Austurland


Austurland - 24.08.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 24.08.1956, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 24. ágúst 1956. A að svíkja loforðin um bœtt hlustunarskilyrði ? Eyðilögðu Síðastliðið föstudagskvöld eða laugardagsnótt var bil Jóns ísfjörð stolið, Þetta er gamall fólksbíll. Var honum ekið sem leið liggur inn á Strönd, en þegar þangað kémur, er honum ekið niður fyrir götu og ekur hann þar 38 metra meðfram veginum, liendir þar á árabáti og mölbrýtur hann. Þaðan lendir svo bíllinn upp á sjóhúss- grunn á móti húsi Vigfúsar Guttn ormssonar og útaf honum niður í flæðarmál og er það allhátt fall. Mun bíllinn ónýtur. Fundur sveitar- stjórnarmanna 1 fyrra var haldinn á Akureýri fulltrúafundur kaupstaðanna 8 á Vestur-, Norður- og Austurlandi. Fjallaði fundurinn um ýms sam- eiginleg málefni þessara kaup- staða. Á fundinum var umtal um að halda þesskonar fundi árlega og næsti fundur ákveðinn á Isa-i firði. Hefur sá fundur nú verið boðaður og hefst. 25. septsmber. Sjálfsagt eru skoðanir skiptar um nytsemi slíkra funda, en þeir, sem til þekkja, eru ekki í neinum vafa um gildi þeirra, því samstarf bæjarfélaganna og gagnkvæm kynni bæjarstjórnarmanna hafa mikla þýðingu. Það má t. d. ætla, að Akureyrarfundurinn hafi haft þær afleiðingar, að ríkisstjórnin stakk undir stól tillögum milli- þinganefndar í skattamálum um breytingar á útsvarslögunum. Þær tillögur mundu, ef að lögum hefðu orðið, hafa haft þær afleiðingar, að atvinnurekstur og verzlun hefðu sloppið við útsvarsgreiðslur, en út- svarsbyrðar almennings þyngst. Verði áframhald á samstarfi bæjarfélaganna má fullvíst telja, að fundur þeirra næsta ár verði haldinn á Austurlandi. A jeppum yfir Eskifjar ðarheiði I sumar var ruddur vegur yfir Eskifjarðarheiði svo unnt væri að flytja þangað staura og annað efni til háspennulínunnar frá Eski- firði að Egilsstöðum. Var vegur- inn gerður slarkfær jeppum og trukkum. Fyrir nokkrum dögum óku þeir Bóás Emilsson og Jón Ólafsson, sem stjórna vinnunni við há- spennulínuna, á jeppum allt frá Eskifirði til Egilsstaða og gekk ágætlega. Oft hefur komið til tals að leggja akveg yfir heiðina. Mundi það stytta til muna leiðina frá Eskifirði og Norðfirði upp á Hérað. stolinn bíl í bílnum voru 5 menn og voru meiðsli þeirra lítil sem engin. Má það teljast einstök heppni að þeir misstu ekki allir líf eða limi. Rétt er að taka það fram, að ekki 'er talið að ökumaðurinn hafi verið ölvaður. Ástæðan fyrir hví hvern endi þessi ökuferð fékk, er talin vera allt of hraður akstur. Ennfremur var ljósaútbúnaður í ólagi. Logaði aðeins á öðru ljóskerinu og það mjög dauft. Atburðir sem þessi hljóta að vekja menn til umhugsunar um hve mikil ábyrgð hvílir á öku- mönnum. Það er ekki aðeins að þeir beri ábyrgð á eigin lífi og limum, heldur og farþega sinna og vegfarenda. Þess vegna verður að taka hart á öllum alvarlegum brotum á umferðareglum. Hér hefur aldrei farizt maður í umferðarslysi, og ökumenn eiga að setja metnað sinn í að forða þvi að svo verði. Goðanes landar í Esbjerg Goðanes landaði í vikunni í Es- bjerg rúmlega 310 tonnum af salt- fiski. Frá Esbjerg fór skipið á þriðjudagskvöld áleiðis til Cux- haven, en þar lestaði skipið salt. Frá Cuxhaven fór skipið á mið- vikudagskvöld áleiðis heim. I grein, sem Arnór Sigurjónsson hefur skrifað um landbúnaðar- framleiðsluna 1945—1954, segir að sauðfé hafi fjölgað hér á landi jafnt og þétt síðan 1950. Það ár komst sauðfjáreignin niður í 402 þúsundir fjár, en síðastliðið ár var fjáreignin 635 þúsund. Mest hefur sauðfjáreign Islendinga orðið árið 1933, en þá var tala fullorðins fjár í fardögum 728.5 þús. — Vant- ar því (enn hartnær 100 þús. fjár til að ná þeirri tölu. Fjárstofninn stækkaði árið 1955 um 92 þús. Um breytingar á fjárstofninum á þessum tíma segir svo í grein- inni: „Fækkun sauðfjárins á árunum 1945—1950 má að mestu leyti rekja til fjárskiptanna sem hófust af fullri alvöru 1945. Það var hvort tveggja, að um 9 ára skeið var allt sauðfé fellt á stórum landssvæðum hverju eftir annað, og þar sem menn sáu fram á, að fjárskipti voru fyrir dyrum, hirtu þeir ekki um að halda fjárstofninum við, Fjölgun fjárins hófst ekki að ráði, fyrr en niðurskurði vegna mæði- Nú er farið að líða að hausti og eins og vant er taka þá útvarps- truflanir að arga og sarga í eyrum hlustenda og fá þeir ekki notið kvöldútvarps. Nú þegar er orðið illmögulegt að hlusta á íslenzka útvarpið á kvöldin. Austfirðingar hafa oft kvartað yfir því ófremdarástandi sem er á útvarpi til a. m. k. sumra byggð- arlaga hér fyrir austan, og orðið æ háværari í kröfum sínum um úrbætur. Og í fyrra urðu þessar kröfur svo háværar, að forráða- menn útvarpsins sáu, að við svo búið mátti ekki standa.. Létu þeir sem þeir væru allir af vilja gerðir til að bæta hlustunarskilyrði Aust- firðinga, sendu menn austur til athugana og fiktuðu eitthvað við Eiðastöðina. En allt hefur þetta borið harla lítinn árangur, því hlustunarskilyrði hafa sízt batnað og eru ekki horfur á, að Austfirð- ingar geti notið kvölddagskrárefn- is útvarpsins í vetur fremur en undanfarna vetur. I fyrravetur hljóðnuðu kröfur Austfirðinga um kvartanir yfir hlustunarskilyrðum. Otvarpsstjóri gaf þá út ítrekaðar tilkynningar um, að ákveðið væri að bæta stór- iega hlustunarskilyrði á Aust- fjörðum. Var búið að tryggja einnar milljón króna fjárveitingu í þessu skyni og skyldi bót ráðin á veiki var lokið haustið 1952, en þá varð fjölgunin líka svo bráð, að fáa hafði órað fyrir slíku áður“. Eftir tegundum skiptist fjár- fjöldinn í fyrra svo: Ær 475 þús. Sauðir og hrútar 13 þús. Gemlingar 147 þús. Sauðum hefur fækkað mjög á liðn. um árum og áratugum. Hólastóll 850 óra Á þessu ári eru liðin 850 ár síð- an settur var biskupsstóll á HóIh um í Hjaltadal eftir eindregnum kröfum Norðlendinga, og Jón helgi Ögmundsson gerðist þar fyrstur biskup. Þessa afmælis var minnzt með fjölbreyttum hátíðarhöldum að Hólum s. 1. sunnudag og var þar margt manna saman komið. vandræðum þessum með því að reisa endurvarpsstöðvar á Djúpa- vogi og í Neskaupstað. Nú er það liðið á sumar að komið er fram undir ágústlok og ekkert bólar á framkvæmdum, a. m. k. ekki hér í Neskaupstað. Það eru því teknar að vakna grun- semdir um að forráðamenn út- varpsins ætli að svíkja loforð sín við Austfirðinga — að fyrir þeim hafi aðeins vakað, að fá frið fyrir kröfum Austfirðinga. Austfirðingar standa straum af rekstri útvarpsins að sínum hluta. Og þeir eiga siðferðilega kröfu til þess að þeim séu sköpuð skilyrði til að njóta þess efnis, sem það flytur. Tímabært virðist að hefja að nýju sókn á hendur forráðamönn- um útvarpsins, og halda áfram að krefjast bættra hlustunarskilyrða. Og nú erum við búnir að læra það af reynslunni, að ’ við látum ekki slá okkur út af laginu með kjaft- æði og loforðum. Nú sættum við okkur ekki við loforð. Nú linnum við fikki látum fyrr en hafnar eru sómasamlegar aðgerðir til að losa okkur við hvæsið og breimið þegar við opnum fyrir tæki okkar að kvöldi til. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Um allan heim er jafnan fylgzt af mikilli athygli með undirbún- ingi forsetakosninga í Bandaríkj- unum og kosningunum sjálfum. Þetta er ekkert undarlegt, þegar þess er gætt, hve mikil áhrif Bandaríkin hafa á gang heims- málanna. Þó er erfitt að greina nokkurn grundvallarmun á stefnu þeirra tveggja flokka, sem um völdin berjast. 1 janúar næsta ár lýkur yfir- standandi kjörtímabili Bandaríkja- forseta og verður efnt til forseta- kosninga snemma í nóvember í haust. Hafa flokkarnir að undan- förnu háð flokksþing sín, þar sem forsetaefni hafa verið ákveðin. Niðurstaðan varð sú, að sömu menn berjast um forsetatignina og í síðustu kosningum, sem fram fóru 1952. Verður Dwight Eisen- hower, forseti, í kjöri af hálfu republikana og með honum sem varaforsetaefni núverandi vara- forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon. Af hálfu demókrata verður Adlai Stevenson í kjöri, en hann beið lægra hlut fyrir Eisenhower í síðustu kosningum. Varaforseta- efni demókrata er Estes Kefauver. Sauðfé f jölgar ört

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.