Austurland


Austurland - 29.06.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 29.06.1956, Blaðsíða 2
2 AU9TURLAND Neskaupstað, 29. júní 1956. Kosningaúrslitin AusÉurland Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. Kemur út einu sinni í viku. Lausasala kr. 2.00. Árgangurinn kostar kr. 60.00. Gjalddagi 1. apríl. NESPRENT H-P Nú er tækifæri til að mynda vinstri stjórn Eins og þing nú er skipað, hafa andstöðuflokkar íhaldsins samtals 33 þingsæti af 52. Þessir flokkar hafa því möguleika til að mynda stjórn, sem hefði á bak við sig öflugan þingmeirihluta. En það sem mest er um vert er, að hún hefði að baki sér öflugustu sam- tök fólksins í landinu, en það eru verklýðssamtökin og samvinnu- samtökin. — í andstöðu við verk-* lýðssamtökin verður landinu ekki stjórnað svo vel fari. — Það þýð-4 ir, að sterk stjórn verður ekki mynduð án þátttöku Alþýðu- bandalagsins, sem fer með umboð verklýðssamtakanna á löggjafar- samkomunni. Alþýðubandalagið er reiðubúið til þátttöku í vinstri stjórn. Eftir er svo að vita hvort hinir flokkarn- ir eru fáanlegir til að láta af hin- um heimskulegu fordómum gagn- vart Alþýðubandalaginu. Það er alltaf svo, að þegar tveir eða fleiri semja, verða ýms sjón- armið að víkja til að samningar náist. Þetta á ekki hvað sízt við samninga um stjórnarsamstarf. En nú vill svo vel til, að samn- ingsgrundvöllur fyrir vinstri stjórn er til. Það er stefnuyfirlýsing Al- þýðusambandsins, sem Alþýðu- bandalagið gerði að sinni stefnu og sem bæði Alþýðu- og Fram- sóknarflokkurinn hafa lýst sig samþykka. Hinir óbreyttu kjósendur þess- ara flokka eru áreiðanlega al- mennt mjög fylgjandi stjórnar- samstarfi þeirra. Þetta á ekki sízt við um Framsóknarmenn. Ur þeirra röðum heyrast svo margar og ákveðnar raddir í þessa átt, að það er mikil áhætta fyrir forystu- mennina að skella skolleyrum við þeim, Vinstri stjórn, sem hefði sam- starf við verklýðssamtökin og önnur hagsmunasamtök fólksins, mundi marka sér þá höfuðstefnu, að losa þjóðina við hið stórhættu- lega hernám, en samþykkt í þá átt hefur þegar verið gerð á Alþingi, að stækka landhelgina, einkum þó fyrir Austurlandi og Vestfjörðum, að efla atvinnulífið og koma at- vinnurekstrinum á starfshæfan grundvöll, að bæta lífskjör fólks- ins, fyrst og fremSt með aulcnum Framhald af 1. síðu. kvæðatala þess verulega. Við kosningarnar 1953 fékk það 28.738 atkvæði, eða 37.1%. Þá bauð Lýð- veldisflokkurinn fram, en hann var klofningur úr íhaldinu og hefur það fólk nú aftur skilað sér til föðurhúsanna. Lýðveldisflokkur- inn fékk 2.531 atkvæði árið 1953, eða 3.3% gildra atkvæða. Sé þessu atkvæðamagni bætt við Sjálfstæð- isfiokkinn hefur hann fengið 31.269 atkvæði, eða 40.4%. Nú hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 35.028 atkvæði, eða 42.4% og hefur hækkað atkvæðatöluna um 3.759 og hlutfallstölu sína um 2%. I Reykjavík og Gullbringusýslu hækkaði fylgið um 3.811 og má af því sjá, að fólk utan þéttbýlisins við Faxaflóa metur flokkinn lítils. Á bak við hvern íhaldsþing- mann eru nú 1843 11/19 atkvæða. Þjóðvarnarflokkurinn Þjóðvarnarflokkurinn fékk eng- an mann kjörinn, eins og almennt hafði spáð verið. Galt hann þar fjandsamlegrar afstöðu sinnar til stjómmálalegrar einingar alþýð- unnar. Mun vafalaust mega líta svo á, að þar með sé sá flokkur úr sögunni. Mun vinstra fylgi f’okksins koma til liðs við Al- þýðubandalagið, en hinn hlutinn hafna hjá hræðslubandalaginu cg íhaldinu. Við kosningamar 1953 hlaut Þjóðvörn 4.667 atkvæði, eða 6%. Nú hlaut hún 3693 atkvæði, eða 4.5%. í baráttunni fyrir betra og auð- ugra lífi, fullkomnu sjálfstæði iandsins og hagnýtingu náttúru- auðæfa þess. Það mun berjast fyr- ir því að íslenzk alþýða taki hönd- um saman í þessari baráttu, þó eitthvað kunni að greina á um ýms smávægileg atriði. Ef öllu réttlæti værji fullnægt Ef allir flokkar hefðu fengið þingsæti út á jafnfá atkvæði og Framsókn, væri AlþingL. nú svo skipað: Framsóknarflokkur 17 Alþýðuflokkur 19 S j álf stæðisf lokkur 46 Alþýðubandalag 20 Þjóðvaraarflokkur 4 Yrðu þá 106 þingmenn á Alþingi Islendinga. Það er ekki að furða þó Fram-i sókn vilji viðhalda svona ,,rétt- Iæti“ í kjördæmaskipun, Ekld er sopið kálið Nú þegar öldur kosningabarátt- unnar er tekið að lægja, leiða menn hugann að því, hvað nú taki við um stjórn landsins. Sumir spá stjórn íhalds og hræðslubandalags, aðrir stjórn þess og Alþýðubanda-J lags og loks spá sumir, að íhaldið og Alþýðubandalagið myndi bráða- birgðastjórn í þeim eina tilgangi, að koma fram leiðréttingu á kjör- dæmaskipuninni. Mundu þá verða' kosningar í haust. En sem sagt, enginn veit hvað við tekur og er varla von, þar sem stjórnmálamenn munu enn lítið hafa ræðst við um þessi mál. Nýr bátur: Magnús Marteinsson N. K. 85 Enn einn nýr bátur bættist norð- firzka flotanum á sunnudagskvöld-i ið. Þá kom hingað nýbyggður frá Frederiksund í Danmörku v. b. Magnús Marteinsson N. K. 85. Magnús Marteinsson er um 64 smálestir að stærð með 240—265 hestafla Alpha-dísilvél. Ganghraði í reynsluför var 10 mílur. Bátur- inn er búinn öllum þeim siglingar- og öryggistækjum sem nú tíðkast í fiskibátum. Hann er vandaður að sjá og traustbyggður. Eigandi bátsins er Sveinn Magn- ússon. Skipstjóri verður Víðir son- ur Sveins og sigldi hann bátnum heim. Magnús Marteinsson verður á síldveiðum í sumar og er þegar farinn norður. Þetta er fjórði nýbyggði fiski- báturinn, sem flota okkar bætist á sex mánuðum. Austurland óskar eiganda og á- höfn til hamingju með bátinn. Alþýðubandalagjið Það hlaut 15.860 atkvæði, eða 19.2%. Það fékk þrjá menn kjör- dæmakosna, tvo í Reykjavík og einn í Suður-Múlasýslu. Uppbóta-í sæti fær það fimm og eru þá 1982y2 atkvæði á bak við hvern þingmann þess. Við kosningarnar 1953 hlaut Sósíalistaflokkurinn' 12.422 atkv., eða 16.1%. Alþýðubandalagið hef- ur því fengið 3438 atkvæði um- fram það, sem sósíalistar fengu, og hlutfallstala þess er 3.1% hærri. I þessum kosningum hefur Al- þýðubandalagið hlotið eldskírn sína. Það hefur staðizt þá raun með prýði og mun nú sækja fram kaupmætti launa og aukinni at- vinnu, að koma í veg fyrir það taumlausa okur og þann óhóflega milliliðagróða, sem nú viðgengst, að gera raunhæfar ráðstafanir til að koma á jafnvægi í byggð lands- ins með því að efla atvinnulíf hinna einstöku byggðarlaga, rík- isútgerð togara, nægri raforku á skaplegu verði o. s. frv. Slík stjóm yrði sterk stjóra, því hún starfaði í samræmi við hagsmuni alþýðunnar og nyti stuðnings h'ennar. Framhald af 1. síðu. í hug að þetta fólk hafi ætlað sér j að kjósa landslista Alþýðuflokks-J ins, en svo vafasamt er það, að ekki er unnt annað en að ógilda atkvæðin. Landslisti Alþýðuflokksins hlaut 47 atkvæði, svo samtals hafa hræðslubandalagsflokkarair fengið 1575 atkvæði séu ógildu atkvæð- in 84 talin með. Við næstu kosn- ingar á undan fékk Framsóknar- flokkurinn 1497 atkvæði og Al- þýðuflokkurinn 189, samtals 1686 og hafa því tapað 111 atvæðum og 195, ef ógildu atkvæðin 84 eru dregin frá. Hræðslubandalagið hefur því farið mjög illa út úr kosningunum hér. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 411 atkvæði. Síðast hlaut hann 358 og klofningur hans 49 atkvæði. íhald- ið hefur því bætt við sig 4 atkvæð- um. Þjóðvarnarflokkurinn fékk 65 atkvæði. Síðast fékk landslisti hans 89 atkvæði, Öll atkvæði þjóð- vamar féllu dauð, því mikið vant- aði á að flokkurinn fengi mann kjörinn. Kosningaúrslitin í Suður-Múla- sýslu hafa vakið mikla athygli og ekki er ósennilegt að þau eigi eftir að hafa mikil áhrif. Þau eru mik- ill ósigur fyrir stefnu Eysteins Jónssonar, en hann hefur öðrum fremur ráðið afturhads- og ó- heillastefnu Framsóknar nú um margra ára bil. Hvort Eysteinn er maður til að draga rökrétta ályktun af því að- vörunarskoti, sem Sunnmýlingar hafa skotið að honum, á reynslan eftir að sanna. Það er krafa al- mennings, að nú þegar verði mynd- uð raunveruleg vinstri stjóm, sem setji sér þau höfuðmarkmið, að losa þjóðina við hið vansæmandi hemám, að koma atvinnulífinu á [ heilbrigðan grundvöll eftir óstjórn i undanfarinna ára og að koma efnahagslífinu á réttan kjöl. Slík ríkisstjórn, sem styddist við sam- tök verkafólks og bænda, yrði sterk stjórn. En bresti Eystein þrek til að draga rökréttar ályktanir af kosn- ingaúrslitunum og leiti aftur á náðir íhaldsins, eru dagar hans sem áhrifamikils og valdamikils stjórnmálamanns taldir. Alþýðubandalagið og Lúðvík Jósepsson persónulega hafa í þess- um kosningum unnið glæsilegan sigur, Og við, sem þekkjum Lúð- vík persónulega vitum, að hann er þess trausts verður og bregst ekki hugsjónum sinum eða stefnu. Lúðvík Jósepsson

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.