Austurland


Austurland - 22.06.1956, Qupperneq 1

Austurland - 22.06.1956, Qupperneq 1
Málgagn sósfalista á Anstnrlandi 6. árgangur. Neskaupstað, 22. júní 1956. 21. tölublað. Sjálfra okkar vegna kjósum við Lúðvík á þing Eins og marg oft hefur verið bent á hér í blaðinu, stendur bar- attan í þessum kosningum í Suður- Múlasýslu um það eitt, hvort Lúð- vík Jósepsson á að halda uppbóta- sæti sínu áfram, eða ekki. Fram- sóknarflokkurinn sýnist alveg viss Kieö að fá báða sína menn endur- kjörna og engum heilvita manni kemur til hugar, að nokkur fram- ^jóoandi í kjördæminu annar en Lúðvík Jósepsson, hafi nokkra ^iöguleika til að liljóta uppbóta- sæti. Öðrum þræði snúast því kosn- úigarnar um það, hvort Suður- Wúlasýsla á að fá þrjá þingmenn, eða aðeins tvo. Það er einkum þrennt, sem mun hvctja kjósendur til að tryggja Lúðvíki áframhaldandi setu á Al- þingi. I fyrsta lagi er Lúðvík viður- kenndur af öllum almenningi sem sérstaklega ötull taismaður Aust- firðinga innan þings og utan. Hann hefur sérlega staðgóða og yfir- gripsmikla þekkingu á öllu því, er lítur að atvinnumálum fjórðungs- ins og raunar þjóðarinnar allrar, einkum á sviði útvegsmála. Það er líka viðurkennt, að hann er sam- vinnuþýður með afbrigðum og sýnt um að vinna málum sínum fylgi, þrátt fyrir tómlæti og sinnu- leysi æðstu ráðamanna. Austfirðingar munu hugsa sig um tvisvar áður en þeir skaða sjálfa sig með því að afþakka þjónustu þessa dugmikla og þraut- reynda baráttumanns. Það fylgi, sem Lúðvík hefur fengið og fær er ekki nema að nokkru leyti flokkslegt fylgi. Að verulegu leyti samanstendur kjósendahópurinn af mönnum með aðrar stjórn- málaskoðanir. En þeir eru ekki það einstrengingslegir í skoðunum, að þeir ekki viðurkenni dugnað og starfhæfni Lúðvíks, eða gildi þess fyrir kjördæmið, að hann verði áfram á þingi. Að þessu sinni munu menn með aðrar stjórnmálaskoðanir en Lúð- vík, kjósa hann í enn ríkari mæli en nokkru sinni áður, því nú er þeim það Ijóst, að mjög getur brugðið til beggja vona um.þing- setu hans. I öðru lagi er mönnum það ljóst, að Lúðvík Jósepsson er einn af helztn talsmönmim náins vinstra samstarfs á breiðum grundvelli. Fall Lúðvíks mundi verða mikið á- fall fyrir þessa hreyfingu. Nú er það svo, að öllum þorra vinstri manna er ljós þýðing þess og nauðsyn, að raunverulegt vinstra samstarf skapist og það sem allra fyrst. Þetta fólk þráir ekkert heitar en einingu alþýðunnar. End- urkjör Lúðvíks er sigur einingar- aflanna, en fall hans mjög tilfinn- anlegur ósigur. Þessvegna verður því ekki trúað, að einingarsinnar tryggi ekki þessum ósérplægna talsmanni vinstra samstarfs end-i urkosningu og veiti honum þann- ig aðstöðu til að halda þessari baráttu áfram, jafnvel þótt stjórn- málaskoðanir þeirra falli ekki að öllu leyti saman við skoðanir Lúðvíks. 1 þriðja lagi viðurkenna kjós- endur almennt, að það hefur þýð-i ingu fyrir kjördæmið, að þaðan séu á þingi menn með ólík sjónar- mið. Slíkt skapar nokkra sam- keppni í störfum fyrir kjördæmið, en henni er ekki til að dreifa, ef þingmenn héðan eru af sama sauðarhúsi. Fari svo, sem ekki er talið alveg Framhald á 5. síðu. Frambjóðendur Alþýðubandalagsins í S-Múlasýslu Þetta eru Liiðvík Jósepsson. ykkar merni, þeim getið þið Helgi Seljan. Sigurjður Blöndal. Ásbjörn Karlsson. treyst. XG Tryggjum Lúðvíki þingsœti X G

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.