Austurland


Austurland - 01.06.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 01.06.1956, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 1. júní 1956. [ Arasturlan€l : Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. j ■ ■ ■ ■ ■ Kemur út einu sinni í viku. : ■ ■ ■ ■ Lausasala kr. 2.00. : Árgangurinn kostar kr. 60.00. ■ Gjalddagi 1. apríl. ■ ■ ■ ■ NESPRENT H-F k •■■■*■■■■■■■•■■■•■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■»■■■••■•■■■■■•• Eggert hrakinn af þingi I þingliði Alþýðuflokksins var aðeins eftir einn maður sem var í einhverjum tengslum við verk- lýðshreyfinguna. Það var Eggert Þorsteinsson, formaður Múrarafé- lags Reykjavíkur. Það er nokkuð lærdómsríkt að athuga meðferð Alþýðuflokksins á honum við þess. ar kosningar. Af þeirri meðferð má nokkuð ráða hug flokksins til verklýðshreyfingarinnar. Eggert sat á síðasta þingi sem uppbótamaður Seyðfirðinga. Flest- ir munu hafa talið víst, að hann yrði þar aftur í kjöri, en það fór á annan veg. Framsókn krafðist frambjóðandans á Seyðisfirði og fyrir Alþýðuflokkinn, sem á nú sitt undir Framsókn, var ekki annað að gera en að verða við kröfu Fram- sóknar. En foringjum Alþýðuflokksins var þetta sýnilega ekki ljúft og ef á þetta var minnzt á fundum brugðust þeir hinir verstu við og báðu menn hafa sig hæga þár til framboðsfrestur væri úti. Gáfu þeir í skyn, að eitthvað óvænt mund= ske í sambandi við Eggert og að honum mundi tryggt þing- sæti, þó hann væri hrakinn á hinn smánarlegasta hátt úr framboði á Seyðisfirðb Guðmundur 1. talaði m. a. mjög d;gurbarkalega um þetta á fundi hér. Og nú er framboðsfrestur úti og örlög Eggerts ráðin. Hann er í fjórða sæti á lista flokksins í Reykjavík og getur ekki einu sinni orðið varaþingmaður. Þetta var þá bomban, sem krataflokkurinn lumaði á varðandi Eggert. Eggert mun hafa átt þess kost að verða efstur á röðuðum lands- lista, en hafði þann manndóm til að bera að hafna því boði, enda veit hann sem er að sporin hræða. Alþýðuflokkurinn þurfti hvað eft- ir annað að skarta með Stefán Jó- hann efstan á landslista og ekki fýsilegt fyrir Eggert að eiga það á hættu að verða talinn álíka vand- ræðamaður og Stefán Jóhann í Alþýðuflokknum. Það er heldur ófélegur hópur fr' slónarm'ði alþýðu, sem mögu- leika hefur til að ná setu á þingi, sem fulltrúar Alþýðuflokksins. Þar eru sýslumenn, forstjórar rík- isstofnana og þessháttar bitlinga- r. Þingsæti Hræðslubandalagsmenn hafa orðið þess varir, að alþýðufólk yf- irleitt telur miklu skipta, að Lúð- vík Jósepsson lialdi þingsæti sínu. Hafa þeir því breytt alveg um tón. Eru þeir hættir að dauðadæma Lúðvík sem þingmann, en hafa í þess stað reynt að telja fólki trú um að hann eigi uppbótasæti alveg víst. Það er nauðsynlegt að fólk átti sig á því rétta og láti ekki véla sig tíl að kjósa hræðslubandalagið í þeirri trú, að Lúðvík sé viss. Skulu því rifjaðar upp nokkrar staðreyndir: Seyðíirðingar vilja kaupa togara Bæjarstjórnin á Seyðisfirði sam- þykkti á fundi sínum í fyrradag að vinna að kaupum á nýjum tog- ara til bæjarins. Tilgangur bæjarstjórnar með þessum fyrirhuguðu togarakaup- um er tvennskonar. í fyrsta lagi að auka atvinnutæki bæjarins og í öðru lagi að tryggja hráefnisöfl- un til hins nýja fiskiðjuvers bæj- arins. Bæjarstjórnin æskir hliðstæðrar fyrirgreiðslu þ;ngs og stjórnar við togarakaupin og önnur sveitarfé- lög, sem keypt hafa togara eða hafa togarakaup í undirbúningi, hafa fengið. Jafnframt lýsir bæiarstjórn yfir því, að hún sé fús til að ve;ta ná- grannabvggðum sínum, t. d. Borg- arfirði og Vonnafirði, hlutdeild í hinu væntanlega skipi, takist samningar þar um. Sevðfirðingar munu hugsa sér að láta smíða skip en ekki að kaupa gamalt. Er það skynsam- legt, því viðhald eldri skipanna er orðið tilfinnanlegur útgjaldaliður, auk þess sem full þörf er á að auka við togaraflota landsmanna. Hátíðarhöldin á Sjómannadaginn Blaðið vill benda lesendum sín- um á auglýsingu hér í blaðinu um hátíðahöld sjómannadagsins. Að þessu sinni gengst stjórn félags- heimilisins fyrir hátíðarhöldunum, en sú stjórn er skipuð af aðilum þeim, sem bundizt ha.fa samtökum um byggingu félagsheimilisins. Allur ágóði af hátíðarhöldunum rennur til byggingar þess. Ótrúlegt er að margir alþýðu- menn láti hafa sig til að kjósa þá, Og ekki er hann geðslegri Fram- sóknarhópurinn, sem Alþýðu- flokksmönnum í 17 kjördæmum er æblað að kjó@a; Lúdvíks 1. Lúðvík er nú 11. — þ. e. síð- asti — uppbótaþingmaður. 2. Ef Sósíalistaflokkurinn hefði 1953 fengið 330 atkvæðum færra en hann fékk á öllu landinu sam- anlagt, hefði Lúðvík fallið. 3. Aðeins munaði hársbreidd, að frambjóðandi Sósíalistaflokksins á Akureyri hrepptí þingsæti það, sem Lúðvík fékk. Allt eru þetta ómótmælanlegar staðreyndir, sem teknar eru úr hagskýrslum. 1 sumar dugir Lúðvíki ekki það kjörfylgi, sem hann hafði síðast, til að hijóta uppbótasæti, því vitað er, að Alþýðubandalagið fær alls staðar mun meira fylgi en Sósíai- istaflokkurinn fékk. Frambjóð- endur þess í öðrum kjördæmum geta því vel orðið honum hlutskarp ari við úthlutun uppbótasæta. Til þess að hægt sé að vænta þess, að Lúðvík haldi uppbótasæti sínu þarf hann að bæta við sig a. m. k. 70 atkvæðum. Vitað er, að atkvæðatala hans mun vaxa verulega, en hvort hún hækkar nægileva er spurningin, sem al- þj'ðukjósendur svara með atkvæði sínu efttr rúmar þrjár vikur. Kosningaharáttan hér snýst um það, og það ei' t, hvort Lúðvík Jós- epsson heldur uppbótasæti sínu. Það stendur tvímælalaust tæpt, en austfirzk alþýða mun setja metn- að sinn í það, að svo verði. Yill að Sunnmýliiig- ar fái 3 þingmenn -------Ég hef aldrei haft mik- inn áhuga á stjórnmálum, en þó hef ég neytt atkvæðaréttar r.iíns og már er það ekkert launungarmál, að ég hef ekki alltaf kosið sama flokk. Ýms atvik hafa ráðið því hvað ég hef kosið. En ég hef jafnan talið mig fylgjandi vinstra samstarfi og kosið þá, sem mér hafa þótt líklegastir til að koma því á, en því miður hefur reynslan sýnt, að mér hefur stundum skjátlast. Annars hef ég líka vilj- að styðja. þá menn, sem ég hef tal- ið líklegasta t'l að vinna þessum landshlula gagn. Við þessar kosningar er ég stað- ráðinn í að fylgja Alþýðubanda- laginu og er það einkum tvennt, sem veldur. 1 fyrsfca lagá tel ég, að muð stofnun Alþýðubandalagsins hafi verið gerð merkileg og alvarleg tilraun til að koma á vinstra sam- starfi og menn, sem óska eftir slíku samstarfi alþýðustéttanna á breiðum grundvelli verða að veita því brautargengi, eigi það að ná tilgangi sínum. 1 öðru lagi tel ég það mikinn skaða fyrir fjórðunginn, ef Lúð- vík Jósepsson nær ekki kosningu. Hann hefur oft sýnt það á þingi, að þar er réttur maður á réttum stað. Eg tel líka miklu vænlegra í til árangurs, að þingmenn héðan að austan séu ekki allir af sama pólitíska sauðarhúsi. Hitt skapar nokkra samkeppni í störfum að málefnum kjördæmisins og gæti það sannarlega orðið okkur til góðs. Það er trúa mín, að fylgi Lúð- víks hér í kjördæminu verði það mikið að það nægi til að tryggja honum öruggt þingsæti. Sjálfur hef ég engan áhuga á því, að hann felli Vilhjálm, enda mun það ekki koma til. Frá því kosningalögunum var breytt og uppbótarsætum úthlutað hefur Suður-Múlasýsla oftast átt þrjá fulltrúa á þingi, kjördæma- kjörnu þingmennina og uppbóta- þingmann, fyrst Jónas Guðmunds- son, þá Magnús Gíslason og nú um langt skeið Lúðvík Jósepsson. Enginn frambjóðandi í þessu kjör- dæmi, annar en Lúðvík, getur feng ið uppbótarsæti við þessar kosn- ingar. Falli hann, verða þingmenn Sunnmýlinga aðeins tveir og ég lít svo á, að þá hafi Sunnmýlingar tapað þingmanni í kosningunum. Gegn því vil ég sporna og er þar að le;ta einnar ástæðunnar fyrir því að ég er staðráðinn í að kjósa G-listann við þessar kosningar .. • Utanflokkamaður. Botnar óskast Blaðinu hafa borizt tveir vísu- helmingar, sem hér fara á eftir og mælist höfundur til þess að hag- mæltir lesendur botni. Fyrri visuhelmingurinn er svo- hljóðandi: Framsókn úr íhaldsfletinu skreið og faðmlögin þiggur í kratanna bæli Síðari vísuhelmingurinn hljóðar svo: Þjóðvörn mun hrökklast af þingi með smán og þá munu fáir gráta. NorSfjarSarbíó Í Freisting læknisins | Afar spennandi og athyglis-: | verð þýzk kvikmynd. Sagan, : : sem gerð var eftir kvikmynda-: j handritinu, hefur koraið út í j : íslenzkri þýðingu. Sýnd laugardag kl. 9.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.