Austurland


Austurland - 22.06.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 22.06.1956, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 22. júní 1956. Orstutt svar til Bergs Það mun vera nokkuð í samræmi við málflutning þeirra þjóðvarn-i | armanna í garð Alþýðubandalags- ! ins nú fyrir þessar kosningar, að í höfuðpaur þeirra klofningsmanna j er látinn svara grein minni í Út- ' sýn. Er það vel skiljanlegt þegar þess er gætt að í hinni aumu en rætnislegu svargrein Bergs Sigur- björnssonar er hann að stangast við sjálfan sig í þeirri viðleitni sinni að kenna mér hvernig um- gangast eigi sannleikann. Kennsla Bergs fer svo annað tveggja fram í aumingjalögum útúrsnúningum eða ósvífnum lygum, um mig per- sónulega og má af þeim ástæðum augljóst vera, þó ég afbiðja frek- ari kennslu Bergs í þessum efnum, Hitt vil ég svo segja Bergi, að láti hann af þessari ógeðslegu iðju sinni, mun ég ekki ónáða hann frekar með bréfaskiptum um eitt né neitt. Þú dirfist að segja að ákvörð- un mín um að vera á lista Alþýðu- bandalagsins hafi stafað af móðg- un út af því að þjóðvarnarmenn töluðu ekkert við mig um að fara í framboð. Þessu heldur þú fram vitandi vits að þú sjálfur baðst mig um að vera í framboði í sím- tali snemma í maí, en ég neitaði, ekki af þeim ástæðum er þú segir svo síðar að hafi valdið, og verður þar raunar tvísaga um áistæðu mína, sem sagt persónufylgi mitt hér eystra. Þú veizt það bezt sjálf- ur að ég sagði þá það sama og í Útsýn að framboð þjóðvarnar- manna hér, hvort sem það væri ég eða annar maður á lista, myndi nær eingöngu taka fylgi frá Lúð- víki Jósepssyni og þannig beinlín- is stuðla að því að fella hann frá þingsetu. Þetta eitt hefði nægt til neitunar minnar í símtali okkar, því að því vildi ég alls ekki stuðla þó það virðist hafa verið þitt á- hugamál. Um persónufylgi mitt hér eystra hef ég hvorki rætt við big né aðra legáta þjóðvamarmanna. Þú veizt eins vel og aðrir að ungur, óþekkt-i ur maður hefur ekkert slíkt per- sónufylgi. Um þá lygi þína að ég hafi móðgazt vegna þess að þú hafir verið að biðja Marinó bróður þinn um að fara í fyrsta sætið á þjóð- varnarlistanum, get ég sagt þér það að það heyrði ég fyrst eftir að þeir heimsóttu mig Gils og Valdimar og þá hafði ég eins og þú vissir tekið fullnaðarákvörðun um framboð á vegum Aþýðu- bandalagsins. Þetta er því fullkom- in lygi og batnar sízt við það að þú dirfist að segjast hafa votta að þessu. Söguna um þetta, sem ég hvorki lagði trúnað á né rengdi get ég svo sagt alla þér og fleirum til gamans. Það fylgdi semsagt sögunni að samkv. frásögn þeirra Gils og Valdimars hefðir þú ekk- ert umboð haft til þess að biðja bróður þinn um slíkt af hálfu þjóðvarnarmanna. Ef þessi síðari hluti er jafn sannur og fyrri hluti hennar skal ég fallast á að þjóð- varnarmenn hafi ekki minnst á það við mig að fara í framboð ef beiðni þín nú í vor og eins tilmæli þín í fyrrasumar hafa aðeins verið þitt persónulega vanafleipur við hina og þessa. En svona lágkúru- legur málflutningur rétt fyrir kosningar mun hefna sín í kosn- ingunum, Bergur minn. Það gerir persónulegt níð alltaf. Ég hygg líka að þeir verði ekki margir, hvorki nemendur mínir eða aðstandendur þeirra sem vilja taka undir þá kurteisislegu full- yrðingu þína að í minni kennslu leggi ég aðaláherzlu á að Ijúga í nemendur mína. Kannski þú hafiu votta að því líka? Ástæðurnar sem þú setur fram í greininni gegn þátttöku þjóð- varnarmanna í Alþýðubandalag- inu hafði ég allar áður séð í grein eftir þig fyrir skömmu, sem ein- kenndist af blindu ofstæki þínu í garð sósíalsta, þar sem þú veifað- ir Rússagrýlunni af engu minna kappi en íhald og hræðslubanda- lag og vildir með því leyna hinni raunverulegu ástæðu. Upprifjun- in var því óþörf, hún dregur úr persónulegu níði um mig og gerir greinina minna krassandi. Eða ertu ekki mér sammála um það? I grein minni sagði ég að ég hefði sjálfsagt verið eins góður þjóðvarnarmaður og hver annar t. d. eins og óflokksbundnir fram- bjóðendur. Þessu víkur þú þér til gamans við þannig að ég hafi sagzt vera ötulasti þjóðvarnar- maður austanlands. Þessu hef ég a'drei og mun aldrei halda fram, en við hitt stend ég og breytir þar engu, þó þú leggir áherzlu á svik mín við flokkinn. Um afstöðu mína til þessa máls hef ég rætt ýtarlega í Útsýn og óþarfi að ræða hér enda hvert orð óhaggað þrátt fyrir persónuníð þitt. Að lokum vil ég segja þér það, Bergur Sigurbjörnsson, að ég hef engan áhuga á persónulegum skætingi okkar á milli og vona því að þú fyrirgefir auðmjúklegast þó ég segi mitt síðasta orð hér um. Með framaóskum. Helgi Seljan. Oddur og dreng- skapurinn Framhald af 1. síðu. Neskaupstað. En nóg um það. Aðalatriðið í þessu öllu saman og það sem máli skiptir, er ekki minn og þinn drengskapur, reiði né fyrirgefning, heldur það að við Austfirðingar höfum ekki efni á því að missa Lúðvík nú af Alþingi. Þaði vænti ég að Austfirðingar almennt geri sér ljóst og þá Al- þýðuflokksmenn í þessu kjördæmi alveg sérstaklega. Við höfum engu lofað, né ráðstafað atkvæði okkar fyrirfram, og getum því með góðri samvizku kosin þann mann-< inn, sem við teljum líklegastan til þess að vinna okkur íbúum þessa kjördæmis mest gagn með þing- setu sinni og það er tvímælalaust Lúðvík. Oddur A. Þú kýst Eystein og baunirnar. Við hinir kjósum Lúð- vík. Eyþór Þórðarson. .rr\r .#\r *r- *- -r Norðf/arðorWó » ■ j Konur til sölu ■ ■ ■ Sýnd laugardag kl. 9. Þannig munu fleiri hugsa Nýlega hitti ég þrjá menn sem ræddu um Alþingiskosningarnar í Suour-Múlasýslu. Einn þeirra hafði kosið Sjálf- stæðisflokkinn í mörg ár. Annar hafði kosið Framsóknar- fiokkinn. Og sá þriðji var Alþýðuflokks- maður. Allir sögðu þessir menn: 1 þessum kosningum kjósum við ekki um flokka, heldur fyrst og fremst um menn. Við erum ekki svo f.okksblindaðir, að við ekki viðurkennum, að Lúðvík Jósepsson er góður fulltrúi Austurlands á Alþingi, og að hann er einn sköru- legasti þingmaður landsins. Við viljum ekki, að Lúðvík falli og að Austurland tapi einuni sínum full- trúa. Við erum því ákveðnir í að hjésa Lúðvík. Þeir veroa ábyggilega fleiri, sem þannig hugsa og láta ekki flokks- bönd aftra sér frá að hafa áhrif á úrslitin hér í sýslu. S ime/.nizi; um kosningu Lúðviks. XG Alþýðuflokksmenn 1. Alþýðubandalagjið er eini verklýðsflokkurinn, sem nú gengur til kosninganna. 2. Alþýðubandalagið er sameiningarf okkur allra vinstri manna. 3. Formaður Alþýðubandalagsins er fyrrverandi formaður Al- þýðuflokksins og einn þekktasti foringi hans, Hannibal Valdi- marsson. 4.. Fjöldi Alþýðuflokksmanna er í kjöri fyrir Alþýðubandalagið og veitir því allan stuðning. 5. Hér í sýslu er Ásbjörn Karlsson á Djúpavogi á lista Álþýðu- bandalagsins, en hann er í flokksstjórn Alþýðuflokksins og héfur árum saman verið forystumaður Alþýðuflokksins á Djúpavogi og í síðustu Alþingiskosningum var hann á lista fiokksins hér í sýslu. 6. Eyþór Þórðarson. kennari í Neskaupstað hefur í mörg ár verið í fremstu röð Alþýðuflokksmanna á Austurlandi og hefur verið í kjöri fyrir f!okkinn í Alþingiskosningum. Hann styður Alþýðubandalagið og hefur skorað á flokksmenn sína að gera það líka. 7. Formaður Málfundafélags jafnaðarmanna, Alfreð Gíslason, læknir, einn vinsælasti forystumaður AlþýðuFokksins, er nú í stjórn Alþýðubandalagsins. 8. Hér í sýslu er aðeins um tvenn; að velja fyrir Alþýðuflokks- menn. Að kjósa Alþýðubandalagið, eða kjósa Framsókn. Að kjósa Framsókn er þarflaust því hún er viss með báða sína menn. Að kjósa Alþýðubandalagið getur tryggt kosningu Lúðvíks. — Valið fyrir Alþýðuf! -ksmenn er auðvelt. — Þeir kjósa Lúðvík. — Þeir kjósa G-listann. XG Mœtið snemma á kjörstað XG

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.