Austurland


Austurland - 09.11.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 09.11.1956, Blaðsíða 4
AUSTURLAND Neskaupstað, 9. nóvember 1956. Þingmaður skýl- ur YÍir markið Á ýmsum fundum Austfirðinga nú um nokkurt skeið, hefur verið bent á, að þörf væri á, að byggja á Austurlandi dráttarbraut, sem tekið gæti' togara á land og ann- azt viðgerð þeirra og eftirlit. Hafa ýms rök, sem ekki verða rakin hér, verfð færð fyrir nauð- syn þessa máls. Hitt er þó rétt að gera sér full- ljóst, að engar líkur eru til, að ó- breyttum aðstæðum, að togara- slippur hér á Austf jörðum geti borið sig f járhagslega. Mætti' gott heita, ef hann gæti staðið undir beinum reksturskostnaði', en þegar í upphafi yrði að afskrifa allan stofnkostnað mannvirkisins, sem varla yrði undir 16 millj. kr. að meðtöldum óhjákvæmilegum kostnaði við að koma á fót vél- smiðjum eða endurbæta þær sem fyrir eru, og er þá aðeins gert ráð fyrir braut, sem tekið gæti við venjulegum togurum. Yfirleitt hefur mönnum litizt Seyðisfjörður líklegastur bygging- arstaður svona dráttarbrautar, og nú hefur þihgmaður Seyðfirðinga tekið málið upp á Alþingi, en í því formi, að líklegt er að það verði fremur til að spilla fyrir því og er þá verr af stað farið en heima setið. Björgvin Jónsson, hinn ungi þingmaður Seyðfirðinga, hefur nefnilega flutt á Alþingi þings- ályktunartillögu þess efnis, að fela ríkisstjórninni að athuga mögulei'ka á að byggja á Seyðis- firði dráttarbraut fyrir allt að 2000 lesta skip. Og nauðsyn. brautarbyggingarinnar er fyrst og fremst rökstudd með þörfum tog- araflotans austfirzka. Nú er það svo, að stærsti tog- ari Austfirðinga í fyrirsjáanlegri framtíð mun verða um eða innan Athugasemd Vegna greinar í síðasta blaði hefur póstafgreiðslan í Neskaup- stað upplýst, að í októbermánuði hafi póstur börizt hingað um Eg- ilsstaðaflugvöll 14 sinnum og 13 sinnum hefur póstur verið af- greiddur héðan í veg fyrir flug- vélar. Póstur hingað hefur aldrei legið lengi á Egilsstöðum eða á leiðinni þaðan, utan einu sinni að hann lá 4 daga á Reyðarfirði. Þetta virðast vera sæmilega greiðir póstflutningar, en þar sem ekki er um áætlunarferðir að ræða, koma þeir ekki að fullum notum. Það var fyrst og fremst niðurfell- ing áætlunarfcrðanna með póst og farþega, sem gagnrýnd var í greininni. við 800 tonn og erlendir togarar, sem hingað leita, eru miklu minni. Að vísu má segja, að svo kunni að fara, að eihhvern tíma verði hér stærri togarar. Um það vitum við ekkert og þegar við ræðum þessi mál, eigum við að sjálf- sögðu að miða við það sem fyrir- sjáanlegt er í þessum efnum. Akureyringar og Isfirðingar hafa mjög mikinn hug á því, að fá togaraslippi og hinir fyrr- nefndu hafa látið gera talsverða athugun á byggingarkostnaði slíks mannvirkis og eins reksturs- kostnaði. Verður það ekki rakið nánar hér, en geta má þess, að rekstursáætlun sýnir, að þegar í upphafi þarf að afskrifa að mestu eða jafnvsl öllu leyti stofnkostn- aðinn, því mannvirkið mun ekki geta staðið straum af vöxtum og afborgunum. Og það mun mörgum þykfja nokkuð langt gengið, að biðja um 2000 tonna slipp á Austurlandi ú sama tíma og Akureyringar i,já ekki ráð til að byggja og reka helmingi mihni slipp. Eins og þingsályktunartillaga Fjórðungsþing Austfirðinga. B-!örgvins er tekur hana enginn alvarlega og rr þá m'linu spillt með flutningi hennar. Hann ætt.i því hið snarasta að breyta tillögu sinn' í það horf, að hún fjalli um byggingu helmingi minni brautar. Þá væri von til að litið væri á hana s?m alvarlega meinta, en ekki lýðskrum. Þótt tillagan yrði samþykkt óbreytt, mundi að vísu athugað hvað kostar að gera 2000 tonna slipp á Seyði'sfirði, en það gagnar lítið, því jafnframt hlyti að koma í ljós, að ekki væru fyrir hendi starfsskilyrðí fyrir slíkt fyrirtæki. Vafalaust hefur Björgvin ráðg- azt við framámenn síns flokks á Seyðisfirði áður en hann flutti tillögu sína, en þeir eru sjálfsagt misvitrir eins og aðrir menn. Þingmaðurinn ætti þegar í stað að breyta tillögu sinni og reyna að fá byggðan t. d. 1000 tonna slipp á Seyðisfirði í staðinn fyrir 2000, tonna slipp uppi' í skýjunum þar sem hann getur aldrei orðið aust- firzkum útvegi að gagni. Og taki forystumenn flokks hans á Seyð^ isfirði 2000 tonna skýjaslipp fram yfir 1000 tonna jarðfastan slipp á Seyðisfirði, er ekki annað fyrir þingmanninn að gera en gefa þeim langt nef, því þá er auðséð, að málið er hugsað sem „baráttumál", er enst geti lengi. Ályktanir um vegamál 1. Fjórðungsþingið skorar enn á vegamálastjórnina að láta athuga sem fyrst vegarstæði og vegar- gerð yfir Öxarheiði milli Skriðda's og Berufjarðar. Myndi sá vegur stytta leiðina milli Hornafjarðar og Fljótsdalshéraðs um ca. 60—70 km. 2 Fjórðungsþingið skorar á Al- þingi, að veita nú þegar fé til veg-» arlagningar yfir Hellisheiði. Telur þingið allsendis óviðunandi að ekkert beint vegarsamb. skuli vera á milli Fljótsdalshéraðs og Vopna- fjarðar og væntir þess að þing- menn Austfirðinga beiti sér fyrir málinu á Alþingi og við vegamála- stjórnina. 3. Fjórðungs.þingið minnir enn á nauðsyn þess, að vegurinn á milli Hallormsstaðar qg Hrafn-i kellsstaða verði endurbættur svo að hann verði fær öllum bílum. 4. Fjórðungsþingið leggur á- herzlu á, að hraðað sé byggingu Austurlandsvegar einkum á kafl- anum yfir Möðrudalsheiði. 5. Fjórðungsþingið telur að það hafi þegar sýnt sig, að snjóbílar geti komið að góðu gagni til far- þega- og vöruflutninga yfir snjó- þunga fjallvegi að vetrarlagi og ítrekar því áskorun sína frá fyrra ári til vegamálastjórnarinnar um það að ván'díe'g athugun fari fram á því hvaða gerð slíkra bíla henti bezt hér á landi. 6. Fjórðungsþingið beinir þeirri áskorun til vegamálastjórnarinn. ar, að hún leggi framvegis meiri áherzlu á en hingað til, að ryðja snjó af f jölförnustu leiðum hér austanlands svo lengi fram eftir hausti og vetri, sem fært þykir og svo snemma vors, sem veðrátta og snjólag leyfir. 7. Fjórðungsþing Austfirðinga skorar á vegamálastjórnina að láta nú þegar gera nauðsynlegar athuganir um vegagerð til Loð- mundarfjarðar. Kirkjan Barnamessa sunnudaginn 11. nóv. kl. 11. Söngæfing fyrir börn verður á morgun, laugardag, í kirkjunni kl. 4. Fjölmennið. NorSfjarSarbló * Sjóliðamir þrír og stúlkan (3 sailors and a Girl) Fjörug og skemmtileg ame- rísk dans-i og söngvamynd í litum. Aðalhlutverk: Gordon Mac Rae Jane Powell Gene Nelson Sýnd sunnudag kl. 5 fyrir börn.: Húsfoóndi á sínu j heimili Óvenju fyndin og skemmti- [ leg ensk kvikmynd. F Aðalhlutverk: . : Charles Laughton John IVÍiII. Þessi kvikmynd var kjörin i bezta enska kvikmyndin 1954. : Sýnd sunnudag kl. 9. : Húshjálp Óska eftir húshjálp hálfan: eða allan daginn. i Lynn Eyvindsson. í 0 r Lejlisýning. Leikfélag Neskaupstaðar frum- sýndi í gær Logann helga eftir Somerset Maugham. Leikstjóri er Jón Norðfjörð. Síðar verður væntanlega skrif- að um leik þennan í blaðinu. Lækningastofa. Eins og auglýst er á öðrum stað hér í blaðinu opnar Elías Eyvinds- son, læknir, lækningastofu í sjúkrahúsinu næsta mánudag. Bókasafnið verður opnað til útlána á næst- unni. Verður það opið eins og und- anfarna vetur og lestrargjöld hin sömu. Bæjarstjórnarfundur á að hef jast kl. 4 í dag. A dag- skrá eru fundargerðir og kosning niðurjöfnunarnefndar. Lækningastofa Opna lækningastofu í sjúkrahúsinu mánudaginn 12. nóv. n.k. Viðtalstími kl. 2—3 e. h. Elías Eyvindsson, læknir.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.