Austurland


Austurland - 09.11.1956, Side 1

Austurland - 09.11.1956, Side 1
6. árgangur. Neskaupstað, 9. nóvember 1956. 37. tölublað. Henta 150-250 lesla bálar Ausífirðingum Eins og kunnugt er, hefur rík- isstjórnin lagt fram á Alþingi' frumvarp um kaup á 15 togurum og 6 fiskibátum, sem hver um sig á að verða 150—250 lestir að stærð. Heyrzt hefur, að tveir Aust- firðingar, skipstjórarnir Sigurður Magnússon á Eskifirði og Hjalti Gunnarsson á Reyðarfirði, sem báðir eru í fremstu röð austfirzkra skipstjórnarmanna, muni eiga þess kost að fá sinn bátinn hvor, en til þess þurfa þeir að leggja fram allmikið fé, eða 20% kaup- verðsihs. Sennilegt verður að teljast, að þeir fái eitthvert at- vinnubótafé til að greiða fyrir kaupunum. Þá hefur Óskar Lárusson í Neskaupstað sótt um að fá eínn bát keyptan 200 lesta stóran. Varla er þó við því að búast, ef aðrir landshlutar telja þessa báta- stærð henta sér, að í þetta kjör- dæmi komi helmingur bátanna, þó báðir þingmenn þess ei'gi sæti í riksstjóminni. En þar sem kaup svona stórra báta eru nú komin á dagskrá er tímabært að glöggva sig á því, hvort sú bátastærð mundi henta okkur Austfírðingum. Það sem sagt verður hér á eftir er fyrst og fremst miðað við norðfirzkar aðstæður, en ætla má að svipuðu máli gegni um önnur sjávarþorp hér eystra. ----- Hversvegna er árstíða- bundið atvinnuleysi? Eitt erfiðasta vandamálið sem þorpin í þrem landsfjórðungum eiga við að glíma, er hið svokall- aða árstíðabundna atvinnuleysi, sem stafar af því, að á vissum árstíma er ekki grundvöllur til að starfrækja atvinnutækin heima fyrir, þau liggja ónotuð eða eru flutt 1 aðra landshluta um stund- arsakir. Þetta fyrirbrigði þekkjum við bezt í vertíðarferðum vélbáti anna. Ýmsra bragða hefur verið leyt- að til að draga úr eða eyða þessu atvinnuleysi og eina ráðið, sem enn hefur verið gripið ti'l og eitt- hvað hefur dugað, er togaraút- gerðin, því hægt er að halda skip- unum til veiða fyrir fiskvinnslu-' stöðvar heima fyrir yfir atvinnu- leysistímann. Þetta er þó stundum fjárhagslega óhagstætt fyrir út- gerðina og væri þörf á, að hægt væri að liðka svo til, að skipin væru ekki' skilyrðislaust bundin við hráefnisöflun fyrir fiskvinnslu stöðvar heima fyrir jafn langan tíma ár hvert og nú er þörf á. Óhentug bátastærð Mikill hluti bátaflotans hér í bænum og víðar á Austurlandi er af óhentugri stærð til að koma að notum sem atvinnutæki fyrir byggðarlagið, enda eru þeir fyrst og fremst keyptir með það fyrir augum, að gera þá út á vetrar- vertíð á Suðurlandi. Reynslan hefur sýnt, að af þeim geta bæj- arbúar ekki mikils vænzt í bar- áttunni við atvinnuleysið. Vissu- lega hafa margir norðfirzkir sjó- menn og verkamenn (landmenn) atvinnu við þessa báta á vertíð- inni, en þar sem hörgull er á slík- um mönnum hvarvetna þurfa Norðfirðingar ekki að leggja í bátakaup með Suðurlandsútgerð fyrst og fremst í huga. Sú útgerð cr til hagsbóta fyrir Sunnlend- inga fyrst og fremst og hjálpar til að draga fólkið utan af lands- byggðinni suður. Þeir bátar, sem hér er um rætt, fara venjulega í verstöðvarnar strax um áramót og eru þar fram. undir miðjan maí. Stundum faia sumir þeirra nokkra róðra á vorin, en mestallt vorið fer í að undirbúa síldveiðar. Gera verður ráð fyrir að bátarnir verði svo á síld þar til seint í ágúst og ber ekki að lasta það, því þá er yfirleitt ekki um atvinnuleysi að ræða og margir menn hafa atvinnu við síldveiöarnar. Rétt er þó að geta þess, að á sl. vori fiskuðu margir þessir bátar mikið, einkum ufsa á handfæri og lögðu upp hér heima. Það verður að teljast til undan- tekningar, þó svo kunni að fara, að slík útgerð verði upp tekin framvegis. Haustið er eini tíminn sem við getum vænzt þess að hafa eitt- hvert gagn af þessum bátum til að afla hráefnis til vinnslu hér heima. En reynslan hefur sýnt, að útgcrðarmenn eru furðu tómlátir um heimaróðra og telja sig engar skyldur hafa sem atvinnurekend- ur, við bæjarfélagið. Sumir bátar hreyfa sig ekki til róðra eftir að hætt er síldveiðum, aðrir byrja, en hætta bráðlega aftur, en til eru þeir, sem sum haust leggja nokkurt kapp á róðra um nokkurra vikna skeið. Aflabrögð eru hér vitanlega misjöfn eins og annars staðar. En oft er hér reytingsafli á haust- in. Við svipuð aflabrögð una út- gerðarmenn oft í Faxaflóa dag eftir dag þó þeir hætti róðrum hér heima. Útgerðarmenn mættu gjarnan átta sig á því, að þeir hafa sið- ferðilegar skyldur að rækja við Rúmur mánuður er nú liðinn af \ þ*ngtímanum. En þingstörf hafa gengið mjög seint og eru harla skammt á veg komin. Ástæðan fyrir þessu er sú, að íhaldsmenn halda uppi linnulausu málþófi á þingi og reyna sem þeir mega að tefja þingstörfin. Er svo að sjá, sem hin margumtalaða ,,harka“ stjórnarandstöðunnar eigi að beinast að því að tefja þingstörf svo, að löggjafarstarfið tefjist úr hófi. Þegar í þingbyrjun hófu íhalds- menn mikil ræðuhöld í sambandi við kjörbréf uppbótarmanna Al- þýðuflokksins. Gekk þar maður undir mannshönd í málþófinu. Tókst með þessu að halda þinginu starfslausu í heila viku. Og eins og byrjunin var hefur framhaldið orðið. Lengst hefur málþófið þó gengið í umræðunum um verðfestingarfrumvarp . ríkis- stjórnarinnar, sem lagt var fyrir bæinn í þessum efnum, enda hafa margir þeirra beinlínis fengið fé til bátakaupa á þeim forsendum, að verið sé að efla atvitanulífið í Neskaupstað. Litlu bátarnir Hætta á atvinnuleysi er einkum frá því í nóvember þar til út marz- mánuð. Úr því fara minni bát. amir, sem ekki eru gerðir út að vetrinum, eða þá að þeir eru gerð- ir út á færi í öðrum landshlutum framan af vetri', að koma í gagn- ið, og þeír afla mikils hráefnis yfir sumarið. En margir þeirra, þ. e. trillurnar, verða að hætta þegar haustar að og þá hefðu Faxaflóabátarnir þurft að hefja róðra og halda. þeim áfram mán- uðina sept.—nóv. Litlu bátarnir koma að tiltölu- lega miklu meira gagni hér heima en stóru bátarnir. En úthalds-i tími þei'rra hlýtur að vera tak- markaður. Fiskvinnslustöðvarnar þyrfíu að eiga báta Eins og áður er á drepið hefur Framhald á 2. síðu. Ncðri deild. Dag eftir dag var frumvarpið til 1. umræðu í deild- inni og fékkst ekki afgreitt til 2. umræðu vegna málþófs íhaldsins. Þá vildi það til, að Ólafi Thórs þótti deildarforsetinn, Einar Ol- gcirsson, ekki sýna sér tilhlýði- lega virðingu, ærðist og ruddist um fast. Varð þetta til þess, að Ól- afur hugði'st hefna sín með því að mæta ekki á þingfundi daginn eft- ir og lagði blátt bann við því að nokkur íhaldsmaður léti sjá sig þann dag í sölum Neðri deildar. Þetta varð til þess að það tókst að samþykkja frumvarpið til 2. umræðu. Ef Ólafur hefði ekki ærst, mundu íhaldsmenn án efa hafa flækzt fyrir málinu enn um skeið. Svona vinnubrögð af hálfu stjórnarandstöðunnar ieru ekki til að miklast af, og haldi íhaldið upp- teknum hætti, hljóta augu hvers manns að opnast fyrir eðli og til- gangi. . íhalds-stjórnarandstöðunn- ar. Meö sleitulausu málþófi tefja íhaldsmenn störf Alþingis

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.