Austurland


Austurland - 09.11.1956, Page 2

Austurland - 09.11.1956, Page 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 9. nóvember 1956. HenSa 150-250 lesta bátar Austfirðingum? Framhald af 1. síðu. rcynslan sýnt, að útgerðarmenn Faxaflóabátanna hafa takmarkað. an áhuga á heimaútgerð. Hráefn- isskortur er oft bagalegur í fisk- vinnslustöðvunum og enginn telj-, andi bátafiskur berst þeim hálft árið. Ef ekki væri togaraútgerð-i in væri rekstur þeirra áreiðan- lega vonlaus. Fiskvinnslustöðvarnar þyrftu að eignast nokkra báta. Eignarrétt- ur þeirra mundi vera trygging fyrir því, að bátarnir reru og legðu upp hér heima eins og fært er. Mundu 150—250 tonna bátar henta? Þá er ég kominn að því atriði, sem átti að vera uppi'staða þess- arar greinar, það er hvort líklegt væri að vélskip af þeirri gerð, sem fjallað er um í frumvarpi ríkis-i stjórnai'innar, mundu henta þeim staðháttum, sem fyrir hendi eru á Austfjörðum. Engin reynsla er af útgerð slíkra skipa eftir af upp voru teknir þeir hættir, sem nú tíðkast um veiðar og hagnýtingu aflans. En margt bendir til þess, að þesskonar bátar væru mjög lík- legir til að hjálpa til að leysa þann vanda, sem hér er við að ei'ga. Við Suðausturlandið eru auðug fiskimið og hefur mikið aflazt þar í net undanfarna vetur. Að sjálf- sögðu hafa Hornfirðingar bezta aðstöðu til að notfæra sér þessa fiskigengd, en bátar héðan að austan hafa líka sótt þangað góð- an afla. Má í því sambandi minna á, að Eskifjarðarbátar lögðu upp heima í nokkra vetur (þó ekki sl. vetur) mikihn fisk veiddan á þess- um slóðum. Hinsvegar eru flestir Faxaflóabátarnir heldur burðar- litlir til að vera hentugir til slíkra veiða með heimflutning aflans um hávetur fyrir augum. En full ástæða er til að ætla, að 150—250 lesta bátar mundu eihk- ar vel fallnir til þessara veiða og heppnaðist útgerð þeirra, gæti það gjörbreytt ástandi atvinnu- mála austfirzku þorpanna. En hvað eiga svo bátarnir að gera eftir að vertíð lýkur? Gera verður ráð fyrir, að þess- ir bátar færu á síld um tveggja mánaða skeið að sumrinu og mundu áreiðanlega verða vel fallnir til þessháttar veiða. Að síldveiðum loknum virðist einkum tvennt fyrir hendi. 1 fyrsta lagi að fara í Austurdjúp til síldveiða í reknet, sé veiði þar viðunandi. Mundu vera allt önnur skilyrði ti'l veiðanna og söltunar aflans á svona stóru skipi en á bátum þeim, sem reynt hafa að stunda þessar veiðar msð misjöfnum árangri. I öðru lagi sýnist engin fjarstæða að gera þessi skip út með botn- vörpu. Þau hljóta að geta fiskað á nokkuð miklu dýpi og ekki er ólíklegt, að þær veiðar gæfu góða raun. Fjórðungsþing Austfirðinga hefur lagt til, að keyptir verði tiltölulega litlir togarar til að afla hráefnis fyrir minni frystihúsin hér eystra, En er ekki útgerð vél- skipa sem þessara enn líklegri til til uppfylla þarfir smærri þorp- anna? Það ber að athuga gaum- gæfilega. En hvað sem öðru líður verða 2—3 þessara skipa væntanlega staðsett á Austfjörðum og fæst þá úr því skorið að hvaða gagni þau koma. • WHMiMWMIMIMIIHMMMBtMMMIMMMMM | Til sölu Trillubátur, með nýrri 3—4 • ha. Gauta-vél, til sölu. Baldvin Þorsteinsson. : ■ Austurland [ Ritstjóri: Bjarai Þórðarson. Kemur út einu sinni í viku. Lausasala kr. 2.00. ■ ■ [ Árgangurinn kostar kr. 60.00. Gjalddagi 1. apríl. NESPRENT H-P Tilkjmnim Að gefnu tilefni vill Verklýðsfélag Norðfirðinga benda verkafólki á, að ef brotnir eru á því samningar eða það þarf að fá einhverjar upplýsingar, á það að snúa sér til Sigfinns Karlssonar. Samningar félagsins eru einnig til hjá honum og geta allir fengið þá. Verklýðsfélagið. ós til sölu Hús’ign mín, Gamla Lúðvíkshús, ásamt trillubát, fé og heyi, til sölu nú þegar. Símon Eyjólfsson. Nr. 22/1956. n Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið nýtt hámarksverð á smjörlíki sem hér segir: Niðurgreitt: Óniðurgreitt: Heildsöluverð ............. kr. 5.50 kr. 10.33 Smásöluverð ............... kr. 6.30 kr. 11.30 Söluskattur og framleiðslusjóðsgjald er innifalið í verðinu. Reykjavík, 30. okt. 1956. Verðgæzlustjórinn. Fjárbödun Þrifaböðun og kláðaskoðun sauðfjár í Neskaupstað skal fram fara 15. nóvember til 16. desember n. k. Páll Magnússon, eftirlitsmaður með fjárböðun. ilfundur Samvinnufélags útgerðarmanna Og Olíusamlags útvegsmanna verður haldinn í Bíóhúsinu föstudaginn 9. nóv. 1956, kl. 8.30. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Neskaupstað, 1. nóv. 1956. Stjórnirnar. Kvennadeild Slysavarnarfélagsins heldur fund að Grænuborg mánudaginn 12. nóv. kl. 9 e. h. Áríðandi mál á dagskrá. Félagskonur eru beðnar að fjölmenna á fundinn. Að fundarstörfum loknum verður spiluð félagsvist. Stjórnin. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðar-i för mannsins míns, föður okkar og tengdaföður Þorleifs Ásmundssonar, Naustahvammi. María Aradóttir, börn og tengdahöra.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.