Austurland


Austurland - 15.06.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 15.06.1956, Blaðsíða 4
4 AÚSTURLAND Neskaupstað, 15. júní 1956. Bréfi svarað Félagi Oddur A. Sigurjónsson. Þú sendir mér opið bréf í síðasta ,,Hamri“. Finnst mér rétt að kvitta fyrir móttöku þess og svara því nokkrum orðum. Þú segir að þér og öðrum Al- þýðuflokksmönnum hafi komið mjög á óvart sú yfirlýsing er ég gaf á framboðsfundinum hér um daginn að ég ætlaði nú að styðja að kosningu Lúðvíks í þetta sinn. Það getur ekki verið rétt hjá þér, að þetta hafi komið þér á óvart. Þú vissir það fyrir löngu, að til orða kom að ég yrði í framboði með Lúðvíki nú við í hönd farandi kosningar og auk þess neitaði ég að vera í kosn- inganefnd flokksins, er um það var rætt nú fyrir nokkru, af því að ég væri að hugsa um að styðja Lúð^ vík nú. Með yfirlýsingu þessari telur þú að ég hafi gengið í kommaflokk- j mn. Slíkt er hreinasti misskilning- ur hjá þér, félagi. É|g hef líka gert grein fyrir því á öðrum stað hér í blaðinu, að ég tel mig á engan hátt verri Alþýðuflokksmann nú en áður, þótt ég neiti að fara að þeim fyrirmælum flokksforingj- anna, sem ég veit, að þeir eru kúg- aðir til að gefa út, sér þvert um geð, og til þess eins, er bezt verð- ur séð, að svala heimskulegri metnaðargirnd eins af foringjum samstarfsflokksins, en samstarf- inu í heild til ills eins. Úg sýni líka fram á það í þeirri grein, að eins og málin liggja nú fyrir hér í kjördæminu, þá er ég nær því að styðja Alþýðuflokkinn með því að kjósa Lúðvík, en þú með því að kjósa Framsókn. Þú varst líka, og ert sjálfsagt enn, sömu skoðunar og ég um fá- nýti þess, að Alþýðuflokksmenn héi1 í þessu kjördæmi kasti at- kvæðum sínum á frambjóðendur Framsóknar. Þú vildir kjósa landslista flokks þíns og ætlaðir að stuðla að því að aðrir gerðu það einnig, enda gat vel svo farið og enda líklegt að það munaði Al- þýðuflokkinn og „Hræðslubanda- lagið“ einum þingmanni. En þú gugnaðir, lést poka þig, og nú breytir þú á móti betri vitund á móti hagsmunum flokksins, er þú gerir atkvæði þitt ónýtt og stuðl- ar að því að aðrir Alþýðuflokks- jnenn hér geri slíkt hið sama með því að kjósa Framsókn. Þá drepur þú svolítið á það, sem þú kallar einkamál mín. Þar telur þú í öðru orðinu að ég sé „bugað gamalmenni“, en í hinu að ég muni vel treysta mér til að bæta við mig öðru embætti til viðbótar því sem ég þegar hef. Hvað eiga nú svona dylgjur að þýða, félagi Oddur? Ef einhver átti að trúa, hefði þá ekki verið skynsamlegra að láta n»f ja annað tV’e'ggja þtoia- ara atriða, ég held þeir hljóti að verða fáir, sem treysta sér til að sjá í þessu annað en heimskulega illkvittni. Hitt tel ég mér á engan hátt til vansa, að ég hef leyft mér að sækja um embætti, sem losnað hefur hér í bæ og ég fann mig vel hæfan til að gegna, enda miklu léttara, en það starf, sem ég nú hef og auk þess betur launað. Þarf enginn að furða sig á slíku um „gamlan mann“ þótt hann óski að fá létt- ara starf, ef völ er á. Hæfni mín til starfsins hefur heldur ekki ver- ið véfengd af neinum, ekki heldur þeim, sem veita skyldi, en hæfni til starfans átti þar aldrei neinu að ráða heldur ,,pólitísk“ sjónar- mið eingöngu. Þá þykist þá hneykslast á því að ég skyldi segja á fundinum, að Lúðvík hafi reynt og að nokkru tekist að bæta fyrir það, er hann með tilstyrk félaga sinna kom Jónasi Guðmundssyni héðan til Reykjavíkur. Nú er Jónas þeim þakklátur fyrir þetta, enda hefði hann sjálfsagt farið hvort sem var, en kannske eitthvað seinna. Ekki tek ég þessi orð mín aftur, því að þau eru sannleikur. Lúðvík hefur reynt að vinna bæjarfélaginu það gagn, sem hann hefur getað og eftir því, sem hann hefur haft vit til og það höfum við líka viljað gera, Oddur minn, þótt oft hafi greint á um ýms mál. Hitt sagði ég aldrei, og datt ekki til hugar að segja, að Lúðvík hefði reynt að bæta Alþýðuflokknum hér eða annars staðar burtför Jónasar. Þú segir að ég viti að þú og aðrir Alþýðuflokksmenn hér í bæ vinni ekki eftir neinni fyrirskipun í þessum kosningum. Ég veit auð- vitað ekki, hvernig hver einstakur greiðir atkvæði á kjördegi, en hitt veit ég, að þú gerir það eftir fyrir- skipun (þú mátt kalla það tilmæli) ef þú kýst lista Framsóknar nú í þessum kosningum, sem ég efast mjög um að þú gerir. Ég veit líka, að ef þú gerir það, þá gerir þú það vel vitandi, að þú með því ert að skaða þinn eigin flokk. Loks heldur þú því fram, að ég hafi haft óviðurkvæmilegt orð- bragð um Guðmund í. Guðmunds- son, með því að kalla hann ,,legáta“. Ég skal viðurkenna að orðið er ef til vill ekki góð ís- lenzka, en haft var það um virðu- lega sendimenn áður fyrr og það tel ég einmitt að Guðmundur hafi verið. Ég hef líka haldið því fram að hann hafi flutt sitt mál vel og prúðmannlega, en engu síður er ég viss um það, að hann tók það nokkuð nærri sér að þurfa að biðja okkur um að afneita nú okkar fíokki og kjósa Framsókn. Eg sagði ekki, að slíkt væri ósæmi- legt, en ef til vill finnst þér það, Oddur, og get ég ekki að því gert. Ég sendi Guðmundi engar hnútur, hvorki verðþkuldaðar né óVerð-j skuldaðar og heldur ekki kveðjur. Ég kvaddi hann þegar hann fór héðan. I lok bréfs þíns virðist mér sem þú teljir mig genginn úr Alþýðu- flokknum og yfir til kommanna og í því tilefni lætur þú falla til mín nokkur vinsamleg kveðjuorð. En þetta er alger misskilningur hjá þér, Oddur minn. Ég hef aldrei verið meiri Alþýðuflokksmaður en einmitt nú. Og ég ætla mér að starfa fyrir hann framvegis sem hingað til eftir getu. En ég mun ekki fremur en áður hlýða í blindni fyrirskipunum flokks- stjórnarinnar í Reykjavík, ef mér þykja þær fara í bág við það sem heilbrigð skynsemi býður mér að gera hverju sinni. En ætlir þú þér að beita þér fyr- ir því að mér verði vikið úr flokkn- um fyrir það, að ég neita nú að kjósa Framsókn, þá þú um það, en hræddur er ég um að þú þurfir þá að víkja fleirum um það lýkur. Með flokkskveðju. Eyþór Þórðarson. Merkur tónlist- arviðburður Síðastliðið þriðjudagskvöld léku fimm blásarar úr Sinfoníuhljóm- sveit Bostonborgar í Bíóhúsinu hér í bænum á vegum Tónlistarfélags Neskaupstaðar. Þeir léku á þessi liljóðfæri: Tvo trompeta, eitt franskt horn og tvær básúnur. Hljómleikaskráin var fjölbreytt og voru undirtektir áheyrenda ágætar. Allir eru menn þessir snillingar hver á sitt hljóðfæri og samleikur þeirra fágaður og þrautþ j ál f aður. Listamennirnir HversYegna leggjum við í kosningasjóð ? Það gerum við til þess að fjár- þröng þurfi ekki að há Alþýðu- bandalaginu í kosningabaráttunni. Allir flokkar þurfa að leggja fram mikið fé í sambandi við kosning- arnar til að standa straum af fundarhöldum, ferða-lögum, sím-1 kostnaði o. s. frv. Sumir flokkar geta auðveldlega aflað fjár til kosningabaráttunnar, án þess að þurfa að leita til hinna óbreyttu kjósenda. Að þeim standa það öflugir einstaklingar og stofn- anir. Alþýðubandalagið hefur ekki til annarra að leita, en fylgismanna sinna í röðum alþýðunnar. Því að- eins að alþýðan sjálf kosti kosnj ingabaráttuna, verður hún háð. Talsvert fé hefur komið í kosn- ingasjóð Alþýðubandalagsins hér, en þó vantar mikið á að nóg sé. Er því hér með skorað á stuðnings- menn Alþýðubandalagsins, sem enn hafa ekki lagt fram sinn skerf að gera það sem fyrst. Efling kosiþngasjóðsins er einn þátturinn í baráttu okkar fyrir því að tryggja Lúðvíki Jósepssyni þingsæti. léku eingöngu klassíska -tónlist og virtist hún falla áheyrendum vel í geð, þrátt fyrir þá tízku að nefna alla klassíska tónlist sinfóníugarg. Hljómleikar þessir voru fjölJ sóttir, enda var aðgangur ókeypis. Listamennirnir sýndu okkur þá velvild að koma hingað og leika okkur að kostnaðarlausu, en þeir eru nú í sumarfríi. Að tónleikunum loknum hylltu menn hina góðu gesti með fer- földu húrrahrópi. Að lokum vil ég þakka Bíóinu f. h. Tónlistarfélagsins fyrir ókeypis lán á húsinu. Davíð Áskelsson. 17. júní hálíðahöldin 17. júní-hátíðahöldin hefjast með skrúðgöngu frá torginu kl. 1.30. Lúðrasveitin leikur fyrir göngunni. — Að lokinni skrúð- göngu hefst samkoma við Sundlaugina og verður dagskrá henn- ar í aðalatriðum sem hér segir: 1. Guðþjónusta, séra Ingi Jónsson prédikar. 2. Lúðrasveit Ne^kaupstaðar leikur, stjórnandi Haraldur Guðmundsson. ' 3. Sundkeppni, 4. Hindrunarhlaup. Um kvöldið kl. 10 hefst dansleikur í Barnaskólanum. 7 manna hljómsveit leikur. — Nánar í götuauglýsingu, Hátíðanefndin.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.