Austurland


Austurland - 06.07.1956, Page 1

Austurland - 06.07.1956, Page 1
M á 1 g a g n s ó s ? a 1 i s í a á Austnrlandi 6. árgangur. Neskaupstað, 6. júlí 1956. 23. tölnblað. Unnið að myndun vinstri stjórnar Hinir nýkjörnu alþingismenn eru nú á fundum í Reykjavík og ekki þarf að fara í grafgötur um hvað þeir ræða. Umræðuefni þeirra eru vafalaust hin breyttu viðhorf sem skapazt hafa við úrslit kosning- anna og möguleikar á stjórnar- samstarfi. Alþýðubandalagið leggur á- herzlu á myndun samstjórnar allra andstöðuflokka íhaldsins, enda er það stofnað í þeim til- gangi, að koma á sem víðtækustu samstarfi vinstri manna. 1 samræmi við þessa stefnu sína ritaði Alþýðubandalagið bréf hinn 29. júní til Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins og er þar lagt til að þessir þrír flokkar myndi vinstri stjórn. I bréfinu er lögð áherzla á að samningum um stjórnarmyndun Ijúki áður en þing kemur saman, svo stjórnar- skipti geti orðið þegar í þingbyrj-J un. Svars við bréfi þessu var óskað fyrir 2. júlí, en þar sem sá frestur þótti of stuttur, var hann lengdur. í fyrradag fjölluðu svo Alþýðu- flokkurinn og Framsóknarflokk- urinn um bréf Alþýðubandalags- ins. Framsóknarflokkurinn tjáði sig fúsan til að taka upp viðræður nm stjórnarmyndun, enda hefur ekki verið hægt að skilja annað á Tímanum en að hann teldi annað vart koma til mála en samstjóm allra andstöðuflokka íhaldsins. Framsóknarflokkurinn kaus á þess Alþingi kvatt til funda á næstunni Talið er, að hið nýkjörna Al- þingi verði kvatt saman um aðra helgi. Verður þá vinstri stjórn von- -andi tilbúin til að leysa núverandi stjórn af hólmi. Övenjulega mikil breyting er á þingliðinu. Á næsta Alþingi munu eiga sæti 14 þingmenn, sem ekki áttu sæti á síðasta þingi. Þar af hafa þó tveir áður verið kosnir þingmenn og einn átt sæti á þingi stuttan tíma sem varamaður. um fundi sínum á miðvikudaginn þriggja manna nefnd til að ræða við Alþýðubandalagið um stjórnar- myndun. 1 nefndinni eru alþingis- mennirnir Hermann Jónasson, Ey- steinn Jónsson og Gísli Guð- mundsson. En svo bregður við, að mikillar tregðu verður vart hjá Alþýðuj flokknum og mun hann ekki hafa samþykkt á miðvikudaginn að taka þátt í viðræðum um vinstri stjórn. En því verður ekki trúað að ó- reyndu að hægri kratar sjái sér fært, þegar til alvörunnar kemur, að bregða fæti fyrir vinstri stjóm. Sjór og Eftir Jónas Jónas Árnason er löngu orðinn landskunnur maður fyrir útvarps- erindi sín og frásöguþætti í blöðum og tímaritum, enda er hann mjög snjall og sérstæður fyrirlesari og ritgerðahöfundur. Jónas hefur í ríkum mæli gert líf og starf sjómanna að viðfangs- efni sínu og hefur hann náð á því efni frábærum tökum. Hann hefur líka kynnzt sjómannslífinu af eigin raun. Nýskeð er komin á markaðinn ný bók eftir Jónas Árnason. Nefn-» ist hún Sjór og menn, og er fyrsta bókin í þessa árs kjörbókaflokki Máls og menningar. Nafn bókar- i innar gefur nokkuð til kynna um efni hennar. Er þar safnað saman ýmsum útvarpserindum og rit- gerðum um sjómennsku og sjó- menn. Þó hér sé um gamla kunningja að ræða, er þó mikill fengur að því, að fá þetta efni allt í bókarformi, því eins og það var áður til var það óaðgengilegt og fæstir munu hafa haldið því sam- an. Jónas er í hópi okkar allra Ekki er ljóst hvaða aðra mögu- leika þeir sjá til að koma á fót starfshæfri stjórn í landinu ,nema þeir hugsi sér að mynda stjórn með íhaldinu. Verði ekki mynduð stjórn í sumar, hlýtur það að leiða til nýrra kosninga í haust að breyttum kosningalögum, sem mundu svipta kratana möguleik- unum til að svindla sér út þingn menn. Yfirgnæfandi meirihluti kjós- enda þessara þriggja flokka á sér ekki heitari ósk en að þeir megi bera gæfu til að taka upp sam- vinnu um stjórn landsins. Og það er auðvelt fyrir hina óbreyttu kjósendur að knýja þingmennina til að fara að vilja sínum. Berist þeim, sem tregðu sýna, nógu marg- ar kröfur um þátttöku í vinstri stjórn, sjá þeir sér ekki annað fært en láta undan. menn Arnason Jónas Arnason. snjöllustu ritgerðarhöfunda, ef ekki sá snjallasti. — En mættum við ekki vænta þess, að hann færð- ist meira í fang og skrifaði reglu- lega skáldsögu um líf og starf sjómanna ? Við eigum furðulega lítið af slíkum bókmenntum. Það er helzt að Theódór Friðriksson hafi lagt eitthvað til þessara mála og Guðm. G. Hagalín hefur ritað nokkrar snjallar smásögur um þetta efni. Sögur Jóhanns Kúld munu fyrst og fremst vera lífs- reynslusögur. En okkur vantar góða skáldsögu um líf nútímasjómannsins, líf tog- arasjómannsins og ^élbátasjó- mannsins. Slíka sögu er áreiðan- lega enginn færari um að skrifa en Jónas Árnason vegna persónu- legra kynna hans af lífi þessara manna, næmum skilningi á högum þeirra og háttum, hugsunum þeirra og gjörðum og síðast en ekki sízt vegna þess hve vel hon- um lætur að klæða frásagnir af lífi sjómannsins í listrænan bún- ing. Jónas er okkar snjallasti rit- gerðahöfundur. En hann hefur áreiðanlega til að bera þá hæfi- leika, sem geta gert hann að skáldi sjómannastéttarinnar. Þetta er önnur bók Jónasar. Fyrir nokkrum árum sendi hann frá sér erindasafnið Fólk, sem náði miklum vinsældum og er löngu uppselt. Síldveiðarnar: Góðar veiðihorfur Síldveiðin er nú komin í fullan gang og hefur þegar aflazt talsvert og hefur mest af því verið saltað. Flest skip hafa fengið einhverja síld og allmörg góða veiði miðað við þann tíma, sem veiðin hefur staðið. Talið er að síldveiðihorfur séu góðar og miklu betri en þær hafa verið í meira en áratug. Góð síldveiði getur breytt ástandinu innanlands. Það er ekki aðeins að hagur útgerðarinnar, sjómanna, verkafólks og þess at- vinnureksturs, sem byggir afkomu sína á síldariðnaði stórbatni, held- ur hlýtur ástandið í gjaldeyrismál- unum að gjörbreytast til hins betra. Enn hefur engin síld verið lögð upp á Austurlandi, en í gær barst mikil síld til Raufarhafnar og Þórshafnar og standa þá vonir til að ekki verði þess langt að bíða, að síld berist til Austfjarðahafna. Ný bók:

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.