Austurland


Austurland - 02.11.1956, Qupperneq 1

Austurland - 02.11.1956, Qupperneq 1
Málgagn sósfalista á Ansíurlandi 6. árgangur. Neskaupstað, 2. nóvember 1958. 36. tölublað. Víiaverð framkoma við Norðfirðinga Eins og kunnugt er, er Norð- firðingum ætlað að nota Egils- staðaflugvöll til loftsamgangna. Segja má, að þetta sé mögulegt á meðan vegir eru akfærir, þó fjari lægðin milli Egilsstaða og Norð- fjarðar sé æði mikil. En til þess að flugvöllurinn geti komið að tilætluðum notum, verða að eiga sér stað reglulegar áætlunarfer^Sir milli þessara staða. Þessar ferðir eru heldur greiðar yfir sumartímann, en þeg- ar haustar að eru þær lagðar ni'ður. Sérleyfishafanum er sem sé látið líðast það, að halda ferð- unum uppi þann tíma árs, sem ætla má að umferð sé mikil, en svo er honum leyft að hætta þeg- ar líklegt er að umferð minnki. Frá því um mánaðamótin sept..- okt. hafa ekki1 verið áætlunar- ferðir milli Norðfjarðar og Egils- staða. Allir vegir á þessari leið Bygging gagn- fræðaskóla undirbúin Eins og lesendur blaðsins mun reka minni til, ákvað bæjarstjórn í fyrravetur að hefjast á næsta ári (1957) handa um byggingu gagnfræðaskóla og kaus nefnd til að undirbúa og standa fyrir bygg- ingunni. Á vegum þessarar nefndar dvaldi hér í nokkra daga í þessari viku byggingarmeistari frá húsa- meistara ríki'sins til að athuga að- stæður. Þetta er Guðmundur Guð- jónsson, sem á sínum tíma var byggingameistari barnaskólans hér. Hefur hann undanfarið dval- ið í Noregi og Þýzkalandi og kynnt sér nýjungar í skólabygg- ingum. Um áramótin má gera ráð fyrir, að tillöguuppdráttur og kostnað-i aráætlun hafi borizt nefndinni. Helzt er í ráði að reisa skóla- húsið í Ekrutúni og á Júdasarbala við Mýrargötu. hafa þó veri'ð greiðfærir öllum bílum nær allan októbermánuð. Og því hefur verið heitið að halda veginum opnum a. m. k. til áramóta, ef snjóalög verða ekki mikil. En ekkert er gert til að halda uppi skipulögðum sam- göngum milli staðanna. Maður, sem ætlar að ferðast milli Norð- fjarðar og Egilsstaða í sambandi við flugið, er til þess neyddur að leigja bíl fyrir 350 krónur og sé hann einn á ferð er það ekki langt frá að þýða tvöföldun fargjalds- ins til Reykjavíkur. Og ekki nóg með að þetta óskaplega sleifarlag eigi sér stað hvað farþegaflutninga áhrærir. Ekki er það betra með póstinn. Póstur hingað er látinn flækjast á pósthúsunum á Egi'lsstöðum, Reyðarfirði og Eskifirði dögum og kannski vikum saman án þess að hirt sé um að flytja hann á leiðarenda. — Flesta daga eru þó ferðir milli þessara staða og væri vilji fyrir hendi, væri auðvelt að koma póstinum áfram. Svo er að sjá, að enginn telji sig hafa skyldur við Norðfirðinga í þessum efnum. Flugfélagið telur sínu hlutverki lokið þegar flugferðin er á enda og lætur sig engu skipta, þó far- þeginn sé eftir skilinn í reiðileysi á flugvellinum. Svo geta menn átt von á því að það hæli sér af því að hafa haldið uppi flugsamgöng-l um við Norðfjörð fram eftir vetri. Sérleyfishafinn telur sínu hlut- verkí lokið þegar hann hefur rif- ið 30. september af dagatali sínu. Og póststjórnin, sem „skipu- leggur" áætlunarferðir bifreiða, lætur sérleyfishafanum haldast þetta atferli uppi. Og svo bætir hún gráu ofan á svart með því að telja sér óskylt að flytja póst, nema með áætlunarferðum. Það er krafa Norðfirðinga að úr þessu verði bætt þegar í stað af einhverjum framangreindra að- ila og áætlunarferðir upp teknar milli Norðfjarðar og Egilsstaða tvisvar í viku að minnsta kosti. Að réttu lagi ættu allir þessir að- ilar að sjá um áætlunarferðirnar í félagi, en fyrst um sinn, á meðan samkomulag milli þeirra er ekki fyrir hendi, ætti' póststjómin að semja við duglegan bílstjóra hér í bænum, um að annast þessar ferð-i ir fyrir t. d. 300 krónur ferðina. Mundi áreiðanlega vera hægt að ná þeim kostnaði að mestu leyti í fargjöldum, en að þessu yrði mikið hagræði' fyrir ferðamenn og póstflutningar yrðu viðunandi. Sjálfsagt hafa póstafgreiðslu- menn hér eystra ekki svo mikið vald að þeir geti bundið póstsjóði slíkan bagga (!), en væntanlega sjá þeir sér fært að leggja það eindregið til við póststjómina, að farið verði þegar í stað að þessari tillögu. Framkomu slíka, sem þessir að- iiar hafa í haust sýnt Norðfirð-i ingum, þolir enginn án ákveðinna mótmæla — við ekki heldur. Síðastliðinn laugardag var hleypt af stokkunum í skipa- smiðastöð Dráttarbrautarinnar nýbyggðum fiskibáti. Hlaut hann nafnið Jón Ben og heitir í höfuðið á Jóni Benjamínssyni, einum mesta aflamanna í hópi norð- firzkra skipstjóra. Einkennisstaf- ir bátsins eru N. K. 71. Jón Ben er 24 lestir að stærð með 170 hestafla Budadiesilvél. Hann er vel búinn að siglingar- og öryggistækjum, hefur Atlas- dýptarmæli og fisksjá og gúmmí- björgunarbát, sem fullnægir kröf- um samkvæmt reglum, sem gert er ráð fyrir að settar verði á næstunni um gerð slíkra báta og skyldu manna til að hafa þá um borð í fiskibátum. Eigandi Jóns Ben er hlutafélag- ið Stapi, en aðalhluthafi er Fisk- vinnslustöð Samvinnufélags út- gerðarmanna. 1 stjój*n eru Jó- hannes Stefánsson, formaður og framkvæmdastjóri, Óskar Lárus- son og Vigfús Guttormsson. Skipstjóri verður Rafn Eihars- son. Athugud bygging síldarbræðslu Nýlega var hér í bænum Björn Bergþórsson, efnaverkfræðingur Fiskifélags Islands. Kom hann hingað á vegum Samvinnufélags útgerðarmanna til að athuga möguleika á því að stækka fiski- mjölsverksmiðju félagsins eða byggja nýja, með það fyrir aug- um, að hér yrði unnt að bræða nokkurt magn af síld. Eru innan skamms væntanlegar taikningar og kostnaðaráætlun verksmiðju, sem á að geta unnið úr 800—1000 málum síldar á sólarhring. Mjög mikilsvert væri, ef Sún gæti tekizt að lirinda þessu máli í framkvæmd. Hér er að vísu ekki um mikil afköst að ræða, en slík verksmiðja mundi gjörbreyta til batnaðar ailri aðstöðu til sildar- söltunar hér í bænum. Yfirsmiður var Sverrir Gunn- arsson, sem einnig teiknaði bát- inn. Báturinn kostar yfir 600 þús. kr. með öllum útbúnaði, eða um 26 þús. kr. pr. tonn. Hjá Dráttarbrautinni' er smíði 60 lesta báts komin á góðan rek- spöl og byrjað er að smíða bát af sömu stærð og Jón Ben. — Þá hefur verið pantað efni í nýjan 60 lesta bát. Þeir feðgar Ásgeir Bergsson og Guðlaugur Ásgeirsson eiga 55 lesta bát í smíðum á Isafírði, en hann mun ekki kominn langt á- leiðis. Fleiri Norðfirðingar munu hyggja á bátakaup. Jón Ben er enn ekki tilbúinn til veiða, en vonazt er til að hann geti byrjað róðra í næsta smá- straum. Annars er sjósókn sára- lítil þrátt fyrir reytingsafla. Að- eins tvei'r báta.r, Hafbjörg og Björg hafa róið að undanförnu, auk einhverra minni báta. I gær var Björg þó ekki á sjó. Austurland óskar eigendum og áhöfn Jóns Ben til hamihgju með bátinn. Nýr bátur: Jón Ben, N. K. 71

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.