Austurland


Austurland - 24.08.1956, Qupperneq 1

Austurland - 24.08.1956, Qupperneq 1
Málgagn sósfalis&a á Aostnrlandi 6. árgangur. Neskaupstað, 24. águst 1956. 30. tölublað. Neskaupstaður sigr- adi í bæjarkeppninni Fékk 71 stig, Hafnarfj. 51, Akranes 49 Vinna að hafn- armálum Bæjarstjórn hefur falið þeim Vigfúsi Guttormssyni og Ármanni Eiríkssyni að fara til Reykjavík- ur til að vinna að hafnarmálum bæjarins og ræða við hlutaðeig- andi stjórnarvöld um hafnarbæt- ur. Verkefni það, sem þeim var fal- ið að vinna að er þríþætt. í fyrsta lagi skulu þeir vinna að undirbúningi hafnargerðar með því að fá sérfræðilega umsögn um möguleika til að gera hér höfn af þeirri stærð, sem hentaði fiski- skipaflota bæjarbúa. Ennfremur skulu þeir leita upplýsinga um hvað slík höfn muni kosta svo og athuga hvaða fjárhagslegir mögu- leikar kunna að vera fyrir hendi til að ráðast í þessar framkvæmdv ir og þá sér í lagi hverjir láns- möguleikar ætla má að fyrir hendi séu æða verði. í öðru lagi skulu þeir vinna að því að útvega lán til fyrirhugaðr- ar bryggjugerðar við Fiskvinnslu- stöð Sún, bryggjusmíði þar er orðin knýjandi nauðsyn. 1 þriðja lagi skulu þeir leita samþykkis vísa- og hafnarmála- stjóra fyrir því, að fjölgað verði görðum dráttarbrautarinnar. Vegna þrengsla á görðunum hafa bátar orðið að bíða lengi eftir slipppláss, en vegna ágalla hafnar- innar er mikil áhætta samfara því að geyma báta við múrningar um vetrartímann. Ætlazt er til að garðarnir vierði gerðir austan við brautina, sjávarmegin við garða þá, sem fyri,r f'ru þeim megin I hennar. Gott heyskapar- sumar í sumar hefur viðrað vel til hey- skapar, nema þá helzt í útkjálka- sveitum á Norður. og Norð-Aust- urlandi. Kalt hefur verið í sumar um ftorðan- og austanvert landið og grasspretta misjöfn. Þó sumarið í sumar hafi ekki Verið sólríkt hér á Norðfirði, hafa þurrkar verið miklir og varla komið dropi úr lofti og hefur þetta þurrviðri verið til baga. Heyfengur bænda mun víðast hvar orðinn mikill og góðui’. Sundkeppni sú er hér fór fram s. 1. sunnudag er tvímælalaust all- merkur íþróttaviðburður og þykir mér ekki ósennilegt að hún marki tímamót í norðfirzku sundlífi. Ksppni þessi á að verða upph ,f árlegrar sundkeppni milli þeirra bæja er nú tóku þátt í henni, jafn- framt því sem fleiri bæjum verður boðin þátttaka. Hér fæst því ár- lega takmark að keppa að, en það er nauðsynlegt ef áhuginn fyrir íþróttinni á að haldast. Sundfólkið, sem nú heimsótti okkur, kom til Egilsstaða síðla laugardags. Þar tóku á móti því Bjarni Þórðarson bæjarstjóri, Jó- hannes Stefánsson, forseti bæjar- stjórnar og stjórn Þróttar. Fyrst var ekið með gestina í Hallorms- ■ stað. Þar var skógurinn skoðaður undir leiðsögn Sigurðar Blöndals, skógarvarðar. Að lokinni skógar- göngunni var setzt að kvöldverði, sem bæjarstjórn Neskaupstaðar bauð til. Þar ávarpaði bæjar- stjórinn gestina en fararstjórarn- ir, þeir Ingvi Rafn Baldvinsson, Hafnarfirði, og Hallur Gunnlaugs- son, Akranesi, þökkuðu með stutt- um ræðum boðið, sem þeir töldu að öllum þátttakendum mundi verða ógleymanlegt þar sem eng- inn þeirra hefði áður komið í hinn fagra Hallormsstað. Kl. 2 á sunnudag hófst svo sundkeppnin. Um úrslit þessarar keppni hafði litlu verið spáð, en flestir reiknuðu þó með sigri Akraness. Svo fór þó ekki. Nes-! kaupstaður vann keppnina með all- miklum yfirburðum, hlaut 71 stig. Hafnarfjörður hlaut 51 stig og Akranes 49 stig. Sundfólk Nes- kaupstaðar náði engum frábærum árangri en var mjög jafnt. Hafn- firzka sundfólkið var flest mjög ungt og margt hið efnilegasta í íþróttum, má þar einkum nefna þá Birgi Dagbjartsson, sem er 15 ára og Guðlaug Gíslason 14 ára. Sterkasti sundmaður Hafnfirðing- anna var íslandsmethafinn á 50 m baksundi Ólafur Guðmundsson, en hann er mjög fjölhæfur sundmað- ur. Lið Akraness var ekki full- skipað svo að þair gátu ekki tekið þátt í öllum keppnisgreinum, en í þeirra liði voru sterkustu ein- staklingar mótsins. Þar er fremst- ur í flokki Sigurður Sigurðsson, sem er snjallasti bringusundmað- ur, sem íslendingar eiga. Þá var og mættur íslandsmethafinn í 100 m baksundi, Jón Helgason. Helgi Hannesson er og með sterkari skriðsundmönnum. Alls var keppt í 6 einstaklings- greinum og tveim boðsundum. Tveir riðlar voru í hverri grein. Stig voru reiknuð út sem hér seg- ir: Fyrsti maður 7 stig, annar 5 stig, þriðji 4 stig, fjórði 3 stig, fimmti 2 stig og sjötti 1 stig. Fyr- ir boðsund: fyrsta sveit 11 stig, önnur 8 stig og þriðja 6 stig. Á þriðjudaginn voru gefin út bráðabirgðalög, að tilhlutan Hannibals Valdimarssonar, félags- málaráðherra og er þar bannað að notá til annars en íbúðar, íbúðar- hús eða hús, sem teiknuð hafa verið sem íbúðarhús. Fréttatilkynning félagsmála- ráðuneytisins um þetta er svo- hljóðandi: „Að tilhlutan félagsmálaráðu. neytisins hefur forseti íslands í' dag gefið út bráðabirgðalög um afnot íbúðarhúsnæðis: I þessum bráðabirgðalögum er lagt bann við því að nota íbúðar- húsnæði í kaupstöðum til annars en íbúðar, en íbúðarhúsnæði telst það húsnæði, sem við gildistöku laganna er notað til íbúðar og er íbúðarhæft án verulegra endur- bóta, svo og húsnæði, sem ætlað er Hér á eftir fara árangrar í hverri grein: 50 m baksund konur Guðný Þorsteinsdóttir N 45.8 sek. Hanna R. Jóhannsdóttir A 49.1 Lára Ólafsdóttir N 50.4 Guðrún Ólafsdóttir H 55.0 Ingibjörg Böðvarsdóttir H 59.8 Elínbjörg Magnúsdóttir A 60.3 Hér s'graði Guðný Þorsteins- dóttir mjög auðveldlega. Guðný er efnileg sundkona og ætti að geta náð góðum árangri ef hún æfir vel. Hún varð stigahæsti einstaklingur þessa móts. Eftir fyrstu grein stóðu stigin þannig: Nesk, 11 — Akranes 6 — Hafnarfjörður 5. 100 m skriðsund, karlar Hslgi Hannesson A 1.07.9 mín. Ólafur Guðmundsson H 1.08.1 Eiríkur Karlsson N 1.11.4 Steinar Lúðvíksson N 1.11.5 Helgi Haraldsson A 1.12.4 Guðlaugur Gís'ason H 1.16.5 Hér var háð allhörð barátta milli Ólafs Guðmundssonar og Framhald á 2. síðu. til íbúðar samkvæmt teikningu hlutaðeigandi húss og hefur ekki verið tekið til annarra afnota við gildistöku laganna. Þá leggja lög- in einnig bann við því að halda ó- notuðu íbúðarhúsnæði, sem kostur er á að leigja. Brot gegn framangreindum á- kvæðum varða 10.000.00 til 1.000.000.00 króna sektum, er renna i varasjóð hins almenna veðlánakerfis til aðstoðar við hús- byggingar samkv. lögum nr. 55 20. maí 1955, en eftirlit með því að ákvæðum laganna sé fylgt er í höndum ”húsnæðismálastjórnar. Félagsmálaráðherra er heimilt að veita einstökum kaupstöðum undanþágu frá ákvæðum laga þessara, enda liggi fyrir umsókn um það frá hlutaðeigandi bæjar- stjóra og ekki sé þar um að ræða skort á íbúðarhúsnæði". íbúðarhús verði notuð til íbúðar

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.