Austurland


Austurland - 15.06.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 15.06.1956, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 15. júní 1956. j AusÉurland i s : Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. ■ ■ ■ ■ ■ ■ Kemur út einu sinni í viku. : ■ ■ ■ Lausasala kr. 2.00. ■ ■ ■ ■ [ Árgangurinn kostar kr. 60.00. ■ ■ ■ ■ Gjalddagi 1. apríl. ■ ■ NESPRENT H-P !..................-..... js Fordæmi Eyþórs Það hefur vakið athygli langt út fyrir mörk þessa kjördæmis að Eyþór Þórðarson hefur lýst yfir því, að hann muni í þessum kosn- ingum vinna að kosningu Lúðvíks Jósepssonar, frambjóðanda Al- þýðubandalagsins. Hræðslubandalagsmenn hafa orðið ókvæða við þessa yfirlýs- ingu Eyþórs. Oddur Sigurjónsson hafði ábyrgzt Framsókn, að eng- inn Alþýðuflokksmaður hér í bæ sýndi þann manndóm, að rísa gegn atkvæðabraski Hræðslubandalags-j ins. Þessvegna sagði einn af for- ystumönnum Framsóknar við Odd að afloknum framboðsfundinum: „Jæja, Oddur. Þarna fór þó að minnsta kosti einn“. Og Oddur ves- lingurinn var eins og lúbarinn rakki. En þeir verða fleiri en einn og fíeiri en tveir, sem fara sömu leiðn ina og Eyþór. Það mun sýna sig, þegar upp verður gert, að hvorki foringjarnir í Reykjavík né Oddur Sigurjónsson eru þess megnugir, að beygja Alþýðuflokksmenn hér að fótstalli Framsóknar. Eyþór skrifar tvær greinar í þetta blað þar sem hann gerir grein fyrir afstöðu sinni. Ýmislegt er í þessum greinum, sem vænta mátti, sem ekki er í samræmi við skoðanir Austurlands. En það er stefna Alþýðubandalagsins að sameina til átaka menn með að sumu leyti ólíkar skoðanir. Og það er styrkleikamerki, ef menn með ólík viðhorf til ýmissa mála, taka höndum saman í þeim tilgangi, að efla aðstöðu alþýðunnar á lög- gjafaþingi þjóðarinnar. En það er víðar en hér í Nes- kaupstað, sem Alþýðuflokksmenn rísa upp gegn ofríki leiðtoga sinna, þó einn lítill karl taki í auðmýkt við fyrirskipunum þeirra og reyni af veikum mætti að fylgja þeim eftir. Raunin mun verða hin sama annars staðar í kjördæminu. Og hvaðanæva að berast fregnir um svipaðar uppreisnir hinna óbreyttu kjósenda. Og ekki er sú hliðin, sem að Framsókn snýr, skemmtilegri fyr- ir Hræðslubandalagið. — I þeim kjördæmum, sem Eysteinn hefur pokað Framsóknarmennina og látið þá sem hvem annan varning í skiptum fyrir kratana hér, er hið sama upp á teningnum. KjósendJ urnir neita að láta b'raska m*ð Líður að leikslokum Framhald af 1. síðu. farið hér. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt málefnum þessa kjör- dæmis furðulegt tómlæti og stund- um beinan fjandskap, t. d. í land- helgismálinu og samgöngumálum. Kosningaloforð sín hefur flokk- urinn aldrei talið sér skylt að efna. Nægir í því sambandi að minna á það loforð hans við kosn- ingarnar 1949 og 1953, að mynda undir engum kringumstæðum stjórn með íhaldinu. En reyndin varð sú í bæði skiptin, að flokkur- inn gekk til stjórnarsamstarfs með íhaldinu. Áreiðanlega hefur Fram- sókn blekkt marga kjósendur til fylgis við sig með þessu loforði og vinstra kjaftæði, sem ekkert var meint með. Og enn á ný er loforðið um að mynda ekki stjórn með íhaldinu endurtekið. Enn á ný skrýðist Framsókn vinstri gærunni. En skyldu kjósendur enn einu sinni þurfa að reka sig á til að varast hrekkvísi Framsóknar? Fullvíst má telja, að Framsókn haldi enn sinni sterku aðstöðu hér í kjördæminu og að báðir þing- menn flokksins nái kosningu, en þó e. t. v. ekki með jafnmiklum yfirburðum og síðast. Alþýðuflokkurinn Sá flokkur býður nú ekki fram hér í sýslu. Flokksstjórnin hefur ,,pokað“ Alþýðuflokksmenn hér og afhent Framsókn pokann í skipt- um fyrir poka með Framsóknar- kjósendum á Suðurnesjum. En svo fór, að pokar þessir reyndust ekki heldir og brjótast hinir pokuðu hver á fætur öðrum úr pokunum. Neita þeir að sætta sig við að vera seldir mansali c(g kveðast kjósa það sem þeim sýnist. Er mælt, að fátt muni um pokamenn á kjördegi. Hér er hún að endurtaka sig, sagan frá forsetakosningunum, þegar hinn óbreytti kjósandi neitar að láta verzla með atkvæði sitt. I þessu kjördæmi mun reyndin verða hin sama. Það mun ekki stór hópur Alþýðuflokksmanna, sem fæst til að kjósa Framsókn. Flestir þeirra munu kjósa Alþýðu- bandalagið eða landslista síns flokks. Alþýðuflokkurinn er kominn út á mjög hálan ís og ekki sjáanlegt, að hann geti framar haldið fram sjálfstæðri þjóðmálastefnu gagn- vart Framsókn, Það væri t. d. ekki skemmtilegt fyrir Odd Sigur- jónsson að bjóða sig fram fyrir sig og segjast kjósa það sem þeim gott þyki Og aumingja hræðslubanda- lagið er nú svo hrætt orðið vegna þessa mótlætis, að ástæða væri að lengja nafnið um fjóra stafi og kalla það ofsahræðslubandalagið. i Alþýðuflokkinn við næstu kosn- ingar eftir að hafa gerzt með- reiðarsveinn Eysteins og gert allt sem í hans valdi hefur staðið til að telja Alþýðuflokksmenn á að kjósa Framsókn. Þjóðvarnarflokkurinn Sá flokkur bauð hér ekki fram 1953, en hlaut þó 89 atkvæði á landslista. Vafasamt er að flokk- urinn hefði fengið svo mörg at- kvæði, ef hann hefði boðið fram. Þjóðvarnarflokkurinn virðist vera samsafn skrítinna manna. Hann þykist vera ákaflega um-i bótasinnaður, en í þessum kosn- ingum hefur hann komið fram sem hjálparkokkur íhaldsins, sem hag- ar framboðum sínum á þann veg, að sem mest líkindi séu til þess, að hann felli umbótasinnaða fram- bjóðendur. Öllum heimildum ber saman um, að Þjóðvarnarflokkurinn muni tapa þingsæti sínu í Reykjavík og þar með eru öll atkvæði, sem flokkurinn fær, ómerk. Framboð Þjóðvarnarmanna hér getur ekki haft annan tilgang en að koma í veg fyrir, að Lúðvík Jósepsson haldi uppbótarsæti sínu. Hvert atkvæði, sem Þjóðvarnar- flokkurinn kann að vinna frá Al- þýðubandalaginu, stuðlar að falli Lúðvíks. Þjóðvarnarflokkurinn innsiglaði sinn eigin dauðadóm þegar hann hafnaði aðild að Alþýðubandalag-j inu. Þá hafði hann tækifæri til að sanna að hann væri umbótasinn- aður vinstri flokkur, en lét það sér úr greipum ganga. Hans bíða þau ein örlög, að verða úti í kosningahríðinni. Alþýðubandalagið I vor voru stofnuð, að forgöngu Alþýðusambandsins, stjórnmála- samtök, Alþýðubandalagið, nem ætlað er að styrkja aðstöðu al- þýðusamtakanna á þingi. Uppi- staða þessara samtaka er Sósíal- istaflokkurinn og vinstri hluti Al- þýðuflokksins, en auk þess fylgja því margir þjóðvarnarmenn, vinstri Framsóknarmenn og utan- flokkamenn. Alþýðubandalagið hefur hvarvetna hlotið hinar beztu undirtektir og er sýnt, að það fær mikið fylgi í kosningunum. Framboð Alþýðubandalagsins hér í sýslu er ágætt dæmi um á hve breiðum grundvelli það stendur. Á listanum eru tveir menn úr Sósíalistaflokknum, varamaður úr miðstjórn Þjóðvarnarflokksins og meðlimur úr flokksstjórn Al- þýðuflokksins. Full ástæða er til að ætla, að Alþýðubandalagið fái til muna meira fylgi hér í sýslu en Sósíal- istafiokkurinn fékk 1953. En samt er mjög mikið vafamál, að upp- bótarsæti fáist hér og vill blaðið í því sambandi taka undir um- mæli Hamars, að uppbótarsæíi getur oltið á einu atkvæði. Til þess að tryggja að Lúðvík Jósepsson haldi þingsæti sínu, þarf frjálslynt og umbótasinnað fólk að kjósa hann. Einstaka sinnum hittir maður kjósendur sem segja: „Það væri mikill skaði fyrir okkur, ef Lúðvík félli og ég óska að hann nái kosningu, en samt tel ég mig ekki geta kosið hann“. Menn, sem hugsa og tala á þenn- an hátt, eru á valdi pólitískra hleypidóma. — Þeir viðurkenna, að Lúðvík megi ekki missast af þingi, en hugsa sér samt að stuðla að falli hans með atkvæði sínu. Þetta nær engri átt. Hverj- um kjósanda ber siðferðileg skylda til að kjósa þá menn, sem þeir telja byggðarlaginu hag í að hafa á þingi. Það má ekki koma fyrir, að Lúðvík Jósepsson eigi ekki sæti á nœsta þingi. Það er siðferðileg skylda Sunnmýlinga, sem viður- kenna gildi þess, að Lúðvík sé á þingi, að veita honum brautar- gengi, án pólitískra hleypidóma, hvar sem þeir annars skipa sér í sveit á vettvangi þjóðmálanna. Og ekki mál gleyma því, að frumskilyrði þess, að mynduð verði vinstri stjórn að kosningum loknum, er að Alþýðubandalagið komi sterkt út úr kosningunum. — Án þátttöku stjórnmálasamtaka alþýðusamtakanna er vinstra sam- starf fjarstæða. Matvörubúðin: Alegg: Svínavöðvi Malakoff Spægipylsa Reykt rúllupylsa Mysingur Ostur Vefnaðarvörubúðin: Nýkomið: Tweedefni Sumarkjólaefni Allskonar silkibönd / Flauelsbönd Bendlar Vasaklútakassar Nylonskjört á 44.00 Pöntnnaríélag alþýða, Neskanpstað likHHimiuimiimiiMiHikuniiuiJiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiMtHiiniiuiuimiiiuti'Mii*1

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.