga yfirleitt fyrir hagsmunamál- um fjórðungsins. Á Alþingi hefur hann átt sæti síðan 1942 og reynzt þar sem annars staðar hinn ötul- asti maður. Hann er viðurkennd- ur af andstæðingum jafnt sem samherjum fyrir dugnað og ósér- plægni og þekking hans á sérmál- um þessa fjórðungs og atvinnu- málum þjóðarinnar er frábær. 1 bæjarstjórn Neskaupstaðar hefur hann átt sæti síðan 1938 og lengst af verið forseti hennar. Lúðvík er löngu landskunnur fyrir afskipti sín af þjóðmálum og er viðurkenndur sem sérstak- lega glöggskyggn stjórnmálamað- ur og laginn við að koma sínu máli fram. Lúðvík Jósepsson er glæsilegur fulltrúi austfirzkrar alþýðu, hold af hennar holdi og blóð af hennar blóði. Og í þessum kosningum mun alþýða þessa kjördæmis launa honum ötula og óeigingjarna for- ystu með því að veita honum meira brautargengi en nokkru sinni áð- ur. Og nú þarf líka mikils við. Til að tryggja Lúðvíki þingsæti þarf austfirzk alþýða að fylkja sér um lista Lúðvíks fastar en nokkru sinni. Fylgi Alþýðubandalagsins mun livarvetna reynast mjög mik- ið og koma margir frambjóðendur þess til greina við úthlutun upp- bótasæta. Þess vegna þarf Lúðvík á allmjög auknu kjörfylgi að halda. Og það er mikið hagsmuna- mál Austfirðinga, að þeir láti það kjörfylgi í té, því fall Lúðvíks er þeirra tjón. Og þetta munu kjós- endur skilja og haga sér sam- kvæmt því. Helgi Seljan er annar maður á lista Alþýðubandalagsins. Hann er aðeins 22ja ára gamall, en er þó þegar þekktur maður fyrir þátt. töku sína í félagsmálum. M. a. var hann um skeið formaður Sam- bands bindindisfélaga í skólum. Helgi lauk kennaraprófi vorið 1953 og næstu tvo vetur var hann kennari á Fáskrúðsfirði, en er nú kennari við barnaskólann á Reyð- arfirði. Hefur hann hvarvetna getið sér hið bezta orð. Helgi hefur fylgt Þjóðvarnar- flokknum að málum, en telur hann hafa brugðizt skyldu sinni, er hann hafnaði þátttöku í Al- þýðubandalaginu. Hann er vara- maður í miðstjórn flokksins. Helgi er í flokki yngstu fram- bjóðenda við þessar kosningar, ef ekki yngstur. Það má því líta á hann sem fulltrúa æskulýðsins á listanum. Og austfirzkum æsku- lýð er sómi að þeim fulltrúa og mun Ijá honum brautargengi. Helgi er maður vel máli farinn og fylginn sér. Sigurður Blöndal, þriðji maður á listanum er þekktur maður hér um slóðir. Hann er greindur mað- ur og gegn sem hann á kyn til. Hann er alinn upp á Hallormsstað, einhverjum fegursta reit á Islandi og hann hefur valið sér það starf að hlúa að þeim stað. Sigurður er skógfræðingur að menntun. Sigurður Blöndal er virðulegur fulltrúi frjálslyndrar og framsæk- innar sveitaalþýðu og verður ekki öðru trúað, en að margir úr henn- ar hópi veiti honum brautargengi með því að kjósa lista Alþýðu- bandalagsins. Ásbjörn Karlsson, fjórði maður á listanum, er formaður verklýðs- félagsins á Djúpavogi og meðlim- ur í sambandsstjórn Alþýðusam- Lúðvlk Jósepsson. bands Islands. Hann er meðlimur í Alþýðuflokknum og fréttaritari Alþýðublaðsins í sínu byggðalagi. Við síðustu Alþingiskosningar skipaði hann þriðja sæti á lista Alþýðuflokksins í þessu kjördæmi. Listi Alþýðubandalagsins í Suð- ur-Múlasýslu ber það greinilega með sér að hann er listi framsæk- inna vinstri manna. Menn, sem til þessa hafa skipað sér í ýmsa stjórnmálaflokka, hafa tekið höndum saman og látið niður falla fornar væringar. Þeir eru stað- ráðnir í því að koma á öflugum samtökum þess fólks, sem í höf- uðatriðum á sömu hagsmuna að gæta og hefur svipaðar skoðanir á þeim málum, sem einhverju skipta í þjóðmálum. Orðsending Utankjörfundaratkvæðagreiðsla liefst sunnudaginn 27. maí. Allir kjósendur Alþýðubandalagsins sem ekki gera ráð fyrir að verða heima á kjördegi, eru áminntir um að greiða atkvæði. Áður en utankjörfundaratkvæða greiðslan hefst mun Alþýðubanda- iagið opna kosningaskrifstofu og verða þar veittar aliar uppiýsing- ai varðandi kosningarnar. Framsókn og íhald hafa nú haldið nokkra kjósendafundi hér á Austurlandi, íhaldið 5 og Framsókn 6. Á íhaldsfundinum mættu sem frummælendur Bjarni Benediktsson og Jóhann Haf- stein, en Eysteinn hafði með sét frítt föruneyti Sunnlendinjga og var auðséð að ráðherranum þótti nú mikið við liggja. Auk hans og Vilhjálms á Brekku mættu sem frummælendur bæjarstjórarnir Stefán Gunnlaugsson og Daníel Ágústínusson, sem báðr eiga líf sitt sem bæjarstjórar undir náð sósíalista, Guðmundur 1. Guð- mundsson, sýslumaður, og alþing- ismennirnir Eggert Þorsteinsson og Páll Zophoníasson. Af hálfu Alþýðubandalagsins var mætt á tveim fundum íhalds- manna þg öllum hræðslutjanda- lagsfundunum. Var þó aðstaða bandalagsins á hræðslubandalags- fundunum erfið að því leyti, að því var skammtaður naumur ræðutími, þrír stundarfjórðungar á hverjum. fundi, en hinir höfðu ótakmarkaðan ræðutíma og tóku til sín að jafnaði þrjár til fjórar stundir. Og á fundinum* hér í bæ henti það sig, sem menn telja yf- irleitt til ódrengskapar, að frum- mælendur notuðu lokaræður sínar þegar víst var að menn áttu þess ekki kost að andmæla, til að hella botnlausum svívirðingum yfir and- stæðinga sína. Þrátt fyrir þennan aðstöðumun kom það greinilega í ljós, að Al- þýðubandalagið á miklu fylgi að fagna hér í kjördæminu og á það áreiðanlega eftir að sýna sig betur þegar líða tekur á kosningabar- áttuna, og á kjördegi. Hér eru ekki tök á að rekja þessi fundarhöld og það sem fram fór á fundunum, en athygli vakti það, hve málefnafátækt stjórnar- flokkanna beggja var áberandi. Af þeirra hálfu liggur ekkert fyr- ir um það hvað flokkarnir ætla sér yfirleitt að gera eftir kosningar. Fundirnir voru yfirleitt vel sóttir og fóru vel fram þar sem blaðið hefur haft spurnir af.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.