Austurland


Austurland - 21.07.1956, Síða 1

Austurland - 21.07.1956, Síða 1
M á 1 g a g n sósfalista á Anstnrlandi 6. árgangur. Neskaupstað, 21. júlí 1956. _ 25. tölublað. Vinstri stjórn cað taka við Eftir því sem Austurland írétti upp úr hádeginu í dag, er nú verið að leggja síðustu hönd á samninga um myndun vinstri stjórnar. Forsætisráðherra hinnar nýju stjórnar verður Hermann Jónasson þingm. Strandamanna, og mun liann kl. 4 í dag ganga á fund for-t seta landsins og tilkynna honum að hann sé reiðubúinn að mynda stjórn. Auk forsætisráðuneytisins Mun Hermann fara með landbún- aðarmál og samgöngumál. Ráðherrar Alþýðubandalagsins verða Lúðvík Jósepsson, 2. þingm. Sunnmýlinga og Hannibal Valdi- marsson, þingm. Reykvíkinga. Undir Lúðvík munu heyra sjáv- arútvegsmál, siglingamál og við- skiptamál. Hannibal verður félagsmála- og heilbrigðismálaráðherra. Þó fer hann ekki með tryggingarmál önnur en atvinnuleysistryggingar. Eysteinn Jónsson, 1. þingm. Sunnmýlinga verður áfram fjár- málaráðherra. Ráðherrar Alþýðuflokksins verða Guðm. 1. Guðmundsson, landkjörinn þingm. og Gylfi Þ. Gíslason, landkjörinn þingmaður. Þeir fara með utanríkismál, iðn- aðarmál, menntamál og trygginga- mál. Nánar verður sagt frá skiptingu ráðuneyta og öðru í sambandi við stjórnarmyndunina í næsta blaði. Nauðsyn síldarbræðslu á Norðfirði fvrir næsiu veriíð Þessa dagana hafa Norðfirðing- ar fundið sárt til þess, að ekki skuli i vera síldarverksmlðja hér í bæn- um. Daglega hefur þurft að vísa frá skipum með mikla síld, vegna þess hve aðstaðan til að hagnýta hana er slæm. Og ski’janlega koma bátarnir hingað aðeins þegar ekki er í önnur hús að venda, ef þeir eru með mikla gíld, þvi það er ann- að en gamaSgjfe'ð þurfa að koma á tvær hafnir til að losna við einn farm af síld. Hér er nú svo til engin aðstaða til að vinna úr síld. Fiskimjöls- verksmiðja Sún getur aðeins unn- ið úr 150—200 málum á sólarhring °g hefur þróarpláss, sem tekur 500 600 tunnur. Þetta eru ekki meiri afköst en svo, að rétt nægir til að vinna úrgang þegar söltun er veruleg. Fyrir nokkrum árum hafði Sún á prjónunum fyrirætlanir um að koma á fót síldarbræðslu í sam- bandi við fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins og lét gera teikning- ar og kostnaðaráætlanir. Ekkí Varð af framkvæmdum og má fyrst °S fremst skrifa það á reikning síldarbrestsins, því einmitt hans vegna voru lánsstofnanir tómlátar u® málið. Nú bendir margt til þess, að síld- veiðitímabil sé hafið. Meðal ann- ars má byggja það álit á rann- sóknum fiskifræðinga, sem telja að á næstu árum muni síld veiðast við Austurland í vaxandi mæli. Það er því brýn nauðsyn fyrir alla aðila að auka afköst þeirra verk- smiðja, sem fyrir eru, og reisa nýjar, þar sem hagkvæmt getur talizt. Á nágrannafjörðunum, Seyðis- firði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði er hægt að taka á móti nokkru síldarmagni til bræðslu og getur minnsta bræðslan unnið úr 600 málum á sólarhring. Ekki er ósennilegt, ef síld fer að veiðast að ráði hér eystra, að síld- veiðitímabilið verði langt á án hverju þannig að síldin staðnæmd- ist í fjörðunum og yrði veidd mik- inn hluta vetrar. Ekki eru nema rúmir tveir áratugir síðan mikil síldveiði' varð hér á fjörðunum og „sagan endurtekur sig“. Það þarf sem allra fyrst að hef j- ast handa um undirbúning verk- smiðjubyggingar þvi hún þarf að geta tekið til starfa í byrjun næstu síldarvertíðar. En þá vaknar spurningin, hver eiga eigi verksmiðjuna og hver eigi að reka hana. Vafalaust yrði skynsamlegast að stofna til hlutafélags í þessu skyni og eðlilegast sýnist að hluthafar séu fyrst og fremst síldarútvegs- menn (héðan er nú gerðir út til síldveiða 10 bátar og verða varla færri en 12 næsta ár), fiskiðnfyr- irtækin Sún og kaupfélagið enda yrði verksmðjan jafnframt fiskii mjölsverksmiðja, og bæjarsjóður eða máski öllu fremur fyrirtæki! hans, hafnarsjóður og togaraút- gerðin. Líklegt er að með þessu mætti fá allmikil hlutafjárfram'ög, en megilnhluta stofnkostnaðarins yrði | að sjálfsögðu að fá að láni og kemur manni þá helzt í hug Fiski- veiðasjóður sem lánveitandi. Ekki er gott að segja hvað af- kastamikla verksmiðju þarf að reiisa. Þar verða kunnáttumenn að koma til, en hreinn barnaskapur virðist að reisa bræðslu sem ekki afkastar a. m. k. 1500—2000 má'- um á sólarhring. Án efa væri skynsamlegast að reisa þessa verksmiðju í sem mestri nálægð við fiskvinnslustöð- ina. Þar er ákveðið að gera bryggju, þó enn hafi ekki af fram- kvæmdum orðið vegna fjárskorts, og mætti koma þar fyrir löndun- artækjum, Bygging síldarbræðslu af hæfi- legri stærð er mikið hagsmunamál Norðfirðinga i heild. Yrði hún reist mundi, ef síldveiði á annað borð verður, mikil atvinna flytjast inn í bæinn, síldarsöltun yrði miklu arðvænlegri rekstur og auðveldari Flugvöllurinn Á miðvikudag og fimmtudag voru staddir hér í bænum Gunnar Sigurðsson, skrifstofustjóri Flug- ráðs og Sigurður Jónsson starfsm. þess. Erindi þeirra var að kynna sér aðstöðu til flugvalargerðar hér. Eftir því sem heyrzt hefur, leiddi sú athugun í ljós, að skil- yrði eru góð. I fyrrakvöld flaug svo Jóhannes Snorrason Dakotaflugvél yfir fyr- irhugað fiugvallarstæði til að kanna aðflugs- og brottflugsskil- yrði og voru áðurnefndir tveir menn með honum, Öafur Pálsson, verkfræðingur mun svo koma hingað í næstu viku og upp úr því munu framkvæmdir hefjast. Ekki hefur flugráð enn séð sér fært að ákveða aðrar framkvæmd- ir á þessu sumrl, en að fullgera 250—300 metra langan og 30 metra breiðan sjúkraflugvöll. Verður hann gerður vestan við Leiruna. Þær framkvæmdir munu vart kosta meira en 50—60 þús. kr. en ef vilji er fyrir hendi er unnt að vinna fyrir fimmfalda til sex- falda þá upphæð. Ekki er þó úti- lokað að um frekari framkvæmdir verði að ræða í sumar, en ákvarð- anir þar um verða látnar bíða unz flugmálastjóri kemur heim úr ut- anför. En það virðist með öllu á- stæðulaust að láta staðar numið við sjúkraflugvöll og af hálfu Norðfirðinga verður áreiðanlega reynt að fylgja málinu eftir. Kostnaður við að gera hér 1100 metra flugbraut er áætlaður um 2.8 mi lj. króna. En til þess að flug hingað geti orðið stöðugt og öruggt þarf að koma upp ýmsum I loftsiglingatækjum, sem kosta all- mikið fé. viðureignar og fyrir sjómenn og ’útvegsmenn yrði þetta til mikilla hagsbóta. Það þarf þegar að hef jast handa í þessu mái, koma samtökum á laggirnar, vilnna væntanlega rík- isstjórn til fylgis við það og koma framkvæmdum í gang þegar í haust.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.