Austurland


Austurland - 28.07.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 28.07.1956, Blaðsíða 2
2 AU9TURLAND Neskaupstað, 28. júlí 1956. Ferðaþællir frá Sovélríkj unum Frásögn Sigurðar Hinrikssonar Stalíngrad Við komum til Stalingrad flug- leiðis frá Moskva árdegis 8. maí. Borgin stendur á vesturbakka Volgu og tekur yfir 60 km af strandlengjunni. íbúatala er nú um 450 þús., en var fyrir stríð um 500 þús. Eins og kunnugt er, var ein grimmasta og örla garíkasta or- usta styrjaldarinnar háð í StaUn- grad og ber hún enn merki þeirra átaka, bæði hús og eins landið sjálft. Okkur var sýnd kvikmynd af borginni eins og hún var fyrir orustuna og eftir, Var hún mjög fögur og glæsíleg fyrir stríð, en Ansínrland Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. Kemur út einu sinni í viku. Lausasala kr. 2.00. Árgangurinn kostar kr. 60.00. Gjalddagi 1. apríl. NESPRENT H-P Stefiia Alþýðubanda- lagsins sigraði ö o Alþýðubandalagið var stofnað að frumkvæði Alþýðusambands Is- lands í þeim tilgangi, að vinna að stjórnmálalegri einingu alþýðunn- ar. Ekki tókst þó að skapa fyrir kosningar þá einingu vinstri manna, sem til var ætlazt og gengu þeir í mörgum fylkingum til kosninganna. En mjög er líklegt, að stofnun Alþýðubandalagsins sé upphaf mikilla tíðinda í íslenzkum stjórn- málalífi, að það tákni að innan skamms sameinist framfarasinnað fólk í eina volduga fylkingu, sem verður þess umkomin að taka stjórn landsins á öllum sviðum í sínar hendur, og sem beitir völd- unum til að skapa íslenzkri alþýðu og þar með íslenzku pjóðinni bjarta og glæsilega framtíð. Það var myndun slíkrar þjóðar- einingar sem fyrir Alþýðusamband inu vakti þegar það reyndi að koma á sem víðtækustu samstarfi vinstri manna við kosningarnar í vor. Þegar upp var gert að kosning- um loknum, kom í ljós að Alþýðu- bandalagið hafði mest fylgi allra andstöðuflokka íhaldsins. Þannig hafði íslenzk alþýða lýst sig sam- þykka einingartilraununum. En þó er engum efa bundið, að miklu fleiri hefðu fylkt sér undir merki Alþýðubandalagsins, ef þeir hefðu ekki trúað bábiljunni um, að það væri ósamstarfshæft. Þá firru er nú verið að hrekja og það mun sýna sig, að mjög er gott og auð- velt að vinna með Alþýðubanda- laginu að málum þeim, er til heilla horfa íslenzkri þjóð. I kosni'ngabaráttunni lagði Al- þýðubandalagið áherzlu á, að það óskaði vinstri stjórnar eftir kosn- ingar, stjórnar Alþýðubandalags- ins, Alþýðuflokksins og Framsókn. arflokksins sem í samráði við sam. tök alþýðunnar í landinu leysti að- steðjandi vandamál og gengist fyrir alhliða uppbyggingu atvinnu- lífsins. Þessi stjórn er nú orðin að veru- leika. Þar með hefur stefna Al- þýðubandalagsins sigrað. Kosningaúrslitin í Suður-Múla- sýslu hafa án efa mjög stutt að myndun vinstri stjórnar og þann- ig haft stórpólitíska þýðingu. Hlutur Sunnmýlinga í hinni nýju stjórn er eins stór og veri'ð getur, rústir einar með uppistandandi hiisum á stangli að orustunni lok-, inni. Geysimikið endurreisnarstarf hefur verið unnið í borginni. Don-Vol ga-skipaskurð- urínn Millí stórfljótanna Volgu og Don hefur verið grafinn mikill skipa- skurður. Lengd hans er 101 km og var verkinu lokið 1952 og hafði tekið 31/2. ár. Við sáum kvikmynd, sem sýndi vinnu við skurðinn og voru þar notaðar risavaxnar skurðgröfur. 1 skurðinum eru skipastigar 10 talsihs að mig minn- ir. Við sigldum aðeins inn í skipa- skurðinn, sem er mikið mannvirki og fagurt. Við mynni hans stend- ur risavaxin stytta af Stalín. Dráttarvélaverksmiðja Stærsta iðjuverið í Stalíngrad er dráttarvélaverksmiðja þar sem urn 70 þúsundir manna vinna. Þessa stórkostlegu verksmiðju skoðuðum við. I verksmiðjunni vihna margar konur og sá ég þær starfa við rennibekki og hverskonar vélar. Tilheyrandí verksmiðjunni eru vöggustofur, bamaheimili og menningarhöll. Barnaheimilið var mjög vel útbúið og leikföng fjöl- breytt. En því veitti ég athygli', að ekkert þeirra minnti á stríð. Slík leikföng sá ég heldur ekki á öðrum barnaheimilum, sem við heimsóttum, né heldur í leikfanga. búðum. Stofnanir sem þessar munu yfirleitt vera starfræktar í sambandi við verksmiðjur í Sovét- ríkjunum* Heimilum þessum er stjórnað af konum og konur ein- ar munu starfa þar. Við ræddum við verkafólk, þar sem báðir þingmenn þeirra gegna þýðingarmiklum störfum í stjórninni. Ætti ekki að vera mikil hætta á, að hlutur Sunnmýlinga verði fyrir borð borinn. konur og karla, í verksmiðjunni og spurðum um launakjör þess, vinnutíma og fleirá. Taldi það, að meðallaun í verksmiðjunni væru 900—1000 rúblur á mánuði. Verksmiðjan sjálf á íbúðarhús í grenndinni og eru þau leigð starfsfólkinu. Einn verkamaður, sem við töluðum við, kvaðst greiða 42 rúblur á mánuði fyrir íbúð sína með ljósi og hita. Taldi hann þetta almenn húsnæðiskjör starfsfólks- ins. Daglegur vinnutími er 8 stundir. 1 verksmiðjunni er framreiddur matur einu sinni á hverri vakt, og getur hver sem óskar keypt þar ágæta máltíð fyrir 3 rúblur. Raforkuver í smíðum. Við Volgu er í smíðum mikið raforkuver, sem framleiða á raf- magn fyrir Stalíngrad. Orkufram- leiðslan á að verða 2 millj. kw. — Þótti mér mikið til vinnubragða og vinnutilhögunar koma. Sigling á Volgu-Astrakan Kvöldið 9. maí lögðum við upp frá Stalíngrad niður eftir Volgu og var förinni heitið til borgarinn- ar Astrakan. Ferðuðumst við með stóru farþegaskipi' Hafði það við- komu á allmörgum stöðum á leið- inni og tók ferðin til Astrakan 20 stundir. Siglingin niður Volgu var mjög skemmtileg og fagurt um að litast, en fremur virtist mér strjál- byggt. Ibúar Astrakan eru um 200 þús. Lifa þeir mestmegnis á fiskveið- um og fiskiðju. Borgin er skammt frá Volguósum þar sem fljótið fellur í Kaspíhaf. Borgin er mjög fögur og mikið um trjágróður. 1 Astrakan ber miklu meira á ein- býlishúsum en í Moskva og Stalín- grad. Við heimsóttum mikið fiskiðju- ver þar sem um 6000 manns vinna. Fer þar fram fjölbreytt úrvinnsla úr fiski og margskonar fiskafurðir eru framleiddar þar. Frystihús og útbúnaður þeirra er með mjög líkum hætti og hér tíðkast. Þama mun aðallega unninn vatnafiskur, en Volga er mjög auðug af fiski. Fiskurinn er fluttur lifandi í stórum prömmum til verksmiðj- unnar og dælt úr þeim með raf- magnsdælu á færibönd, sem flytja fiskinn á vinnustað. Eitthvað er um fom mannvirki' í Astrakan og sáum við þar um 400 ára gamalt vígi. Til fiskiveiða fóru I Daginn eftir tókum við okkur fari með farþegabáti, sem Volga heitir til fiskveiðistöðvanna í Volguósum um 100 km frá Astra- kan. Veiði'aðferð sú, sem notuð er, er ekki ólík loðnuveiðum á Horna- firði. Nót er kastað í fljótið og hún dregin á land með rafmagns- vindum. Næturnar eru allstórar, á að gizka 150 faðmar að lengd. Við vorum þarna við eitt kast og lögð- um hönd að veiðiskapnum. Veiði var lítil að þessu sinni, en fiski- mennirnir sögðu okkur, að þeir fengju allt að 15 smálestir í kasti, einkum í apríl, en þá er veiði mest. Fiskurinn er af ýmsum tegundum, stór og smár, þar á meðal styrja, en aðrar tegundir kann ég ekki að nefna. Um 15 manns starfa í einu víð hvert nótabrúk og er vinnutími þannig, að menn vinna í 6 stund- ir samfleytt, en hafa svo frí næstu 12 stundirnar. Meirihluti fiskimannanna, lík- lega tveir þriðju, eru konur og konur eru formenn fyrir a. m. k. sumum útgerðunum. Fiskurinn er háfaður upp í prammana og síð- an fluttur lifandi í fiskiðjuverin sem áður segir. Stangaveiði sá ég ekki, nema suður við Svartahaf síðar 1 ferð- inni. Þar sá ég menn með fiski- stengur á hafnargörðum og bryggjum. Við fórum svo aftur sömu leið til baka til Astrakan með sama báti eftir að hafa setið veglega veizlu hjá fiskimönnunum. Voru þar á borðum gnægðir drykkjar- og matfanga, m. a. fjölbreyttir fiskréttir. Daginn eftir flugum við svo til Moskva. Var flogið í lítilli hæð yfir stóra og litla bæi, þorp og sveitabýli og skiptust þar á akrar og skóglendi. Sýndist okkur þarna mjög vel uppbyggt og ræktun mikil. Hafnarmál Framhald af 1. síðu. I þessu tilfelli verða menn að átta sig á því, hvort þeir muni sam- þykkja, að staðið yrði i skilum með afborganir og vexti1 af hafnarlán- um með því móti, að taka féð með útsvörum. Nú má vel vera, að möguleikar til hafnargerðar séu að opnast. Hin nýja ríkisstjórn ætlar sér að taka erlent lán og verja því til hafnar- gerðar. Ekki er ólíklegt, að Nes- kaupstaður geti notið góðs af því. Bæjarstjórn mun fylgjast af á- huga og með athygli með fyrirætl- unum stjórnarinnar í hafnarmál- um og tilraunum hennar til lánsJ útvegunar til hafnargerða og gera það sem í hennar valdi stendur til að Neskaupstaður njóti góðs af aðgerðum ríkisstjórnarinnar í hafnarmálum.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.