Austurland


Austurland - 08.06.1956, Blaðsíða 3

Austurland - 08.06.1956, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 8. júní 1956, AUSTURLAND 3 Er Sicdín í kjöri? Eitt hefur verið sérstaklega á- berandi í kosningabaráttunni að þessu sinni. Það er hve allir and- stæðingar Alþýðubandalagsins eru hjartanlega sammála um að forð- ast sem allra mest umræður um Þau málefni, sem íslenzka alþýðu °g íslenzka þjóð varðar, málefni sem daglega leita á hug hvers manns og krefjast svars. Andstæðingarnir vita, að ferill Þeirra í innanlandsmálum er ekki slíkur, að hann þoli dagsins ljós. Þess vegna er um að gera að þyrla UPP nógu miklu ryki til þess að ferillinn sjáist ekki. °g eins og vant er þegar þessir Eokkar standa höllum fæti innan- lands, grípa þeir til þess, að reyna að Játa kosningar á íslandi snúast Um Það sem þeir segja að gerist ‘ Aússlandi. Og þar er uppistaðan 'Vgi, en ívafið sannleikur, því það er hægar að fá menn til að trúa lyginni, ef hún er krydduð fáein- sannleikskornum. Hegðun hinna móðursjúku and-^ stæðinga Alþýðubandalágsins er Þvi líkust, að sjálfur erki-andskoti J ■ uia, Stalín, sé í kjöri í hverju ■Oördæmi á Islandi og er hann þó sannanlega dauður fyrir rúmum Þrem árum. En Stalín er ekki í kjöri. Þess 'egna er allur þessi gauragangur idægilegur. Og hver maður með ó- spilltan hugsunarhátt og óánetjað- Ur Þessum áróðri sér hver tilgang- Urinn er. Hann er sá einn, að Ieyna að flýja afleiðingar verka Slnna> hann 'er sá, að reyna að komast hjá því að bera ábyrgð á Þ-im stórkostlegu glappaskotum, svo ekki sé meira sagt, sem stjórn- ondur íslands og taglhnýtingar Þeirra eru sekir um. Það þýðir ekkert að segja sjó-> manni eða verkamanni hér í bæ, að okki megi kjósa Lúðvík Jósepsson a þing, vegna þess að Stalín hafi Verið einræðissinnaður. — Ekki gat Lúðvík ráðið við það. ( Það þýðir ekkert að segja verka. '■onunni á Eskifirði, bílstjóranum c- Reyðarfirði eða sjómanninum á ^áskrúðsfirði, að ekki megi kjósa Þsta, sem Helgi Seljan er á, vegna Þess að Stalín hafi látið drepa íaann. — Ekki var það Helga sök. Það þýðir ekkert að segja bónda uPpi á Héraði, að ekki megi kjósa !sta með nafni Sigurðar Blöndal, ''egna þess að Stalín hafi verið rjálaður. — Enga ábyrgð ber Sig- Prður á því. Og það þýðir lieldur ekkert að ^egja sjómönnum og verkafólki á júpavogi, að ekki megi kjósa Þsta með nafni Ásbjörns Karls- Sonar vegna þess að Stalín hafi stefnt að heimsyfirráðum. Engin ahrif gat Ásbjörn haft á það. Kjósendur verða að átta sig á 1Vers eðlis kjaftæðið um Rússland °g Stalín er. — Það er reykský, sem andstæðingar Alþýðubanda- lagsins reyna að hylja sig í til að koma í veg fyrir að almenningur komi auga á eðli þeirra og tilgang. En ferskur andvari nýrra tima í stjórnmálum landsins mun sundra reykskýinu, svo hinn sanni tilgangur andstæðinganna komi í ljós. Flugvallargerð í Norðfirði Framhald af 1. síðu. Þá er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir því, að flugráð sjái sér fært að veita eitthvert fé til mannvirk- isins þó ekki væri nema 50 þús. kr„ og væri þá hægt að vinna fyr- ir 350 þús. kr. í surnar, en fyrir þá upphæð má koma verkinu á mJög góðan rekspöl. Það er ekki á valdi Norðfirðinga hvort af framkvæmdum verður eða ekki. Það er á valdi flugráðs eins, en því hefur verið gerð grein fyrir þeim fjáraflamöguleikum, sem hér eru fyrir hendi og er ó- trúlegt að það sjái sér fært að hafna þeim. Sanddæla sú, er notuð yrði við vallargerðina, liggur nú aðgerðar- iaus á Akureyri og er ekki vitað að neitt sé því til fyrirstöðu að hún verði flutt hingað. Lúðvík Jósepsson hefur unnið að þessu máli með odd og egg og það er honum að þakka hve vænlega horfir um framkvæmdir. Það var því harla broslegt, þegar Eysteinn Jónsson reyndi á framboðsfundin- um hér, að eigna sér heiðurinn af j Þessu verki. Hélt hann því fram, að hann hefði, af ráðamönnum bæjarins, verið beðinn um að ÚL vega fé til framkvæmda. Þetta er alrangt. Eysteinn hefur, sem fjár- málaráðlierra, verið beðinn um að Þ»Sgja það fé, sem \ið hér heima höfum útvegað. H\orki meira né ■ minna. Og Eysteinn hefur lýst yf- ir því að hann vilji þiggja þetta fé. Og finnst mönnum sérstök ástæða til að þakka það? Þess er rétt að geta, að ríkis- sjóður á að bera allan kostnað af flugvallagerð, svo það sem hér er að gerast er í raun og veru það að bæjarfélagið hér er að bjóðast til að lána hinum ríka ríkissjóði fé. En þessi tilraun Eysteins til að þakka sér hve vænlega horfir nú ■ í flugvallarmálinu, sýnir bezt ó- fyrirleitni mannsins við að reyna að láta þakka sér afrek annarra, þó hann hafi sýnt málinu fullkom- ið tómlæti. Þau eru vafalaust mörg málin, sem Eysteinn hefur með sömu ó- skammfeilninni reynt að helga sér, þó aðrir menn eigi af þeim allan heiður. Misheppnaður málflutningur Þeir eru ekkert lukkulegir í- haldsmennirnir liér í bænum með málflutning fulltrúa þeirra, Axels fógeta, á framboðsfundinum. Við hinn frambjóðandann undu þsim sæmilega, þó málflutningur hans væri ruglingslegur og frámuna- lega laus í reipunum. Það verður ekki af Einari haft, að hann hefur mikla þekkingu á sjávarútvegi, enda hefur hann mikið fengizt við útgerð, fiskiðju og brask á sviði útgerðarmála. Axel var mjög seinheppinn í vali á umræðuefni og er alveg furðulegt að rhaðurinn skuli ekki enn hafa áttað sig á afstöðu Aust- firðinga til þeirra mála, hernáms- málanna, sem hann gerði að um- ræðuefni. Axcl talaði tvisvar og bæði skipt in var ræða hans helguð þeirri J afstöðu íhaldsins að verja’ her-; námið og viðhalda því. Það má vel vera, að íhaldinu takist að telja Suðurnesjamönnum trú um, að hér á landi mundi ríkja eymd og hallæri, ef herinn yrði látinn fara úr landi, en það er vonlaust verk að ætla að telja Austfirðing- um trú um það. Ræðuefni Axels og túlkun hans á stefnu íhaldsins í þessum málum er því einkar vel til þess fallin, að flæma frá íhald- inu þá fáu menn, sem enn fylgja því í þessu kjördæmi. Einar Sigurðsson sagði sig á sínum tíma úr íhaldsflokknum í mótmælaskyni við inngöngu Is- lands í Atlanzhafsbandalagið. Ekki tókst að toga út úr lionum hver afstaða hans er nú og forðaðist hann að ræða þau mál. En Axel, aðaltalsmaður lierset- unnar hér eystra, bar áframhald- andi hernám mjög fyrir brjósti og virtist það lians eina stefnumál. Hafði hann sýnilega gert sér far um að tileinka sér rök þau, sem Bjarni Ben. notaði á fundinum hér, en misheppnaðist gjörsam- lega að feta í fótspor fyrirmynd- arinnar. Voru ræður hans þvælu-i legar og erfitt að átta sig á hvert hann var að fara og endaði hann vegferð sína innilokaður í marg- faldri kínverskri öskju og gaf fó- getinn fundarmönnum sæmilega greinargóða skýrslu um bygging- armáta þessháttar fylgsna. íhaldið hefur nú um langt skeið valið til framboðs hér menn, sem engar líkur eru til að geti safnað um sig kjörfylgi. Þeir hafa ekki getað haldið í íhaldsliðið í kjör- NorSfjarSarhló sýnir ítölsku úfvalsmyndina Kónur til sölu Ógleymanleg mynd úr und- irdjúpum mannlífsins. „Konur til sölu“ er kannski sú sterk- asta og mest spennandi kvik-1 mynd, sem komið hefur frá Italíu síðustu árin. Myndin er byggð á sönnum viðburðum, og það var gerð tilraun til að stöðva myndina áður en hún var sýnd almenningi. Sýnd sunnudag kl. 9. Niagara Framúrskarandi amerísk kvikmynd. — Aðalhlutverk: Marilyn Monroe. Sýnd laugardag kl. 9. Litli stroku- söngvarinn Fjörug og skemmtileg ame- rísk músík- og skemmtimynd litum. — 10 lög eru sungin í myndinni, Sýnd föstudag kl. 9. Sýnd sunnudag kl. 3. Johnny Guitar Amerísk kvikmynd í litum, Bönnuð innan 12 ára. Sýnd sunnudag kl. 5. Síðasta sinn. Munið minningarspjöld Sjúkrahúss Nes- kaupstaðar. -— Fást í Sigfúsar- verzlun, Pan og Sjúkrasamlaginu. dæminu og tapað stórlega við liverjar kosningar. íhaldsmenn hafa í stórum stíl kosið Framsókn og stundum hefur verið unnið skipulega að því að flytja kjör- fylgi íhaldsins til Framsóknar. íhaldið hefur enga möguleika til að ná sér hér á strik í þcssum kosningum. Útilokað er að það geti unnið hér þingsæti og hvergi hefur það möguleika á uppbótarsæti, Aðstaða þess er því engan veginn góð, þar sem fyrirfram má full- yrða, að öll íhaldsatkvæði falli dauð. Þó er hugsanlegt að það haldi því fylgi, sem það fékk síð-> ast, þrátt fyrir aumlegt framboð, því færri ílialdsmenn en áður mun nú fýsa að stvðja Framsókn. Aivinna Vantar haseta á síld á v. b. Sæfaxa. Talið við Garðar Lárusson.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.