Austurland


Austurland - 22.06.1956, Blaðsíða 6

Austurland - 22.06.1956, Blaðsíða 6
6 AUSTURLAND Neskaupstað, 22. júní 1956. Eyþór Þórðarson: Oddur og drengskapurinn Ég hafði ekki ætlað mér að fara að eiga í blaðadeilum við þig, Oddur A., en mér finnst ég varla komast hjá að beina til þín nokkr-j um orðum, þar sem þú sýnir mér þann einstæða drengskap í síðasta Hamri þínum að sletta að mér nokkrum dylgjum og uppnefnum. Þú dreifir þessum óhroða vítt um blaðið, líkt og rúsínum er dreift í kepp, og þótt þetta sé þannig framsett, að lítt sé skiljanlegt er reynt að vekja á því athygli með gæsalöppum og undirstrikunum. Sjálfsagt gengur þér dreng- skapur einn til þessa, hefnigirni getur það trauðla verið, því að ekki er mér kunnugt um að ég hafi nokkuð gert á hluta þinn. Þú telur þáð bera vott um spillt siðferði, að ég skuli leyfa mér að hvetja Alþýðuflokksmenn hér í kjördæminu til þess að kjósa Lúð-i vík nú og stuð.'a þannig að því að Alþýðuflokkurinn geti fengið upp- bótarmann á kostnað Pramsókn-j ar, en þú viðurkennir þó að þetta sé rétt athugað hjá mér. Ég get ekki séð neitt ódrengi- legt við það, þótt menn breyti samkvæmt sannfæringu sinni eins og líka þú ætlaðir að gera áður en þú eygðir Eystein með bauna- skammtinn. Vonandi gleymir Ey- steinn þér ekki að afstöðnum kosn- ingum, þótt hann kannski gleymi þörfum kjördæmisins. Ef við Alþýðuflokksmenn í S- Múlasýslu hefðum verið spurðdr um það hvort við vildum styðja Framsókn í þessum kosningum og við samþykkt það áður en fram- boð voru hér ákveðin, þá hefði mátt segja að ódrengilegt hefði verið að hvetja menn til hins gagnstæða. En því var nú ekki að heilsa. Álits okkar var ekki leitað þar um, en í þess stað var sendur hingað sérstakur sendiboði þegar allt hafði verið ákveðið, til þess að skipa okkur að hlýða og sætta okkur við gerðir flokks- stjórnar. Ég spyr þig nú Oddur A. Eru slík vinnubrögð drengileg og í samræmi við það lýðræði, sem þú þykist dá og fylgja? Ég kalla að með þessu sé okkur Alþýðuflokksmönnum hér sýnd sérstök lítilsvirðing og það miklu meiri en almennt gerist jafnvel í þessum kosningum. Hví mátti ekki senda manninn fyrst og leita á- lits okkar og samþykkis eins og gert var víðast hvar annars stað- ar, t. d. hér í næsta kjördæmi, Seyðisfirði. Þar leyfði flokkstjórn- in sér ekki að gefa út neinar fyr- irskipanir, heldur fóru þeir bón- arveg að flokksmönnum þar og þeir féllust á og samþykktu að láta að óskum hennar. Þá er það hin kristilega kenning um að menn skuli fyrirgefa mót- gerðir og gjalda illt með góðu. Svo virðist sem þessi kenning hafi ! eitthvað bögglast fyrir brjósti , þínu Oddur A. ekki síður en mínu. I Að minnsta kosti virðist þú mjög | hneykslaður á því að ég skuli geta stutt Lúðvík nú, þar sem hann hafi beitt mig hörðu fyrir mörgum árum. Hinsvegar finnst þér ámæl- isvert að ég skuli ekki leggjast hundflatur fyrir Eysteini og Framsókn þegar í mig er sparkað úr þeirri átt. É|g hafði nú ekki hugsað mér að spyrja þig leyfis Oddur A. um það, hverjum ég megi reiðast, né hverj- um ég eigi að fyrirgefa mótgerðir. En það get ég sagt þér að Ey- steinn hefur ekki síður brotið á mér rétt og siðferðileg lög en Lúð- vík og kommarnir og átti ég það þó áreiðanlega síður skilið af hon- um en þeim. Þá lineykslast þú, sjálfur lang- hundahöfundurinn, á því að ég skrifi of langar greinar. Hefði ég beðið um rúm fyrir þær í Hamri þínum, þá var það skiljanlegt að þú sæir eftir rúminu, en þar sem þær komu í Austurlandi, sé ég ekki að lengd þeirra komi þér við. En mikið hefðir þú líklega skrifað langar, drengilegar og vingjarn- legar greinar um mig ef ég hefði átt í jafnlöngum erjum við þig og ég hef átt við kommana hér í Framhald á 2. síðu. Verkamaður, verkakona Hafið þið gert ykkur grein fyrir eftirfarandi, sem nauðsynlegt er, að hver einasti verkamaður og verkakona geri sér grein fyr- ir áður en gengið er að kjörborðinu? 1. Framsóknarflokkurinn hefur enga grein gert fyrir því, hvaða leiðir hann ætlar að fara til að leysa efnahagsvandamál- in. En það hefur óvart skotizt upp úr sumum leiðtogum flokks- ins, að úrræðin eru gengisfelling og kaupbinding. Það á með öðrum orðum enn á ný að „leysa“ vandann á kostnað almenn- ings en auka að sama skapi gróða braskaralýðsins í Reykja- vík. Verkalýðurinn hefur áður fengið að kynnast þessum „úrræð- um“ og hefur reynslu af því, að gengislækkun og kaupbind- ing er ekkert bjargráð. Hann hefur líka þá reynslu, að Fram- sóknarflokkurinn er höfuð málsvari gengislækkunar og kaup- bindingar. - Ætlar þú svo, verkamaður og verkakona, að kalla yfir þig gengislækkun og kaupbindingu með því að kjósa Framsóknar- flokkinn ? 2. Tilgangurinn með því að stofna Alþýðubandalagið er sá, að efla áhrif alþýðusamtakanna á Alþingi. Svo er nú komið, að ríkisvaldið er orðinn hinn raunverulegi gagnaðili verkalýðsins í samningum um kaup og kjör, og hægt er með opinberum ráð- stöfunum að svipta verkalýðinn hverri kjarabót sem honum tekst að ávinna sér. Er þar skemmst að minnast, er Alþingi og ríkisstjórn hefur að mestu eða öllu leyti eyðilagt árangur síð- ustu verkfallsbaráttu með skefjalausum verðhækkunum. Á með- an alþýðusamtökin ekki hafa ríkari ítök á Alþingi en nú, er víst, að hverri kjarabót verkafólks verður mætt með nýrri verð- hækkunaröldu. Verkfallsvopnið er því að verulegu leyti óvirkt sem stendur. Það er því lífsnauðsyn fyrir alþýðuna, að efla stjórnmálasamtök alþýðusamtakanna í kosningunum á sunnu- daginn kemur. Því aðeins getur hún vænzt þess að árásunum á lífskjör hennar linni. Telur þú, verkamaður og verkakona, að þú hafir efni á því að standa gegn stjórnmálasamtökum verklýðssamtakanna ? Tel- ur þú þig hafa efni á að kjósa íhald eða Framsókn og veita þeim flokkum aðstöðu til áframhaldandi árása á lífskjör þín? Kjörseðill við Alþingiskosningarnar í Suður-MúlasýslU 24. júní 1956. B-listi Framsóknarflokkur. D-listi Sjálfstæðisflokkur. F-listi Þjóðvarnarflokkur. X G-listi Alþýðubandalagið. Eysteinn Jónsson Vilhjálmur Hjálmarsson Stefán B. Björnsson Stefán Einarsson Einar Sigurðsson Axel V. Tulinius Páll Guðmundsson Ingólfur Fr. Hallgrímsson Björn Sveinsson Kristján Ingólfsson Lára Jónasdóttir Árni Stefánsson Lúðvík Jósepsson Helgi S. Friðriksson Sigurður Blöndal Ásbjörn Karlsson A-listi Landslisti Alþýðuflokksins. B-listi Landslisti Framsóknarflokksins. D-listi Landslisti Sjálfstæðisflokksihs. F-listi Landslisti Þjóðvarnarflokksins. G-listi Landslisti Alþýðubandalagsins. Þannig lítur kjörseðillinn út þegar listi Alþýðubandalagsins — G-listinn — hefur verið kosinn. Samiaka nú, Lúðvík skal á ping xG

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.