Austurland


Austurland - 23.11.1956, Síða 1

Austurland - 23.11.1956, Síða 1
Málgagn sósfalista á Anstnrlandi 6. árgangur. Neskaupstað, 23. nóvember 1956. 39. tölublað. Alþýðusambands- þingid hafid Þing Alþýðusambands íslands, hið 25. í röðinni, hófst í Reykjavík 20. nóv., eins og ráð hafði verið fyrir gert. Forseti sambandsins, Hannibal Valdimarsson, félagsmálaráð- herra, setti þingið og bauð full- trúa og gesti velkomna. Hann minntist látinna forvígismanna verklýðshreyfngarinnar og merk- isafmæla, sem tveir a* forustu- mönnum verklýðssamtakanna áttu á þessu hausti. Það voru þeir Ottó N. Þorláksson, sem nýlega varð 85 ára, og Ólafur Friðriksson, sem nýlega varð 70 ára. Voru þeir Rætt um sölu Rafveitu I ráði er að Rafmagnsveitur ríkisins kaupi Rafveitu Neskaup- staðar svo og aðrar rafveitur á fyrirhuguðu orkuveitusvæði Gríms árvirkjunar. Nokkrar viðræður hafa farið fram milli aðila og liggur nú fyr- ir uppkast að samningi, sem raf- veitustjórn og bæjarstjórn munu á næstunni taka afstöðu til. Til greina kom tvennt í máli þessu, annarsvegar að Rafmagns- veitur ríkisins keyptu einungis rafstöðina með vélum og útbún- aði og ræki stöðina sem varastöð og toppstöð, en bærinn keypti orku í heildsölu og seldi hana neytend- um, og hinsvegar að Rafmagns- veiturnar keyptu innbæjarklerfið Hka og önnuðust dreifingu ork- unnar. í samningsuppkastinu er gert ráð fyrir að síðari leiðin verði valin. Ætlazt er til, að bærinn taki rafveituna á leigu og reki hana unz Grímsárvirkjun er lokið. Þá taka ríkisveiturnar að öllu leyti við rekstrinum. Með virkjun Grímsár er grund-i vellinum kippt undan rekstri raf- veitna þorpanna. Þess vegna er ríkið nú að yfirtaka þær, enda þarf það á varstöðvum og topp- stöðvum að halda. báðir viðstaddi'r þingsetninguna, Ottó sem gestur og Ólafur sem fulltrúi Sjómannafélags Reykja-1 víkur. Innan Alþýðusambandsins eru nú um 150 félög með 28.816 með- limi og hafði þeim fjölgað um meira en tvö þúsund milli þinga. Á þessu ári eru liðin 40 ár frá stofnun Alþýðusambandsins. Var þess minnzt með hátíðarsamkomu í Austurbæjarbíói í gærkvöldi. Þingstörf gengu óvenju greið- lega og var þegar fyrsta kvöldið lokið afgreiðslu kjörbréfa og kosn- ingu starfsmanna þingsins, en hingað til hefur oft farið langur tími í þessi störf, jafnvel margir dagar. Forseti þingsins var kosinn Sig- urður Stefánsson, formaður Sjó- mannafélagsins Jötuns í Vest- mannaeyjum, 1. varaforseti Ósk- ar Hailgrímsson, formaður Félags íslenzkra rafvirkja og 2. varafor- seti Kristján B. Gíslason, Stykk- ishólmi. Voru þeir, svo og ritarar þingsins, kosnir í einu hljóði, Spá- ir það góðu um samstarf þingfull- trúa og árangur af þinghaldinu. Fyrir þinginu liggja mörg þýð- ingarmikil mál og mun afgreiðsla þeirra rakin nánar hér í blaðinu síðar eftir því sem ástæða þykir til og rúm leyfir. Frá Eskifirði Nýr bátur Til Eskifjarðar kom 10. þessa mánaðar nýr fiskibátur, sem byggður var í Fredrikssund í Danmörku. Báturinn heitiir Jón Kjartansson og eru einkennisstaf- ir hans S. U. 111. Hann er 64 smá lestir að stærð með 240—265 ha. Alpha-dísilvél. Báturinn er prýðis-í vel útbúinn m. a. með radar og talsíma úr stýrishúsi í hásetaklefa. Ferðin frá Danmörku til Eski- fjarðar tók 10 sólarhringa. Vegna óveðurs varð hann að liggja einn sólarhring í Noregi og fjóra sólar- Framhald á 3. síðu. Yfirlýsing I tilefni af tilkynningum þeim sem birtar hafa verið um samkomulag í löndunardeilunni við Breta viljum við taka þetta fram: 1. Ríkisstjórnin hefur enga samþykkt gert eða yfirlýsingar gefið af sinni hálfu í máli þessu, og er því ekki um að ræða neinn samning ríkisstjómarinnar við brezka togaraeigendur. 2. Við töldum óþarft, og óeðlilegt, að íslendingar gæfu nokkra yfirlýsingu eða nokkur fyrirheit varðandi landhelgismálið, eða þær venjur sem skapazt hafa hjá landhelgisgæzlunni þeg- ar skip leita inn í landhelgina undan óveðrum. 3. Islenzkir togaraeigendur hafa ekki aflað sér heimildar til samningagerðar um fisklandanir í Bretlandi, og hafði þeim þó borizt aðvörun sjávarútvegsmálaráðherra í því efni áður en þeir fóru utan til samninga. 4. Við teljum rétt og sjálfsagt að Islendingar hafi samninga við Breta um fisklöndunarmál, en við viljum engan þátt eiga í samningum eða yfirlýsingum varðandi landhelgismál Is- lands í þvi skyni að fá með því brezka togaraeigendur til þess að létta af sínu ólöglega löndunarbanni. Lúðvík Jósepsson. Hannibal Valdimarsson. Landhelgismál -- löndunarbann Eins og lauslega var á drepið í síðasta blaði, hafa Bretar nú loks gefizt upp á hefndarráðstöfunum sínum gegn Islendingum og hafa lítinn sóma af haft. Með löndunarbanninu átti að kúga íslendinga til að hverfa frá stækkun landhelginnar, en stækk- un hennar er ekki aðeins mesta hagsmunamál þjóðarinnar, heldur jafnframt eitt stærsta sjálfstæðis- mál hennar. En það.fór svo með löndunarbannið, eins og ýmsar aðrar refsiráðstafanir, að það hitti þann sjálfan, sem fyrir refsi- aðgerðunum stóð, en varð þeim til góðs, sem refsa skyldi. Samningarnir um lausn löndun- ardeilunnar hafa fyrst og fremst verið í höndum útgerðarmanna og allt fram að síðustu kosningum var um málið rætt á þeim grund- velli, að erlend fiskiskip fengju viss veiðiréttindi innan landhelgi, en fall ríkisstjórnar Ólafs Thórs réði því, að þeirri fyrirætlun var ekki fram komið. Það hefur hinsvegar komið í ljós, að ríkisstjórnin hefur enga samþykkt gert um þessi mál og togaraeigendur hafa gert samn- inginn um fisklandanir í Bretlandi án heimildar, og hafði nefnd þeirra þó borizt aðvörun sjávarút- vegsmálaráðherra áður en hún fór utan. Ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa gefið út yfirlýsingu um þetta mál og birtist hún á öðrum stað hér í blaðinu. Það er öllum Islendingum að sjálfsögðu fagnaðarefni, að brezka útgerðarauðvaldið hefur orðið að lúta í lægra haldi og hverfa frá ofbeldisaðgerðum sín- um. Við viljum hafa vinsamleg skipti við Breta sem allar aðrar þjóðir, en við viljum ekki kaupa þau viðskipti fyrir þjóðarhags- muni okkar.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.