Austurland


Austurland - 21.09.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 21.09.1956, Blaðsíða 4
4 ' AUSTUMjAND Þing Æskulýðsfylkingarinnar 15. þing Æskulýðsfylkingarinn- ar, sambands ungra sósíalista, var haldið á Akureyri dagana 15. og 16. sept. Þingið sóttu um 40 full- trúar víðast hvar af landinu. Frá- farandi forseti, Böðvar Pétursson, setti þingið og lýsti í stuttu máli þeim breyttu viðhorfum sem skap- ast hafa í stjórnmálum landsins þar sem verklýðsstéttin ætti nú aftur tvo fulltrúa í ríkisstjórn. Á þinginu voru rædd hin ýmsu hagsmunamál æskulýðsins og gerðar samþykktir í þeim. Ég mun ekki nú ræða málin neitt sérstaklega þar sem þær sam- þykktir sem þingið gerði munu birtar hér í blaðinu þó seinna verði. Aðeins mun ég tilgreina þau mál sem aðallega voru rædd, en þau voru: 1. Stjórnmálaályktun þingsins. 2. Skipulag og starf Æ. F. 3. Húsnæðismál æskulýðsins 4. Iðnnemamál og fleiri mál sem of langt yrði upp að telja. Svo vil ég geta þess að þinginu bárust fjö'.di árnaðaróska um rsrangursríkt starf í þágu íslenzkr- ar æsku, meðal annars frá Sam- Dagsbrúnarmenn styðja ráðstafanir rikiss tj ó rnarinnar Verkamannafélagið Dagsbrún er langstærsta verklýðsfélag landsins og mun afstaða þess til þeirra mála, sem efst eru á baugi hverju sinni, gefa nokkuð glögga mynd af afstöðu verkalýðsins í heild. Dagsbrún hélt s. 1. mánudag fjölmennan félagsfund um ráð- stafanir ríkisstjórnarinnar til stöðvunar dýrtíðinni. Samþykkti fundurinn einróma stuðning við þessar aðgerðir. Nokkrir íhaldssendlar reyndu að halda uppi áróðri á fundinum, en fengu ekki b.etri undirtektir en það, að þegar til atkvæðagreiðslu kom treystu þeir sér ekki til að greiða atkvæði gegn ályktun um stuðning við aðgerðir ríkisstjóm- arinnar. Morgunblaðið hefur stöðugt haldið því fram, að þessar aðgerð- ir væru andstæðar hagsmunum verkalýðsins og nytu ekki stuðn- ings verklýðssamtakanna. Reyk- vískir verkamenn hafa nú svarað Morgupíblaðsáróðrinum á viðeig- andi hátt og undir það svar mun yfirgnæfandi meirihluti verkalýðs- ins taka. Jafnframt því sem Dagsbrúnar- menn lýstu yfir fullum stuðningi við ráðstafanir ríkisstjórnarinnar, leggja þeir áherzlu á að tíminn fram að áramótum verði notaður til að finna varanlega lausn á efnahagsmálum þjóðarinnar í samráði við verklýðssamtökin. bandi ungra kommúnista í Dan- mörku, Sambandi lýðræðissinn- aðrar æsku, Finnlandi, og auk þess frá æskulýðssamtökum í Ung-> verjalandi, Póllandi, Búlgaríu, Rúmeníu og víðar. Á laugardagskvöldið hélt Æ. F. A. fulltrúum þingsins kvöldvöku að hótel KEA og skemmti fólk sér þar fram eftir nóttu. Þinginu lauk á sunnudagskvöld kl. 1 með kosningu sambands- stjórnar. Núverandi stjórn sam- bandsins er þannig skipuð: Forseti Jón Böðvarsson. Aðrir í framkvæmdanefnd: Matthías Kristjánsson, varaforseti, Sigurjón Einarsson ritari, Jóhannes Jóns- ison gjaldkeri og meðstjórnand) Hrafn Sæmundsson. Varamenn: Byggingarleyfi, I sumar hafa þessi byggingar- leyfi verið veitt: 1. Jón ísfjörð hefur fengið leyfi til að flytja íbúðarhús sitt við Iiafnarbraut að Melagötu. Hefur þar verið steyptur grunnur undir húsið og unnið er að byggingu kjallara. Húsið mun þó ekki flutt fyrr en á næsta ári. 2. Jón S. Einarsson hefur feng- ið leyfi til að reisa verkstæðishús úr timbri norðan við spennistöð- ina á Tröllanesi. 3. Olíusamlag útvegsmanna hefur fengið leyfi til að reisa 500 lesta járngeymi fyrir sólarolíu of- an við Strandgötu andspænis steinsteyptum geymi, sem samlag- ið á neðan vegar. Búið er að grafa fyrir geyminum og verður hann reistur á næstunni. 4. Kristjáni Lundberg hefur ver- ið leyft að reisa verkstæðis- og verzlunarhús við Hafnarbraut 22. Búið er að steypa undirstöður. 5. Guðni Þorleifsson hefur feng- ið leyfi til að stækka og endur- byggja hús föður síns í Nausta- hvammi. 6. Guðmundur Bjamason út- gerðarmaður hefur fengið leyfi til að byggja íbúðarhús við Urðar-) teig 23. Bygging er hafin. 7. Axel Óskarsson hefur fengið leyfi til að reisa íbúðarhús við Urðarteig 25. Bygging er í þann veginn að hefjast. Allmikil eftirspurn er eftir bygg- Tónlistarskóli Það er nú endanlega ákveðið að tónlistarskóli verður starfræktur hér í vetur og mun kennsla hef jast 1. október. Um 30 umsóknir um skólavist hafa borizt. Stofnun tónlistarskóla er merki- legur og ánægjulegur atburður í sögu menningarmála bæjarins og mun án ef glæða mjög tónlistar- áhuga almennings. Ólafur Daníelsson og Ólafur Ei- ir'íksson. Auk framkvæmdanefnd- ar voru þessir kosnir í sambands- stjóm: Guðmundur J. Guðmunds- son, Hrafn Hallgrímsson, Jóna Þorsteinsdóttir, Böðvar Pétursson, Guðmundur Magnússon, Gísli Björnsson, Bogi Guðmundsson, Gunnar Guttormsson, Ingi R. Helgason. Varamenn: Þórólfur Daníelsson, Brynjólfur Vilhjálms- son og Adda Bára Sigfúsdóttir. Að lokum vil ég geta þess að mikil bjartsýni ríkti á þinginu og var þingið hið ánægjulegasta. Ég vil svo ljúka þessu með því að biðja Austurland að flytja Akureyring- unum beztu þakkir okkar Norð-i firðinganna fyrir frábærilega góða viðkynningu og óska þeim alls hins bezta í framtíðinni. Guðmundur Sigurjónsson. lóðaútmælingar ingarlóðum. Nýlega hafa verið mældar út tvær byggingarlóðir við Þiljuveili, ein við Blómsturvelli, ein við Egilsbraut og ein við Mið- garð og óskað hefur verið eftir lóð við Mýrargötu og annarri við Hlíðargötu, en hlutaðeigendur hafa enn ekki sótt um byggingarleyfi. Þessi eftirspurn eftir lóðum bendir eindregið til þess, að nýtt fjör sé að færast í íbúðarbygging- ar og er það vel. Dr bæDui Afmæli. Sigríður Tómasdóttir, kona Sím- onar Eyjólfssonar, Nesgötu 20A, varð 50 ára 19. sept. Hún fæddist hér í bæ og hefur alltaf átt hér heima. Af lasala: Goðanes seldi afla sinn, 203.9 lestir, í Cuxhaven 17. sept. fyrir 99.307 ríkismörk. Leiðrétting. Eitt af nýju götunöfnunum mis- prentaðist í síðasta blaði, Urðar- stígur í staðinn fyrir Urðarteigur. Einkennileg útför I sumar dó sænskur dáti á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði. Skömmu síðar kom sænskt eftir- litsskip á Seyðisfjörð til að ráð- stafa líkinu. En í stað þess að veita hinum látna sjómani kristi- lega útför á Seyðisfirði, eða flytja líkið heim til greftrunar, urðu Sví- arnir sér úti um járnstykki all- mikið og héldu síðan til hafs og sökktu líkinu í sjó. AUSTURLAND Austurland kemur ekki út næstu fjórar vikurnar vegna fjar-| veru ritstjórans úr bænum. Neskaupstað, 21. september 1956. Hnífum beitt á Seyðisfirði Á laugardagskvöldið var haldinn fjölsóttur dansleikur á Seyðisfirði og er það út af fyrir sig ekki frá- sagnarvert. En dansleikur þessi varð nokkuð sögulegur. Á Seyðisfirði lá þá hollenzkt síldartökuskip og sóttu einhverjir skipverjar af því dansleikinn og koma tveir þeirra, annar hollenzk- ur en hinn spánskur, við sögu þessa. Eins og verða vill á dansleikjum urðu þarna einhverjar viðsjár með mönnum og tóku sjómenn þessir upp hnífa. Vildu Islendingar af- vopna þá, en annar þeirra liafði fleiri hnífa spennta um fót sér og þegar einn var af honum tekinn tók hann þegar upp annan, í ryskingunum, sem munu hafa verið eftir dansleikinn, var e'.nn Seyðfirðingur lagður hnífi mill'. rifja og varð það mikið sár, en lík'ega hefur það bjargað lífi hans, að lagið lenti fyrst á veski hans og geigaði við það lagið. Seyðfirðingurinn, sem lreitir Friðrik Bogason, var fluttur á sjúkrahús og er þar enn. Ekki mun þó sár hans lífshættulegt. Öðrum þeirra hnífamanna var haldið eftir á Seyðisfirði og hefur verið dæmdur í 20 þús. kr. sekt. Viðbótarsala á karfa til Rússlands Að undanförnu hafa safnazt fyrir í frystihúsunum miklar birgðir af karfa umfram það, sem selt hafði verið. Nú hefur ríkisstjórnin samið um sölu á 5000 tonnum af hraðfryst- um karfa til Sovétríkjanna til við- bótar við áður seld 20.000 tonn, en þann samning var búið að upp- fylla. Nú standa yfir í Reykjavík samningar um viðskipti Islands og Sovétríkjanna á næsta ári og kom viðskiptanefnd frá Sovétríkjunum til Reykjavíkur á sunnudaginn var. I íslenzku samninganefndinni eru II menn og er Þórhallur Ásgeirs- son, ráðuneytisstjóri formaður hennar. Róðrar á Seyðisf. 1 haust stunda nokkrir bátar róðra frá Seyðisfirði, og er það nýtt þar í bæ nú um langt skeið. Frystihúsið, sem Seyðisfjarðar- kaupstaður keypti í fyrra ásamt síldarbræðslunni, kaupir fiskinn og er hann hraðfrystur. Talsverð sjósókn Síðustu vikur hafa nokkrir stórir bátar róið héðan með línu. Afli er fremur tregur, algengast um 8 skp. í róðri, en nokkuð jafn. All- margir smærri bátar róa einnig.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.