Austurland


Austurland - 30.11.1956, Qupperneq 1

Austurland - 30.11.1956, Qupperneq 1
M S0 I |f «& §f m sósfalis ta á Austnrlan di 6. árgangur. Neskaupstað, 30. nóvember 1956. 40. tölublað. Alþýðusambandsþinginu lokið Sameiningarmenn endurkosnir í sambandsstjórn Héðan fóru 5 fulltrúar á 25. þing Alþýðusambands íslands, sem lauk í Reykjavík 25. þ. m. Fjórir fulltrúanna komu með flugvél á þriðjudaginn var. Blaðið hitti Einar Guðmunds- son formann Verklýðsfélags Norð- firðinga að máli, en hann var einn af fulltrúunum, og spurði hann frétta af þinginu. Sagðist Einari svo frá: Þingið var hið fjölmennasta sem til þessa hefur verið haldið, en það sóttu yfir 320 fulltrúar. I upphafi þingsins varð samkomu- lag og full eining um þingforseta en hann var Sigurður Stefánsson frá Vestmannaeyjum. Einnig voru nefndir sjálfkjörnar. Það, sem flýtti afgreiðslu mála á þinginu, var það einsdæmi hin síðari ár, að stuttur tími fór til umræðna urn kjörbréf. Þingið stóð í 5 daga. Alþýðusambandið er 40 ára á þessu ári og var þess minnzt með samkomu í Austur- bæjarbíói, þar sem öllum þingfull- trúum var boðið. Þá bauð Félags- málaráðherra, Hannibal Valdi- marsson þingfulltrúum til kvöld- verðar að Hótel Borg. Jóhannes Stefánsson skipaður form. Byggingarfél. alþýðu Félagsmálaráðherra skipaði ný- lega Jóhannes Stefánsson for- mann Byggingarfélags alþýðu til 4 ára. Jón Einarsson byggingarmeist- ari, sem hafði verið skipaður for- maður fyrir tveim árum, sagði af j sér sl. sumar. Þá skipaði Stein- grímur Steinþórsson félagsmála- j ráðherra, rétt áður en hann hætti ráðherradómi, Erling Ólafsson byggingarmeistara til að gegna formannsstarfi, en Erlingur end- ursendi skipunarbréfið og kvaðst ekki taka við formennsku í félag- inu. Jóhannes hefur áður verið for- maður byggingarfélagsins um 11 ára skeið, Þingfundir hófust kl. 2 á öag~ inn og stóðu venjulega fram um miðnætti. Mjög mörg mál voru tekin til umræðu og fjöldi ályktana gerðar. 1 flestum málum ríkti mikil ein- ing á þinginu og var stjórn ASl vottað traust einróma fyrir unnin störf. Við stjórnarkjör varfð Hannibal Valdimarsson sjálfkjör- inn forseti sambandsins og aðrir í sambandsstjórn eru ákveðnir sameiningarmenn, en þeir eru þessir: Ritari: Snorri Jónsson, varafor- seti: Eðvarð Sigurðsson. Mið- stjórnarm'nn fyrir Suðurland: Ásgeir Guðmundsson, Kristján Guðmundsson, Sigríður Hannes- dóttir, Ingimar Sigurðsson, Björn Nýlega voru þeir hér á ferð Þor- steinn Einarsson íþróttafulltrúi og Guðmundur G. Hagalín bóka- fulltrúi. Þorsteinn ræddi við for- ystumenn íþróttamála bæjarins um íþróttavöllinn, byggingu íþróttahúss og framtíð sundlaug- orinnar. En þegar Grímsárvirkj- unin verður tengd við bæjarksrfið, sem væntanlega verður eftir rúmt ár, er burtu kippt þeim hitagjafa sem á mjög ódýran og hagkvæm- an hátt hefur liitað sundlaugina, þ. e. kælivatnið frá vélum raf- veitunnar. Taldi Þorsteinn þörf á að fara að undirbúa strax þau umskipti sem verða, með byggingu húss fyrir hreinsitæki og hitageyma fyrir næturhitun eða aðra hitun. Það má telja mjög ósennilegt, að tök verði á að hita útisundlaug upp með rafmagni yfir vetrarmán- uðina vegna of mikils kostnaðar. En það er einnig ósennilegt, að ráðizt verði í að byggja yfir þessa sundlaug. Slíkt er að mörgu leyti óæskilegt, því laugin er einkar vel staðsett og heppileg sem útilaug. Hana má nota yfir sumartímann. Þorsteinn Einarsson hvatti til Bjarnason og Kristján Jónsson. Norðurland: Björn Jónsson og Jón Friðbjörnsson. Austurland: Ásbjörn Karlsson og Alfreð Guðnason. Til vara: Sigfinnur Karlsson og Benedikt Þorsteins- son. Vesturland: Albert Kristjáns- son og Ágúst Vigfússon. Suð- Vesturland: Sigurður Stefánsson og Herdís Ólafsdóttir. Kvað Einar það mjög mikil- vægt fyrir alþýðusamtökin að svo giftusamlega skyldi takast með þingið og kosningu sambands- stjórnar, sem raun ber vitni, eink- um vegna áframhaldandi sam- starfs vinstri flokkanna í ríkis- stjórn og þess mikilvæga þáttar, sem verklýðssamtökin koma til með að eiga í einingu vinstra samstarfs. þess að undirbúa byggingu yfir- byggðrar kennslusundlaugar, rétt við útilaugina, sem yrði notuð yf-l ir kaldasta tímann. Þá fannst Þorsteini brýn þörf fyrir bæjarbúa að fá aðgang að nýju, rúmgóðu iþróttahúsi, þar sem æskan gæti notið kennslu og leikja. Og fullorðna fólkið gæti stundað hverskonar íþróttir og boltaleiki, sem nú færist mjög í vöxt að iðka jafnt af gömlum sem ungum. Þorsteinn skoðaði einnig þær framkvæmdir sem þegar hafa verið gerðar í félagsheimilinu og ræddi við gjaldkera þess, bygging- armeistara og formann byggingar- nefndar hússins um framkvæmdir á næsta ári. Byggingarkostnaður er orðinn tæp hálf milljón króna. Guðmundur Hagalín hélt fund með bókasafnsnefnd, bæjarstjóra og bókaverði um rekstur bóka- safnsins og framtíð þess, en því er ætlaður staður í suðvestur-álmu félagsheimilisins á neðri hæð. Þeir félagar fóru héðan til að sitja menningarvöku Héraðsbúa að Egilsstöðum, en þeir voru gest- ir vökunnar. Sj óma nnar áð- stefna A.S.f. Þegar þingi Alþýðusambandsins lauk hófst sjómannaráðstefna sambandsins. Sækja hana fulltrú- ar víðast að af landinu. Sigfinnur Karlsson situr hana sem fulltrúi Verklýðsfélags Norðfirðinga. Aðalviðfangsefni ráðstefnunnar er fiskverðssamningarnir og upp- sögn þeirra. Er talið sennilegt að einhver hækkun verði á fiskverði upp úr áramótum til útgerðarmanna, og er þá sjálfsagt að sjómenn vilji fá þá hækkun einnig að sínum hluta. Verklýðsfélag Norðfirðinga hef. ur til athugunar að segja upp fiskverðssamningnum, en hann gildir til 28. janúar 1957. Fugladráp Mikið hefur borið á því undan-i farna vetur, að menn stundi „skyttirí" hér á höfninni þrátt fyrir að það sé bannað með öllu. Hefur það litla af sjófugli, sem leitað hefur inn í höfnina verið skotinn, enda hefur fuglinn farið stórum minnkandi hin siðari ár. Gengið hefur þetta svo langt, að menn hafa skotið upp við land- steina í bænum, og stundum frá bátunum að landi. Gagn það, sem i þeir er á „skyttirí“ fara, hefur á- reiðaniega ekki verið mikið af þessu fyrir þá sjálfa. Tillitsleysið í þessu efni gerir mikið ógagn fuglalífinu inni í höfninni. Undanfarna daga hefur lög- reglustjóri tekið hart á þessu broti lögreglusamþykktarinnar og tekið byssurnar af lögbrjótunum og sektað þá. Voru teknar byssur af 10 mönnum fyrri hluta þessar- ar viku. Verður væntanlega áfram^ hald á því að taka menn fyrir þetta fugladráp, svo þeir sem brotlegir gerast, sjái sitt óvænna og hætti uppteknum hætti. T o gararnir Goðanes landar hér í dag 150 lestum af fiski. Austfirðingur seldi 203 lestir í Þýzkalandi í gær fyrir rúm 92 þúsund mörk. ísólfur og Vöttur eru á veiðum. íþróttahús og yfirbyggð sundlaug

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.