Austurland


Austurland - 28.07.1956, Blaðsíða 3

Austurland - 28.07.1956, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 28. júlí 1956. AUSTURLAND 3 Höfuðatxiði stjórn arstefnunnar Stefnuyfirlýsing ríki'sstjórnar-j innar, sem birt er í blaðinu í dag, | ber það með sér, að enn hefur ekki unnizt tími! til að ganga til fulln- ustu frá öllum málum í einstökum atriðum. Þó hefur verið samið um ýmsar mjög veigamiklar aðgerðír og af yfirlýsingunni eru auðsæir höfuðþættir stjórnarstefnunnar. Höfuðþættir stjórnarstefnunnar eru tveir. I fyrsta lagi alhliða at- vinnuuppbygging í landinu og í öðru lagi lausn efnahagsvanda- málanna. Það er greinilega tekið fram í stefnuyfirlýsíngunni, að uppbygg- ing atvinnulífsins á fyrst og fremst að taka til þeirra þriggja iandsfjórðunga, sem nú eru verst a vegi staddir í þeim málum. Með því hyggst ríkisstjórnin styðja að jafnvægi í byggð landsins og stöðva fólksflóttann úr dreifbýÞ inu. Það má því fyllilega gera ráð fyrir, að þeir 15 togarar, isem þegar hefur verið ákveðið að k^tupa, verði fyrst og fremst stað- settir utan Suðvesturlands og án efa verður tekin upp ríkisútgerð togara til atvihnujöfnunar. Dreifing fjármagnsins um land- ið í mynd atvinnutækja, er fyrsta skilyrðíð til þess, að skapa jafn- vægi í byggðinni. Með uppbyggingarstefnu sinni hefur rík sstjórnin vissulega færzt mikið í fang og mun hljóta þakk- ir landsmanna. En svo mikið átak, sem atvinnu- uppbyggingin kostar, verður þó án efa lausn efnahagsvandamálanna miklu erfiðara viðfangsefni. Stjórnarstefna síðustu ára hefur reyrt efnahagsmálin í svo erfiða flækju að iPmögulegt verður úr að greiða. Síðustu ríkisstjórnir hafa líka hafnað samstarfi við samtök fólksins í landinu. En það verður styrkur hinnar nýju stjórnar, að hún ætlar sér að leysa þessi mál í samstarfi við þessi samtök, verk- lýðssamtökin, bændasamtökin og samtök útgerðarmanna og annarra framleiðenda, en ekki í andstöðu við þau, eins og reynt hefur verið undanfarið. Lausn efnahagsmálanna er ó- hugsandi, nema griplð sé á kýlinu, sem vandanum veldur. Það verður að svipta mi liliði og aðra, sem lifa á því að hrifsa til sín stórgróða á kostnað atvihnuveganna þeirri að- stöðu. En það kostar áreiðanlega stríð við braskaralýðinn og flokk hans, Sjálfstæðisflokkinn. Reynir : þá vissulega á samheldni ríkis- stjórnarinnar og flokka hennar, því enginn þarf að efa, að af hálfu íhaldsins verður lagt á það mikið kapp, að sundra þeim sögulegu samtökum, sem nú hafa teklzt. Ríkisstjórnin á vísan stuðning alþýðunnar í landinu við fram- kvæmd þessara mála og annarra framfaramála. Alþýðustéttirnar verða öruggasti bakhjarl stjórnar- innar. Þess vegna er hún sterk stjórn. Fyrirhugaðar aðgerðir til stækk- unar landhelginnar, aukinnar raf- væðingar og ýmsar félagslegar ráðstafanir eru beinar aðgerðir til að jafna aðstöðu byggðarlaganna. Þá hefur ríkisstjórnin sett sér það mark, að setja landinu nýja stjómarskrá og endurskoða kosn- ingalögin. Frá því lýðveldið var stofnað höfum við búið við bráða- birgðastjórnarskrá og er sannar- lega tími til þess kominn að rík- inu sé sett stjómarskrá til fram- búðar. Og kosningalög okkar eru mjög úrelt orðin svo og kjördæma- skipan og treystir nú orðið enginn sér til að mæla gegn breytingum á því fyrirkomulagi. Kosningalög- um og kjördæmaskipun þarf að breyta svo að aukið verði jafnrétti þegnanna til áhrifa á skipan Al- þingis. Enn er ekki vitað hvernig þetta mál verður leyst, en fullt jafnrétti þegnanna fæst. ekki nema landið allt verði gert að einu kjör- dæmi, eins og Sósíalistaflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa á sínum stefnuskrám. Því er þó ekki að neita, að annmarkar eru líka á því fyrirkomulagi. íslenzk alþýða væntir sér mikils af hihni nýju ríkisstjórn. Og hún mun skipa sér fast um framfara- stefnu hennar, en jafnframt gera til hennar miklar kröfur. Iþróttamót Hið árlega íþróttamót Ungmenna- og íþróttasambands Aust- urlands verður háð að Búðum í Fáskrúðsfirði sunnudaginn 12. ágúst. Þátttaka tilkynnist Sigurði Haraldssyni fyrir 10. ágúst. F. h. frjálsíþróttaráðs Gunnar Ólafsson. Síldarsöltun hætt Nú er búið að salta upp í samn- ihga um sölu saltsíldar og hefur verið hætt að taka á móti síld til söltunar. V:njulega hefur síldar- söltun ekki hafizt fyrr en um sama leyti árs og nú var búfð að salta a lt þetta magn. Fyrrverandi ríkisstjórn ákvað rð greiða úr framleiðslusjóði kr. 57.50 í styrk á hverja uppsaltaða tunnu allt að 250 þús. tunnum. Þar sem það magn hefur þegar vsrið saltað eða þar um bil, er þessi styrkur ni'ður fallinn. Þarf því tvennt að koma til svo söltun geti hafizt aftur: viðbótarsala og styrkur út á meira magn. Málið er nú í athugun hjá ríkisstjóminni. Úr framleiðslusj. eru líka greidd- ar 10 kr. með hverju bræðslusíld- armáli allt að 250 þús. mál- um. Langt er komið að veiða það magn og lækkar þá bræðslusíldar- verð um 10 kr. nema til komi framha’ds-uppbætur. Þó væri hægt að hugsa sér, að bræðslumar sæu sér fært að greiða sama verð áfram án styrkgreiðslu, þar sem magnið er svona mikið og þar af leiðandi; hagstæðari afkoma hjá verksmið junum. NorSfJarSarbic i : j Forboðnir ávextir I | Frábær frönsk kvikmynd • • • ■ með dönskum texta. Sýnd laugardag kl. 9. ■ ■ i Gullnir di aumar j : i | Amerísk músíkmynd í litum ; j frá 20 th Century Fox. j Aðalhlutverk: IVfitzí Gaynor Dale Robertson j Dennis Day i James Borton. ■ • ■ Sýnd sunnudag kl. 5. ■ ■ ■ ■ Aldrei skal ég j ■ * gleyni a þér s : • ■ „I’.l never forget you“ j Amerísk kvikmynd í litum j j frá 20th Century-Fox. j Aðalhlutverk: Tyrone Power Ann Blyth Michael Rennie. Sýnd sunnudag kl. 9. rp11 ni Til solu I i Verkstæðishus, ásamt smiðju og ymsu öðm tilheyrandi og ■ • r r s ■ lóðarréttindum. ■ ■ Tilboðum sé skilað til Eyþórs Þórðarsonar. N emar Getum tekið tvo nema í skipasmíði. Dráttarbrautin h. f. IHringnóí lil sölu ■ ■ ■ j poki og helmingur af væng, hálfan vænginn vantar. ■ , Nánari upplýsingar í síma 128 Neskaupstað, eða hjá Jónas ■ j Valdórssyni, Neskaupstað. r~ - Þökkum innilega vottaða samúð og hluttekningu við frá- fall og jarðarför Hinriks Hjaltasonar vélstjóra. Karitas Halldórsdóttir, synir og tengdadætur. 1

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.